Morgunblaðið - 14.06.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 14.06.1977, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 / Ok á menn ÖLVUÐ stúlka úr Reykjavfk ók á þrjá pilta aðfararnótt sunnudags :ð loknum dansleik f Árnesi. Sluppu piltarnir með skrámur, en stúlkan ók sfðan á kyrrstæðan bfl hjá skemmtistaðnum og stór- skemmdi hann. Bílvelta hjá Skálholti UNG stúlka handleggsbrotnaði og kjálkahrotnaði er bifreið úr Reykjavfk valt hjá Skálholti á laugardag. Stúlkan var farþegi f bflnum og var hún og tveir karl- menn, sem hlutu minni háttar meiðsl, flutt f slysadeild Borgar- spftalans. Athuffasemd VEGNA fréttar í Mbl. nýlega um umferðarfræðslu fyrir ung börn í formi brúðuleikhúss skal tekið fram, að fræðslan er skipulögð af Umferðarráði og hefur Guðrún Erla Björgvinsdóttir starfsmaður ráðsins haft veg og vanda af undirbúningnum. Fræðslan verð- ur í flestum bæjum landsins og veita lögregluyfirvöld á hverjum stað aðstoð við framkvæmd henn- ar. — Flotaæfingar Framhald af bls. 1 1 Kosyth í Skotlandi sagði hol- lenzki flotaforinginn Kees Gerretse i dag, að NATO veitt- ist stöðugt erfiðara að fylgjast með öllum herskipum Rússa á Norðursjó, Atlantshafi og Norð- ur-íshafi þar sem þeim hefði fjölgað svo gífurlega. Hann kvað vopnabúnað sovézku skip- anna athyglisverðan. — Skotárás Framhald af bls. 1 árásarmanninn og hann sakaði ekki. íbúar Jóhannesarborgar eru við þvi búnir að aftur brjótist út óeirðir í Soweto þar sem blökku- menn búa sig undir að minnast afmælis óeirðanna 16. júni í fyrra er breiddust út til annarra blökkumannabæja og kostuðu rúmlega 500 blökkumenn lifið. Leiðtogi stúdenta í Soweto Sechaba Hontsiisi, og 19 aðrir þel- dökkir nemendur voru handtekn- ir um helgina vegna áformanna um að minnast afmælis óeirð- anna. Jafnframt hefur Stellenbosch- háskóli tilkynnt, að blökkumönn- um verði leyft að stunda nám við skólann með vissum skilyrðum. Þeir fá aðeins að stunda nám í greinum sem eru ekki kenndar við háskóla blökkumanna og sama gildir um kynblendinga og Ind- verja. — Blóðhundar fundu Ray . . Framhald af bls. 1 laufahrúgu I skógi aðeins m sjö kilómetra frá fangelsinu. Hann var þreyttur og illa til reika og veitti enga mót- spyrnu. „Það er allt í lagi með mig,“ sagði hann er hann var handjárnaður. Félagi Rays, Douglas Shelton, leikur enn lausum hala. Félagi þeirra Donald Caylor var handtekinn 5 tím- um á eftir Ray. Tveir fanganna sem flúðu voru handteknir á sunnudag: Larry Hacker, sem talið er að hafi skipulagt flótt- ann, og Earl Hill. Einn fangi, David Lee Powell, var hand- tekinn á laugardag. Leitin að Ray var ein sú um- fangsmesta sem gerð hefur verið í Tennessee, og Griffin Bell dómsmálaráðherra og Carter forseti fengu jafnóðum upplýsingar um leitina frá stjórnanda hennar, Joel Plummer. Ray var færður í læknisskoð- un þegar honum hafði verið skilað aftur til fangelsisins og var siðan fluttur i sjúkrahús fangelsinins þar sem sagt var að hann væri illa skrámaður en hefði ekki orðið meint af. í ráði var að 160 þjóðvarðliðar hæfu þátttöku í leitinni nokkr- um klukkutímum eftir að hann fannst. Embættismenn segja að ósannað sé að Ray og félagar hans hafi fengið aðstoð utan fangelsisíns til að flýja. Talið er víst að Ray verði settur í nokkurra vikna ein- angrun. Embættismenn gera ekki ráð fyrir að Ray segi þeim nokkuð frá því hvernig honum tókst að komast út úr fangels- inu. — Spánn Framhald af bls. 1 skemmdum í dómshúsum í Barce- lona og Valencia, bókabúð i Madrid og i banka i Las Palmas á Kanarieyjum. Samkvæmt skoðanakönnunum í dag fær Miðflokkasamband Adolfo Suarez 141 þingsæti af 350 í kosningunum og því ekki nógu mörg þingsæti til að stjórna eitt. Sósíalistaflokkurinn PSOE undir forystu Felipe Gonzalez fær 121 þingsæti samkvæmt könnunun- um. Gonzalez sagði í dag, að PSOE væri fús til stjórnarsamvinnu með Suarez ef allir stjórnmála- flokkar yrðu viðurkenndir, allir pólitískir fangar yrðu látnir iaus- ir, útlögum yrði leyft að snúa heim, ný stórnarskrá yrði samin og ráðstafanir yrðu gerðar til að bæta efnahagsástandið án þess að þær sköðuðu hagsmuni verka- manna. Suarez hefur sagt, að hann muni segja af sér ef hann fær ekki nógu mikinn stuðning til að stjórna örugglega. — Rabbað við Unni Maríu Framhald af bls. 2 hennar. Ingólfur Guðbrandsson, sem heldur um tónsprotann á þess- um tónleikum — að minnsta kosti hvarflaði sú spurning að blaðamanni hvernig það væri fyrir dóttur að taka þátt i tónleikum, sem faðir hennar stjórnaði „Það er nú ekki gott að svara þessu," sagði Unnur María. „Ég hef nú leikið það mikið með honum, að segja má að maður hafi vanizt því alveg frá barnæsku. En þetta hefur vafalaust bæði sína kosti og galla, eins og gengur. Annars verð ég að segja það. að ég hef alltaf haft mjög gaman að taka þátt í þessum tón- leikum Pólýfónkórsins, því að bæði hefur hann flutt svo fallega tónlist á þessum tónleikum og ekki siður hitt, að þetta hefur verið svo skemmtilegt fólk í kórnum Svo að ég stóðst ekki freistinguna núna þegar mér var sagt hvað til stóð, þótt það kostaði það að ég yrði að koma heim fyrr en ég hafði ætlað mér og verða þvi af ýmsum tónlistarhátíðum sem mér hafði verið boðið til. En mér finnst það sannarlega þess virði, því að það er ekki á hverjum degi sem farið er frá íslandi i tónlistarferð af þessu tagi og ef ég gæti orðið þar liðsauki, þá vildi ég leggja mitt af mörkum." Þegar Ítalíuferðin er afstaðin og sumarið liður tekur London við. „Ég er á förum þangað til að læra áfram í vetur og verð í einkatfmum hjá Nathan Mflstein," segir Unnur. „Ég fékk Rotary-styrk, sem styrkir mig að öllu leyti til þessa náms. Ég hef reyndar haft nokkur kynni af Nathan áður. Þetta er stórkostlegur kennari. en um leið hefur hann mikla reynslu sem einleikari og mér finnst hann vera einn af fáum sem eftir eru, sem hafa þennan gamla kúltúr f sam- bandi við list fiðluleiksins. Svo að ég hlakka mjög til dvalarinnar hjá hon- um og ætla jafnframt að leika tölu- vert í London á næsta vetri." Talið berst að efnisskrá tónleika Pólýfónkórsins. „Petta er allt barrók- músfk, því að þarna verða leikrn verk eftir Vivaldi, Bach og Hándel," segir Unnur María. „Jú, ég hef sjálf mjög gaman af að spila barróktón- list, og sumt af því sem samið hefur verið í þeim stfl er með þvf fallegasta sem skrifað hefur verið, gullkorn sem munu halda áfram að lifa eins og þau hafa lifað fram til þessa Og fyrir mitt leyti get ég sagt að Ifklega er Bach mitt eftirlætistónskáld " En setja tónlistarmenn sig þá í sérstakar stellingar þegar þeir leika t.d. barróktónlist Unnur María bros- ir við og svarar: „Auðvitað fer ekki hjá því að túlkandi setji sig inn í stíl viðkomandi tónskálds og þess tfma- bils, sem hann var uppi á, og byggi síðan túlkun sína á því Það er þess vegna heilmikill munur á þvi að leika tónlist eftir barrókmeistarana eða síðari tíma tónskáld " Tónlistarmenn leggja töluvert á sig til að ná hinum rétta andblæ barróktímabilsins, og Unnur segir að víða erlendis sé komin vakning fyrir smíði gamalla barrókhljóðfæra og barrókfiðlubogans. „Barrókbog- inn þykir töluverð nýlunda í túlkun á verkum Bachs, því að auðvitað samdi Bach tónlist sfna með tilliti til þessa boga. sem er með miklu víðari sveigju en nútímaboginn og gefur þar af leiðandi mun betur eftir, þannig að hægt er að spila auðveld- lega hljóma yfir alla strengi fiðlunn- ar samtímis. Sjálf hef ég spreytt mig á barrókkboganum og fannst það mikil upplifun En á þessum tónleik- um. sem framundan eru. leik ég auðvitað með þessum vengjulega boga, þvi að ekki þýðir annað en fullt samræmi sé innan hljómsveitar- innar." — Iðnkynning Framhald af bls. 2 ásamt þjóðminjaverði og minjaverði Reykjavíkurborgar. Iðnminjanefnd af- henti á s.l. ári Þjóðminjasafni íslands vísi að iðnminjasafni og verða þessir gripir ásamt öðrum hlutum settir upp í sýningarskála Árbæjarsafns Sýning- una í Árbæ er sfðan reynt að tengja við sýninguna í Laugardalshöllinni með sérstökum strætisvagnaferðum. en tveir vagnar. sérstaklega merktir iðn- kynningu í Reykjavík, verða f notkun meðan á henni stendur. Af öðrum atriðum iðnkynningar í Reykjayfk má nefna að islenzkar iðnað- arvörur verða kynntar í verzlunum og hefur verið leitað samstarfs við Kaup- mannasamtök íslands, eins og áður er getið. og óskað verður eftir því við framleiðendur að þeir bjóði vöru sína á kynningarverði. Önnur atriði eru heim- sóknir í fyrirtæki, sem almenningi verður gefinn kostur á, umbúðasam- keppni og sýning íbúða. Dagur iðnaðarins verður sfðan haldinn 30. september, en þá verður efnt til um- ræðufundar um iðnaðarmál og iðnþró- un í Reykjavík og fyrirtæki, iðnaðar- menn og iðnverkafólk verða heiðruð. Hjalti Geir Kristjánsson, formaður verkefnisráðs íslenzkrar iðnkynningar, sagði að skoðanakannanir Hagvangs hefðu sýnt það, að viðhorf fólks til fslenzks iðnvarnings hefur breytzt mjög til hins betra. í fyrstu könnuninni, sem fram fór f maí 1976, hefðu 12% aðspurðra talið ekkert jákvætt við ís- lenzkar iðnaðarvörur, 5% er spurt var í júní 1976 og þessi hópur hefði verið horfinn er spurt var í skoðanakönnun í febrúar s.l. og markaðskönnun í verzl- unum sýndi einnig, að hlutdeild íslenzkra iðnaðarvara hefði einnig aukizt. Af öðrum verkefnum iðnkynningar sem framundan eru má nefna iðnkynn- ingu á Selfossi 1 6. júní n.k og síðan iðnkynningar á ísafirði og Hellu á Rangárvöllum, sennilega báðar í ágúst- mánuði. og verður iðnkynningin á Hellu líklega í sambandi við 50 ára afmæli verzlunar-réttinda Hellu. — 30 þúsund króna hækkun Framhald af bls. 44 taka þess i stað upp samningaaðferðir sem tryggi skjóta og örugga lausn Það er auðvitað ýmislegt. sem veld- ur þessum drætti á Loftleiðahótelinu i Reykjavik. Eitt er það. að stjórnvöld skuli ekki hafa gengið nógu hreint til verks og kynnt það sem þau vilja gera Það er eins og allir sitji bara og biði með sln tromp uppi ( erminni og enginn segist geta gert neitt fyrr en Ijóst sé. hvað aðrir ætlast fyrir. Þá er þetta pukur með sérkröfurnar alveg dæmalsut. Við hjá Verkamannasam- bandinu vorum plndir til að svara svo að segja á stundinni en svo llðst öðrum að draga þessi mál öll á langinn. Hitt er svo annað mál að aðstæður allar eru hér betri fyrir samkomulag Um 80% af okkar fólki vínnur í fiski. sem einfaldar málið náttúrlega og hér eru flestir iðnaðarmenn ófélagsbundn- ír, nema jarniðnaðarmenn, sem hafa aflýst slnu yfirvinnubanni. Hér hefur aflazt vel að undanförnu og það gerir auðvitað atvinnurekendur fúsari til samkomulags Þannig má segja að aðstaðan sé öll einfaldari hér en fyrir sunnan. en engu að siður tel ég að þetta sé það. sem koma skal, að fjórðungssamböndin semji hvert um sig. Það þýðir ekkert að vera að rexa yfir einhverjum einstökum atriðum hverju sinni, hvort til dæmis Austfirðingar næðu einhverju inn I sina samninga, sem við næðum ekki i það skiptið Það kæmi þá bara inn í okkar samninga næst Þannig held ég að það verði að einfalda þessi samningamál öll og stórt skref í þá átt er að fella niður tortryggni og öfund, semja I fjórðungununum og láta aðstæður hverju sinni ráða samkomulagi á hverj- um stað Hins vegar er það ekkert nýtt að við skipum okkar málum sjálfir þvi við höfum alltaf gengið endanlega frá okk- ar samningum hér heima. En þetta er i fyrsta skiptið. sem við tökúm okkur svona sterkt út úr með frumkvæði að samkomulagi " Þá kvaðst Pétur vilja benda einnig á að sjómannasamningar hefðu oft verið gerðir á undan á Vestfjörðum og stundum á eftir heildarsamningum." Við föum í það að lita á sjómanna- samningana, þegar þetta er frá," sagði hann, þegar Mbl. spurði um þá. Morgunblaðið reyndi einnig að ná tali af Jóni Páli Halldórssyni, formanni Vinnuveitendafélags Vestfjarða, en án árangurs. — Mólúkkar Framhald af bls. 25 fylgdust með atburðunum, þöglir og skelfdir." Skömmu síðar bárust fregnir af þvi að atlaga hefði einnig verið gerð að skólanum I Bovensmilde. Fljótlega sáust hermenn veifa frá skólanum og taka hans gekk mun skjótar fyrir sig og þóttust menn sjá að þar hefði ekki orðið manntjón. Á hinn bóginn tók áhlaupið á lestina um fjórtán minútur og svo áköf var skothríðin að sjón- arvottar, sem ýmsir voru ást- vinir gíslanna, biðu milli vonar og ótta hver orðið hefðu afdrif ættingja sinna. Jafnskjótt og hermennirnir höfðu náð lestinni á sitt vald voru gislarnir þar og einnig þeir sem voru í skólanum flutt- ir á sjúkrahús eða til læknis- skoðunar. Mólúkkarnir þrir sem særðust i lestinni voru fluttir fyrst til læknisaðgerðar en síðan i sérstaka gæzlu. Einn Mólúkkanna mun vera alvar- Iega slasaður og i hópi mann- ræningjanna sem létu lífið var ein ung stúlka. „Nú verða Mólúkkarnir að fara...“ „Kannski halda þeir að nú sé allt um garð gengið og nú falli allt í ljúfa löð — en slíkt er ógerningur. Við erum þeirrar skoðunar að Mólúkkarnir verði að fara héðan.“ Þetta sagði bankastarfsmaður í Bovens- milde eftir að gíslarnir höfðu verið frelsaðir. Sjö ára gömul dóttir hans hafði verið I hópi barnanna seni höfð voru í haidi í skólanum, en mannræningj- arnir slepptu síða án þess að gera þeim mein. Sú skoðun er útbreidd í Hol- landi og þó einkum í Assen og Bovensmilde að ekki þurfi mik- ið út af að bera til að allt fari í bál og brand milli Mólúkka og Hollendinga. Mikil beiskja og gremja er á báða bóga og ríkis- stjórnin hefur þegar gert ráð- stafanir til að lægja öldurnar; forystumenn Mólúkka I Bovensmilde og Assen hafa verið kvaddir á fund með full- trúum rikisstjórnarinnar og íbúðarhverfi Mólúkkamanna á þessum stöðum og víðar í Hol- landi verða áfram undir strangri gæzlu. Það er ljóst að margir Mól- úkkar af eldri kynslóðinni eru mjög andvtgir þeim hörkulegu aðferðum sem yngri Mólúkkar hafa nú beitt tvivegis. Hafa þeir reynt að beita áhrifum sin- um við hina yngri menn og meðan á umsátrinu stóð urðu margir Mólúkkar til að for- dæma ránin og biðja gislunum griða. Sömuleiðis komu margir Mólúkkar bæði konur og karl- ar, að skólanum í Bovensmilde meðan börnin voru höfð þar í haldi og að Iestinni — eða eins nálægt og leyft var að fara, og báðust þar fyrir klukkustund- um saman um að mannræningj- arnir slepptu gislum sinum. Margir hollenzkir íbúar Bovensmilde og Assen hafa sagt við fréttamenn að lögregla og hermenn hafi ekki sýnt nægilega hörku þvi að ungir Mólúkkar hafi vaðið uppi með hvers kyns tilburði til ofbeldis án þess að neitt væri að gert. Meðal annars hefðu ungir Mól- úkkar stundað skotæfingar i skógunum í kringum þorpin án þess nokkuð væri að gert. „Það getur verið að umsátrinu sé lok- ið en nú fyrst er baráttan að byrja,“ er haft eftir einum Hol- lendingi og margir óttast að orð hans bergmáli afstöðu mjög margra Hollendinga eftir þessa síðustu atburði. Engu að síður ríkti þó fögn- uður og gleði í Bovensmilde og Assen og lifið þar virtist ganga sinn vanagang að nýju, að sögn fréttamanna. Margir drógu fána að hún og skreyttu hús sín með blómum til að halda upp á frelsun gíslanna. I hverfi Mól- úkka í bænum var kyrrt og fjölda margir komu til minn- ingarguðsþjónustu þar um Mól- úkkana sem féllu. í Bovens- milde var I gær haldin sams konar minningarguðsþjónusta um gislana tvo og var mikill hátíðleika- og alvörublær yfir athöfninni að sögn frétta- manna. — Fornbflaklúbb- urinn Framhald af bls. 13 kunnáttu í meðferð, viðhaldi og viðgerðum gamalla bíla. Þá hyggst klúbburinn efna til sýn- inga, hópaksturs og/eða hæfnis- aksturs á gömlum bílum a.m.k. einu sinni á ári. Fyrsta verkefni klúbbsins verð- ur nú 17. júni nk. er klúbbfélagar munu leggja fram skerf til hátið- arhaldanna. En þjóðhátiðarnefnd og borgarstjórn hafa fúslega þeg- ið boð klúbbsins um hópakstur félagsmanna á sínum gömlu bíl- um og er fyrirhugað að aka tvo hringi kringum Tjörnina. Siðan mun klúbburinn efna til sýningar á gömlum bílum i porti Austur- bæjarskólans og mun hún standa frá kl 17—19 hinn 17. júni. Vill klúbbstjórnin beina því til félags- manna sinna, að þeir b.regðist skjótt við og tilkynni þátttöku til sýningarnefndar. Félagsmenn í Fornbílaklúbbi Islands geta þeir orðið, sem eiga ökutæki sem er minnst 20 ára. Áhugamönnum um gamla bila er einnig heimil innganga í klúbb- inn. í stjórn klúbbsins voru kjörn- ir eftirfarandi félagar: Formaður Jóhann E. Björnsson, ritari Pétur Maack Þorsteinsson, gjaldkeri Þorsteinn Baldursson, Bjarni Einarsson og Kristján Jónsson meðstjórnendur. — Mólúkkar Framhald af bls. 1 skýrðu frá þvi í dag, að foringi hermdarverkamannanna hefði sagt gíslunum, að yfirvöld i landinu væru of önnum kafin við stjórnarmyndun eftir þingkosn- ingarnar, sem fram fóru meðan gíslarnir voru í haldi, til að hugsa um afdrif þeirra. Hefðu gislarnir trúað þessu og hefði því verið brugðið á það ráð að ýkja mjög frásagnir af vanlíðan í lestinni til að reyna að fá yfirvöld til að láta til skarar skríða í samningavið- ræðum við hermdarverkamenn- ina. Það var fyrir forgöngu tveggja kvenna I lestinni að ákveðið var að segja andlega vanlíðan gísl- anna mun alvarlegri en hún raun- verulega var. Fékk önnur þeirra leyfi Suður-Mólúkkanna til að ræða við fulltrúa stjórnarinnar um talstöð. Sú liggur nú í sjúkra- húsi vegna skotsára er hún hlaut i árásinni á laugardagsmorgun. Fréttamaður, sem ræddi við hina konuna í dag, segir að hún virðist engan skaða hafa beðið af dvöl- inni í lestinni, og hefur eftir henni, að þetta hafi verið eins og þriggja vikna sumarfri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.