Morgunblaðið - 19.06.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNI 1977
3
Hjúkrunarfræðingaskorturinn:
Of f áir útskrifast og
starfsævin of stutt
SKORTUR á hjúkrunarfræðing-
um í sjúkrahúsum landsins hefur
mjög verið í deiglunni undanfar-
ið. Forráðamönnum stærstu
sjúkrahusanna, Borgarspítalans
og Landspítalans, ber saman um
að rætur þessa skorts megi rekja
til IIjúkrunarskóla íslands, sem
menn'ti alltof fáa hjúkrunarfræð-
inga á ári hverju. Þó séu það ekki
húsnæðismál skólans sem séu or-
sök þess heldur sé þvf borið við að
kennara vanti við skólann. Bæði
Ilaukur Benediktsson og Georg
Lúðvfksson, framkvæmdastjórar
Borgarspftalans og ríkisspítal-
anna, töldu þó þessa skýringu
ófullnægjandi. Ólafur Ólafsson
landlæknir, formaður skóla-
nefndar Hjúkrunarskólans,
viðurkenndi hins vegar að þetta
væri ein ástæðan fvrir hjúkrunar-
fræðingaskortinum en benti jafn-
framt á að starfsævi fullmennt-
aðra hjúkrunarfræðinga væri
óvenju stutt hér á landi.
Haukur Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ljóst vær að flöskuhálsinn í
þessum efnum væri menntunar-
mál hjukrunarfræðinga. Ástæðan
væri þó ekki aó skortur væri á
kennsluhúsnæði, heldur að hæfir
kennarar fengjust ekki að skólan-
um. Þetta heföi verið viðbáran
siðasta áratug eða svo, en Haukur
sagðist naumast geta tekið þessa
fyrirbáru sem góða og gilda öllu
lengur. Haukur sagði ennfremur
að undir eðlilegum kringumstæð-
um ætti flöskuhálsinn að vera
aðstaða sjukrahúsanna til að taka
við nemum til verklegs náms, en
til þess hefði þó aldrei komið þar
eð þau hefðu hingað til auðveld-
lega getaö annað þeim fjölda
nema sem verið hafa í skólanum
hverju sinni.
Georg Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri ríkisspítalanna tók
i sama streng. Hann kvað vafa-
laust vera ýmsar samtvinnaðar
ástæður fyrir hjúkrunarfræöinga-
skortinum en menntunarmál
Hjúkrunarskólans væru þar ein
höfuðástæðan, þ.e.a.s. hversu fáir
hjúkrunarfræðingar eru úlskrif-
aðir úr honum. Skorti á hæfum
kennurum væri þar kennt um, en
það yrði að teljast alls
ófullnægjandi skýring. Úr því aö
unnt væri að útvega kennara
fyrir læknadeild Háskólans væru
alls engin rök fyrir því að ekki
væri hægt að sjá Hjúkrunar-
skólanum fyrir nógu kennaraliði
og nú væri hlutfalliö þannig að
hjúkrunarskólinn útskrifaði milli
80 til 90 nemendur á ári en lækna-
deildin 150. Þegar hins vegar í
sjúkrahúsin kæmi þyrfti hins
vegar 3—4 hlúkrunarfræöinga á
móti hverjum lækni, svo hlutfall-
ið í menntuninni væri mjög öfug-
snúið.
Georg sagði ennfremur að nú
lengi hefði ástandiö verið svo að
hjúkrunarfræðingar hefðu hrein-
lega verið á uppboði og svo lengi
sem hann myndi þá hefðu ekki
verið setnar allar stöður
hjúkrunarfræðinga sem
heimilaðar væru við ríkisspítal-
ana. Þessi skortur hefði komið
mjög mismunandi niður á sjúkra-
húsunum, því að hjúkrunar-
fræðingarnir sæktu til hinna
eftirsóknarverðari stofnana.
Þetta hefði t.d. valdið því aö á
Kleppi hefði um eitt skeið legið
við að loka þyrfti deildum sökum
skorts á hjúkrunarliði og ástandið
væri enn mjög slæmt á elli-
heimilunum.
Morgunblaðið bar þessi mál
undir Ólaf Ólafsson landlækni,
sem jafnframt er formaður skóla-
nefndar Hjúkrunarskóla íslands.
Ólafur sagði, að skortur á
hjúkrunarfræðingum væri ekki
eingöngu íslenzkt vandamál
heldur einnig vandamál víða á
Norðurlöndum, en engu að siður
væri það staðreynd að heilbrigðis-
þjónustunni hér héldist mun verr
á hjúkrunarfólki en gerðist í öðr-
um löndum og mætti nefna
könnun fyrir fáeinum árum sem
sýndi að hér væri meðalstarfsævi
aðeins um 7 ár. Ólafur sagði þvi
og tók sem dæmi aö ef maður
væri með belg af vatni, sem læki,
þá væri engin lausn i því til að
halda vatninu á honum að halda
áfram að hella á hann vatni
heldur yrði að reyna að komast
fyrir lekann. Með einhverjum
ráöum yrði að vinna ða því að
lengja starfsævi hjúkrunar-
fræðinganna og finna ástæðurnar
fyrir þvi aö hann væri svo stuttur
sem raun bæri vitni.
Olafur sagöi, að til að mynda
væru mun betri heimtur á
hjúkrunarliðum og meina-
tæknum. Skýringanna hlyti þvi að
einhverju leyti að vera að leita i
iaunakjörum, og einnig hinu að
starfiö væri vafalaust mjög erfitt
MORGUNBLAÐINU
hefur borizt eftirfarandi
fréttatilkynning frá
Hjúkrunarfélagi íslands
vegna skrifa í fjölmiðlum
um að fyrirsjáanleg sé lok-
un deilda á sjúkrahúsum
sakir skorts á hjúkrunar-
fræðingum. í frétta-
tilkynningunni segir m.a.
um ástæðurnar.
Þar sem fram hefur komið i
fjölmiðlum að undanförnu að
lokun deilda á sjúkrahúsum stafi
af skorti á hjúkrunarfræðingum,
vill stjórn Hjúkrunarfélags ís-
lands taka fram eftirfarandi:
Ástæður fyrir umræddum
skorti eru margar m.a. mikið og
vaxandi vinnuálag, óhagkvæmur
vinnutimi, skortur á barnagæslu,
kennaraskortur I hjúkrunar-
skólunum og svo það sem e.t.v.
vegur þyngst á metunum að
hjúkrunarstarfið er vanmetið til
og krefjandi, sérstaklega hja
þeim er störfuðu t.d. við elli-
heimilin, enda væri skorturinn á
hjúkrunarfræðingum og
hjúkrunarliði lang mestur þar.
Hjúkrunarfræðingar hefðu yfir-
leitt ekki jafnvel enföldustu
hjálpartæki á nýjustu elli-
heimilum og alit hlyti þetta að
hafa í för með sér að slíkar stofn-
anir freistuðu ekki hjúkrunar-
fræðinga til starfa. Taldi Óiafur
þvi augljóst, að með einhverju
móti yrði að finna leiðir til að
létta undir með hjúkrunarfólki á
slíkum stofnunum, og gat hann
þess að rætt hefði veriö um að fá
læknastúdenta meir til starfa við
slikar stofnanir en verið heföi.
Ólafur staðfesti áð skortur væri á
kennurum við Hjúkrunarskólann,
en kvað þó hafa verið reynt að
gera átak í þeim málum undan-
farið, m.a. með auknum og hærri
styrkjum til fólks sem vildi sér-
mennta sig með kennslu fyrir
augum.
Miles Parnell sýnir í Sólon Islandus
Laugardaginn 11. júnl opnaði
Miles Parnell sýningu á teikning-
um sínum f Gallerf Sólon
íslandus og stendur hún til 25.
þ.m.
Parnell er fæddur árið 1953 i
Derby á Englandi. Hann stundaði
listnám við St. Martin’s College of
Art og Leicester Art School og
lauk þaðan BA prófi árið 1975.
Að loknu námi kenndi hann við
Nottingham College of Art, en
vann jafnhliða að teiknun og
myndskreytingum. 1 april s.l.
fluttist hann til Islands og hefur
unnið hér við auglýsingateiknun.
Allar myndir Parnells á þessari
sýningu eru unnar hér á landi.
Myndirnar eru gerðar með
goauche-litum, vaxlitum, vatnslit-
um, bleki og penna. Parnell
kvaðst ekki vinna i neinum
ákveðnum stil heldur gera mynd-
irnar undir áhrifum frá ýmsum
hlutum i umhverfinu, t.d. tónlist.
Allar myndirnar á sýningunni
eru til sölu.
• •
Oryggi og ánœgja
í Útsýnarferðum
Pantið áðuren þærseljast upp
Verðið hvergi hagstæðara.
Hjúkrunarfélag íslands:
Lokun deilda neyðar-
úrræði en rétt aðgerð
launa miðað við starfssvið,
ábyrgð, menntun o.s.frv. Má í því
sambandi minna á að u.þ.b. þriðj-
ungur starfandi hjúkrunarfræð-
inga á Reykjavíkursvæðinu höfðu
sagt lausum störfum sínum fyrri
hluta þessa árs af framangreind-
um orsökum.
Stjórn HFÍ lítur ástandið alvar-
legum augum og telur að úrbóta
sé brýn þörf. Stjórnin álítur lok-
un sjúkradeilda algjört neyðar-
úrræði en telur þó að til réttra
aðgerða sé gripið. Með þeim er
hægt að draga úr vinnuálagi
þeirra, sem eru i starfi og þar með
tryggja að sú þjónusta sem innt er
af höndum verði svo góð sem
sjúklingar eiga rétt á.
Þetta er auðvitað æskilegra, en
að ætla sjúkrastofunum að halda
uppi fullri starfsemi yfir sumar-
orlofstimann án þess að fyrir
hendi sé starfsfólk sem hæft er til
þeirrar þjónustu, sem þar á að
veita.
AUSTURSTRÆT! 17, S/MI26611