Morgunblaðið - 14.06.1977, Síða 24

Morgunblaðið - 14.06.1977, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNl 1977 Sigur isienzka landsliðs- ins var fyllilega verðskuld- aður í leiknum á laugar- daginn og ég tel að sigur- inn sem slíkur hafi verið mun stærri heldur en sú knattspyrna sem liðin buðu upp á. írska liðið oili mér verulegum vonbrigð- um og mér fannst eftir- tektarvert að írska liðið skyldi tapa hér leik án þess að íslendingar næðu topp- Ieik. íslenzka liðið var nokkuð frá sínu bezta og leikuripn í heild knatt- spyrnulega slakur. Ef mað- ur t.d. yfirfer það að við erum þarna með 5 atvinnu- menn fslenzka, sem engir áttu stóran dag. Þrátt fyrir allt þetta þá náum við sigri. Ríkharður Jónsson fylgist með landsleiknum á laugardaginn. Vörnin var nú eins og oftast nær okkar sterka hlið, enda er mest lagt upp úr vörninni, og það er eins meö þennan leik og leiki undanfarinna ára að vörnin er númer eitt hjá landsliðinu. Ég tel það rétt og er sammála þeirri leik- aðferð að þvi leytinu að við erum búnir að sanna það að við getum varist átta þjóðum af hverjum tíu meö þessari leikaðferð sem leikin er núna, bteði hér og í öðrum löndum. Vítateigurinn okkar megin er fslenzkur, hinum megin írskur. En þó við getum varist hverjum átta þjóðum af tíu, þá segir það ekki að við getum unnið þessar átta þjóðir. Þessi leikað- ferð hentar okkur ísiendingum vel og ég er sammála því að hún sé viðhöfð, en sóknarleikurinn er að minu mati vanræktur og hefur verið það lengi vel. Við bjóðum ekki upp á skipu- lagðan sóknarleik og það er það, sem maöur saknar, því sóknar- leikurinn er það sem fær áhorf- endur til að hafa unun af knatt- spyrnunni og skilur eftir skemmtilegar endurminningar. Góður sóknarleikur er enn þá i molum hjá okkur Islendingum, hann liefur lengst af verið það, það vila allir sem hafa fylgst með fótboltanum, en hann hefur hald- ur sett ofan síðustu árin vegna þess að vörnin er látin ganga fyr- ir. Eitt atriði vil ég nefna, sem gefur þessu liði okkar styrk um- fram önnur landslið. Það er að við veljum menn í landsliðið undan- tekningalaust á fyrra árs getu án Ingi kominn á auðan sjó, en tókst ekki að skora úr þessu tækifæri. ________________________________________________________ ^ Sú knattspyrna, sem við feng- um að sjá á laugardaginn, var „háensk" ef svo má að orði kom- ast. Ég varð fyrir svoíitlum von- brigðum, þvf mikið hafði verið um það talað, bæði af landsliðs- Eftir siæman árekstur við einn frsku leikmannanna lá Gfsli Torfason óvfgur f valnum. Tony Knapp var meinað að aðstoða hann af ákveðnum dómara leiksins, Rudi Glöeckner frá A-Þýzkalandi, og f þokkabót fékk Gfsli gula spjaldið. Góöursigurán þessað landinn næði toppleik | RlKII ARÐUR Jónsson er | I einn fremsti knattspyrnu- . I maður fslendinga fyrr og I j sfðar. Hvað eftir annað | | leiddi hann Skagamenn til i ' sigurs f lslandsmótinu f ' | knattspyrnu, fyrst sem leik- | | maður, sfðan sem þjálfari. i Rfkharður lék 34 landsleiki ' I fyrir Islands hönd. Morgun- | I blaðið fékk Rfkharð til að i punkta hjá sér ýmislegt sem I kom f hugann meðan lands- | | leikurinn á laugardaginn , stóð yfir og fara hugieiðing- I ar hans hér á eftir. þjálfaranum og það var dagsskip- un KSÍ að leika til sóknar. Dag- skipun er dagskipun og það er ekki alltaf hægt að framfylgja þeim, en maður hafði vonað að ekki yrði bara leikið til sigurs, heldur að maður sæi raunveru- lega, og það finnst mér vanta í sóknina, ákveðinn sóknarleik, þar sem hver maður hefur ákveðið hlutverk. Það er meira kýlt fram miójuna, en ekki spilað upp í gegnum kantana, reyndar var ekkert meira um það hjá irunum. Ég er því að ýmsu leyti óánægð- ur með fótboltann, sem sýndur var, en ég tel að sigurinn hafi verið verðskuldaður og stór ef við miðum við þjóðina, sem leikið var gegn. Það var eftirtektarvert að ekki mátti á milli sjá hvort liðið hafði meira þrek. Islendingarnir börðust frá upphafi til enda og það sýnir okkur að íslenzku liðin eru í mjög góðri úthaldsþjálfun. Með það í huga ætti að vera leyfi- legt að leggja meira upp úr falleg- um, skipulögðum sóknarleik. Varnarleikurinn er i hávegum hafður eins og ég hef áður sagt, en svo er víðast hvar í heiminum. Aukinn varnarleikur er á kostnað þess sem er skemmtilegast og fallegast í fótboltanum, þvi er fórnað fyrir útkomuna. Við get- um bent á dæmi eins og leiki gegn Norðmönnum og Færeyingum þegar á að spila sóknarleik, þá verður útkoman jafnvel sú sama og gegn A-Þjóðverjum og írum. Fyrrnefndu liðin eru að sjálf- sögðu mun lakari, en við vinnum þau liö aðeins með einu marki eins og hina. Þetta byggist á því að i sóknarleikinn vantar alla grunnskipulagningu. Við vinnum A-Þjóðverja með einu marki hér i Reykjavík, en gegn Færeyingum í Færeyjum verður það sama upp á teningnum. Okkur vantar það i sóknarleikinn, sem gefur okkur möguleika á fleiri mörkum, sem ekki eru háð tilviljunum. þess að ég segi að það sé óverð- skuldað. Flestir leikmenn lands- liðsins hafa spilað saman sfðan Tony Knapp tók við stjórn lands- liðsins, hann nær í Martein, hann nær í Guðgeir, hann nær í alla atvinnumennina. Þetta lið æfir ekki saman, það er orðið samspil- að og þetta er sterkur punktur, en þetta er hlutur sem gerist í V- Þýzkalandi og hjá okkur, en hvergi annars staðar. Menn eru ráðnir I landsliðið og verða að veikjast til að annar fái tækifæri. Tveir menn voru áberandi bezt- ir aö minu mati í Islenzka lióinu, þeir Ólafur Sigurvinsson og Ingi Björn Albertsson. Ólafur var mjög góður í vörninni, sérstak- lega í fyrri hálfleiknum. Ingi Björn stendur upp úr meöal sókn- armannanna, en getur þó enn meira. Mér virðist hann stundum draga í land þegar mikið á reynir. Það býr miklu meira i honum en raunverulega kemur fram. Janus stóð sig einnig sérstaklega vel, þó hann væri jafnvel enn betri gegn Charlton-liðinu, eftirtektarverður spilari. Hannn er sterkur, gæti orðið enn betri. Rikharður Jönsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.