Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977
l ' - - r'- ' ' •"' .
Starfsmenn Þörungavinnslunnar:
Lýsa furðu sinni á vinnu-
brögðum stjómar
Þörungavinnslunnar h.f.
ÞANGSKURÐARMENN og
starfsmenn Þörungavinnslunnar
h.f. á Reykhólum komu saman til
fundar á Reykhólum I fyrradag
og fjölluðu um málefni Þörunga-
vinnslunnar. t samþykkt, sem var
gerð á fundinum, var þess krafizt,
að hreppsnefndir, sem eiga I
verksmiðjunni, og stjórn verk-
smiðjunnar gerðu hreint fyrir
sinum dyrum og telja fundar-
menn, að rekstrargrundvöllur sé
fyrir hendi ef rekstrarformi verk-
smiðjunnar verði breytt. Sam-
þykkt fundarins fer hér á eftir.
Fundur þangölfunarmanna og
starfsmanna Þörungavinnslunnar
h.f., haldinn á Reykhólum þriðju-
daginn 7. júní 1977, beinir þeim
eindregnu tilmælum til hrepps-
nefnda þeirra, er hlut eiga i Þör-
ungavinnslunni h.f., að þær hlut-
ist til um, að haldinn verði opinn
fundur eigi siðar en sunnudaginn
12. júní n.k. til að taka afstöðu til
þeirrar stöðu, sem nú er komin
upp, þar sem stjórn Þörunga-
vinnslunnar h.f. er opinberlega
búin að gefast upp á starfrækslu
og starfsfólki hefur verið sagt
upp. Telur fundurinn brýna
nauðsyn bera til þess, að sem allra
mest eining og samstaða náist inn-
an þess hóps, sem beint eða
óbeint hefur hagsmuna að gæta i
þessu efni.
Fundurinn varar eindregið við
Framhald á bls. 30
„Sjússar glæða sálaryl" syngja konungarnir fjórir, en þá leika Sigurð-
ur Björnsson, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Garðar
Cortes.
Sýningum á Hel-
enu f ögru f ækkar
SÖNGLEIKUR Offenbaehs,
Helena fagra, sem nú er sýndur í
Þjóðleikhúsinu hefur nú verið
sýndur nokkrum sinnum við
ágætar undirtektir leikhúsgesta,
segir f frétt frá Þjóðleikhúsinu.
Segir einnig að staðfærslur þýð-
andans, Kristjáns Arnasonar, og
leikgerð Brynju Benediktsdóttur
og Sigurjóns Jóhannssonar þyki
frumlegar. 1 sýningunni koma
fram bæði leikarar og söngvarar
Þjóðleikhússins, tslenzki dans-
flokkurinn og 27 manna hljóm-
sveit, alls um 80 manns, og sé
þetta þvf ein af viðamestu sýning-
um Þjóðleikhússins.
Þjóðleikhúsið vill benda fólki á
að draga ekki of lengi að sjá sýn-
inguna þar eð gert sé ráð fyrir að
sýningum ljúki á þessu leikári og
verður söngleikurinn því aðeins
sýndur út þennan mánuð. Næsta
sýning á Helenu fögru verður á
laugardagskvöld kl. 20.00.
Meistarasamband byggingarmanna:
Vill leggja niður Húsnæð-
ismálastofnun ríkisins
AÐALFUNDUR Meistarasam-
bands byggingarmanna var hald-
inn f Grindavfk fyrir nokkru og
hafa blaðinu borizt nokkrar álykt-
anir fundarins. t ályktun alls-
herjarnefndar er skorað á Lands-
samband iðnaðarmanna að beita
sér fyrir auknum lagfæringum á
skattlagningu rfkisins á efni, vör-
um og vélum til bvggingariðnað-
ar. t ályktun fræðslunefndar er
lýst yfir stuðningi við þær tillög-
ur, sem fram koma f áfanga-
skýrslu nr. 2 þar sem fjallað er
um verkmenntun byggingariðn-
aðarins og segir að nauðsynlegt sé
að auka verulega starfskynningu
f grunnskóla og að einnig þurfi að
gefa iðnaðarmönnum kost á við-
auka- og endurmenntun.
Þá segir í ályktun frá húsnæðis-
mála- og lánamálanefnd að hús-
næðismálastjórn skuli lögð niður
og í hennar stað komi stjórn hús-
næðismála frá ráðuneyti og ann-
ist veðdeild Landsbanka íslands
úthlutun og afgreiðslu lána til
íbúðarbygginga. Segir í ályktun-
inni að með breyttu fyrirkomu-
lagi megi spara tugi milljóna og
nota þær til aukinnar lánastarf-
semi. Tryggt verði að afhending
lána fari fram eigi síðar en einum
mánuði eftir að fokheldisvottorð
og önnur tilskilin gögn hafa borizt
lánastofnuninni og áherzla er
lögð á að húsbyggjandi geti treyst
á tímasetningu á afgreiðslu lána.
í annarri ályktun frá húsnæðis-
mála- og lánamálanefnd segir að
jafnrétti í lána- og lóðamálum
ásamt frjálsri samkeppni sé væn-
legast til að draga úr byggingar-
kostnaði og ef stjórnvöld vilji í
raun lækka byggingarkostnað sé
það bezt gert með lækkun á skatt-
gjöldum af byggingarvörum og
frjálsara fjármagni til hins al-
menna húsbyggjanda.
Stofnfundur félags um
sögu flugs á íslandi
FYRIR skemmstu komu saman
til fundar I Reykjavfk áhuga-
menn um sögu flugs og flugminja
á tslandi og var fundur þeirra
undirbúningsfundur að stofnun
félags um þessi mál. Nú hefur
verið ákveðið að boða til stofn-
fundar félags, sem beri heitið ts-
lenzka flugsögufélagið og verður
fundurinn f ráðstefnusal Hótel
Loftleiða I kvöld, þriðjudag kl.
20.30.
Að sögn eins þeirra, sem unnið
hafa að undirbúningi stofnunar
félagsins, Baldurs Sveinssonar, er
ætlunin að verkefni félagsins
verði að safna saman öllum þeim
fróðleik, sem til er um flug á
íslandi, hvort sem það er i formi
ljósmynda eða frásagna. Þá er það
vilji aðstandenda þess að reynt
verði að varðveita þær flugvélar,
sem sett hafa svip á íslenzka flug-
sögu og enn eru til. Eigi að koma
slíkri varðveizlu við þarf til þess
gott húsnæði og það hafa áhuga-
menn um söfnun flugvéla ekki
fundið.
GLJAFAXI, fyrsta DC-3 flugvélin, sem Flugfélag tslands átti og gaf
Landgræðslunni fyrir nokkrum árum. Þristurinn, eins og þessar vélar
voru oft nefndar, er eitt dæmi um vél sem markað hefur djúp spor I
fslenzka flugsögu og þá vél vilja flugáhugamenn varðveita.
iT
Wang rafreiknar
eru ekki
aðeins ffyrir lítil fyrirtæki
Wang - rafreiknar eru ekki skrýtin
óskiljanleg tæki frá Austur - Asíu,
heldur amerísk gæöavara, framleidd
undir einkunnarorðunum: Einfalt,
sveigjanlegt, áreiöanlegt.
Wang býður yður einfaldleika.
Meöferö tækja og forrita krefst ekki
sérmenntaös starfsliðs, þjálfun fylgir
með í kaupunum.
Wang býður yður sveigjanleika. Veljið
þann tækjabúnað, sem hentar fyrirtæki
yðar í dag. Við fullvissum yður um, að
þér getið notað þann búnað, sem grunn
til að byggja á frekari umsvif í
gagnavinnslu eftir því sem fyrirtæki
yðar stækkar, án kostnaðarsamra
breytinga á forritum.
Wang býður yður áreiðanleika.
Sérþjálfaðir viðgerðarmenn ásamt
nægum varahlutum, tryggja örugga
viðhaldsþjónustu.
Tilbúin forritasöfn á Wang - rafreikna
fyrir verslunar og
framleiðslufyrirtæki, verkfræöistofur,
sveitarfélög, lífeyrissjóði og sparisjóði.
Stuttur afgreiðslufrestur.
Wang tölvur eru nú þegar í notkun hjá
íslenskum fyrirtækjum. Hringið eða
komið og skoðið Wang - rafreikni i
tölvudeild Heimilistækja s.f.
Wang lausn er ódýrari en þér haldið.