Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.06.1977, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 vtw MORetlN-^vv: kaff/nu * r Við ættum að hittast á himnum — nema ef yður hefur orðið eitthvað alvarlegt á sóknar- prestur góður! (|) Ajfc:1! GRANI göslari w Auðvitað getur forstjórinn rek- ið fyrirtæki sitt án mín, — en hann má bara ekki verða þess áskynja, þvf þá fæ ég pokann samstundis! Kg æfði mig f vetur innandyra — spilaði billjard! U m áródur góó- an og vondan „Heill og sæll Velvakandi! Á undanförnum vikum sem svo oft áður hefur svokallaður „út- varpsáróður kommúnista" verið mjög i hámælum hafður í pistli yðar. Öllum lesendum Morgun- blaðsins eru kunn viðhorf „hús- mæðra í Vesturbænum" til rót- tækra manna á tslandi sem og skoðanir annarra, er af svipuðu sauðahúsi eru. Þó hafa lesenda- dálkar þeir, sem spunnust vegna Straumsvikurgöngunnar, keyrt um þverbak. Vitna þeir um svo fádæma pólitiska móðursýki og barnaskap að ég fæ varla orða bundist. Af mýmörgum dæmum má nefna langlokupistil „Utvarpshlustanda" frá föstu- deginum 3. þessa mánaðar, þar sem reynt er að sýna fram á með flóknum tölulegum útreikn- ingum, hversu veglegan sess „áróður kommúnista" skipar í Ríkisútvarpinu. Ég aumka slík flónskuskrif og áskil mér rétt til að draga niðurstöður höfundar i efa. Þér Morgunblaðsmenn sláið skjaldborg um alla þá, sem beina spjótum sínum að félagshyggju og verkalýðssinnum. Þess vegna er blað yðar opið öllum and- sósialiskum skrifum, hversu fáránleg og fjarstæðukennd sem þau kunna að vera. Bera pólitisk- ir lesendapistlar undanfarinna vikna þess glögg merki. Þar er veinað og kveinað yfir „kommúniskum áróðir" i Ríkisút- varpi. En ég ætla mér þá dirfsku að varpa ljósi á annars konar áróður á vettvangi Ríkisútvarps- ins, sem ekki hefur verið vakið máls á hér i blaðinu. I nærfellt ár, eða frá vorbyrjun 1976 til vors, er leið, flutti fremsti hugmynda- fræðingur islenzkrar borgara- stéttar rakinn áróður í há- kapitalískum anda i hálfs- mánaðarlegum erindum sinum um pölitíska ideólógiu. Hér á ég að sjálfsögðu við Hannes Giss- urarson. I erindaflokkum sínum réðst hann hatrammlega á hug- sjónir félagshyggju. En eftir kokkabókum yðar kallast þetta ekki áróður — því sá áróður er „góður“. Til gamans má gæla við þá hugmynd, hvernig þvi yrði tek- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson UM þessar mundir er Bridgesam- band íslands að hleypa af stokk- unum bikarkeppni og er það vel. Þátttaka verður eflaust góð og munu sveitir úr öllum landshlut- um keppa um titilinn Bikarmeist- ari 1977. Á Norðurlöndunum er útsláttarkeppni þessi mjög vin- sæl og sigur í henni þykir ekki sfður eft irsóknarverður en sigur í landsmóti. Spilið í dag er einmitt frá bikar- keppni Svíþjóðar 1976. í suður var Sonja Nilson, sem er virt spilakona þar í landi. Austur gaf, allir utan hættu. Norður S. ÁK753 II. K107 T. ÁK3 L. 54 Vestur S. G 10864 II. D32 T. 742 L. Á9 Suður S. 9 II. Á95 T. DG865 L. KD73 Eftir að frúin opnaði á einum tígli varð makker hennar, karl- maður, eðlilega ákafur. Og að lok- um varð hún sagnhafi í sex tígl- um. Vestur fann besta útspilið — tromp. Án þess er spilið auðvelt. Hjarta fer í spaða og tvö lauf trompuð í blindum. Sagnhafi tók útspilið heima og spilaði spaða á ásinn. Lauf og vestur tók kónginn og spilaði aft- ur trompi. Frúin trompaði spaða heima, tók á Iaufdrottninguna og spilaði laufi i þriðja sinn. Vestur var nú í vandræðum en valdi að Iáta hjarta. Ekki mátti hann láta spaða því þá var spaðinn í blind- um góður með einni trompun. Og austur hafði þvi einn vald á hjart- anu auk laufsins. Nú, frúin trompaði laufið með síðasta tígli blinds. Austur fór nú að finna fyrir pressunni þegar spaða var spilað frá blindum og austur varð að skilja laufgosann eftir einan. En suður var með á nótunum. Hún spilaði lágu hjarta á kóngínn og spaðakóngurinn gerði síðan út- slagið. Austur mátti ekkert missa. Hann lét hjarta og suður fékk því tvo siðustu siagina á hjartaás og níu. Austur S. D2 II. G864 T. 108 L.G 10862 ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga aftir Bernt Vestre Jóhanna Kristjónsdóttir þyddi. 36 — Já. — Hvers vegna? — Vegna þess ég get ekki varizt þeim hugsunum. Peter fannst sem hann sæi andliti Lenu bregða fyrir f glugga á annarri ha'ð. Hafði hún staðið við gluggann og fylgzt með þeim? Hafði hún heyrt það sem þeir töluðu sam- an? Þeir höfðu talað lágt. En kannski raddir þeirra bærust í golunni til hennar. Og hvaða máli skipti það svo sem? Engu. Hún fyrirleit hann. Nú hafði hún fleiri ástæður til að fyrir- Ifta hann. Var hann aumkunarverður? Nei, hann gat sagt henni frá Ellen. Kannski skildi hún þá öryggisleysi hans, og tor- tryggni. En það var eitthvað fleira en Ellen. Eitthvað sem hafði gerzt áður en hún kom til sögunnar. Hann gat ekki sagt neinum frá þvf, hann skildi ekki sjálfur hvað það var. Eitt- hvað um að hann hefði verið svikinn. Eða að honum mistæk- ist alltaf hvað sem hann gerði, hann veldi alltaf ranga lausn, ranga leið. Það var kannski enginn sem hafði svikið hann. Kannski var það bara hann sjálfur sem var svona ólánlega af guði gerður. Hvers vegna var hann þetta ólánsgrey? Var hann alltaf með annan fótinn f bernskunni? Bjóst hann við þvi að fólk væri eins og hann dreymdi um? Skynjaði Lena þessa kröfu? Og fyrirleit hún hann þess vegna? Æ, það kom honum ekki hvað Lenu fannst um hann. Það kom honum öllu meira við hvernig honum tækist að greiða úr sín- um málum. Og hann fann einhverja þæg- indatilfinningu innra með sér. VII Þegar Peter var að útbúa morgunverð hringdi síninn. — Hjá Hemmer. — Er það Peter? Það var rödd föður hans, dá- Iftið torkennileg. — Ert það þú Peter? sagði hann aftur og gætti nú óþols f röddinni. — Já, það er ég. — Geturðu komiðstrax? — Hvað viltu? — Við getum talað um það, þegar þú kemur. — Ég nenni ekki að fara til borgarinnar fyrst ég veit ekki um hvað er að ræða. — Það er árfðandi. — Rödd föður hans var nú næstum biðjandí. — Hvað er svona árfðasdi. Stutt þögn. Peter fannst sem faðir hans gripi hönd fyrir tólið og talaði við einhvern annan. — Hvað er svona... Faðirinn greip fram í fyrir honum. — Ég get ekki sagt neitt núna, Peter. — Hvers vegna tókstu fyrir tólið? — Vertu ekki með þessar spurningar. Komdu hingar strax. — Ég kem ekki til þín. Þú getur komið hingað ef þú átt erindi við mig. — Ég get það ekki. Allt I einu laust þvf niður f huga hans. — Er einhver sem vill hitta mig? spurði hann. — Já. Nafn var komið fram á varir hans, en hann sagði það ekki. — Ég kem. Ilann barði að dyrum f vinnu- stofunni. Hemmer kallaði eitt- hvað og Peter opnaði. Málarinn hafði tekið eina dfósárusar- mynd og komið henni fyrir f trönunum. — Þarftu að gera eitthvað við þessa mynd? Breyta henni? spurði Peter. — Nei. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Þetta er ein bezta myndin. Þetta hefur ver- ið mfn lifun, ekki aðeins lifun einhvers annars. — Hvað áttu við? — Það er eitthvað hroilvekj- andi við þcssi dýr sem heillar mig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.