Morgunblaðið - 19.06.1977, Page 21
félk f
fréttum
+ Það hefur verið
heldur hljótt um Ginu
Lollobrigidu upp á síð-
kastið en nú segist hún
vera ástfangin og hér á
myndinni er hún með
sínum heittelskaða.
Hann heitir prins Adan
Zartorisky en það fylgdi
ekki sögunni hvar hann
er prins. En hvað sem
því líður virðast þau
vera ánægð hvort með
annað.
+ Leikarinn Jack Nieholson
er umkringdur aðdáendum
hvert sem hann fer og Ijós-
mvndarar eru alltaf á hæl-
unum á honum. Kitt sinn er
hann var f veislu þurfti hann
að bregða sér frá eins og geng-
ur og gerist. Um leið og hann
stóð upp frá borðinu þustu
Ijósmyndararnir á eftir hon-
um. Jack sneri sér brosandi
við og sagði: „Afsakið herrar
mínir, en þangað sem ég ætla
nú fer meira að segja kon-
ungurinn sjálfur aleinn."
+ Leikarinn Charlton Heston,
sem orðinn er 53 ára, er að
missa sjónina. Hann hefur
leitað til sérfræðinga vfða um
heim en þeir eru sammála um
að aðeins kraftaverk geti forð-
að honum frá að verða blindur.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNl 1977
21
Styrktarfélag aldraðra í Hafnar-
firði berst höfðingleg gjöf
Olaffa Valdemarsdóttir afhendir Kjartani Jóhannssyni, formanni
Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði, gjöfina.
Á sameiginlegum fundi
stjórna félaganna hinn 23. maf
s.l. afhenti frú Ólafía Valde-
marsdóttir, fvrsti formaður
Húsmæðraskólafélagsins, gjöf-
ina, sem alls er að fjárha'ð
1.389.416,- krónur og veitti
Kjartan Jóhannsson, formaður
Styrktarfélagsins gjöfinni við-
töku. I frétt frá Stjórn Styrktar-
félagsins segir að það kunni
gcfendum alúðarþakkir fvrir
þessa höfðinglegu gjöf og meti
mikils þá viðurkenningu á
starfi félagsins sem f gjöfinni
felist.
+ Ilúsmæðraskólafélag Hafn-
arfjarðar gaf nýlega Styrktar-
félagi aldraðra f Hafnarfirði
allar eignir sfnar, um 1.4 millj.
króna, til eflingar félagsstarfi
Stvrktarfélagsins. Húsmæðra-
skólafélagið var stofnað árið
1942 f þeim tilgangi að vinna að
byggingu húsma'ðraskóla í
Hafnarfirði, og hafa félagskon-
ur aflað fjár með merkjasölu
m.a. Með tilliti til breyttra að-
stæðna hefur stjórnin ákveðið
að hætta starfsemi félagsins og
láta eignir þess renna til
Styrktarfélags aldraðra f Ilafn-
arfirði.
+ Filipe krónprins, sonur Jóhanns Karls konungs
Spánar, var nýlega gerður að heiðurs-hermanni í
„Minningar-herdeildinni" í Madrid og við það tæki-
færi var þessi mynd tekin af rfkisarfanum.
Ólafur Kristánsson. skólastjóri HéraSsskólans aS Reykjum, afhendir nemend
um skfrteini sfn.
Héraðsskólanum
að Reykjum færð
vegleg bókagjöf
í BYRJUN maí var slitið héraðsskól-
anum að Reykjum í Hrútafirði að
viðstöddum gestum. Skólinn starfaði
í 5 ársdeildum frá 1.—5. bekk og
tóku 136 nemendur próf við skól-
ann. Skólastjóri gerði grein fyrir
skólastarf inu s.l. vetur og var i fyrsta
sinn i vetur kennd verkleg sjóvinna
og siglingafræði, en 12 nemendur
stunduðu nám i þeim greinum. Sjö
nemendur tóku próf i siglingafæði og
öðlast þvi rétt til skipstjórnar á 30
lesta bátum þegar þeir hafa öðlast
tilskilinn aldur og siglingartima.
Margt gesta var við skólaslitin í
tilefni af því að afhent var formlega að
gjöf einkabókasafn dr. Valdemars J.
Eylands, sem í eru á þnðja þúsund
bindi og margt dýrmætra bóka Hefur
því verið komið fyrir í skólahúsnæðinu
og var það sr Bragi Friðriksson sem
afhenti giöfinj þar sem dr Valdemar
gat ekk: verið viðstaddur
Eir;mg hefur verið tekið í notkun nýtt
skólahús, að nokkru frá s.l. hausti, en
viðbót smám saman um veturinn eftir
því sem verkinu miðaði Það er alls
1000 fermetrar með 6 kennslustofum
bókasafni, samkomusal, skrifstofum.
kennarastofu og vinnuherbergi kenn-
ara o fl og gerði skólastjóri grein fyrir
byggingunni við skólaslitin.
Menntamálaráðherra, Vilhjálmur
Hjálmarsson, flutti ávarp og lýsti hið
nýja skólahús tekið í notkun Einnig
þakkaði hann bókagjöfina og minntist
dr Valdemars J Eylands Dómsmála-
ráðherra, Ólafur Jóhannesson, talaði af
hálfu þingmanna Norðurlandskjör-
dæmis vestra og talaði hann til nem-
enda Aðrir sem tóku til máls voru
Helgi Tryggvason og Þórður Skúlason
og að lokmni athöfninni þágu gestir
veitingar í skólanum og kynntu sér
bókasafnið go hið nýja skólahúsnæð;.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: Yfir-
gengi
VERÐTRYGGÐ miðað við inn-
SPARISKÍRTEIIMI RÍKISSJÓÐS: Kaup- lausnar- verð |
gengi pr. Seðla-
kr. 100,- aankans.
1966 2. flokkur 1701 96 1 3.6%
196 7 1 flokkur 1600.02 328%
1967 2 flokkur 1589.67 22 8%
1 968 1. flokkur 1389.66 13 3%
1968 2 flokkur 1307.22 1 2 6%
1969 1 flokkur 976.69 12 7%
1970 1 flokkur 898.79 32.3%
1970 2. flokkut 661 21 12 9%
1971 1 flokkur 625.63 315%
1972 1 flokkur 545.32 12 9%
1972 2 flokkur 470.63
1 973 1. flokkur A 365.73
1973 2 flokkur 338.06
1974 1 flokkur 234 80
1975 1 flokkur 191.95
1975 2 flokkur 146.49
1976 1 flokkur 139.42
1976 2 flokkur 1 13 22
HLUTABRÉF:
Hvalur HF Sölutilboð óskast
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF:
1973-C 313.29 (10% afföll)
1975-G 133.99 (10% afföll)
VEÐSKULDABREF:
1 árs fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (20% afföll) 3ja ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (36% afföll) 5 ára fasteignatryggð veðskuldabréf með hæstu vöxtum (45% afföll)
HLUTABRÉF:
Hafskip HF Kauptilboð óskast
Árvakur HF Kauptilboð óskast
íslenskur Markaður hf. Kauptilboð óskast
PJÁRPEJTinCARPÉIAG ÍJIAnÐJ HP.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Lækjargötu 1 2 - R (Iðnaðarbankahúsiriu)
Simi20580.
Opiðfrá kl. 13.00 til 16 OOalla virka daga
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU