Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 „I hinum umstefndu um- mælum felst harkaleg árás á æru áfrýjenda” Hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar viku sæti í máli þessu og tóku borgarfógeti, Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari, Unnsteinn Beck mennirnir á meðfylgjandi mynd sæti þeirra og kváðu upp dóm I borgarfógeti og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. málinu. Talið frá vinstri, Jón Finnsson hrl, Þorsteinn Thorarensen Um efnishlið málsins er sú krafa gerð af hálfu aðalstefnda, að honum verði tildæmdur máls- kostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti, en af hálfu varastefnda aðallega, að staðfest verði sú niðurstaða héraðsdóms, að sak- fella hann ekki, en til vara, ef hann verði sakfelldur, að honum verði aðeins dæmdur hegningar- auki, skv. 78. gr. hegningarlaga, sbr. dóm í hæstaréttarmáli nr. 110/ 1975. Þá er þess krafist að varastefnda verði tildæmdur málskostnaður úr hendi áfrýj- enda í héraði og fyrir Hæstarétti. Máli því sem lögmaður stefndu vitnar til, nr. 26/ 1977, hefur ver- ið áfrýjað til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu 11. febrúar s.l., en gögn málsins hafa enn ekki borist dóminum. Áfrýjendur eru hinir sömu og i máli því sem hér er til meðferðar, en stefndur er Svavar Gestsson einn. Eru eigi efni til þess að taka til greina, kröfur um sameiningu þessara mála. Ummæli þau sem stefna lýtur var ekki annað en lá í augum uppi áður. Aðferðirnar við undir- skriftasöfnunina hafa verið marg- ar og hver annarri soralegri. Sá sem þetta ritar hefur fregnað að reynt hafi verið að fá börn og unglinga undir kosningaaldri til þess að skrifa undir, svo og and- lega vanheilt fólk, eitthvað hefur verið um það að menn hafi skrif- að undir fyrir aðra, samkvæmt „munnlegu umboði" þeirra og eins virðast undirskriftasafnar- arnir ekkert vera að súta það þótt sömu manneskjurnar skrifi undir margsinnis. Þannig hefur heyrst að þrjú eintök af Watergatevíxl- inum hafi gengið á meðal starfs- fólks sjúkrahúss nokkurs hér í borg, og skrifuðu sömu manneskj- urnar þar upp á öll þrjú eintök- in.“ Ljóst er að öllum ummælunum er fyrst og fremst stefnt að áfrýj- endum í máli þessu. í þeim er dróttað að áfrýjendum að þeir hafi gerst sekir um brask og skúmaskotamakk (stefnuliður 1.2), að afstaða þeirra mótist fyrst felst harkaleg árás á æru áfrýj- enda. Af þeim sökum þykir mega fallast á, að áfrýjendur eigi rétt til nokkurs fégjalds úr hendi varastefnda skv. 1. mgr. 264. gr. alm. hgl. Þykir fégjald þetta hæfi- lega ákveðið 25.000 kr. til hvers áfrýjenda, auk 9% ársvaxta frá 2. febrúar 1974 til greiðsludags. Samkvæmt 2. mgr. 241. gr. alm. hegningarlaga þykir rétt að dæma varastefnda til þess að greiða áfrýjendum sameiginlega 25.000 kr. til að kosta birtingu forsendna og dómsorðs dóms þessa í opin- berum blöðum. Þá þykir skv. 2. mgr. 22. gr. 1. 57/ 1956 rétt að skylda vara- stefnda til þess að birta dóm þennan i fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans, sem út kemur eftir að dómur þessi er birtur. Eftir þessum úrslitum ber að dæma varastefnda til að greiða áfrýjendum sameiginlega 160.000 kr. f málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, en rétt þykir að máls- kostnaður að því er varðar aðal- stefnda falli niður. HÉR FER á eftir f heild dómur Hæstaréttar Islands f máli 12 af 14 aóstandendum undirskrifta- söfnunarinnar „Varið land“ gegn Degi Þorleifssyni blaðamanni á Þjóðviljanum og til vara gegn Svavari Gestssyni ritstjóra. Dómurinn var kveðinn upp s.l. mánudag: Ár 1977, mánudaginn 2. mai, var i Hæstarétti í málinu nr. 44/1976: Bjarni Helgason, Björn Stefánsson, Hreggviður Jónsson, Jónatan Þórmundsson, Ólafur Ingólfsson, Stefán Skarphéðins- son, Unnar Stefánsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þorvaldur Búason, Þór Vilhjálmsson, Ragnar Ingi- marsson og Valdimar J. Magnús- son gegn Degi Þorleifssyni aðal- lega en til vara Svavari Gestssyni uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma sem varadóm- arar í Hæstarétti Halldór Þor- björnsson yfirsakadómari, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson hæsta- réttarlögmaður, Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður, Unnsteinn Beck borgarfógeti og Þorsteinn Thorarensen borgarfógeti. Áfrýjendur hafa skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. febrúar 1976 og gera þær dóm- kröfur: 1. að ummæli þau sem stefnt er út af verði dæmd dauð og ómerk. 2. að dæmd verði þyngsta refs- ing fyrir ummælin. 3. að hverjum áfrýjenda verði dæmdar 100.000 kr. í miskabætur auk 9% ársvaxta frá 2. febrúar 1974 til greiðsludags. 4. að áfrýjendum sameiginlega verði dæmdar 25.000 kr. til að kosta birtingu forsendna og dóms- orðs væntanlegs dóms í opinber- um blöðum. 5. að þeim sem dæmdur verður í málinu verði gert að sjá um að birtar verði forsendur og dómsorð væntanlegs dóms í 1. eða 2. tölu- blaði dagblaðsins Þjóðviljans, er út kemur eftir birtingu dómsins. 6. að stefnda verði gert að greiða áfrýjendum sameiginlega hæfilegan málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Af hálfu stefndu hefur í fyrsta lagi verið gerð krafa urh að mál þetta verði sameinað hæstaréttar- málinu nr. 26/ 1977: Bjarni Helgason o.fl. gegn Svavari Gests- syni, svo að kostur verði að tiltaka refsingu, ef dæmd yrði, í einu lagi. að birtust í tveimur greinum í dagblaðinu Þjóðviljanum, hin fyrri í 16. tölublaði, er út kom 20. janúar 1974, en hin síðari í 27. tölublaði, er út kom 2. febrúar s.á. Undir fyrri greininni standa bók- stafirnir DÞ, en undir hinni síðari dþ. Höfundur er að öðru leyti ekki nafngreindur. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. 1. 57/ 1956 ber höf- undur þvi aðeins refsi- og fébóta- ábyrgð á efni rits, að hann hafi nafngreint sig. Merkin DÞ og dþ verða ekki talin næg nafngrein- ing í skilningi nefnds lagaákvæðis og skiptir ekki máli þótt aðal- stefndi Dagur Þorleifsson blaða- maður við Þjóðviljann hafi lýst yfir þvi að hann sé höfundur greinanna. Skv. 3. mgr. 15. gr. 1. 57/ 1956 verður ábyrgð á um- mælunum því lögð á ritstjóra blaðsins, varastefnda Svavar Gestsson, en aðalstefndi verður sýknaður af kröfum áfrýjenda. Hinum átöldu ummælum er lýst í héraðsdómi, að undanteknum ummælum skv. stefnulið II. 5., sem ekki eru tilfærð þar í heild. Þau hljóða svo: „Öllum brögðum beitt Aðferðir þær, sem beitt hefur verið til þess að afla undirskrifa undir Watergate-víxilinn, hafa ekki afhjúpað algert siðleysi og andlegan sóðaskap þeirra er á bakvið þann vixil standa — það og fremst af efnahagslegum hlunnindum sem þeir eða aðilar tengdir þeim hafi af hérvist hers- ins (II.2), að aðferðir við söfnun- ina hafi verið soralegar og beitt við hana stéttarvaldi borgarastétt- arinnar, atvinnurekendavaldinu. (II. 5. og 6). Aðdróttanir þessar, sem engum stoðum hefur verið rennt undir, eru brýnt brot gegn 235. gr. alm. hegningarlaga. Að öðru leyti eru hin átöldu ummæli samsafn stórfelldra móðgunar- yrða um áfrýjendur, og varða þau við 234 gr. hegningarlaga. Með dómi Hæstaréttar upp- kveðnum 4. f.m. f málinu nr. 110/ 1975: Bjarni Helgason o.fl. gegn Ulfari Þormóðssyni og til vara Svavari Gestssyni, en áfrýjendur þá voru hinir sömu og i þessu máli, var varastefndi Svavar Gestsson dæmdur í 20.000 kr. sekt fyrir- ærumeiðandi ummæli um áfrýjendur. Refsingu hans ber því að tiltaka nú sem hegningar- auka með hliðsjón af 78. gr. almennra hegningarlaga og verð- ur hann ákveðinn 30.000 króna sekt til ríkissjóðs. Skv. 53. gr. alm. hegnl. sbr. 7. gr. 1. 101/ 1976 verður vararefsing ekki ákveðin. Staðfesta ber ákvæði hins áfrýj- aða dóms um ómerkingu allra hinna átöldu ummæla, skv. 1. mgr. 241. gr. alm. hegningarlaga. í hinum umstefndu ummælum Dómsorö: Aðalstefndi Dagur Þorleifsson skal vera sýkn af kröfum áfrýj- enda í máli þessu. Málskostnaður að þvi er hann varðar falli niður. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um ómerkingu ummæla skulu órösk- uð. Varastefndi Svavar Gestsson greiði 30.000 króna sekt til ríkis- sjóðs. Varastefndi greiði áfrýjendum, Bjarna Helgasyni, Birni Stefáns- syni, Hreggviði Jónssyni, Jónatan Þórmundssyni, Ólafi Ingólfssyni, Stefáni Skarphéðinssyni, Unnari Stefánssyni, Þorsteini Sæmunds- syni, Þorvaldi Búasyni, Þór Vil- hjálmssyni, Ragnari Ingimarssyni og Valdimar J. Magnússyni hverj- um um sig 25.000 króna fégjald ásamt 9% ársvöxtum frá 2. febrú- ar 1974 til greiðsludags. Varastefndi greiði áfrýjendum sameiginlega 25.000 kr. til þess að kosta birtingu forsendna og dóms- orðs dóms þessa í opinberum blöðum. Varastefndi skal birta dóm þennan í fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans, sem út kemur eftir birtingu dómsins. Varastefndi greiði áfrýjendum sameiginlega 160.000 kr. í máls- kostnað i héraði og fyrir Hæsta- rétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Dómur Hæstaréttar í máli 12 af 14 aðstand- endum „Varins lands” gegn Þjóðviljamönnum Arnar Þorgeirsson Varði doktors- ritgerð í Lundi Arnar Þorgeirsson, læknir, varði doktorsritgerð við lækna- deild Háskólans I Lundi, 25. maf sl. Fjallaði ritgerðin um ofnæmi af völdum Epoxy-plastefna og benda niðurstöður til þess, að koma megi I veg fyrir ofnæmis- áhrif með þvf að nota aðeins þau Epoxy-plastefni, sem ekki inni- halda minnstu gerðir mólekúla. Doktorsvörninni stjórnaði Hans Rosman, prófessor, yfirlæknir við húðsjúkdómadeild Háskólans i Lundi, en þar hefur Arnar starfað undanfarin sex ár, en hann varð sérfræðingur i húðsjúkdómum 1970. Andmælandi var Jan Wahl- berg, dósent við Karólínska- sjúkrahúsið i Stokkhólmi. Arnar Þorgeirsson er fæddur á Húsavik 1936, sonur Ólafar Bald- vinsdóttur og Þorgeirs Sigurðs- sonar. Hann lauk prófi i læknis- fræði frá H.l. 1963 og hefur starf- að i Svíþjóð frá 1965. Kona Arnars er Guðriður Guð- mundsdóttir. Ekið á hryssu Um helgina var ekið á sex vetra hryssu á þjóðveginum við bæinn Kiðafell í Kjós. Varð að aflífa hryssuna. Bifreiðarstjórinn stakk af og eru það tilmæli rannsóknar- lögreglunnar i Hafnarfirði að hann gefi sig fram svo og þeir aðrir, sem veitt geta upplýsingar um málið. Fyrstu firmakeppni Mjölnis lokið Nú er lokið fyrstu firma- keppni Skákfélagsins Mjöln- is. Tefldar voru 10 umferðir eftir Monradkerfi, en þátt- takendur voru alls fimmtiu. Teflt var í Fellahelli, Breið- holti. Urslit urðu sem hér segir: 1. Magnús E. Baldvinsson, úra- og skartgripaverzlun. 2.—3. Rekstrarráðgjöf sf„ Samvinnubanki íslands. 4.—8. Sjálfsalinn hf. Ár- mannsfell hf„ Efnagerðin Valur, Sportmagasínið Goða- borg, Sjóklæðagerðin hf. 9. Árbæjarapótek. Hamarinn með lægst tilboð í Engidalsskóla Opnuð hafa verið tilboð i bygg- ingu Engidalsskóla i Hafnarfirði. Sjö verktakar buðu í framkvæmd- ina, en lægsta tilboðið var frá Hamrinum hf. að upphæð 98.5 milljónir króna. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á kr. 135,5 milljónir króna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt að leitað verði samningá við Hamarinn um verk- ið á grundvelli tilboðs fyrirtækis- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.