Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 44
AlííLYSINíiASIMINN ER: 22480 iRoraimWa&ifc AL'íiLYSINGASÍMINN ER: 22480 JHorexinbTotiib ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977. Fékk 115 kr. meðal- verð í Þýzkalandi Hafnarfjarðartogarinn Júnf seldi í V-Þýzkalandi á föstudag 205 tonn fyrir 28,5 milljónir króna. Meðalverð var 114,55 krón-' ur hvert kfló, en í aflanum var mikið af ufsa. Fleiri sölur eru fyrirhug- aðar í Þýzkalandi og eru skuttogararnir Bjarni Benediktsson og Erlingur á leið þangað. Þá er alltaf eitthvað um sölur í Færeyj- um, en þar hafa fengizt 90—95 krónur fyrir kílóið af þorskinum. Stapavík frá Siglufirði seldi þar í síð- ustu viku og Ljósafell frá Fáskrúðsfirði og Sölvi Bjarnason frá Tálknafirði munu selja þar i vikunni. Þá er ákveðið að Snæfell fari í söluferð til Færeyja. Flugleiðir: Sumarumferð seink- aði á Ameríkuleiðinni „Flugleiðir hafa flutt held- ur færri farþega á Ameríkuleiðinni frá ára- mótum miðað við sama tíma í fyrra og reyndar var fellt niður nokkuð af ferð- um á þessari leið síðustu tvær þrjár vikurnar. Nú er ástandið hins vegar komið í eðlilegt horf og ekki útlit fyrir annað en að við náum sömu farþegatölu í sumar á þessari leið miðað við s.l. sumar," sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali við Mbl. í gær. Kvað Sveinn fólksflutninga á Ameríkuleiðinni vera meiri til Evrópu nú, en þó væri talsvert að flytja vestur. Kvað Sveinn sumar- umferðina hafa farið heldur seinna af stað nú en áður og spil- aði margt þar inn í, m.a. að skólar hafa starfað fram á sumarið vegna lokunar i vetur þegar kald- ast var á austurströnd Bandarikj- anna. Þá kvað Sveinn stóraukið leiguflug bæði stórra flugfélaga og annarra á þessari flugleið hafa sín áhrif á farþegafjölda. Sveinn kvað farþegaflutninga á Evrópu vera heldur meiri frá íslandi síðan um áramót miðað við sama tima í fyrra og sama væri að segja um innanlandsflug en hann taldi að frá upphafi far- þegaflugs á íslandi hefðu ekki verið eins margir flugdagar og á þessu ári. Þingmenn heimsækja Þjóðverja NEFND sex fslenzkra þingmanna undir forsæti Ragnhildar Helga- dóttur, forseta neðri deildar Al- þingis, kom f gær til Bonn f níu daga opinbera heimsókn f Vestur- Þýzkalandi. Þingmennirnir fóru síðdegis f kurteisisheimsókn til Karl Car- stens, forseta verur-þýzka þings- ins, og fara til Kölnar í dag, þriðjudag samkvæmt fréttaskeyti frá AP. Það er ekki aðeins fullorðna fólkið sem hefur gaman af þvf að spfgspora um Austurstrætið, og ekki spillir að hafa mömmu með. Steiktu k júkl inga efst í 270 metra háu mastri MALARAR. sam eru um þessar mundir að mála fjarskiptamöstur Varnarliðsins viB Grindavlk, vinna við mjög erfiðar aSstœður uppi I möstrunum, festir meS öryggisólum. Einn daginn fyrir skömmu þegar þeir voru að vinna I stærra mastrinu. sem er um 270 mertra hátt. hófu þeir matargerð nálægt toppi mastursins, en veizlan endaði með þvl að viðar- kol hrundu til jarðar og kveiktu I gróðri í hrauninu og komu slökkviliðin frá Keflavfkurflug- velli og Grindavfk á vettvang til þess að slökkva eldinn. Félagarnir 5 sem voru að vinna ! Framhald á bls. 30 Samkomulag á Vestfjörðum: 30 þúsund króna hækk- un til 31. desember 1978 Auglýsingar, sem birt- ast eiga í Morgunblað- inu n.k. sunnudag 19. júní þurfa að hafa borizt auglýsingadeild Morg- unblaðsins fyrir kl. 17 f dag. ALÞÝÐUSAMBAND Vest- fjarða og Vinnuveitendafélag Vestfjarða náðu samkomu- lagi um kaup og kjör á Vest- fjörðum siðla nætur í fyrri- nótt vestur á ísafirði. Undir- ritun samkomulagsins var frestað og einn samninga- manna, Karvel Pálmason, sem einnig á sæti I samninga- nefnd ASI, var sendur suður til þess að kynna málin fyrir forystu Alþýðusambands íslands. Samkomulagið fyrir vestan kveður á um 30 þús- und krónurá samningstíman- um, sem er til 31. desember 1978. Upphafshækkun sam- komulagsins er 16 þúsund krónur, 1. janúar er áfanga- hækkun um 5 þúsund krón- ur, aftur 5 þúsund krónur 1. júl( og stðan 4 þúsund krónur 1. september. Þegar fréttist af þessu samkomulagi á samningafundunum á Loftleiða- hótelinu urðu mikil fundahöld um mál- in, bæði I hópi ASÍ-manna og vinnu- veitenda Reynt var eftir föngum að fá Vestfirðingana til þess að fresta undir- skrift, en þeir höfðu ætlað að láta hana fara fram í dag Morgunblaðið spurði Karvel Pálmason um þetta samkomu- I lag en hann varðist allra frétta. Búizt var við þv! að vinnuveitendur, ef ekki tækist að stöðva undirskrift, mótmæltu samkomulaginu og yfirleitt mátti heyra á vinnuveítendum. að þeir teldu að þetta samkomulag torveldaði sam- komulag milli Alþýðusambands Islands annars vegar og Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna hins vegar Þeir samningsmenn ASÍ. sem Mbl ræddi við, voru ekki vissir um áhrif samkomulagsins vestra og vildu biða og sjá til áður en þeir legðu dóm á það Skúli J. Pálmason sagði að inni I Vinnuveitendafélagi Vestfjarða væru engin fyrirtæki Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en hann kvaðst búast við þvi að þau yrðu að ganga inn I samkomulagið, ef það yrði að veru- leika Ótímabundin starfsgreinaverkföll í næstu viku: Stöðva allt flug — og flutninga með skipum Samningafundurinn á ísafirði. sem haldinn var I fyrrinótt og umrætt sam- komulag tókst á, var þriðji samninga- fundur aðila frá þvi er þessi samninga- lota hófst „Ég reikna fastlega með því að við munum undirrita samkomulag um kaup og kjör hér á ísafirð á morgun, ef ekki kemur eitthvað mjög óvænt upp á." sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, I samtali við Mbl I gærkvöldi Þegar Mbl. spurði Pétur, hvers vegna Alþýðusamband Vestfjarða hefði kosið að ganga til sérsamninga. sagði hann: „Það er greinilegt og öllum aug- Ijóst, að samningar nú hafa dregizt úr hömlu. Við, sem í þessu höfum staðið, höfum alltaf lofað okkur eftir hverja samninga að breyta nú til næst og hætta þessum setum lon og don. en Framhald á bls. 26 AÐILDARFÉLÖG innan Alþýðusambands íslands voru í gær að samþykkja f trúnaðarmannaráðum sfn- um framhaldsaðgerðir, er sérgreinaverkföllunum, sem nú standa yfir, lýkur. Þessar aðgerðir, sem taka við eftir 21. júní, en þá er allsherjarverkfall í einn dag á landinu, eru ótfma- bundin starfsgreinaverk- föll mjög róttæk aðgerð að sögn samninganefndar- manna ASÍ, sem aldrei áð- ur hefur verið gripið tif hérlendis. Við þessi verk- föll stöðvast allir fragt- flutningar á landinu, far- þegaflug innanlands og milli landa. Meö þessu fara þó aóeins til- tölulega fáar stéttir innan ASÍ í verkföll og er þá áætlað aö þeir, sem áfram verði í vinnu, greiði hluta af launum sínum til stéttar- félagsins, sem aftur greiðir verk- fallsmöryiunum laun. Einn samn- inganefndarmanna ASÍ sagði, að að visu óttuðust menn, að vinnu- veitendur myndu sem mótleik við þessi verkföll setja á verkbann, en ef svo yrði mun fyrir liggja eftir einhvern ákveðinn tíma, að fjárhagsstuðningur geti komið frá einhverju Norðurlandanna. Þessi verkföll munu stöðva alla fermingu og affermingu skipa i höfnum landsins, afgreiðslu flug- véla bæði í Reykjavík og á Kefla- vikurflugvelli, en í sambandi við hafnarvinnu verður veitt undan- þága á afgreiðslu fiskiskipa, sem koma með afla að landi. SIGURSTUNDIN — tsland sigradl NorA- ur-frland I landsleik f knattspyrnu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Var þetta fyrsti sigur tslendinga I knatt- spyrnuleik I heimsmelstarakeppni. Þad er landsliðsþjálfarinn Tony Knapp, sem blfstrar af ánægju f lok leiksins og ánægjan leynir sér ekki I andlitum þeirra Harðar Hilmarssonar og Guð- mundar Þorhjörnssonar. Sjá iþrðttir á bls. 2i—24 og 42—11! (Ljðsm. Mbl. RAX).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.