Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 1

Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 1
32 SÍÐUR 158. tbl. 64. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Carter fagnar áætlun Begins Washington, 19. júll. Reuter. CARTER forseti og Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, viður- kenndu við upphaf tveggja daga viðræðna f dag að þá greindi á um stefnuna i Miðausturlöndum en hétu þvf að leysa ágreininginn. Begin ræðir við Carter um fsraelska friðaráætlun sem hann skýrir frá opinberlega á morgun. Að loknum viðræðum Carters og Begins í dag var sagt í Hvita húsinu að friðartillögur Begins lýstu „framsýni" og væru þess virði að Arabaríkin athuguðu þær. Sagt var að þeir hefðu verið sammála um nauðsyn þess að stefnt yrði að því að boðað yrði fljótlega til nýrrar ráðstefnu i Genf. Jafnframt sagði ísraelska sjón- varpið i kvöld að Begin muni segja Carter forseta að Israels- menn séu reiðubúnir til óbeinna friðarviðræðna við Araba ef ekki geti orðið af ráðstefnu í Genf. Hægri- stjórní Ankara Ankara, 19. júlí. Reuter. SULEYMAN Demirel, tilvonandi forsætisráðherra, sagði f kvöld að hann hefði komizt að samkomu- lagi við samstarfsflokka sfna um myndun nýrrar hægristjórnar. Hann hyggst afhenda Fahri Moruturk forseta ráðherralista sinn annað kvöld. Demirel sagði af sér eftir kosn- ingarnar í síðasta mánuði og sósíaldemókratinn Bulent Ecevit, leiðtogi stærsta þingflokksins, tók við, en minnihlutastjórn hans beið ósigur í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu. Auk þess sagði israelska sjón- varpið í kvöld að Begin muni Framhald á bls. 18. Poppari í heróín- aðgerð Toronto, 19. júlí. Reuter. KEITH Richard, gítar- leikari úr Rolling Stones, dvelst í geð- sjúkrahúsi í New York þar sem hann er í aðgerð vegna heróínneyzlu. Lögfræðingur Richards, Austin Cooper, skýrði frá þessu fyrir rétti í Toronto þar sem hann var handtek- inn og ákærður fyrir að hafa undir höndum heróín og kókain í febrú- ar. Ákveðið var að aðrar undirbúningsvitnaleiðsl- ur færu fram 2. desem- ber til að ákveða hvort fyrir lægju nægar sannanir til að stefna Richard fyrir rétt. Hann var látinn laus á sínum tíma gegn 25.000 dollara tryggingu. Lítið gert úr áætlun Smiths London, 19. júlí. Reuter. BLÖKKUMANNALEIÐTOGAR og aörir andstæðingar Ian Smiths forsætisráðherra fordæmdu í dag og gerðu Iftið úr ákvörðun hans um að efna til kosninga. 1 Rhódesíu sagði Abel Muzorewa biskup að fyrirætlanir Smiths væru „dauðadæmdar frá byrjun" og séra Ndabaningi Sithole kallaði áform hans „að- ferð til að tefja fyrir“. Við þessa nienn vill Smith semja. í Dar Es Salaam kallaði Robert Mugabe kosningarnar „mark- leysu“ og i Lusaka sagði Joshua Nkomo: „Við ætlum að flæma þennan mann burtu og okkur skal takast það.“ Þessir menn eru leið- togar „Föðurlandsfylkingarinn- ar“ sem flestir skæruliðar fylgja að málum. Hjá Sameinuðu þjóðunum sagði formaður nýlendunefndarinnar, Salim Ahmed Salim frá Tanzaníu, að kosningarnar væru „herbragð hvítu stjórnarinnar til að við- halda yfirráðum sinum yfir land- inu“.Andrew Young, sendiherra Bandarikjanna, kvað kosningarn- ar „tiigangslausar". David Owen, utanríkisráðherra Breta, kvaðst telja að kosningarn- Framhald á bls. 18. Carter forseti tekur á móti Begin forsætisráöherra við Hvíta húsið. Callaghan vildi fregna af viðræð- um Geirs og Schmidts Bonn, 19. júlí. AP. HELMUT Schmidt kanslari hringdi í dag í James Callaghan, forsætis- ráðherra Breta, og skýrði honum frá ferð sinni til Kanada, Bandaríkjanna og tslands. Callagan hafði sérstak- lega áhuga á niðurstöðum viðræðna Schmidts við Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra íslands, að því er talsmaður stjórnar- innar, Klaus Boalling skýrði frá. Símtalið stóð í um 30 mínútur. Teng skipaður í öll fyrri embætti á ný Peking. 19. júll. Reuler. TENG Hsiao-ping, aðstoðarforsætisráðherr- ann sem róttækir steyptu Teng Hsiao-ping af stóli i valdabaráttunni í fyrra, hefur verið skipaður aftur í öll fyrri embætti sín að því er skýrt var frá á veggspjöldum í Peking í dag. Tvö tuttugu metra stór vegg- spjöld með tilkynningu um endurreisn Tengs voru fest upp í norðurhverfi Peking. „Við fögn- um einlæglega og styðjum þá ákvörðun miðstjórnarinnar að skipa félaga Teng Hsiao-ping í stöður varaformanns flokksins, varaforsætisráðherra, varafor- mann hermálanefndarinnar og forseta herráðsins," stóð á vegg- spjöldunum. Veggspjöldin virtust njóta opin- bers samþykkis og engin tilraun var gerð til að rifa þau niður. Talsmaður utanríkisráðuneytis- Methiti gerir usla í Norður-Ameríku New York, 19. júlf. Reuter. METHITI gerði usla í Norður- Amerfku í dag, búpeningur drapst, fen þurrkuðust upp.járnbrautarteinar svign- uðu og menn komust f vont skap. Hitinn í New York mældist um 38 gráður á celsíus sjöunda daginn f röð og yfirvöld gerðu ráðstafanir til að spara vatn. Eldsvoði sem varð 200 manns að bana í Brooklyn og virðist hafa stafað frá fkveikju hefur vakið ugg um afleiðingar sem vatnsskortur getur haft. Slökkviliðsmenn segja að ann- ar slfkur eldsvoði geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef vatnsskortur geri vart við sig. Lögreglan flýtti sér að gera ráðstafanir til að koma i veg fyrir gripdeildir i líkingu við það sem gerðist eftir myrkvun- ina í síðustu viku. Veðurfræðingar segja að ekk- ert bendi til þess að hitinn lækki að minnsta kosti ekki i þessari viku. I Detroit lögðu hreinsunarmenn niður þar sem viðræður þeirra við Framhald á bls. 18. sorp- vinnu ins kvaðst ekkert hafa um málið að segja. Ungur maður sem var staddur þar sem veggspjóldin voru fest upp var að þvi spurður hvort fréttin væri opinber. Hann sagði á ensku. „Þetta eru mjög góðar fréttir. Við höfum lengi átt von á þessu.“ Ymislegt hefur bent til þess að undanförnu að endurreisn Tengs stæði fyrir dyrum og að háttsettir valdamenn hafi setið á fundum. Framhald á bls. 18. Vietnam fær aðild Ncw York, 19. júlí. Reutcr. Bandaríkjastjórn lét í dag af andstöðu sinni gegn að- ild Víetnams að Sam- einuðu þjóðunum og sam- þykkti tillögu Öryggisráðs- ins um að Allsherjarþingið samþykki inngöngu lands- ins í samtökin. Hingað til hefur Bandaríkja- stjórn beitt neitunarvaldi gegn umsóknum Vietnams um aðild, siðast í nóvember, þar sem stjórn landsins stæði ekki við ákvæði stofnskrárinnar og héldi leyndum upplýsingum um týnda banda- ríska flugmenn. I maí samþykktu Víetnamar á fundum i Paris að veita frekari upplýsingar um flugmennina og seinna tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún mundi ekki lengur berjast gegn aðild landsins að SÞ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.