Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JUNÍ 1977 31 Kobmand Clausen sextugur „Ekki get ég gerla svarað því, en eitt er víst, að aldrei hafa konur hlaupið undan okkur Clau- senum." Eitthvað á þessa leið svaraði einn af þeim „gömlu“ og kátu, kavalerum, sá kvenholli, börnumglaði og ólseigi Ólafsvík- ur-Clausen, Axel sjónvarps- stjarna og sjarmör, er ég innti hann eftir því fyrir löngu hvaðan þeim frændum kæmi kvensemin. Hvort þar væri fremur um að ræða öfundsvert arfgengi frá for- föðurnum hjólvífna, sjálfu sálma- skáldinu, séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá, eða frá suðrænum blóð- heitum forfeðrum. „Eflaust frá báðum, við erum margefldir,“ bætti clausenski kvennaljóminn við, kankvís og glaður i bragði. Þessi málhressi barnakarl, sem er einn af mörgum föðursystkinum afmælisbarnsins sagði síðar i fjöl- miðli, að slík afköst í eigin- barneignum bæri ekki að leggja á eina konu heldur fleiri. Aftur á móti er afmælisbarnið, Holger Herlúfsson iðnrekanda Clausen, ein-elskur að eðlisfari og hjónaband hans og Ninnu með eindæmum haldgott og barneign- um stillt í hóf með þremur stykkj- um. En i athöfnum og búsýni eða bissness er Holli fjölelskur að marki. Hann hefir fengizt við inn- flutning, iðnað og sölu hins ótrú- legasta varnings, allt frá hinum landsfrægu tertubotnum, postu- línskoppum og skartkirnum til margvíslegs stofustáss og útsaum- aðra motta á klósettsetur með: „Drottinn blessi heimilið" á dönsku. Krambúð hans við Skóla- vörðustíg er líkari nýtízkulegri popplistarsýningu en vanalegri leiðinlegri nýtízku verzlun. Og þar innan um allt margvislega dinglum danglið i loftinu og alls- staðar er Holger í essinu sínu, glaður og reifur i bragði og lætur brandarana fjúka út og suður og í allar áttir. Aldrei hefi ég setið veglegri veizlu með meiri glæsibrag en þegar hann bauð mér i fimmtugs afmæli sitt í Höfn ásamt ótal stór- Dönum fyrir réttum tíu árum. Af- mælisfagnaðurinn vegna 800 ára afmælis Kaupmannahafnar um þessar mundir var eins og hvert annað héraðsmót norður f landi til samanburðar við allan „elle- gansinn" hjá Clausen um fburð, glæsibrag, veizluföng og annan dýrleik. Nú er ætlunin að endur- taka fögnuðinn vegna sextugsaf- mælis Clausens i dag. Það er mik- ið tilhlökkunarefni að vera meðal boðsgesta ásamt konu minni f þeim fögnuði. Ég held, að mér sé jafnnotalega innanbrjósts og séra Jakobi þegar honum barst boðs- kortið frá sjálfum Persakeisara um árið til að sitja dýrlegustu veizlu aldarinnar, vegna 2500 ára afmælis Persiu. Holger er fæddur veizlukóngur, stórveitull, örveit- ull og þráveitull höfðingi, eins og verið hefir kynfylgja margra Clausena. Eirðarleysi og hreyfing virðist hafa einkennt lifshlaup þeirra margra. Afi hans datt nið- ur á gullæð í Ástralíu, rak verzlun í fæðingarborg Onedins og Bítl- anna, Liverpool, á síðustu öld, gerðist alþingismaður Snæfell- inga ásamt umsvifamíkilli kaup- sýslu og útgerð og kvæntist systur dr. Jóns forna, þess skáldmælta gáfumanns. Afmælisbarnið, son- arsonur hans og alnafni, datt að vísu ekki niður á eiginlega gull- æð, heldur i tertubotnana lostætu og landsfrægu niður I Kaup- mannahöfn, sem veittu islenzkum bökurum verðuga samkeppni og leiddi til bragðbetri brauða og bakkelsis. Umræddur afi Holgers og langafi urðu siðar miklir virð- ingarmenn í Höfn, þar sem Hans Arreboe langafi hans varð að lok- um borgarráðsmaður. Hann átti um skeið fimm verzlunarstöðvar á tslandi og 30 skip fljótandi, bæði i flutningum og á fiskveiðum. Ég ætla ekki að brenna mig á því soðinu að spila út öllu fleiri spilum að sinni vegna afmælis Holgers en geyma trompin þar til ég geri honum og frændum hans ýtarlegri skil í væntanlegri reisu- bók minni um Frans og Kjöben, sem mun koma út seint í haust. Til glöggvunar bókmenntasinnuð- um lesendum, mun ég fjalla þar um Holger og Clausenana undír kaflaheitinu: Veizlan á Vestur- brú. Þar var ég einn örfárra landa meðal boðsgesta innan um ótal Stór-Dani, grósera, direktöra og tycoona í fimmtugsafmæli Clau- sens, sem líktist helzt gestaboði hjá Onassis eða Reckefeller um rausn og risnu. „La dolce vita“. Hið ljúfa lif! Það var völlur og greifastfll á mínum manni þegar þau samvöldu hjón voru búsett í Höfn. Og alltaf reyndust þau méi jafn vinaleg, skemmtileg og stór- brotin, eins og þegar þau buðu mér tvi- eða þrívegis að dvelja með þeim um helgar i sumarbú- staðnum við Kögebugt og svamla þar í flæðarmálinu og kjallara- kældum Carlsberg á vixl, þegar hitinn i Höfn var kæfandi og yfir- þyrmandi. Auk þess stóð skartbú- ið heimili þeirra mér alltaf opið. Ég er þeim Clausenshjónum ævarandi þakklátur fyrir, að þau gáfu mér tækifæri til að skyggn- ast ofurlitið innfyrir danska fleskið í hýra og hlýja danska þjóðarsál, gegnum þykkan vindla- reyk og ilmandi dampa eðalvins í matarveizlunni miklu á Vestur- brú. Sá sem hefir verið í Dan- mörku án þess að kynnast og sjá Dani við krásum kúfað veizluborð hefir örugglega ekki kynnzt danskri þjóðarsál þessarar glöð- ustu og skemmtilegustu þjóðar á Norðurlöndum, „som spiser dej- ligt og drikker godt“, sem er ef til vill megin orsök græskulauss og vellfðunarlegs húmörs þeirra. Eiginkona afmælisbarnsins er mikil dugnaðar- og myndarkona, Sölveig Hermannsdóttir Kristjánssonar, útgerðarmánns. Börn þeirra eru: Lára húsfreyja, heitin í höfuðið á föðurömmu sinni, Láru i Regnhlífabúðinni, systur Kristjáns Siggeirssonar og þeirra systkina. Þá er Herlúf við- skiptafræðingur og framkvæmda- maður, og yngst er Guðrún flug- freyja, sem ber nafn móðurömmu sinnar. Öll eru börnin nú búsett í Reykjavik eins og foreldrarnir. Það er skemmtilegt fyrir mig að fá tækifæri að skrifa af- mælisgrein um Holger i stað eftirmæla fyrir einu ári. Daginn áður en ég flaug til Stokkhólms I fyrra var mér tjáð, að Clau- sen vværi að skilja við uppi á Landspitala vegna lungna- bólgu og annars óárans og ekk- ert gæti hjálpað honum nema kraftaverk. En ættleg seigla og lifskraftur er ódrepandi í þeim frændum. Nú er Holger hress og allra manna kátastur eins og í Höfn i gamla daga og „feelar" sig eins og „million doll- ars“, eins og Kaninn lýsir vellíðan og góðri heilsu. Hann er oftast eðlisljúfur þó að meðfætt skap sé hágirað og heitt. Hann er með prúðari mönnum af Clausena að vera. Þó að hann komi ekki fram í stjörnuhlutverki i sjónvarpi með fjörmiklum frásögnum og ein- söng með undirspili og sé síbarn- andi eins og kjarnakarlinn, Axel föðurbróðir hans, þá stendur hann fyrir sínu. Ég hlakka til ef Axel sýndi líka dansmennt sina fyrir alþjóð i sjónvarpinu, níræð- ur dansörinn. Þar gefur hann þeim heimsfræga dansigosa, Fred Astair, lítið eftir. Þrátt fyrir þessa lífrænu vankanta Holgers á djammsviðinu, hygg ég og óska þess, að hann eigi bæði langt lif og ljúft fyrir höndum. Það væri sjónarsviptir af jafn fjörmiklum og persónuríkum einstaklingi þegar allar manngerðir eru að verða staðlaðar i kerfinu og leið- inlegar, eins og þurr og þreytandi eyðublöð í nýtízku tölvubókhaldi. Megi langlifi, andleg og lfkamleg heilsa ættmenna hans fylgja hon- um til hinzta dags. Þið ágætu og skemmtilegu hjón, Ninna og Holli! Til ham- ingju með daginn, og hafið þökk fyrir allt og allt fyrr og siðar. örlygur Sigurðsson. Holger Clausen kaupmaður er sextíu ára i dag. Rifjast þá upp ótal endurminningar frá þvi fynr hartnær fimmtíu árum, þegar ég fyrst man eftir honum og kynntist jafnframt foreldrum hans, frú Láru Siggeirs og Herluf Clausen, kaupmanni og iðnrekanda. Hol- ger var frá bernsku kallaður Olli Clausen, og undir því nafni er hann þekktastur. Vinátta við Olla hefur haldizt allt frá þessum tim- um og komið fram á margan eftir- minnlegan og höfðinglegan hátt öll þessi ár, bæði hér og erlendis. Hann ólst upp á einstaklega fögru heimili að öllum búnaði, einka- sonur glæsilegra foreldra, allt bar vott um velmegun og rausn, svo ekki sé nú talað um einkabilin, sem maður fékk oft að fljóta með í suður í Skerjafjörð, en þar bjó fjölskyldan nálægt Shell — stöð- inni. Þá voru engar almennings- vagnaferðir byrjaðar á þessar slóðir, reiðhjólið var þá flestum þarfasti þjónninn. Því var mikill fögnuður að fá stundum sð sitja i hjá Herluf, sem þaut á ofsahraða beina spottann fram hjá íþrótta- Framhald á bls. 30 GAZELLA Sumarkápurmr 77 Úr sumarframboði okkar í ár sýnum við hér tvö Gazellu - model, teg. 848, t.v. og teg. 840, t.h., klassiskar og fallegar dömu- kápur úr tervlene. Komið og sjáið úrvalið, eða hringið og við sendum í póstkröfu. kápan Laugavegi 66. Sími 25980

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.