Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 13 Kirkju- tón- leikar NÆST síðustu tónleikar Tón- listarhátíðar æskufólks vofu haldnir i Háteigskirkju s.l. laugardag. Kirkjan var þéttset- in og hófust tónleikarnir á söng Kórs Hamrahliðarskólans, und- ir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt- ur. Kórinn söng fyrst íslenzkt tvisöngslag af miklum þokka og siðan Fred, eftir Terje Tjervog. Verkið er vel samið og varðandi flutning kórsins er nóg að segja að við tslendingar getum verið stoltir af glæsilegri frammi- stöðu þessa skólakórs og stjórn- anda hans. Það eru ekki margir skólar í heiminum sem geta státað af slíkum skólakór, sem réttnefnt er gersemi. Á þessum tónleikum voru flutt þrjú raf- verk, Arabasis eftir Ari Lyyti- káinen, Poco a poco eftir Tommy Zwedberg og Faser- skeenden eftir Rolf Enström. Af þeim hreinu rafverkum, sem fram hafa komið á hátið- inni, voru þessi þrjú bezt, að þvi leyti sem undirritaður er i standi til að staðhæfa slíkt, einkum þó það síðasta, sem hljóðgerð mynd af landslagi, fyrst brimhljóð og siðan flug- vélahljóð og minnti á hljóðfer- lið á síbreytilegt Iandslag séð úr flugvél. Höfundurinn segir i efnisskrá að landslagið breytist úr þekktu í óþekkt og minnti sá kafli á jökuldrunur og dropa- hljóð i helli. Tónleikarnir end- uðu með söng Haslev Gymna- sium kórsins undir stjórn Hans Krarup. Kórinn söng smá mót- ettu eftir Björn Hjelmborg og Agnus Dei eftir Sven Ahlin. Höfundurinn segir Agnus Dei vera sina fyrstu tilraun í smiði söngverka og segist auk þess ekki vera viss hvort skilja eigi textann sem hróp eða bæn um frelsun. Verkið er byggt á hvísl- hljóðum og sungnum kanón- eftirlíkingum, sem ýmist eru fluttar af sólóröddum eða kór. Þokkalegt verk og bara þokka- lega flutt. Tvö önnur verk voru flutt, sem varla tekur að minn- ast á en það fyrra var Cendrée eftir Erik Höjsgaard, ritað fyrir slagverk, og Solioquio fyrir ein- leiksflautu eftir Lars Bisgaard. Jón Ásg. Lars Bisgaard Tommy Zwedberg Rolf Enström Terje Tjervág Arl Lyytikainen Sven Ahlin LOKATÓNLEIKAR TÓNLISTARHÁTÍÐ æskufólks lauk með tónleikum í Háskólabíói s.l. sunnudag og þar með einni af víða- mestu tónlistarhátiðum sem haldnar hafa verið hér á landi. Það væri skemmtilegt viðfangsefni til rann- sókna, hver sá fjárhagslegi ávinn- ingur er. í formi gjaldeyris og tekna fyrir ýmiskonar þjónustu. sem ís- lenzkt samfélag hefur af þessum tiltektum unga fólksins. Þá mætti einnig hafa i huga áróðurslegan ávinning af þessari heimsókn, þvi þarna er um að ræða ungt fólk, sem á eftir að hafa mótandi áhrif á gang mála heima fyrir, gagnstætt þvi sem gildir um túrista yfirleitt, sem að miklu leyti eru eftirlaunafólk eða vel fyrir ofan miðjan aldur. Þá er ekki síður mikilvægt að stofnað sé til kynna milli æskufólks, sem í alvöru er að fást við listsköpun og túlkun, bæði til að skiþtast á skoðunum og fá tækifæri til samanburðar. Þetta skilst ef til vill betur, ef haft er í huga hvert gildi utanferðir hafa fyrir lista- menn, að þá eru slíkar heimsóknir ekki síður mikilvægar, auk þess að vera á allan hátt hagkvæmari og líklegar til að hafa meiri áhrif á öll menningarumsvif en þó einstakl- ingar fari utan í kynnisferðir. Eitt af nýmælunum á þessari hátið er „Tón- listarháskólinn" sem starfaði tvær til lestri er fjallaði um tæknivandamál varðandi meðferð fiðlu i nútíma tón- list. Auk þess lék hann einleik, einn- ig 1. fiðlu i „Svartenglakvartettin- um" eftir George Crumb og stjórn- aði flutningi tveggja verka á lokatón- leikunum. Þrir ungir tónsmiðir, tveir Danir, Hans Abrahamsen og Svend Aaquist, og einn Svíi. Hans Gefors. fluttu fyrirlestra, þar sem fjallað var um nýjustu viðhorf tónskálda og nefndu þá „í fremstu víglínu tón- smíðanna". Þorkell Sigurbjörnsson fjallaði um islenska tónlist frá upp- hafi til dagsins í dag. svo að þegar á heildina er litið var ekki svo lítið um að vera, auk þess sem fjöldi tón- listarmanna og hljóðfæraleikara var upptekinn allan daginn við æfingar fyrir tónleikana Á tónleikunum, sem voru 9 talsins, var áætlað að flytja 53 tónverk, flest nýsamin af tón- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON „Tónlistin er ung listgrein á ís- landi. Við höfum enn ekki eignast þá breiðfylkingu frambærilegra tón- listarnema sem þarfnast er til há- tlðarhalda sem þessara. í krafti norr- ænnar samvinnu tekst okkur að yfir- stíga þessi vandkvæði Fyrir hennar hjálp gefst okkur nú kostur á agnar lítið stærri hlut i menningu um- heimsins. Það er trú okkar sem að þessari hátíð stöndum hér á landi, að Tón- listariðjan geti orðið þáttur i að rjúfa þá einangrun sem ungt eyriki i miðju Atlantshafi hlýtur að búa við á svið tónlistar, að Tónlistariðjan geti veitt nýjum straumum inn í mennt- un tónlistarfólks á landinu og örvað ung tónskáld við vinnu sina Þess vegna hefur verið til þess erfiðis vinnandi að koma tónlistarhá- tíð sem þessari á fót i Reykjavík. " Bæði ætlunin og frammistaða ungmennanna er aðdáunarverð Lokatónleikarnir voru skemmtilegt niðurlag á viðburðaríkri tónlistar- hátíð Fyrsta verkið, Sommarsvevn eftir Olav Berg, var ekki rismikið en var vel flutt af Elisabet Erlingsdóttur, undir stjórn Per Lyng Annað verkið á tónleikunum er eitt frægasta hljómsveitaverk seinni ára, Threnody eftir Penderecki. TÓNUSTARIDJA NORRiBNS ÆSKUFÚLKS UNG NORDISK MUSIK REYKJAVlK 1977 20.6.-26. 6. fjórar stundir á hverjum degi, þar sem aðallega var fjallað um tón- smíði Forstöðumaður þessa háskóla var heiðursgestur hátíðarinnar. bandariska tónskáldið George Crumb. Hann lærði tónsmíði hjá Ross Lee Finney og Boris Blacher og kennir nú við Háskólann .i Pennsyl- vaniu. Auk þess sem Crumb leið- beindi ungum tónskáldum, átti hann á dagsskrá tónleikanna þrjú verk. Black Angels, Four Nocturnes og Echoes of the Time and the River Fiðlusnillingurinn Paul Zukofsky, sem fyrir u.þ.b. 10 árum var hér á hljómleikaferðalagi, er meðal þátt- takenda og stóð fyrir einum fyrir- skáldum um tvitugt og verður það að teljast kraftaverk að ekki féll niður flutningur á fleiri verkum en fjórum. Guðmundur Hafsteinsson var for- svarsmaður hátiðarinnar. sem er til orðin fyrir samstarf ungra tónskálda og hljóðfæraleikara á Norðurlönd- unum og stofnað var til i Stokkhólmi 1946, undir nafninu Ung Nordisk Musikfest. Guðmundur og félagar hans i isl. deildinni hafa staðið vel fyrir sinu og ætti skilið meira þakk- læti en komið verður fyrir í svona masi. Sem niðurlag er vel viðeigandi að birta smá kafla úr formála Guð- mundar í efnisskrá, en þar stendur meðal annars: Verkið var vel leikið af unga fólk- inu undir stjórn Zukofsky, sem einn- ig stjórnaði sérkennilegu verki eftir Scelsi Það verk er byggt á „míkró- tónbilum i kringum áttundir og ein- undir, svipað því og var i fiðluverki eftir sama höfund og flutt var af Zukofsky á kammertónleikum s I föstudag Um slíka einhæfni er fátt annað að segja en að þetta er allt i lagi einu sinni en ekki oftar. Siðasta verkið á tónleikunum var Echoes of Time and the River eftir George Crumb Verkið er mjög nýtískulegt og var uppfærsla þess skemmtileg og táknræn fyrir þessa eftirminni- legu tónlistarhátíð Litmyndavél- ar í sjónvarps- sal í júlí Þrjár litmyndavélar verða sett- ar upp i upptökusal sjónvarpsins i júlimánuði í staðinn fyrir þær vélar sem mynda í svart-hvitu. Samkvæmt upplýsingum Harðar Frimannssonar verkfræðings hjá Sjónvarpinu mun síðan taka nokkurn tíma að stilla tækin fyrir upptökur í lit og einnig þarf að ganga frá fylgibúnaði, svo sem myndveljara o.fl. Það styttist þvi óðum í að efni sjónvarpsins í upp- tökusal verði tekið upp og sent út í lit, en þessar vélar eru einnig notaðar við beina útsendingu. Röntgenþing á Loftleiðahóteli Dagana 30. júni — 2. júli verður haldið á Loftleiðahótelinu fræðslúþing fyrir röntgenhjúkr- unarfræðinga og röntgentækna frá Norðurlöndum. Fyrirlesarar verða flestir Is- lenskir, sérfræðingar i ýmsum greinum er varða röntgenrann- sóknir. Ennfremur kemur frá Noregi Fr. Else Lunde, sem starfað hefur mikið meðal krabbameinssjúkl- inga, og segir frá reynslu sinni I þeim efnum. Þingið sækja tæplega 100 þátt- takendur erlendis frá, auk 46 Is- lendinga, þ.e.a.s. nær allir rönt- gentæknar og röntgenhjúkrunar- fræðingar i starfi hér á landi. Samkvæmt reglugerð er bannað að setja gervilitarefni í reyktan fisk, vegna óheillavænlegra áhrifa á heilsu manna. Reykta sildin fra okkur er úr ferskri úrvalssíld, reyktri viö reyk án allra aukaefna — og er alveg ólituð. ISLENSK MATVÆLI H/F HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.