Morgunblaðið - 20.07.1977, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLI 1977
Laxness heid-
ursdoktor vid
Edinborgar-
háskóla
í frétlabrófi Edinborgarhá-
skóla cr frá því skýrt að Halldór
Laxness hafi vcrið kjörinn
heiðursdoktor við háskólann.
Rektor Edinborgarháskóla,
Magnús Magnússon, hefur þýtt
nokkrar af bókum Laxness á
ensku, siðast Kristnihald undir
Jökli 1973.
Ljósmynd Mbl. Guðlaugur Sigurgeirsson
MINNISVARÐINN um séra Jón píslarvott Þorsteinsson í Vestmannaeyjum var afhjúpaður við
hátíðlega athöfn s.l. sunnudag, en þá voru 3S0 ár liðin frá Tyrkjaráni I Eyjum. Legsteininum á gröf
séra Jóns á Kirkjubæ var bjargað á sfðustu stundu I eldgosinu i Heimaey 1973, en Landakirkjusöfnuð-
ur hefur nú reist hann nákvæmlega yfir gröf Jóns, en þeim liðlega 100 m hærra sem nemur þykkt
hraunsins. Myndin er tekin þegar séra Kjartan örn Sigurbjörnsson Eyjaklerkur vígði varðann.
Dr. Gunnar Bödvarsson um gufuvinnslu á Kröflusvæði:
Nýtt keppnisfyrir-
komulag á Reykja-
víkurskákmótinu
SKAKSAMBANI) tslands hefur
ákveðið þá nýbreytni við fram-
kvæmd Kcykjavfkurskákmótsins
1978, að enda þótt hver keppandi
hafi tvo og hálfan tima á skákina,
eins og verið hefur, þarf hann í
stað 40 leikja á þeim tíma að
leika 30 leiki á fyrsta eina og
2,5% eiga að
dreifast flatt
á alla taxta
— segir Georg Olafs-
son verðlagsstjóri
„ÞETTA er að sjálfsögðu rangt
hjá Guðjóni Tómassyni," sagði
Georg Ölafsson, verðlagsstjóri, er
Mhl. leitaði álits hans á ummæl-
um framkva’mdastjóra Samhands
málm- og skipasmiðja, sem birt-
usl í Mhl. í ga>r, en þar véfengdi
Guðjón þá ákvörðun verðlags-
nefndar að 2,5% a-ttu að dreifast
flatt á alla taxta útseldrar vinnu
og álagningartalan síðan að koma
ofan á.
Verðlagsstjóri sagði að á fundi
verðlagsnefndar í dag yrðu lagðir
ftam taxtarnir fyrir útseldu vinn-
una og kvaðst hann reiðubúinn til
að tjá sig nánar um þetta efni að
þeim fundi loknum.
hálfa tfmanum og hefur hann sfð-
an klukkustund fyrir næstu 20
leiki. „Þetta kerfi er að miklu
leyti byggt á hugmyndum Frið-
riks Ólafssonar," sagði Einar S.
Einarsson, forseti S.I., er Mbl.
ræddi við hann í gær.
„Með þessu viljum við hleypa
aukinni spennu í skákina og bar-
áttu og stuðla þannig að færri
jafnteflum og draga úr biðskák-
um.“ Þá hefur Sí einnig ákveðið
að hafa bónuskerfi, þannig að
sigurvegari skákar fær 10.000
krónur, sá sem tapar fær 3000
krónur i sárabætur, en jafntefli
eru minnst metin og færa kepp-
endum 2000 krónur hvorum um
sig. Auk þess sem Sí. greiðir ferð-
ir og uppihald keppenda verða
veitt peningaverðlaun fyrir sjö
fyrstu sætin, en hver keppandi
fær 40.000 krónur fyrir það eitt að
taka þátt í mótinu.
Einar S. Einarsson sagði að þeir
Skáksambandsmenn hefðu ákveð-
ið að nefna þetta mótskerfi „ís-
lenzka nýskipan" (Icelandic
Modern' ) og væri það von þeirra
að þetta fyrirkomulag festist í
sessi undir því nafni. Einar benti
á að rannsóknir bandaríska skák-
sambandsins hefðu sýnt, að
47—51% skáka í skákmótum á
vegum FIDE lyki innan við 40
leiki en 77—82% innan við 48
*e'k'- Framhald á bls. 18.
MarKrót Dajíbjört llallborKsdóttír Guðný Marcn Valsdóttir
Nöfn stúlknanna
STÚLKURNAR tvær, sem létust í
bflslysinu í Dölum á sunnudags-
kvöldið hétu Margrét Dagbjört
Hallbergsdóttir og Guðný Maren
Valsdóttir. Margrét var 19 ára
gömul til heimilis að Bogahlfð 16
f Reykjavík. Guðný Maren var 15
ára, til heimilis að Sævargörðum
8 á Seltjarnarnesi.
„Knýjandi naudsyn að endurskoða
og endurskipuleggja þær aðferðir
og tækni sem notuð hefur verið”
,,í MÁLUM Kröfluvirkjunar
blasa nú við tvö andstæð
viðhorf. Boranir hafa fram
að þessu hvergi nærri borið
tilætlaðan árangur, og er
því knýjandi nauðsyn að
endurskoða og endurskipu-
leggja þær aðferðir og þá
tækni, sem notuð hefur
verið. Þetta verður ekki
gert í einni svipan. Tækni-
lega séð væri mjög æski-
legt að gera hlé á meiri
háttar vinnsluborunum þar
til gefist hefur nægilegt
tóm í þessum efnum. Þá er
skjálfta- og eldvirkni
svæðisins enn í hámarki,
og gefur það fullt tilefni til
frekari gætni. Á hinn bóg-
inn er virkjunarsamstæðan
þegar fullgerð og tilbúin til
Gunnar Böðvarsson verk-
fræðingur meðal annars í
skýrslu þeirri sem hann
gerði fyrir Orkustofnun
í vor um gufuvinnslu fyrir
Kröfluvirkjun, en Morgun-
blaðið fékk þessa skýrslu í
hendur í gær.
Dr. Gunnar BöSvarsson segir !
inngangi skýrslu sinnar að sam-
band jarðhita og jarðelds á Kröflu-
svæðinu sé greinilegra en á flest
um öðrum svæðum á íslandi.
„Svæðið virðist og eitt heitasta
jarðhitasvæði landsins." Þá segir
hann að vert sé að taka fram, að
þau vandamál, sem fram hafa
komið við gufuvinnslu á Kröflu-
svæði séu hvergi einsdæmi um
hegðun siíkra svæða. „Um 1960
voru gerðar 3 árangurslausar
boranir í Krisuvik Afköst borhola
á Olkariasvæði i Kenya eru ófull-
nægjandi. Þá hafa komið upp
vandamál af liku taqi i Valles
öskjunni i New Mexiko, East
Meda, Imperial Valley, California,
Momotombo i Nicaragúa og allt
að 5 háhitasvæði á Nýja Sjálandi
hafa verið dæmd úr leik vegna
tregs rennslis borhola."
Gunnar tekur hvern þátt gufu-
öflunar- og vinnslu og skýrir hin
margvislegu vandamál og viðhorf
sem upp hafa komið. Meðal ann-
ars segir hann, að á meðan núver-
andi virkni á Kröflusvæði standi
sé að sjálfsögðu hætta á margs
konar tjóni vegna jarðelds,
hrauns. skjálfta og annarrar land-
röskunar. Ymsu megi hagræða til
þess að draga úr hugsanlegu tjóni,
og sé það eðlilegast að styðjast
við sögulegar heimildir um hegð-
un svæðisins við fyrri goshrynur.
Á einum stað segir Gunnar. að
efni i gufu og vatni á Kröflusvæði
séu þannig að nokkur hætta sé á
tæringu. Við hönnun borholu verði
að gera tilraun til þess að verja
Framhald á bls. 18.
reksturs. Af fjárhagslegum
og samfélagslegum ástæð-
um er jafnknýjandi nauð-
syn að koma henni í gagnið
hið fyrsta." Þetta segir dr.
Dr. Gunnar Böðvarsson
Heyskapur verr á vegi
staddur en í fyrra
segir búnaðarmálastjóri
Heyskapur er miklu verr á vegi
sladdur hjá bændum nú en var á
sama tíma I fyrra. Heyskapur hef-
ur gengið illa það sem af er sumri
vegna óþurrka um land allt nema
hvað hændur á Suð-Austurlandi,
Fljótsdalshéraði og í innsvcitum
á Norð-Austurlandi hafa náð
nokkru af þurrheyi. Tjón ætti þó
ekki að verða óskaplegt, ef menn
fá þurrk næstu dag en skaðinn
vex með hverjum deginum og
hverri viku, sagði Halldór Páls-
son húnaðarmálastjóri I samtali
við Mbl. I gær. Bændur á Suður-
landi fengu í gær ágætan þurrk
en rakt og nokkuð kalt var við
Norðurland og með Austurlandi
að sögn Veðurstofunnar og því
ekki vfst hvað dagurinn nýttist
bændum þar til heyskapar. Spáð
er svipuðu veðri á sunnan- og
vestanverðu landinu I dag og súld
og þurrkleysi á Norður- og Aust-
urlandi.
Halldór Pálsson sagði dálítið af
heyi hefði verið slegið fyrir
nokkru og velkst á túnum i
óþurrkinum en almennt hefðu
bændur dregið að hefja slátt,
nema þeir sem haft hefðu aðstöðu
til að heyja í vothey. Fram kom að
spretta hefði verið heldur seinni
nú en í mcðalári og því væri hey
ekki orðið verulega úr sér sprott-
ið og ef þurrkur kæmi nú mætti
ná góðum heyjum, þó eitthvað
hlyti að verða úr sér sprottið, þeg-
ar menn kæmust til að slá það.
— I fyrrasumar fengu bændur
sunnan- og vestanlands nokkra
góða þurrkdaga fram undir
mánaðamótin júlí — ágúst en úr
því stytti tæpast upp og að þvi
leytinu er ástandið verra nú en í
fyrra að menn hafa sama og eng-
an þurrk fengið en við verðum að
vona að það fari að þorna og
menn geti athafnað sig við hey-
skapinn i friði, sagði Halldór að
lokum.
Tveggja ára fangelsi
og 2,7 milljóna kr. sekt
DÖMUR hefur nú verið kveðinn
upp í máli þriggja fslenskra ung-
menna, sem hafa setið í fangels-
um f Frakklandi frá því í maf-
mánuði, vegna innflutnings á
hassi til Frakklands frá Marokkó.
Dómurinn er á þá leið að ung-
mennin skuli hljóta tveggja ára
fangelsisvist, þar af 18 mánuði
skilorðisbundið og einnig greiða
sekt sem jafngildir u.þ.b. 2,7
milljónum íslenskra króna, ella
hljóti þau 1 árs fangelsi til viðbót-
ar.
Að sögn utanríkisráðuneytisins
hafa stjórnvöld útvegað þessu
fólki lögfræðing, en um frekari
aðstoð hefur ekki verið að ræða,
enda er það ekki venja. Benedikt
Ásgeirsson fulltrúi i utanríkis-
ráðuneytinu sagði að stúlkurnar
tvær væru I fangelsi á öðrum stað
en pilturinn og væri aðbúnaður
þeirra þokkalegur, en aðbúnaður
hans væri lakari. Benedikt sagði
að ekki hefði verið farið fram á
Framhald á bls. 18.