Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI ^ntí/j^rm-'ua'uu Eru beztu bridgespil- r arar Itala svindlarar? aukum stórlega vörukaup frá Portúgal. Væri nú ekki ráð fyrir yfirvöld að auka vínkaup frá Portúgal og veita tollaívilnanir á vinum þaðan? Ríkið lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að hafa áfengisneyzlu landsmanna aaðé- þúfu, þannig að ekki verður séð að siðferðiskenndin mundi skað- ast mikið við slíka ráðstöfun. Með þessu væru tvær flugur slegnar i einu höggi — innkaup frá Portú- gal aukin og stuðlað að aukinni neyzlu léttra vína, á kostnað rok- sterkra, brenndra vina. Auk þess get ég upplýst, að áhrifin af létt- um vinum eru önnur en af brenndrum drykkjum, og telja fróðir menn um áfengismál, til dæmis, að mönnum hætti síður við að komast í árásarhug eftir að hafa drukkið létt vin en ef þeir hafa neytt brenndra drykkja." % Lokað fyrir sfmann. Strákur skrifar: „Er það hugsunarleysi eða af refsigleði, sem þeir hjá Símanum byrja að skrúfa fyrir hjá mönnum uppúr tuttugasta? Eg veit, að æði- margir fá aura í vasann vikulega og enn öðrum er borgað út á hálfs- mánaðarfresti, en þeir eru samt margir, sem taka mánaðarlaun — og einmitt þeirra vegna ætti Sim- inn að sýna biðlund. Hann fer naumast á höfuðið þó að hann dragi þessar dramatísku simalok- Þessir hringdu . . . % Framhaldslífið á öðrum hnöttum „5780—6Í84“ hringdi i sam- bandi við bréf Ingvars Agnars- sonar í Velvakanda s.l. laugardag: —• Ég tel óhugsandi annað en að framhaldslifið sé á öðrum hnöttum. Annað væri ónáttúru- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Leningrad í ár kom þessi staða upp i skák þeirra Makarovs, sem hafði hvitt og átti leik, og Rasins: • b c d • f b h 23. Rxe5! — dxe5, (Ef svartur þiggur ekki fórnina kemur 24. Rxg6+ og eftir 23... Kd8, 24. De6 er sókn hvits of sterk) 24. Dd4+ — Kf7, 25. Bc4+ og svartur gafst upp, þvi að eftir 25... Ke8, 26. Bxb5+ — Kf7, 27. Bc4+ tapar hann drottningunni. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Faibisovich 10‘/2 v. af 16 mögu- legum. 2—4. Ermolinski, Lukin og Zeitlin 9V4 v. anir um fáeina daga og létti þann- ig undir með mánaðarfólkinu. Það verður þá að visu að láta eitthvað annað sitja á hakanum, — en „den tid den sorg“. Eitt enn úr þvi ég er farinn af stað: Nú kostar það orðið fimm hundruð kall — segi og skrifa — að láta opna fyrir simaskrattann. Hver ákveður þessa sektarupp- hæð? Sjálfsagt fara þeir að lög- um, en þó væri gaman að heyra frá þeim sjálfum hvernig sú ákvörðun er tekin, að frá og með einhverjum deginum skuli það kosta viðskiptavininn hálft þús- und ef hans vegna þarf að styðja á einn hnapp. — Strákur." 0 Takk fyrir þáttinn, Svavar Gests Erna Magnúsdóttir skrifar: „Mig langar til að flytja Svavari Gests beztu þakkir fyrir þáttinn hans á laugardögum. Svav*r er gamalreyndur skemmtikraftur og útvarpsmaður, og var vei til fund- ið hjá ráðamönnum útvarpsins að fá hann til að stjórna þætti með léttu efni i sumar. Hann kann nefnilega það, sem mörgum er fyrirmunað, að hafa ofan fyrir hlustandanum með góðlátlegu snakki og græzkulausum gaman- málum. Við fáum aldrei of mikið af sliku við tslendingar, og megi nú Svavar farnast sem allra bezt. Það má eflaust deila endalaust Iegt. Eg tel óhugsandi að sálir manna séu eins og andar svifandi um geiminn. Það kom t.d fram í útvarpsþætti um Björn Gunnlaugsson, þann merka mann, að jörðin okkar væri eins og sandkorn í himingeimnum og það væru fleiri eða færri hlið- stæð „sandkorn“. Hroki jarðarbúa er aftur á móti svo mikill, að þeir halda að ekkert sé til nema hnötturinn þeirra. Við um ágæti umsjónarmanna út- varpsþátta því að smekkurinn er misjafn, sem betur fer. Er ég þá komin að ástæðunni fyrir þvi að mér finnst ómaksins vert að hefja bréfaskriftir út af þessum þætti. Varla var Svavar byrjaður með þáttinn fyrr en „lesendabréfaher- ferð“ upphófst i sumum blöðum, sem koma út hér í Reykjavik. Hér var um að ræða svæsna ófrægingarherferð á hendur Svavari og persónulegri skammir og skitkast man ég ekki eftir að hafa séð á prenti í háa herrans tíð, nema ef vera skyldi hjá póli- tikusunum, sem náttúrlega eru i sérflokki. Svo rammt kvað að ósmekklegheitunum, að fyrri um- sjónarmenn þáttarins voru dregn- ir inn í málið með samanburði á hæfni þeirra og Svavars. Þessi makalausu skrif voru meira að segja stundum myndskreytt, og finnst mér að blaðamannastéttin þurfi nú að fara að athuga sinn gang ef atvinnumennskan ætlar að fara út á þessar brautir. Að lokum vil ég nota tækifærið til að lýsa ánægju minni með salt- fiskþættina hans Páls Heiðars. Þeir voru ekki aðeins fróðlegir — jafnvel fyrir fólk, sem kann salt- fiskinn utanbókar — heldur voru þeir svo ljómandi skemmtilegir. Það er ekki litill kostur á útvarps- þáttum þegar þetta tvennt fer saman." erum að missa af lestinni með að gera þessa jörð að farsælum bú- stað. Kannski verður erfitt að snúa við úr þessu, en betra er seint en aldrei. Urkynjunin er orðin áberandi, jafnvel hér á landi, t.d. er farið að koma þvi inn hjá fóiki að vinna sé böl. Hugsun vel flestra nær ekki út fyrir hlað- varpann. Hér er að skapast al- hliða óánægja I stað þess að rækta mannkosti. ÍTALSKA bridgesambandinu hafa verið settir úrslitakostir og þess krafizt, að það rannsaki frek- ar hvað hæft er i ásökunum um að fremstu spilamenn ítala hafi svindlað með merkjagjöfum, ann- aðhvort með fótunum eða vind- lingareyk. Er þvi haldið fram, að nokkrir spilamenn (talskra bridgeliða, sem síðustu tvo ára- tugi hafa verið þau sigursælustu í alþjóðakeppnum. hafi búið til merkjakerfi til að geta sagt mót- spilurum sinum hvaða spil þeir hafa á hendi. Þessar ásakanir, sem ítalir hafa alltaf visað á bug, hafa skotið upp kollinum aftur og aftur. Segja ít- alir, að enginn fótur sé fyrir þeim og undirrót þeirra sé öfundsýki í þeirra garð. En forseti Alþjóða- bridgesambandsins, Jaime Oritz- Patino, skýrði frá því nú um helg- ina, að hann hefði skrifað ítalska bridgesambandinu og gefið því frest til 2. september til að sýna fram á, að það hefði lagt sig fram við að kanna sannleiksgildi þess- ara ásakana. Segir i bréfinu, að fram- kvæmdanefnd Alþjóðasambands- ins „fordæmi þann hátt sem verið hefur á rannsókn á ásökunum um alvarlegt misferli." Er i bréfinu óskað eftir þvi, að ítalir geri þeg- ar í stað meiriháttar ráðstafanir til að rannsóknin verði aukin og gerð viðtækari og að endurskoð- aðar verði reglur og stjórnarhætt- ir ítalska bridgesambandsins. Þetta bréf var afhent ítölum þann 2. júní, en engin svör hafa borizt frá þeim. Ásakanirnar á hendur ítölum náðu hámarki í heimsmeistara- keppninni 1975, en þá voru tveir leikmenn þeirra áminntir fyrir „óeðlilegar fótahreyfingar". Var þá gripið til þess ráðs að setja bita undir borðin til að koma í veg fyrir fótsnertingar. Síðan komu fram fleiri ásakan- ir, og var þá talað um ítalskt „bridge Watergate". Var þvi hald- ið fram að með simahlerunum hefði sannazt að þeir hefðu komið sér upp merkjakerfi, þannig að leikmaður hélt á vindlingi með ákveðnum hætti til að sýna hVaða spil hann hefði á hendi. í framhaldi af þessu er kannski rétt að hafa nýjustu. fréttir úr bridgeheiminum hér hcima: Sumarspilamennska í Domus Medica 23. júní sl. Spiiað var í þremur riðlum — alls 46 pör. (Jrslit urðu þessi: A-riðill: Ólafía Jónsdóttir — SigriðurGuðmundsd. 249 Páll Valdimarsson — Þórður Elíasson 236 Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðss. 233 B-riðiII: Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 259 Gísli Hafliðason — Sigurður Þorsteinss. 244 Erla Sigurjóns lóttir — Ester Jakobsdóttir 244 C-riðill: Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 184 Guðmundur Arnarson — Örn Guðmundsson 177 Einar Guójohnsen — Sverrir Ármannsson 170 Meðálskor i A- og B-riðli 210 stig en 156 stig í C-riðli. HOGNI HREKKVÍSI Er þetta ekki ósvikinn samkór hjá honum? S2P SlGeA V/öGA £ 'Í/LVE&4W AÐ ÞRÓA OG NJÓTA FEGURRA LÍFS ÞARF EKKI AÐ VERA HÁÐ TILVILJUNUM Maharishi Mahesh Yogi KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN The Transcendental Meditation Program THE TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAM Almennur kynningarfyrirlestur verður haldinn að Hótel Esju I kvöld. kl. 20.30. Öllum heimill aðgangur. íslenska íhugunarfélagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.