Morgunblaðið - 20.07.1977, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977
— Dr. Gunnar
Framhald af bls. 2
yztu megmfóðurpipur og sjá svo
um, að endurnýja megi a.m.k.
hluta af innri pipum.
Segir dr. Gunnar, að á oliusvæð-
um sé þrýstidæling yfirleitt gerð i
borholum með steyptum fóðurpip-
um. Valin sé heppileg dýpt og
pípurnar gataðar á hæfilega löngu
millibili á móts við þann stað, sem
valinn hafi verið. Mjög seigum
vökva, sem blandaður sé grófum
sandi, sé siðan dælt með háum
þrýstingi út um götin. Bergið
springi og vökvinn beri sandinn
inn i hinar nýju sprungur. Þegar
dælingu sé hætt hindri sandurinn
að sprungur lokist aftur, og olía
geti leitað inn i holuna um hina
grófkornóttu sprungufyllingu.
Þannig sé hægt að auka talsvert
innrennsli í borholum.
Það kemur fram i skýrslu Gunn-
ars, að rætt hafi verið um hvort
ekki væri hægt að beita sömu
tækni til að örva rennsli í borhol-
um við Kröflu. í viðræðum við
bandariska sérfræðinga hafi kom-
ið fram að ýmis tormerki væru á
því að beita þessari tækni á
Kröflusvæði, en þeir engu að síður
boðið fram aðstoð.
Um framkvæmdir á Kröflusvæð-
inu segir dr. Gunnar í kaflanum
um tillögur til næstu fram-
kvæmda. ,,Hér verður að sigla
milli skers og báru, fara verður
hagkvæmustu leið til að koma
virkjuninni í gagnið þegar í byrjun
þessa sumars, en leggja svo með
fullri gætni út í allar framkvæmd-
ir, sem miða umfram þetta mark-
mið."
Þá segir hann, að þær boranir
sem framkvæmdar hafi verið, séu
hvorki fullnægjandi né afgerandi
könnun á möguleikum til gufu-
vinnslu úr neðra kerfi undir Leir-
botnum og næsta nágrenni.
„Þar sem möguleikar virðast á
bættri vinnslutækni og mikill
kostnaðarauki væri við flutning á
önnur svæði, jafnvel þótt aðeins
um örfáa kílómetra væri að ræða,
er full ástæða til að halda enn um
sinn fast við Leirbotnasvæðið. Á
hinn bóginn verður að hafa fulla
hliðsjón af fenginni reynslu, og
hefja ekki meiri háttar aðgerðir
fyrr en tækni hefur verið endur
skipulögð.
í samræmi við þetta verður að
telja hagkvæmara að verja fjár-
munum til endurbóta á tækjabún-
aði en til tvisýnna borana á öðrum
stöðum.
Jarðhitafræðilega séð er eðli-
legt að telja svæðið i suðurhliðum
Kröflu hluta af sama svæði, sem
Leirbotnasvæðið tilheyrir.
Þá gerir Gunnar eftirfarandi að
sinum tillögum um næstu fram-
kvæmdir á svæðinu.
Virkjun efravatnskerfis: Til þess
að gangsetja virkjunina og ná afli
hennar upp í virk 10 MW má nota
um 18 kg/s af gufu við 8 ata út
holum 7 og 11 auk 10 til 12 kg/s
af lágþrýstigufu ur efravatnskerfi
frá holum 8, 9 og 10. Nægi
rennsli þeirra ekki má bora eina
eða fleiri holu i efra kerfi nálægt
skiljustöðvarhúsi. Þetta ætti að
geta tryggt rekstur þótt jafnvel
einhver minnkun kæmi fram á hol-
um 7 og 11, en það hefur einmitt
gerzt siðan dr. Gunnar samdi
skýrslu þessa.
Framkvæmd verði endur-
rannsókn á svæðinu og gaumgæfi-
lega verði athugað, hvort ekki
komi til greina að beita einnig
titrings- og jarðspennuaðferðum.
Aðgerðir á borholum. Full
ástæða er til þess að gera tilraun
til endurbóta á þeim holum, sem
nú eru i sæmilegu ástandi á Leir-
botnasvæði. Kemur til greina
hreinsun, einhver endurfóðrun og
jafnvel dýpkun, einkum á 6, 8 og
9. Hér verður þó að gæta fyllstu
hagkvæmni.
Endurhönnun borhola og tækja-
kaup. Full ástæða er að ihuga
kaup á nýjum háþrýstidælum
þannig að dýpka megi fóðrun nið-
ur i 1,2 til 1,5 km og bora niður á
2.5 til 3.0 km dýpt. Sömu dælur
má einnig nota við tilraunir til
rennslisörvunar með þrýstidæl-
ingu. Þær kæmu og að góðu haldi
á öðrum jarðhitasvæðum á Is-
landi. Hver dælusamstæða virðist
ekki kosta meir en um Vi til V2 af
heildarkostnaði einnar 2 km.
djúprar vinnsluholu.
(5) Borun i suðurhliðum Kröflu-
fjalls. í samræmi við tillögur, sem
áður hafa verið lagðar fram, er
lagt til að gerð verði ein könnun-
arhola á svæði, sunnan Kröflu-
fjalls, þessa holu verður að hanna
á sama hátt og núverandi holur.
(6) Djúpborun á Leirbotna-
svæði. Þegar tækjakostur og aðrar
aðstæður leyfa er lagt til að gerð
verði ein borun niður á 2,5 til 3,0
km dýpt í nágrenni holu 11. Þessa
holu bæri að djúpfóðra og gera að
öðru leyti þannig úr garði að beita
megi þrepaþrýstidælingu til
rennslisörvunar.
— Páll hetja
Framhald af bls. 31
yfirburðasigur Þróttar sem
náði þar með þægilegu forskoti
í 2. deild, og það má mikið vera
ef þeir spila ekki í 1. deild að
ári.
Dómari leiksins var Ársæll
Jónsson og var frammistaða
hans vægast sagt léleg, mörgum
grófum brotum sleppt og marg-
ir dómar algjörlega út í hött.
HVH
— Víkingur vann
Framhald af bls. 31
sinni var Helgi Benediktsson, og
þá sérstaklega í fyrri hálfleikn-
um. Barðist hann ágætlega og
hvatti félaga sína óspart áfram.
Þá má ekki gleyma þætti Magna
Björnssonar markvarðar Þróttar,
en hann stóð sig frábærlega.
Dömari var Hinrik Láruson og
dæmdi hann lítið. —áij
Nýtt fyrirkomulag
Framhald af bls. 2
Reykjavíkurskákmótið verður
að styrkleika 11—12. Keppendur
verða 14 talsins, átta til tíu er-
lendir stórmeistarar, Friðrik ÖI-
afsson og Guðmundur Sigurjóns-
son og tveir til fjórir aðrir íslenzk-
ir skákmenn. Meðal þeirra, sem
boðið verður til þátttöku, eru
heimsmeistarinn Karpov, fyrrver-
andi heimsmeistari Fischer,
Spassky og Tal, stórmeistarinn
Hort eða Smejkal frá Tékkóslóva-
kíu, Daninn Larsen, Englending-
urinn Miles, Bandarikjamaðurinn
Browne, Kurajica og Ljubojevig
frá Júgóslavíu. Fyrstu verðlaun
verða jafnvirði 440.000 krónur,
önnur 300.000, þriðju 200.000,
fjórðu 140.000 krónur, fimmtu
100.000 krónur, sjöttu 60.000
krónur og sjöundu verðlaunin eru
10.000 krónur.
Einar S. Einarsson sagði, að
enda þótt þessi nýskipan yrði á
skákum mótsins, yrði það fullgilt
stiga- og titlamót.
„Mér finnst full ástæða til þess
að reyna eitthvað nýtt í keppnis-
skákinni,“ sagði Friðrik Ölafsson
stórmeistari, er Mbl. ræddi við
hann. „Núverandi fyrirkomulag
er búið að vera í áratugi og hefur
að mínu mati gengið sér til húðar.
En menn eru íhaldssamir og treg-
ir til breytinga, enda þótt miklar
umræður hafi verið meðal skák-
manna um nauðsyn þess að koma
skákinni í meira samræmi við
tímans rás.
Ég held að með þessu nýja
fyrirkomulagi eigi skákin að ná
betur til áhorfenda og fjölmiðla
og einnig eykur þetta spennuna
fyrir keppendur og hleypur nýju
lífi í skákíþróttína.“
Þegar Mbl. spurði Friðrik,
hvort aukin timapressa myndi
ekki hugsanlega koma niður á
gæðum skákanna, sagði hann, að
það væri eiginlega eina mótbáran,
sem hafa mætti uppi. „En þá má
alveg eins segja að aldrei hefði átt
að taka upp skákklukkuna,“ sagði
Friðrik, „heldur bara leyfa mönn-
um að tefla að vild.
Það var hérna um aldamótin,
þegar engar hömlur voru á um-
hugsunartimanum, að skákmaður
nokkur hafði hugsað sig um í 18
klukkustundir fyrir einn leik.
Andstæðingnum var að vonum
farið að leiðast þófið, en menn
voru kurteisir i þá tíð, svo hann
lét sér nægja að ýta við keppi-
nautnum með þvi að spyrja
kurteislega: „Hvernig er það?
Eigið þér ekki leikinn? En án alls
gamans þá held ég að það hljóti að
vega þyngst á metunum, að hér er
um tilraun að ræða til að gera
skákina samkeppnisfæra og afla
henni vinsælda meðal almenn-
ings.“
Þegar Mbl. bar það undir Frið-
rik, að hann væri nú annálaður
fyrir að lenda i timahraki, þá hló
hann við og sagði: „Ja, menn hafa
þá ekki ástæðu til að ætla að þetta
sé refsháttur af minni hendi, því
þetta nýja fyrirkomulag á örugg-
lega ekki eftir að koma bezt niður
á mér.
Annars er ég ekki hræddur við
þetta. Ég held að þettá hafi bara
góð áhrif á mann.“
Loks benti Friðrik á að með
þessu nýja fyrirkomulagi yrðu
hverfandi líkur á biðskákum og
áhorfendur gætu þá fylgzt með
skákinni í gegn í einnl setu. Þá
myndi þetta og eyða þeim aðstöð-
um keppenda sjálfra, sem fólgin
væri í missterkum og mismörgum
aðstoðarmönnum.
„Aðalatriðið er að gera skákina
skemmtilegri og færa hana nær
mönnum, bæði keppendum og
áhorfendum," sagði Friðrik Ölafs-
son.
— Tveggja ára
Framhald af bls. 2
það á stjórnvöld hefðu með hönd-
um greiðslu sektarinnar enda
hefði utanríkisráðuneytið ekki
fjárveitíngu til slíks.
Hjá Fíkniefnadeild lögreglunn-
ar fékk Mbl. þær upplýsingar í
gær að pilturinn sem situr i fang-
elsi í Frakklandi hefði áður kom-
ist í kast við lögin vegna fíkni-
efnabrota.
Ungmennin þrjú hafa þegar
setið í frönskum fangelsum um
tveggja mánaða skeið og dregst sá
tími frá dómnum, þannig að ef
sektin verður greidd, verða þau
látin laus eftir fjóra mánuði.
— Skattskrá
Framhald af bls. 32
stöðugjald; samtals 2.502.515
krónur.
Sem fyrr segir greiðir Fiskiðjan
hf. hæst aðstöðugjald, 7.678.000
krónur, ísfélagið kemur næst með
7.383.800 krónur, Vinnslustöðin
ber 7.024.100 krónur í aðstöðu-
gjald, Fiskimjölsverksmiðjan
4.237.900 krónur, Hraðfrystistöð-
in 2.986.400 krónur og Gunnar
Ólafsson & Co bera 2.420.000
krónur í aðstöðugjald.
Tekjuskattur Vestmannaeyinga
er samtals 368.952.000 krónur,
sem er 43,56% hækkun frá fyrra
ári, útsvörin nema 335.190.000
krónum, sem er 45,36% hækkun
og aðstöðugjöldin gera 75.202.000
krónur, sem er 40% hækkun frá I
fyrra.
I Vestmannaeyjum. bera nú
1927 einstaklingar útsvar og 1364
tekjuskatt, en tekjuskatt greiða
53 félög. Aðstöðugjald greiða 101
félag og 205 einstaklingar.
— Carter fagnar
áætlun Begins
Framhald af bls. 1
segja Carter forseta að Israels-
menn séu reiðubúnir til óbeinna
friðarviðræðna við Araba ef ekki
geti orðið af ráðstefnu í Genf.
Vitnað var I greinargerð sem
þingmenn fengu hjá Moshe Day-
an utanríkisráðherra og þar er
ítrekað að Israelsmenn vilji semja
um Sinai-skaga og Gólanhæðir en
ekki versturbakka Jórdan.
Carter forseti lagði áherzlu á
mikilvægi heimsóknar Begins er
hann tók á móti honum hjá Hvíta
húsinu: „Þetta er mjög mikilvæg-
ur dagur í sögu þjóðar okkar, ef
til vill fyrir framtíð miðaustur-
landa og kannski jafnvel fyrir
friðinn í heiminum.“
Begin er síðasti þjóðarleiðtog-
inn frá Miðausturlöndum sem
Carter hefur boðið til Washington
til að ræða leiðir til að finna frið-
samlega lausn á deilumáiunum I
þessum heimshluta. Þeir munu
meðal annars ræða um nýja
friðarráðstefnu í Genf og ágrein-
ing um þátttöku Palestínumanna
er verður að leysa áður en hún
getur hafizt. Carter vill einnig
kanna hve mikið landsvæði
Israelsmenn vilja skila Aröbum.
Begin lagði áherzlu á að „friður
og þjóðaröryggi væri óaðskiljan-
Iegt“ en sagði: „Við þráum frið,
við biðjum fyrir friði. Við munum
gera allt sem I mannlegu valdi
stendur .. til að koma til leiðar
raunverulegum friði milli okkar
og nágranna okkar." Án þjóðar-
öryggis, sagði hann, er lifi hvers
einasta Israelsmanns ógnað.
Carter sagði Begin að þeir væru
sammála um að hægt væri að
semja um öll deilumál. Forsetinn
hrósaði Begin fyrir að vera sjálf-
stæður og trúaður. Hann kvaðst
hafa hrifizt af því að hann léti
verða sitt fyrsta verk í embætti að
leyfa 66 vietnömskum flótta-
mönnum sem höfðu velkzt um á
báti á Kyrrahafi að setjast að i
Israel._______ _______
— Methiti í
N-Ameríku
Framhald af bls. 1
borgaryfirvöld um kaup og kjör
fóru út um þúfur. Þúsundir
lesta af úrgangi rotna í steikj-
andi hita og óttazt er að drep-
sóttir fylgi í kjölfarið.
I Paintsville, Kentucky, fór
110 vagna vöruflutningalest út
af sporinu þar sem teinarnir
höfðu svignað í hitanum. I Flor-
ida og Georgia var sagt að Oke-
fenokee-fenin væru að þorna
upp. Lengra suður í Florida var
lýst yfir neyðarástandi i 40
sveitum vegna þurrka.
Hitinn og hægir vindar valda
loftmengun í mörgum borgum
á austurströndinni. Loftið í
New York var lýst óheilsusam-
legt í dag og loftmengunarráð-
stafanir voru gerðar í Chicago.
I miðvesturríkjunum segja
bændur að hætta sé á upp-
skerubresti ef ekki rigni i
næsta mánuði. Nautgripir dráp-
ust í Iowa. Einna mestur mæld-
ist hitinn í dag í Pierre, South
Dakota, 43 gráður á celcíus.
Eina svæðið þar sem engir hit-
ar eru , er norðurströnd Kyrra-
hafs. Minnstur hiti mældist 4
stig á Olympia, Washington.
— Lúðvík
Framhald af bls. 16
þorskur sé ekki yfir 10% af afla
þeirra á íslandsmiðum, en reynsl-
an af ufsa- og karfaveiðum sýnir.
að þar gerir ekkert til að þorskafl-
inn haldist innan fyrrgreindra
marka. Ég er sannfærSur um aS
þær tölur, sem V Þjóðverjar gefa
upp fyrir þorskafla sinn eru rangar
og enginn þarf að segja mér. að
Norðmenn séu hér á íslandsmið-
um eingöngu í keilu og blálöngu.
Þegar heim kemur segjast þeir svo
hafa veitt sinn þorsk annars stað-
ar en á íslandsmiðum. en það er
rangt.
Ég tel að nú hefði þegar átt að
gripa til þess að segja upp samn-
ingum við Belgiumenn, Færeyinga
og Norðmenn og láta V-Þjóðverja
hlita takmörkunum. Samningun-
um við Norðmenn og Belgiumenn
á að segja upp að fullu og segja
Færeyingum að framlenging fyrir
þá komi ekki til greina fyrr en þeir
I hreinsa út úr sinni eigin landhelgi.
Ég hef enga samúð með þeim á
meðan þeir láta útlendinga veiða
jafn mikið hjá sjálfum sér i
færeyskri landhelgi.
Svo eru svona minniháttar
atriði. sem ég hefði viljað sjá, eins
og ársbann á flotvörpu. Það tel ég
að hefði alveg hiklaust átt að
setja. ekki hvað sizt þar sem bara
partur af togaraf lotanum er með
þetta veiðarfæri. Þá hefði ég á
siðustu vetrarvertið viljað sjá tek-
ið á málum þeirra netabáta. sem
voru með of mörg net í sjó. sem
var þorrinn af flotanum og menn
hafa játað hreinskilnislega opin-
berlega. Ég held það hefði verið
meira vit að taka hart á þessu máli
heldur en vera að stoppa trillurnar
í viku.
Þannig hef ég ýmislegt við hlut-
ina að athuga. en um þessar sið-
ustu takmarkanir hans Matthiasar
vil ég þó ekkert segja úr þvi sem
komið var." sagði Lúðvík Jóseps-
son.
— Teng skipað-
ur á ný
Framhald af bls. 1
Utlendingar hafa jafnfram tekið
eftir því að götuhátíðahöld hafa
verið æfð.
Veggspjöldin sem voru fest upp
í dag voru svipuð þeim sem voru
fest upp til að tilkynna valdatöku
Hua Kuo-feng í október. Starfs-
menn utanríkisviðskiptaráðu-
neytisins festu upp annað vegg-
spjaldið en Peking-háskóli hitt.
Ef endurreisn Tengs verður stað-
fest verður það staðfesting á því
að núverandi valdhafar leggja
megináherzlu á efnahagsþróun-
ina.
Sú spurning vaknar hvort Teng
verður skipaður forsætisráðherra
sem Hua gegnir nú auk stöðu for-
manns kommúnistaflokksins.
Kinverskir embættismenn hafa
gefið í skyn að Hua muni láta af
forsætisráðherrastarfinu, en
ákvarðanir um þetta og skipanir i
aðrar valdastöður verða liklega
teknar á fyrirhuguðum fundum
kommúnistaflokksins og þingsins.
Teng var sviptur stöðum sinum
i apríl í fyrra í valdabaráttu sem
hófst eftir lát Chou En-lais og
lauk eftir lát Mao Tse-tungs for-
manns í september. Búizt hafði
verið við að Teng tæki við af Chou
en hann beið ósigur fyrir róttæk-
um sem stimpluðu hann hægri-
sinna. Hann hafði áður verið
hreinsaður f menningarbylting-
unni.
Síðan róttækir stuðningsmenn
Chiang Ching, ekkju Maos, voru
handteknir í október, gefið að sök
að undirbúa byltingu hefur hóf-
söm stefna Tengs fengið uppreisn
og á sumum veggspjöldum hefur
honum verið hrósað fyrir að berj-
ast gegn róttækum.
— Lítið gert úr
áætlun Smiths
Framhald af bls. 1
ar mundu ekkert leysa. Bretar og
Bandarikjamenn kváðust þó ekki
telja að siðustu tilraunir þeirra til
að finna friðsamlega lausn hefðu
farið út um þúfur. Owen hyggst
fara til Washington á föstudag
eins og ekkert hafi í skorizt og
ræða við Cyrus Vance utanríkis-
ráðherra umfriðartilraunirnar.
Bandaríska stjórnin gaf enga
yfirlýsingu um kosningarnar en
embættismenn í Washington telja
þær fyrst og fremst tilraun til að
treysta Smith í sessi gagnvart
hvíta minnihlutanum.
-------» » » —
— Sjöminjasafn
Framhald af bls. 17
sérhæfi sig. Hvert einstakt safn
reyni ekki að vera áöllum sviðum
og þar ægi saman öllum möguleg-
um hlutum, allt frá útskornum
f jölum og klyfberum upp I síldar-
klippur. Gera heldur hvert safn
sem sérhæfðast og sem bezt búið
minjum frá þeim atvinnuþætti,
sem það á að sýna, sagði Frosti
Jóhannsson að lokum.
Þess má geta að Þór Magnússon
þjóðminjavörður var I Siglufirði f
vikunni. Sagði Þór að hann hefði
verið kvaddur norður til skrafs og
ráðagerða um þetta sjóminjasafn.
Sagði hann að sér litist vel á þessa
hugmynd og vonandi yrði hún að
veruleika.
— áij.
— Gylfi Þ.
Framhald af bls. 16
öðru en þvi, að þeir hafi eingöngu
hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir
augum við mótun sjónarmiða
sinna. Það gefur auga leiS, aS
hagsmunir landssvæða og
einstakra aðila í útvegi geta verið
mjög ólikir og andstæðir. En
heildarhagsmunirnir eiga að ráða.
í slíku máli mega ólik
stjórnmálasjónarmið aldrei skipta
minnsta máli. Þess vegna hljóta
andstæðingar rikisstjórnarinnar
ekki siður en stuðningsmenn
hennar að óska þess og stuðla að
þvi, að til slikra ráðstafana sé
gripið, sem bezt þjóni varanlegum
heildarhagsmunum þjóðarinnar."
sagði Gylfi Þ. Gislason.
------*-*-*-----
— Listasprang
Framhald af bls. 13
nýkominn heim til íslands úr
árangursríku ferðalagi á lista-
hátið i Bergen. Vakti hann
mikla athygli þar fyrir píanó-
leik sinn.
Jónas fór m.a. í ferðalag með
Fóstbræður til Rússlands fyrir
skömmu og tónleika hélt hann i
Finnlandi, en einnig hefur
hann leikið með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands s.l. vetur.