Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1977 17 frekari hækkanir. Sem betur fer hefur sú orðið raunin og vel það, enda hefur framleiðsla gengið snurðulaust til þessa. Þær verðhækkanir sem nú eru til ráðstöfunar eru því einungis og í hæsta lagi þær hækkanir sem orðið hafa frá áramótum til þessa dags. Ef gengið er út frá svipaðri framleiðslu í frystingu og varð á árinu 1976, þá nema verðhækkan- ir 1800 milljónir á ári, eða um 6%. Við þetta bætist tekjuaukning vegna gengissigs krónunnar að upphæð 600 milljónir eða 2%. AIls eru þetta því 2.400 milljónir eða 8% hækkun söluandvirðis. Ekki er kunnugt um hækkanir á saltfiski eða skreið og raunar hef- ur nýlega orðið nokkur verðlækk- un á saltfiski, en að sjálfsögðu njóta þessar greinar einnig gengissigs, sem væntanlega hefur bætt þessa verðlækkun. Hækkun launagreiðslna i fiskvinnslu við nýgerða kjarasamninga nema að meðaltali um 25% eða alls 2.700 milljónum á ári. Þetta er því nokkru meira en tekjuaukningin hefur orðið og er þá ekki gert ráð fyrir neinni hækkun á öðrum kostnaðarliðum en beinum laun- um. Það er því greinilegt að ekki er króna eftir til fiskverðshækkunar og staða vinnslunnar er lakari en hún var við upphaf ársins. Hvað svo sem bollalagt er um getu eða getuleysi þjóðfélagsins til greiðslu einhvers tiltekins lág- markskaups, þá er þetta sá vandi sem sjávarútvegurinn og stjórn- völd standa frammi fyrir að leysa með einum eða öðrum hætti. Ekki er enn kunnugt hvaða kröfur verða bornar fram um fiskverðs- hækkun af hálfu seljneda, né hver málalok verða í þeim efnum, en það má gera sér nokkra grein fyrir stærð vandans ef haft er í huga að heildarfiskkaup nema um 30 þúsund milljónum á ári. Fiskverðshækkun á bilinu 20% til 25% næmi því 6000 til 7500 milljóna útgjaldahækkun á ári fyrir vinnsluna. Þetta er þó að- eins upphafið, því hér er á engan hátt tekið tillit til verðbólguhjóls- ins sem fer að snúst með auknum hraða eftir að áhrifa visitölu- hækkana fer að gæta í öllum kostnaðarliðum. Hugsanlega eru einhverjir sem ihuga með hverjum hætti hægt verði á snúast við þessum vanda. 1 fljótu bragði virðist einfaldast að láta sjávarútveginn bera þetta tap og skipta því á milli sin. Ýmsir munu telja þessa leið færa með tilliti til þess að margir sjómenn hafi nú góðar tekjur, veiðiflotinn sé og stór miðað við núverandi ástand fiskistofna og vinnslustöð- um megi fækka. Umræður um þessa leið verða látnar bíða þang- að til séð er hvort, eða að hve miklu leyti hún verður farin. Önnur leið er gengislækkunar- (gengissigs)leiðin. Á Loftleiða- hótelinu munu menn hafa gert sér til dægrastyttingar að reikna út gengisferil, sem sjálfkrafa leysti vandamál útflutningsfram- leiðslunnar við tilteknar launa- hækkanir. Gengislækkanir eru orðnar velþekkt fyrirbæri hér og raunar taldar jafnsjálfsagðar og verðbólgan, enda óhjákvæmileg- ur fylgif.iskur. Á sama hátt og verðbólguhugsunarháttur hefur beinilfnis áhrif til aukningar verðbólguhraða, þá verða endur- teknar gengislækkanir ekki leng- ur læknislyf, heldur fíknilyf sem sífellt krefst stærri skammta. Flestar ríkisstjórnir hér hafa fallið fyrir efnahagsvanda og er það ekki nema rétt og eðlilegt þar sem þær hafa átt meiri eða minni þátt I að skapa vandann. RÚSSNESKUR AÐALL Podgorny, Brezhnev og Kosygin á grafhýsi Lenfns eftir VICT0R Z0RZA EINS konar „rússneskur nazismi“ getur skotið upp kollinum í Sovétríkjunum að dómi sérfræðings, sem hefur kynnt sér málið, ef Vestur- veldin aðhafast ekkert til að afstýra þvf. Að þessari niður- stöðu kemst reyndur sovézkur blaðamaður og stjórnvísinda- maður, sem hefur notið forrétt- indaaðstöðu sina í Sovétríkj- unum til að kynna sér hvert líklegt sé að þróunin þar stefni. I fimmtán ár hefur hann ferð- azt um Sovétríkin, talað við hundruð manna, birt greinar í opinberum sovézkum blöðum en auðvitað ekki um það efni, sem hann er manna hæfastur til að skrifa um. Nú býr þessi sérfræðingur, Alexander Yanov, á Vesturlöndum. Hann telur að það á valdi Vesturveldanna að afstýra því versta, sem gæti gerzt, og stuðla með friðsamlegum ráðum að þróun nýs kerfis, en hann er ekki viss um að viljinn sé fyrir hendi. „Þegar og ef rússneskur nazismi verður óhagganleg staðreynd og byrjar sókn sína til valda,“ segir hann, „kann að vera orðið um seinan að reyna að hafa áhrif á þróunina“. Rannsókn sína byggir hann á þeirri forsendu að fyrir hendi sé „ný stétt" forréttindahópa embættismanna í Rússlandi, en hann er á öðru máli en fyrri höfundar eins og Trotsky og Djilas, sem töldu hina nýju stétt óæskilegan sníkjugróður. Hann dáist ekki að hinni nýju stétt, en telur að við getum not- að tilraunir hennar til að við- halda forréttindaaðstöðu sinni og lengja lffdaga sína þannig, að við munum geta beint þróun sovézka kerfisins inn á æski- legri brautir. Einhvern veginn er sú hug- mynd í eðli sinu fráhrindandi að hjálpa „hinni nýju stétt“ að halda í forréttindi sín og haldast við völd. Einhvern veg- inn er það vafasamt, að gerlegt sé að fjarstýra henni þannig, að það verði Vesturveldunum til framdráttar og sovézku þjóð- inni jafnframt eins og Yanov heldur fram. Ekki er hægt að rekja til fullnustu í stuttu máli aðalatriði könnunar hans, Détente (slökun) eftir daga Brezhnevs, sem Alþjóðamála- stofnun Kalifornáuháskóla í Berkeley gefur út. En i ritgerð hans eru sett fram flókin og veigamikil rök, sem eiga alvar- lega athygli skilið. Kenningar Yanovs um sov- ézka kerfið byggja á þeirri stað- reynd, að hægfara þróun í slökunarátt á síðari árum hafi aukið þann hag, sem hin nýja stétt hafi af því að varðveita forréttindi sfn. Ef slökunar- kerfið hrynur til grunna, kæmi f stað þeirra „miðjumanna“ sem nú fara með völdin undir forystu Brezhnevs, stjórn kommúnistfskra þjóðrnissinna, sem mundi fylgja einangrunar- stefnu og gæti þróazt í rúss- neskri nazistakerfi. Frjóöngum einhvers slfks kerfis var sáð löngu áður en kornmúnistar komu til valda og nokkur greinileg ný sáðkorn hafa breiðst út á undanförnum ár- um. Afturhaldsmenn sovézkra kommúnista, „litlu stalín- arnir“, sem enn halda töluverð- um völdum f sovézka valdakerf- inu, fela í sér ógnun við þá forystu „miðjumanna", sem hefur þróazt í valdatíð Brezhnevs. Miðjumennirnir geta því aðeins sigrazt á þessari ógnun, að þeir taki höndum saman með stétt forstjóra og „tæknikrata“. Það er hagur for- stjóranna að rekstur þjóðarbús- ins sé hagkvæmur og arðbær og það sjónarmið er þeim hvatn- ing til að styðja slökunarstefn- una détente, sem mundi færa þeim þá tækni, sem þeir sækj- ast eftir. Það gerði einnig hinni nýju stétt fært að varðveita og auka þann aðgang, sem hún hefur að vestrænum munaðar- vörum og þau tækifæri, sem hún hefur á ferðalögurn, sem eru eftirsóknarverðustu tákn forréttinda f Sovétríkjunum. Á dögum Stalíns var hægt að svipta sovézku forréttindahóp- ana þeim völdum, sem þeir höfðu, með sama sem engum fyrirvara. Fall þessara manna var þeim mun hærra, þeim mun hærra sem þeir höfðu komizt, þótt þeir féllu oft með byssu- kúlu f hnakkanum. Krúsjeff lagði niður ógnarstjórnina, en umbótahugur hans leiddi af sér öryggisleysistilfinningu í skrif- stofustjórninni, þar sem menn voru dæmdir af þeim árangri, sem þeir náðu, og urðu oft að sætta sig við stöðumissi, ef þeir náðu ekki árangri., 1 tið Brezhnevs hefur skrifstofu- báknið treyst sig aftur i sessi, atvinnuöryggi starfsmanna kerfisins hefur aukizt aftur og meðalaldur þeirra hefur hækk- að. Meðalaldur valdarnestu ern- bættismanna var 30 til 40 ár f tið Stalins, en er nú 60 til 70 ár. Embættismenn þeir, sem nú eru við völd í öllu sovézka kerf- inu, vilja aðeins halda aðstöðu sinni, á hvaða aldri sern þeir eru, og þeirn forréttindurn, sem þeir njóta, ekki aðeins sjálfum sér til handa heldur einnig börnum sinum, og þeir gera allt sem i þeirra valdi stendur til að tryggja það, að forréttindin gangi i arf. Viðleitni þeirra hef- ur borið meiri árangur nú en í tið Stalins og Krúsjeff. Lið út- valinna forystumanna var ótryggt i sessi fyrr árum, en er nú smátt og srnátt að verða erfðaaðall. En aðallinn getur aðeins tryggt aðstöðu sina með þvi að takmarka alræði æðstu valda- mannanna i Kiaml, að ýmsu leyti eins og barónarnir á tim- um lénsskipulagsins, sem börð- ust fyrir þvi að takrnarka völd konunga til að auka völd sin og öryggi. Slíkar tilraunir, sern hin nýja stétt gerir af eiginhags- rnunaástæðurn til að setja hörnl- ur á rniðstýringuna og þá for- ysturnenn sern hafa hann á hendi, hljóta að lokurn að stuðla að eflingu þróunar í rneira frjálsræðishorf i landinu i heild. Þess vegna telur Yanov, að Vesturveldin ættu að hjálpa hinni nýju stétt að halda frarn áhrifum sinurn og auka þau, hversu ógeðfellt sern það kunni að virðast við fyrstu sýn, þar sern það sé i þágu þeirra breyt- inga í frjálsræðishorf, sern rnuni gerast á löngurn tírna í Sovétríkjunurn og hafa rnuni í för rneð sér valdatöku stjórnar, sern vilji og geti haft sarnstarf við önnur riki annan nýs al- þjóðakerfis. Mörg atriði í rökserndafærslu Yanovs hafa áður birzt í vest- rænurn riturn um þetta efni. En þetta er í fyrsta skipti, sern rannsókn af þessu tagi hefur kornið frá hendi sovézks höf- undar, sern byggir á reynslu og gögnurn, er hann hefur aflað sér í Sovétríkjunurn til að styðja niðurstöðurnar og til- lögur. Hún á alvarlega athygli skilið! Brottvikning Podgornys samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.