Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977 fftttgtmÞIfife 'i Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni GarBar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. ASalstræti 6. slmi 22480 Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakiS. Sú stefnubreyting, sem orðið hefur hjá kommúnistaflokkum í Suður-Evrópu til Atlants- hafsbandalagsins, vekur vaxandi athygli. Með einum eða öðrum hætti hafa kommúnistaflokkarn- ir á ítalíu og I Frakklandi lýst yfir stuðningi við Atlantshafsbandalagið og heitið því, að komist þessir flokkar til áhrifa í stjórn- um þessara ríkja muni þeir standa að aðild þeirra að varnarsamstarfi vest- rænna þjóða innan vébanda Atlantshafs- bandalagsins. ítalía og Frakkland hafa verið aðil- ar að Atlantshafsbandalag- inu frá upphafi. Með hinni lýðræðislegu þróun á Spáni hafa skapazt aðstæður til þess að Spánn verði i náinni framtíð einnig aðili að þessu varnarbandalagi og hafa spænskir kommún- istar lýst yfir stuðningi við það. Stefnubreyting kommúnistaflokkanna í þessum löndum hefur að sjálfsögðu gert það að verkum, að aöildin að Atlantshafsbandalaginu, sem hefur verið deilumál þar frá upphafi, alveg eins og hér, er ekki lengur á- greiningsefni sem máli skiptir í stjórnmálaumræð- um á ítalfu og í Frakklandi og væntanleg aðild Spánar að Atlantshafsbandalaginu verður þá heldur ekki ágreiningsefni á Spáni. Auðvitað er hægt að hugsa sér það, að opinber og yfirlýstur stuðningur kommúnistaflokkanna í þessum þremur löndum við Atlantshafsbandalagið sé fals eitt og þessir flokkar mundu, ef þeir kæmust til valda í þessum þremur ríkjum, beita áhrifum sín- um gegn Atlantshafs- bandalaginu. Sjálfsagt er að hafa þann möguleika í huga. Meðan annað kemur ekki í ljós, hljóta menn að taka kommúnista í þessum löndum á orðinu og líta svo á, að um raunverulega stefnubreytingu sé að ræða hjá þeim. Ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu er öllum augljós og hún hefur komið afar skýrt fram hjá ítölskum kommúnistum. Leiðtogi þeirra hefur lýst því yfir, að hann telji aðild að Atlantshafsbandalaginu nauðsynlega tryggingu fyrir sjálfstæði Ítalíu. Þá ber þess einnig að geta, að stuðingur kommúnista- flokkanna er ekki bundinn við aðildina að Atlantshafs- bandalaginu eina saman heldur er augljóst, að t.d í afstöðu ítalskra kommún- ista felst samþykki við bandarískum varnarstöð- um, sem eru á Ítalíu. Er augljóst, að ítalskir kommúnistar líta einnig svo á, að tilvist þeirra og aðildin að Atlantshafs- bandalaginu sameiginlega sé nauðsynleg trygging fyrir sjálfstæði ítalíu. Þegar ítalskir kommún- istar tala um nauðsyn þess að tryggja sjálfstæði og öryggi lands síns með aðild að Atlantshafsbandalaginu er auðvitað ljóst, að þeir telja að sjálfstæði ítalíu sem og annarra Vestur- Evrópuríkja sé nokkur hætta búin frá Sovét- ríkjunum. Þjóðir Mið- og Suður-Evrópu búa í meiri nálægð við Austur- Evrópuríkin en við og fylgjast vel með því sem þar gerist og gera sér fulla grein fyrir þeirri hættu, sem þeim stafar af út- þenslu og heimsvalda- stefnu Sovétríkjanna. Stefnubreyting kommúnistaflokkanna í Suður-Evrópu þýðir í raun, aö aðildin að Atlantshafs- bandalaginu er hvergi ágreiningsefni nema hér á íslandi, þar sem Alþýðu- bandalagið heldur enn fast við gamla og úrelta stefnu í utanríkismálum og til aðildar okkar að Atlants- hafsbandalaginu og varnarsamstarfsins við Bandarikin. Óbreytt stefna Alþýðubandalagsins er í samræmi við stefnu sovézka kommúnista- flokksins og ríkjandi við- horf í Moskvu, með sama hætti og stefnubreyting kommúnistaflokkanna í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni er í andstöðu við ríkjandi viðhorf í Moskvu. Við hér á íslandi sitjum því uppi með einn af fáum kommúnistaflokkum í V- Evrópu, sem rígheldur í línuna frá Moskvu, sem er að veröa eins konar nátt- tröll í hópi sósíalískra og kommúnískra stjórnmála- flokka í V-Erópu. Alþýðu- bandalagið heldur enn fast við þá stefnu, sem kommúnistar mótuðu til varnarsamstarfs vest- rænna þjóða á þeim tíma, þegar kalda stríðið stóð sem hæst og má því segja, að Alþýðubandalagið sé ein af síöustu leifum kalda stríðsins að þessu leyti. Þessi flokkur, sem jafn- an hefur verið undir stjórn kommúnista, hvaða nafni sem hann hefur gengið undir, hefur ekki megnað að laga sig að breyttum að- stæðum og breyttum heimi og þeirri þróun, sem orðið hefur í utanríkis- og alþjóðamálum. Á sama tíma og vinstri sinnaðir flokkar, sósíalistaflokkar og kommúnistaflokkar, hneigjast til stuðnings við starfsemi Atlantshafs- bandalagsins og varnar- samstarfs við Bandaríkin heldur Alþýðubandalagið enn fast við þá kalda stríðs stefnu, sem mótuð var f Moskvu eftir stríðið. Kommúnistaflokkar og Atlantshafebandalagið Þegar lokið var smásennu milli mín og nokkurra góðra manna um Lés-sýningu Þjóð- leikhússins, kyrrð á komin, enda sýningum hætt, sáttaröl drukkið og fyrri vinskapur upp tekinn, varpar Ólafur Jónsson skyndilega á mig kveðju sinni og vill „blanda sér í deiluna.“ Mátti trúlegt þykja, að hann. hefði, þó seint væri, komið auga á ný og merkileg sannindi mál- um til glöggvunar, svo ég lauk upp læstum dyrum. Verjendur Pilikians leik- stjóra höfðu hver um annan þveran klifað á þvi, að meðferð þessa útlendings á Lé konungi væri ný ',,túlkun“ á verki Shakespeares og annað ekki; frumleg túlkun, svipmikil túlk- un, stórbrotin túlkun. Hins veg- ar sýndi ég fram á, að orðið „túlkun“ væri blekking, því leikstjórinn hefði breytt leikrít- inu, og það svo hressilega, að það skipti um eðli. Hvert er svo erindi Ólafs Jónssonar inn í umræóurnar? Hvert var það lausnarorð, sem honum lá svo á hjarta, að vekja varð upp eftir háttatíma til að koma því að framfæri fremur seint en aldrei? Það var svo hljóðandi (Dagbl. 23.5.): „Um Pilikian og verk hans skiptir það mestu að ótvirætt var sýningin á Lé kóngi sér- kennileg og svipmikil túlkun leiksins sem í engu sem máli skiptir brást trúnaði við text- ann sjálfan." Einhver hefði kimt. En Ólafur nýtur gestrisni á mínum bæ, og honum var virt það til vorkunnar, að hann kom af fjöllum. Var honum sýnt fram á að hann svaraði í axarskaft, þegar hann segði „túlkun", og honum var gefið nýtt tækifæri til að „blanda sér í deiluna." Og Ólafur Jónsson tekur til máls í annað sinn, og nú á þessa leið (Dagbl. 6.6.): „Sýning Þjóðleikhússins á Lé kóngi fannst mér heilsteypt og mikilúðlegt verk: sérkennileg og svipmikil túlkun á fornum, og ansi forneskjulegum, harm- leik." Þetta er nú ekki að „blanda sér í deilu“; þetta er að koma aðvifandi og segja: Ekkert þras; ég er Negus Negusi. Ekki er þó vert að gleyma þvi, að í tvigang notar ÓJ tæki- færið til að veifa hinum „sterka kynferðislega efnisþætti“ í leiknum, sem reynist, þegar til kemur, í því fóiginn, að Ját- mundur á Glostri er launget- inn, og dætur Lés, hinar eldri, líta hann hýru auga hvor um sig. Mega þó allir sjá, að í leik- ritinu er um þau mál fjallað á pólitiskum grundvelli, sem á engan hátt gefur tilefni til þess, að kynferðisleg skrípalæti séu látin draga athygli frá því sem máli skiptir. Hitt er þó miklu verra, að nokkuð af mikilvæg- ustu efnisatriðum verksins er strikað út athugasemdalaust; þegar minnst varir, rétt eins og að snýta sér. Ráðstafanir leikstjórans voru svo fjarri því að mega teljast túlkun, að þær beinlínis girtu fyrir að hægt væri að túlka verkið á þá vegu, sem ella lágu beint við. En um það hef ég áður rætt. Satt að segja hefði leikstjór- anum verið nær að kalla leik þann, sem hann sýndi, skáld- verk eftir sjálfan sig; það hefði a.m.k. verið heiðarlegra, þó kannski hefði hann fengið lítið hrós fyrir frumleik sem skáld. Hann hefði svo sem getað sagt þetta verk sitt reist á leikríti Shakespeares, hefði það þótt betur við eiga; jafnvel gat hann kallað leikinn fullum stöfum Lé konung eftir W. Shake- speare i nýrri gerð H. I. Pili- kians, og væntanlega haldizt það uppi óátalið; margur hefur brugðið á svipað ráð fyrr og síðar. Þar er rétt til getið hjá Ólafi, að ég hef séð Gullna hliðið hvað eftir annað; og í hvert sinn sá ég og heyrði nýja túlkun, sem ég hafði ekki kynnzt fyrr; en i öll skiptin var fylgt sama texta óbreyttum. Einhver kynni að hafa dregið það í efa að óreyndu, að ÓJ fagnaði leik „Grímseyinga“ svo vel sem hann gerði. Og víst gegnir furðu, að hann skuli leggja blessun sína yfir fárán- lega afskræmingu á verki látins þjóðskálds. Það stóð sem sé ekki á þeim leikdómi, sem ég þóttist eiga von á og þakkaði fyrir fram! Eða var Ólafur að spauga? Var hann kannski bara að hæla „Grímseyjar“-sýningunni í sama hálfkæringnum og ég hafði lýst henni? Nei, ekki nú alveg. Fyrst hann hafði flaskað á að kalla meðferð Pilikians á Lé konungi „túlkun", sem hælt skyldi á hvert reipi, átti hann ekki annarra kosta völ en að láta sér vel líka. Og þá hlaut hitt að fylgja, að hlálegt væri að sýna verk Davíðs Stefánssonar óbreytt, og þó líklegast að sýn- ingargestir sofnuðu, enda þótt þeir hefðu aldrei séð leikritið áður! Ofan á þetta þarf engan að undra, þó að ÓJ kalli svo, að vandlætingarorð mín um Lés- sýninguna séu litt skiljanlegur ofsi. Sem betur fer, er Ölafi Jóns- syni frjálst að hafa á þessum málum hverja þá skoðun sem honum sýnist; það sem ég kalla bókmenntalegt siðleysi, getur hann haldið áfram að kalla ágætan frumleik, ef honum býður svo við að horfa. Hins vegar hlýt ég að harma það fyrir mitt leyti, að gáfaður fræðimaður skuli gera sig ber- an að sliku hirðuleysi um rett höfunda til verka sinna, ef ekki lagalegan, þá alltjent siðferði- legan rétt. Enda er mér spurn: Hvar eru mörkin, áður en hver sem er getur óátalið farið sem honum sýnist með hvaða skáld- verk sem er, ef þau mörk eru þá nokkur? Ólafur Jónsson hefði mátt gera sér það til er- indis inn i umræðurnar að reyna að útskýra það. Gallinn er bara sá, að slik mörk getur hann héðan af hvergi dregið. En líklega þætti ýmsum þarf- legt að ná áttunum á þessum slóðum: Er útgefanda heimilt að raska efni í skáldsögu látins höfundar? Getur hann óátalið ruglað gang mála með brottfell- ingum og breytingum og látið duga að kalla verk sitt útgáfu? Getur leikstjóri fremur breytt leikríti í blóra við túlkun? Get- ur hann jafnvel gengið svo langt að loka fyrri leiðum til túlkunar á verkinu? En það gerði Pilikian, þó ekki væri með öðru en hinu upplogna sjálfsmorði Játgeirs og þeim brottfellingum sem þar þurfti til. Mig furðar á því, að ÓJ skyldi mælast til umræðu eftir dúk og disk, og þegar til kemur, skuli honum einungis tiltæk sú mynt, sem tekin var úr umferð, af þvi hún reyndist ekki gjaldgeng. Þó kæmi mér ekki á óvart, að Ólafur Jónsson ætti eftir að lýsa þvi yfir enn og aftur, að sýning Pilikians á Lé konungi hafi verið „svipmikil túlkun" á verki meistarans frá Stratford. En þess má enginn vænta, að ég þrátti um sömu markleysuna fram og aftur til eilifðar nóns. Enda mun ég ekki oftar draga slagbrand frá dyrum ótilneydd- ur vegna Pilikians hins brezka, hver sem guðar á glugga um óttuskeið og eins þótt riðið sé húsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.