Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNI 1977 33 Smyglaði bjórinn af Vellinum? Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi svar frá Einari Karli Haraldssyni, öðrum umsjónar- manni sjónvarpsmyndaflokksins Ríkí í rfkinu, við fyrirspurn Björns Hermannssonar, toll- stjóra, f Morgunblaðinu nýlega: Björn Hermannsson, tollstjóri, hringdi fyrir nokkru i undirritað- an og óskaði upplýsinga um þá fullyrðingu að mikið hefði verið um smyglaðan bjór á dansleik sem sjónvarpið kvikmyndaði í sambandi við þáttinn „Ríkið í rík- inu“. Hann fékk þá allar upplýs- ingar sem handbærar voru, en hefur nú séð ástæðu til þess að bera fram spurningar opinber- lega í Morgunblaðinu. Það var alls ekki ætlun umsjón- armanna þáttarins að taka það fram sérstaklega að umræddur dansleikur var kvikmyndaður í Félagsheimilinu Stapa, Ytri- Njarðvík, enda ástandið þar ekki ýkja frábrugðið því sem tíðkast i öðrum félagsheimilum. Því síður var ætlunin að draga Kristbjörn Árnason, framkvæmdastjóra, inn i þetta mál, en á viðtali við hann byggðist fullyrðingin um smygl- aða bjórinn. Tollstjóra var bent á að hafa samband við hann um frekari upplýsingar. Úr því hann hefur ekki komið því í verk er sjálfsagt að koma á framfæri í Morgunblaðinu árangrinum af nokkrum símtölum sem undirrit- aður átti við fólk á Suðurnesjum á fimmtán minútum i morgun eftir lestur yfirlýsingar Björns Her- mannssonar. Kristbjörn Árnason ítrekaði það í samtali í morgun að hann teldi bjórsmygl talsvert vanda- mál, þótt hann vildi ekki fullyrða hversu umfangsmikið það væri. Staðreynd væri hinsvegar að krakkar kæmust í sjálfsala á Keflavíkurflugvelli og ættu greið- an aðgang að Vellin um þvi girð- ingin kringum hann væri eins og gatasía. Þá kom það einnig fram við eftirgrennslan í morgun að barna- verndar- og áfengisvarnarnefndir Keflavíkur og Njarðvikur hafa tekið þetta mál upp og rætt það. Hefur verið farið fram á að þess- ari leið til þess að ná i áfengan bjór yrði lokað fyrir börnum og unglingum, en ekkert borið á að- gerðum í þessa átt. Víkingur Sveinsson, rannsókn- arlögreglumaður í Keflavík stað- festi það i viðtali í morgun að við yfirheyrslur hefði komið fram að krakkar stunduðu það að ná í bjór úr sjálfsölum á Keflavikurflug- velli. Það væru því til ákveðin dæmi um þessa aðferð, en Víking- ur vildi ekkert um það fullyrða hvað mikið hún væri notuð. Hann taldi þó ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að einhverjir unglingar, sem þetta stunduðu, dreifðu bjór og seldu til kunningja sinna. Hann tók einnig fram að hægt væri að ganga inn og út um girðinguna kringum Keflavíkurflugvöll nán- ast hvar sem vera skyidi. Sjálfsalar þeir sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni eru á tilteknum stöðum í bandarísku herstöðinni og í sumum íbúða- blokkum bandarikjamanna þar. Ásóknin í þessa sjálfsala tak- markast ekki við unglinga. Við þetta bætist svo að sjálf- sögðu það að sterklega má gera ráð fyrir að .töluvert sé um að bandarískir hermenn og aðrir starfsmenn á Keflavikurflugvelli drýgi tekjur sínar með bjórsölu, a.m.k. hafa þeir nýlega orðið upp- vísir af dreifingu fíkniefna. Á dansleiknum sem sjónvarpið kvikmyndaði í Stapa var talsvert um að samkomugestir hefðu bjór- dósir um hönd. Að sjálfsögðu voru þeir ekki spurðir hver fyrir sig hvaðan þeim kæmi bjórinn, enda eins víst að fátt hefði orðið um svör, en í ljósi fyrrgreindra upplýsinga er ekki óeðlilegt að dregnar séu vissar ályktanir um hvernig og hvaðan hann er upp- runninn. Nábýlið við herinn hefur ýmsan „óþrifnað" I för með sér, svo not- að sé orðafar tollstjóra og vilji hann fá haldbetri upplýsigar um óþrifin en hægt er að fá á 15 mínútum með samtölum við fólk á Suðurnesjum, ætti hann aó bregða sér á ball í Stapanum við fyrsta tækifæri. Reykjavík, 2. júni 1977 Virðingarfyllst Einar Karl Ilaraldsson. Bændaferð frá Noregi, „prinspóló og kók” í Morgunblaðinu i dag sendir Sigríður Fanney á Egilsstöðum, bændaforystunni kveðjur sinar og átelur að veita skuli norsku bændafólki .prinspóló og kók. Réttilega bendir hún á, að öllu þjóðlegra væri að gefa þeim flat- brauð með hangikjöti og glas af súrmjólk. Þar sem þessi umrædda frétt var höfð eftir mér í Tíman- um, tel ég rétt að gefa smá skýr- ingu. Sunnudaginn 12. júní munu koma hingað til landsins 126 bændur og húsfreyjur ásamt ungu fólki úr sveitum N-Noregs. Flugvélin með þá innanborðs mun lenda á flugvellinum vió Ak- ureyri kl. 22.00, þá mun bænda- fólk úr byggðum Eyjafjarðar taka á móti norsku gestunum á flug- vellinum og bjóða þeim heim til gistingar. Norðmennirnir munu gista tvær nætur á bæjum við Eyjafjörð, þar mun að sjálfsögðu veröa tekið vel á móti þeim. Þann 13. júní mun hópurinn ferðast um S-Þingeyjarsýslu og þar mun bún- aðarsambandið taka á mótí þeim. Skagfirðingar hafa einnig boðið öllum hópnum gistingu og mat á bæjum þar f sýslu. í Miðgarði verður þeim boðið upp á saltkjöt og baunir af búnaðarsambandinu. Einnig munu Norðmennirnir gista á bæjum í uppsveitum Árnessýslu. Þessi frétt með prinspóló og kók er einfaldlega komin til af þvi, að erfitt reyndist að koma fyrir öllum boðum og til að koma I veg fyir fyrir að hópnum yrði ofgert f mat og drykk, þá stakk ég upp á, að á einum áningastað yrði þeim gefið eitthvað sem einfalt væri að bera fram út í guðs- grænni náttúrunni. Auðvitað ræð ég ekki hvernig tekið er á móti gestum, og trúlegt finnst mér að þessum ráðum mínum verði ekki fyigt. Því hvort sem um er að ræða bændur eða húsfreyjur í sveitum landsins, þá hefur aldrei skort vilja til að gera vel við gesti. Þá er ekki annað eftir en að þakka Sigriði Fanneyju fyrir ábendinguna og taka undir með henni að flatkökur með hangi- kjöti eru ólíkt betri og hoilari matur en prinspóló og kók. Rétt er að geta þess að héðan fer jafnstór hópur bændafólks til N-Noregs og kemur þaðan. Þar munu íslendingarnir gista þrjár nætur á sveitaheimilum og boð hafa borist í margar veislur. 7. júní 1977 Agnar Guðnason. aiu;i.ysin(;asíminn ek: JHvrgimbltibiþ Oda og Job Egede frá Grænlandi og sonur þeirra, Andreas. Ljósm. Rax. Grænlenzk bændaf jölskylda á íslandi: r Held að Island og Grænland ættu að skipta á nöfnum í Igaliko við Einarsfjörð á Grænlandi, sem Grænlend- ingar til forna kölluðu Garða, bjó snemma á öldinni maður, sem Danir, sem vel þekktu til í byggðarlaginu, kölluðu Kong Amos, og var sá maður kynntur fyrir Kristjáni 10. Danakonungi undir þvl nafni er konungur heimsótti Græn- land. Job Egede er eitt þriggja barna Kong Amos, sem búa i Iglaiko og var hann á ferS hér i landi fyrir nokkru ásamt konu sinni og einum syni slnum. Þau voru spurS um ástæSu þessarar IslandsferSar og var þaS sonurinn Andreas, sem gerðist túlk- ur I samtalinu viS föSur hans, en hann talar dönsku og islenzku auk grænlenskunnar. — ÞaS voru nú börn okkar, sem gerSu okkur þessa ferð mögulega, sagSi Job Egede, en ég er nýlega orSinn sextugur og þau áttu hug- myndina aS þvi að bjóSa okkur til íslands I tilefni af þvi. — ÞaS var einkum Andreas sem átti hugmyndina aS þessu, en ég hef aldrei komið út fyrir Grænland. Kon- an hefur hins vegar verið i Dan mörku og talar nokkra dönsku, en ég held mig viS grænlenskuna. En hver var ástæða þess aS Andre- as talar islenzku? — Ég hef veriS á islandi siSan i september, sagði Andreas, og hef verið aS vinna viS bústörf á Hesti I BorgarfirSi. BróSir minn eldri hefur einnig veriS á íslandi. var hann viS vinnu á bæ I Húnavatnssýslu og eru nokkur ár siSan, en hann kann enn- þá tslensku og ég býst við aS viS getum haldið henni viS hvor meS öSrum nú þegar ég kem heim. Af hverju varð island fyrir valinu til þessarar ferSar? — ÞaS er vegna þess að viS höf- um aSeins kynnst íslendingum, sagði Job Egede, en þeir hafa margir veriS á ferð heima, ekki sizt eftir aS FlugfélagiS hóf ferSir þangað. en þá kynntumst viS isiendingum fyrst. ViS höfum lika kynnst landinu nokk- uS i grænlenska útvarpinu, I gegnum fréttir og fleira, svo við vissum svona svolitiS um landið áSur en viS kom- um. — ViS höfum bætt verulega viS þessa þekkingu okkar núna I þessari ferð, þvi viS höfum ferSast upp I Borgarfjörð, i Húnavatnssýslu og séS Gullfoss og Geysi og fleiri staði t.d. Þingvelli og þar i kring. Oda. kona Jobs vildi taka undir þetta og sagSi að hún sæi ekki eftir að hafa þegiS þessa ferS, þvi hér hefði hún séS fallegt land og kynnst góSu fólki. Vildu þau bæði koma á framfæri þakklæti sinu fyrir þær móttökur, sem þau hefSu fengiS hér i þessari ferS. — ViS höfum kynnst hvernig Is- lenzkir bændur vinna og þeirra aS- stæSum, sagSi Job, og það hefur veriS gaman og fróSlegt að sjá þaS, en ég er sjálfur bóndi og hef rúmlega 300 fjár og þaS hafa flestir bændur i Igaliko, og þaS er ýmislegt sem er nokkuð svipaS hjá okkur i Igaliko og á íslandi. Þetta er fallegt land og ég held eiginlega að ísland og Græn- land ættu að skipta á nöfnum. þaS væri meira réttnefni á báSum lönd- unum, sagSi Job Egede að lokum. sharp stereo samstæðan með útvarpi (4 bylgjur) kassettusegulbandi og plötuspilara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.