Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 23 | Rabbað við leikmenn og þjálfara að leik loknum Umsögn, viðtöl og lýsing á landsleiknum: Ágúst I. Jönsson. Myndir: Emilia Björnsdóttir, Frjðþjófur Ilelgason og Ragnar Axelsson. „Þeir iéku betur, en við áttum færin" — ÉG VIÐURKENNI það fús- lega að þeir léku betri knatt- spyrnu en við f þessum leik, enda höfum við oft leikið betri knatt- spyrnu en að þessu sinni, en tap- að þó, sagði Tony Knapp lands- liðsþjálfari að loknum sigurleikn- um við N-íra á laugardaginn. Knapp var eðlilega ánægður með sigurinn, fyrsta sigur íslands ii heimsmeistarakeppni fyrr og síð- ar. Undir stjórn Tony Knapps hefur íslenzka knattspyrnulands- liðið náð betri árangri en nokk- urn dreymdi um fyrir fjórum ár- um síðan. — Við tókum nokkra áhættu í þessum leik, sagði Knapp. — Leikkerfið var nýtt fyrir strákana og í liðinu voru leikmenn, sem ég hef ekki séð leika síðan í fyrra- haust. Allir skiluðu þeir sinu hlutverki vel og ég get ekki verið annað en hæstánægður með frammistöðu strákanna. — Þeir voru mun meira með knöttinn, enda var leikaðferð okk- ar sú í seinni hálfleiknum að gefa þeim eftir svæði. Eigi að síður áttum við 4 dauðafæri í leiknum Ásgeir Sigurvinsson I kröppum dansi, afþrengdur af leikmönnum N-lra. Helztu tækifæri OF LANGT MÁL yrði að rekja nákvæmlega öll tækifæri landsleiksins á laugardaginn. Hér á eftir verður minnis- bókin iátin tala, en stiklað á stóru og aðeins getið helztu viðburða leiksins. 3. mínúta: Ásgeir Sigurvinsson framkvæmir aukaspyrnu vinstra megin og gefur vel inn í teiginn. Jóhannes Eðvaldsson skallar knöttinn fyrir markið og við stöngina vinstra megin nær Mar- teinn Geirsson knettinum. Hon- um mistekst þó markskotið og knötturinn fer framhjá úr dauða- færi. 7. mínúta. Guðgeir Leifsson og Guðmundur Þorbjörnsson spila sig í gegnum vörn íranna og gefið er á Inga Björn. Góðu skoti hans er naumlega stýrt i horn. 33. Ingi Björn gefur knöttinn út á Ásgeir Sigurvinsson. Pat Jenn- ings hálver þrumuskot Ásgeirs. Knötturinn hrekkur út í mark- teiginn og Ingi Björn á ekki í erfiðleikum með að senda knött- inn í bak marksins, en á leiðinni þangað snerti knötturinn þó Pat Rice. 38. mínúta. Ingi Björn gefur vel fyrir markið frá hægri. Teitur virðist í góðu færi, en millimetr- um munar að hann nái að skalla. 41. minúta. írarnir fá sitt fyrsta hættulega tækifæri í leiknum eft- ir hornspyrnu, en varið er frá varamanninum Spence. 43. mínúta. Bezta færi ira í leiknum, Mcllroy og Spence prjónuðu sig i gegn, en Sigurður Dagsson varði vel laust skot Mcll- roys. 44. mínúta. Ingi Björn Alberts- son kemst einn innfyrir vörn Ir- anna, en missti knöttinn of langt frá sér, þannig að auðvelt var fyrir Jennings að góma knöttinn. 65. mínúta. Eftir allþunga sókn íranna snúa íslenzku leikmenn- irnir vörn i sókn og Ingi Björn kemst á auðan sjó fyrir innan vörn iranna eftir snilldarsend- ingu Guðgeirs. Ingi virtist of feiminn við Jennings í marki ír- anna og Jaust skot hans fór fram- hjá. 70. mínúta. Aukaspyrna Guð- geirs af um 25 metra færi smýgur utan með varnarvegg N-íranna, en snertir yzta leikmanninn það mikið að knötturinn fer utan með stöng og í horn. 85. minúta. Hamilton á góðan skalla að íslenzka markinu, sem Sigurður ver mjög vel og á sió- ustu mínútu leiksins ver Sigurður aftur erfiðan skallabolta, að þessu sinni frá Hunter, eftir horn- spyrnu. Tíu þúsund áhorfendur 10.269 áhorfendur keyptu sig inn á landsleik tslendinga og Norður-lra á laugardaginn. Er það nokkru minna en búast hefði mátt við, sé leikurinn gegn stjörnuliði Bobby Charltons hafð- ur í huga, en hann sáu liðlega 8 þúsund áhorfendur. Áhorfendur studdu vel við bakið á Islenzku leikmönnunum á laugardaginn og fögnuðu þeim vel í iok leiks- ins. gegn 1 þeirra, þannig að sigurinn tel ég vera fyllilega verðskuldað- an. Um leikmennina vil ég segja það að Ingi Björn Albertsson hafði nokkuð frjálsara hlutverk í þessum leik en aðrir. Hann átti að vera í marktækifærunum og gerði vel það sem fyrir hann var lagt, en þar að auki kom hann vel aftur og hjálpaði í vörninni. Janus Guð- laugsson var eini nýliðinn í ís- lenzka liðinu, en ég vissi vel að ég gæti treyst honum í þessum erf- iða leik. Janus stóð sig jafnvel enn betur en ég bjóst við. — Um landsleikina í sumar vil ég segja það að við getum staðið okkur mjög vel gegn Belgum og Norður-írum síðar í sumar. Á „deginum okkar" getum við jafn- -vel unnið þessar sterku knatt- spyrnuþjóðir á útivelli. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að möguleikarnir eru ekki miklir gegn Hollendingum ytra, þeir eru líka með bezta knattspyrnulið i heimi að mínu mati. Næsti leikur okkar er gegn Norðmönnum hér heima og þann leik ættum við að vinna, en leikurinn við Svía verð- ur eflaust mun erfiðari. Svíar eiga mjög gott lið, sem þegar hef- ur tryggt sér þátttökurétt i úrslit- um HM í Argentínu næsta haust, sagði Tony Knapp að lokum. „Ég hefði átt að skora þrjú mörk" — ÉG HEFÐI átt að skora þrjú mörk I þessum leik, sagði Ingi Björn Al- bertsson, markaskorarinn mikli, að loknum leiknum á laugardaginn. Ingi skoraði eina mark leiksins og I leikn- um gegn Bobby Charlton fyrir hálf- um mánuði gerði hann þrjú mörk. Eftir að Jennings hafði hálfvarið gott skot Ásgeirs lenti knötturinn fyrir framan fætur mina og ég gat ekki annað en skorað. Sfðar I leikn- um komst ég einn innfyrir vörn ír- anna og hefði átt að skora. í fyrra skiptið missti ég þó knöttinn of langt frá mér, boltinn skaust frá mér f bleytunni á vellinum og ekkert varð úr þeirri sókn. í seinni hálfleiknum komst ég aftur innfyrir þá, en hélt ég væri rangstæður. Jennings hélt það greinilega Ifka. þar sem hann stóð rólegur á marklfnunni án þess að gera nokkuð. Laust skot mitt fór rétt framhjá markinu. — Blessaður vertu, þessir varnar- menn þeirra eru sfzt betri en margir leikmennirnir f 1. deildinni hjá okk- ur, sagði Ingi Björn að lokum. trarnir sækja að Islenzka markinu, Jóhannes Eðvaldsson og Marteinn Geirsson eru til varnar. „Gæti unnið þá einn" — EINHVER þeirra sagði. þegar við gengum framhjá þeim, að hann gæti unnið okkur einn sfns liðs. þeir voru svo öruggir með sjálfa sig greyin, sagði Ólafur Sigurvinsson er við ræddum við hann I búningsherbergi fslenzka liðsins að leiknum loknum. — Okkur Ifkaði ekki þessi gorgeir f þeim og vorum ákveðnir f að selja okkur dýrt. Það má eiginlega segja að þessi setning hafi hjálpað okkur mjög til að vinna leikinn. Þegar þeir svo fundu fyrir mótstöðunni frá okk- ur urðu þeir ósköp litlir greyin, hálf- gerðar grenjuskjóður. sagða Ólafur Sigurvinsson. „Hefðum getað unnið ennþá stærri sigur" — SIGUR sem þessi færir ísland eðlilega ofar f knattspymustigaAum, en reyndar höfum við staðið okkur betur en staða okkar segir, þar sem við höfum ávallt verið f erfiðum riðt- um f Evrópu- og heimsmeistara- keppnum, sagði fyrirliði fslenzka landsliðsins, Jóhannes Eðvaldsson, að leiknum á laugardaginn loknum. — Við nefðum getað unnið enn stærri sigur, 3—4 mörk hefðu ekki verið fjarri lagi, an þvf má heldur ekki gleyma að þeir áttu dauðafæri f leiknum og voru klaufskir að skora ekki. N-írarnir eru f rauninni alls ekki sterkari en þeir voru f dag, en þó má ekki gleyma þvf að þeir eru þreyttir, nýbúnir með erfitt keppnistfmabil. Þeir verða erfiðari heim að sækja f haust, en Samt ættum við að geta unnið þá, sagði Jóhannes að lokum. „Hef sjaldan sofiðbetur" NÝLIÐINN Janus Guðlaugsson lék sinn fyrsta landsleik eins og sá sem valdið hefur og reynsluna. Við spurð- um hann að leiknum loknum hvort hann hefði ekki verið taugaóstyrkur fyrír leikinn. — Nei, ég get nú ekki sagt það, sagði Janus. — Mér leið bara vel fram að leiknum og hef sjaldan sofið betur en aðfararnótt laugardagsins. Enda er akki erfitt að koma f lands- liðshópinn, strákamir ffnir og andinn eins og bezt verður á kosið. Við spurðum Janus hvort það værí akki erfitt að leika sem fremsti mað- ur með FH-liðinu. an koma sfðan sem bakvörður inn f landsliðið. Sagði Janus að svo væri ekki Bakvarðar- staðan byði upp á sóknarmöguleika og þyrfti bakvörður f nútfmaknatt- spymu að hafa talsvert af hæfileik- um útherjans fyrir 10 árum. — Auk þess er bakvarðarstaðan gömul hjá mér. sagði Janus. — Ég lék minn fyrsta unglingalandsleik sem bak- vörður, það var einmitt gegn írum hérá Laugardalsvellinum. „Tókum þá grimmt við vítateiginn" — VIÐ BYRJUÐUM þetta ró- lega, en fengum þó ágæt færi f byrjuninni og enginn betra færi en ég, sem ég þó misnotaði illi- lega, sagði varnarmaðurinn sterki, Marteinn Geirsson, eftir leikinn. — Þegar ég komst i þetta færi, fannst mér ég hafa nægan tima, sem ég lfka hafði. Ég leyfði knett- inum að hoppa einu sinni, en ætl- aði síðan að senda knöttinn í markið. Einhvern veginn mis- reiknaði ég þó knöttinn og i stað þess að sjá hann lenda f netinu, lenti hann fyrir utan stöng eftir algjörlega misheppnað skot. — I seinni hálfleiknum létum við þá um að erfiða, en hugsuðum aðallega um að verjast sjálfir. Þess vegna gáfum við þeim svæði fyrir utan teig, en tókum þá siðan grimmt er þeir nálguðust teiginn. Þetta hafðist hjá okkur, en leikur- inn var mjög erfiður og ég var alveg búinn undir lokin og þá fann ég að sinadrátturinn var ekki langt undan. — Þetta var kærkominn sigur og það segi ég satt að það er alltaf jafn gaman að koma heim og leika með landsliðinu. 'Andinn einstak- ur í liðinu og maður hlakkar hreinlega til að leika landsleiki með þessum strákum, sagði Mar- teinn að lokum. X? 3 Nú eiga allir sem hyggja á ferðalög kost á afsláttar- Snúið ykkur til söluskrifstofa okkar, umboðsmanna eða fargjaldi allt árið án þess að fara í skipulagða hópferð, ferðaskrifstofanna, og fáið nánari upplýsingar, um og án þess að vera félagsbundinn í einhverjum samtökum. "Almennu sérfargjöldin” áður en þið skipuleggið fríið, og Til viðbótar allt að 40% afslætti, samkvæmt "almennum gið niunið komast að raun um að þau eru FARGJÖLD SEM sérfargjöldum”, veitum við sérstakan 25% unglingaafslátt, ^ M FENGUR ER AÐ. þeim sem eru á aldrinum 12-22ja ára. Eaupmannahöfn Fargjaldakostnaöur fyrir einstakling til þriggja borga, báðar leiðir. Venjulegt fargjald kr: "Almennt sérfargj. kr: Mismunur kr= Afsláttur.. 80.960 53.740 27.220 33,62% London 71.820 45.840 25.980 36,16% Barcelona 110.760 65.860 44.900 40,54% Fargjaldakostnaður fyrir hjón með tvö börn til leiðir. Venjulegt fargjald kr: "Almennt sérfargj. kr: Mismimur kr: Afsláttur.. Kaupmannahöfn 242.880 161.220 81.660 33,62% London 215.460 137.520 77.940 36,16% Barcelona 335.280 197.580 137.700 40,54% 'Si flvcfélac L0FTUIBIR LSLAXDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.