Morgunblaðið - 20.07.1977, Page 19

Morgunblaðið - 20.07.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULÍ 1977 19 Jón Gíslason fræði- maður frá Stóru- Reykjum — Sextugur Jón Gíslason póstfulltrúi í Reykjavík er fæddur á Stóru- Reykjum í Hraungerðishreppi 20. júli 1917. Foreldrar hans voru Gisli Jónsson hreppstjóri og kona hans María Jónsdóttir. Voru börn þeirra Gisla og Maríu átta og eru öll á lífi og er Jón elstur þeirra. Meðal þeirra er Haukur bóndi og hreppsstjóri á Stóru-Reykjum. Gisli á Reykjum kom mjög við sögu félagsmála í Árnessýslu um áratuga skeið. Var hann maður hygginn og framsýnn og mála- fylgjumaður í betra lagi. Gísli var lengi hreppstjóri, oddviti og sýslunefndarmaður í Hraun- gerðishreppi og um tuttugu ára skeið var hann formaður Kaupfélags Ánesinga. A Reykjum var mennta- og menningar- heimili. Þar var bókakostur langt umfram það sem gerðist á sveita- heimilum. Skipuðu bækur um sögulegan fróðleik og rimur þar öndvegi. Sérstaklega var rimna- safnið verðmætt og jafnvel að þar hafi verið til rímur sem Lands- bókasafnið átti ekki. Hjá Gisla á Reykjum var alla tið bróðir hans sem Hannes hét. Þeir bræður voru með afbrigðum vel að sér um allan þjóðlegan fróðleik og fylgdust vel með i bókmennt- um. Eitthvað báru þeir við að yrkja rímur. Jón stundaði nám í Laugar- vatnsskólanum 1936—1938. Hann vakti þar strax athygli sem góður námsmaður. Hann var orðinn þroskaðri en flestir jafnaldrar hans og óvenju vel lesinn af svo ungum manni að vera. Uppáhalds námsgreinar hans voru islenzka, saga og tungumál. Frá Laugar- vatni lá leið Jóns í Samvinnuskól- ann og lauk þaðan prófi vorið 1940. Næstú árin stundaði hann ýmsa vinnu i Reykjavík en árið 1945 réðist hann starfsmaður póst- hússins í Reykjavík og hefur unnið þar síðan ög verið fulltrúi frá 1956. Hefur hann starfað mik- ið að félagsmálum stéttar sinnar. Strax á skólaárum sínum fór Jón að stunda rannsóknir á sunn- lenzkum ættum og sögu og hefur haldið því áfram siðan. I upphafi veru sinnar í Reykja- vík byrjaði hann á að afrita kirkjubækur og aðrar frum- heimildir í söfnunt, hefur það orðið honum til mikils hagræðis síðar meir. A seinni árum hefur hann aflað sér slikra heimilda með ljósritun, meðal annars hefur hann farið yfir öll skjöl varðandi sýslunefnd Árnessýslu frá upphafi og fram til 1920 og látið ljósrita allt sem hann taldi hafa einhverja þýðingu við sögulegar rannsóknir. Jón hefur rannsakað uppruna Landnámuritunar og hreppa- skipan milli Þjórsár og Hvitár á Þjóðveldisöldinni og sett fram at- hyglisverðar kenningar um höfund Njálu (Lesbók Morgunbl.). Á seinni árum hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir á Bretlandseyjum um Víkingaöld- ina og hvenær norrænir menn hófu herferðir sínar vestur um haf. Við uppgröft hafa fundist miklar minjar frá Víkingatíman- um. Þessar minjar hafa leitt í ljós að Víkingaöldin hófst fyrr en sögur herma. Með þessum rannsóknum hefur Jón fylgst með af áhuga og aflað sér fjölda bóka sem gefnar hafa verið út um þær. Jón er afkastamikill rit- höfundur og hafa þegar komið út eftir hann þrjár bækur og fjölda ritgerða í blöðum og timaritum og mikið á hann i handritum. 1 út- varp hefur hann flutt fjölda erinda og frásöguþátta. Fyrsta bók Jóns var 25 ára afmælisrit Arnesingafélagsins í Reykjavik er út kom 1959, og tvö bindi eru komin út af sagnaþátt- um hans „Ur farvegi aldanna". Þar birtir hann ýmsa fróðleiks- þætti og þjóðsögur af Suðurlandi, er ætlun hans að framhald verði á þeirri útgáfu. Þegar Jón skrifar um atburði fyrri tiðar nýtur hann þess hvað hann er vel að sér i almennri sögu. Hann leggur dóm á menn og málefni útfrá þeim sjónarmiðum sem giltu þegar atburðirnir gerðust, sem hann er að skrifa um. Margir sem skrifa slíka þætti fara að rökræða atburðina út frá þeim sjónarmiðum sem nú eru efst á baugi og verður þá árangur ekki sem erfiði. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á að kynna sér löggjöf og réttarvenjur fyrri tíma enda er það Iykill að skilningi á mörgum málum. Á unglingsárum fór Jón að safna bókum og hefur haldið þvi áfram alla tíð síðan og er nú svo komið að hann er orðinn einn^f meiri háttar bókasöfnurum landsins, Mesta áherslu lagði hann lengi vel á bækur um norræn fræði, bæði innlendar og erlendar en með árunum snérist þetta upp i almenna söfnun. Jón Gíslason hefur verið að læra allt sitt líf. Hann hefur ekki keypt bækur bara til þess að safna þeim heldur til þess að lesa þær. Fræðimannastyrk frá Menntamálaráði hefur Jón hlotið lengi og sýslunefnd Ánressýslu hefur veitt honum viðurkenningu fyrir fræðistörf. Styrk fékk hann frá póstinum til þess að kynna sér póstþjónustu í Þýskalandi 1972 og dvaldi hann þar í nokkra mánuði. Að undanförnu hefur hann oft verið fararstjóri í ferðum til Austurríkis og annarra Mið- Evrópulanda. A þessum timamótum sendi ég Jóni mínar bestu óskir og þakka honum fjörutiu ára góð kynni. Við kynntumst i Laugarvatnsskól- anum haustið 1937, siðan lágu leiðir okkar aftur saman í Sam- vinnuskólanum veturinn 1939—40. Ég þakka Jóni vináttu og tryggð öll þessi ár og ekki hvað síst þakka ég honum fyrir að hafa veitt mér fullan aðgang að sinu frábæra bókasafni. Með kærri kveðju og bestu óskum. Jón Guðmundsson. Jón Gíslason á Bögglapóststof- unni — eins og við nefnum hann, starfsfélagarnir hér í Reykjavík, og hljómar svo kunnuglega í eyra, er sextíu ára í dag. Ö-já, tíminn liður. Hann getur enginn stöðvað — þó á tækniöld sé. Annars hefur karlinn ekki mikið breytzt á þeim þrjátíu ár- um, sem við höfum vitað hvor af öðrum. Jón Gislason, er fæddur að Stóru-Reykjum í Hraungerðis- hreppi í Arnessýslu, 20. júlí 1917. Hann var elzta barn hinna þekktu sæmdarhjóna Gísla oddvita Jóns- sonar og Mariu Jónsdóttur. Ættir hans kann ég ekki að rekja, en ætternið hefur verið ósvikið, þvi foreldrar Jóns ræktuðu tún og garð á svo stórbrotinn hátt að fátítt mun. Hjá þeim var jafnan mannmargt af kaupafólki, gestum og gangandi, sem og á höfuðból- um í fremstu röð. Þau eignuðust 9 mennileg börn. Það tjáði mér maður, nú nýverið, að hann hafi eitt sinn komið að Stóru- Reykjum, er börnin voru upp- komin og öll stödd heima, að hann hafi ekki í annan tíma séð vöxtu- legri systkinahóp. Svo ekki hefur þeim Reykjahjónum fatazt mann- ræktin. Það er því ekkert efamál, að alast upp á sliku heimili bú- ræktar og mannræktar, sem og Jón gerði — hefur orðið honum góður skóli. Auk þess, sem óvenju góður bókakostur var á heimilinu komst Jón á ungaaldri í tæri við ýmsa menn, sem kunnu frá mörgu að segja. — Og klæða frá- sögn sina listrænu ívafi. Og þá mun hafa kviknað i Jóni, sá neisti, sem síðan hefur fylgt hon- um. Hann fór þegar á unglingsár- um, að skrá og safna ýmsum þjóð- legum fróðleik. Enda hefur Jón á síðari árum flutt þætti þess efnis i Ríkisútvarpið. Þó er mér minnis- [stæðastur þáttur hans „Sunn- lenzk höfuðból'*. Enda held ég — ,að slikt efni, af eðlilegum ástæð- um, standi hjarta hans næst.- En Jón hefur gert meira. Auk þessa liggur fjöldi blaðagreina eftir hann i blöðum og tímaritum. Einnig hafa komið á þrykk eftir Jón tvær bækur — tvö bindi, er bera heitið „Ur farvegi aldanna". Fyrra bindið kom út 1973 og hitt ári siðar. Utgefandi „Skuggsjá". En bókunum er bezt lýst efnis- lega séð — með formálsorðum Jóns sjálfs í fyrra bindi. „Allt frá barnæsku hef ég haft mikinn áhuga á þjóðsögum og þjóðiegum fróðleik. Á æskuheimili minu voru oft sagðar sögur, bæði þjóð- sögur og annar sagnafróðleikur. Fólkið heima hafði sérkennilega trú lika þeirri er birtist í þjóðsög- unum. Fólkið trúði á huldufólk, álfa og drauga. Ég hafði mikið yndi af þessum sögum og sumar þeirra lærði ég og kann enn". — Þetta sem tekið er hér upp úr formála Jóns Gíslasonar, mætti halda að fólkið í Árnessýslunni hafi aðeins trúað á þá, sem áttu að búa í steinum og hólum, en ekki á Guð. Þetta er hin „sérkennilega trú“. — Víst er hún það. En Þing- eyingar, sem löngum hafa þótt trúlausir, trúðu þó sumir á Guð — og trúa enn, að ég bezt veit. — Og ég óska og vona að Jón Gíslason eigi eftir að gera Árnesinga jafn þekkta fyrir hina „sérkennilegu trú sína", sem og Þingeyingar urðu með þjóðinni fyrir trúleysið. Og eitt er enn, sem má ekki gleyma, að Jón sá um og ritstýrði tuttugu og fimm ára afmælisriti Árnesingafélagsins i Reykjavík, er út kom á árinu 1959 og nefnist „Árnesingabók". Og með þvi að fela Jóni veg og vanda að útgáf- unni tel ég að sýslungar Jóns hafi sýnt honum mikið traust — og Jón brást ekki því trausti. Bókin er á allan hátt hin vandaðasta. Jæja, það er svo sem margt hægt að segja meira um bónda- soninn frá Reykjum, rithöfund- inn og póstmanninn, en ég verð að stytta mál mitt — þó nógur sé efniviðurinn. Skólaganga Jóns, utan hinnar heimafengnu, var Laugarvatnsskólinn í tvo vetur og síðar Samvinnuskólinn á árunum 1938—1940. Án efa hefur Jón hugsað sér frekara nám, þó ekki yrði af. Heimstyrjöldin var skoll- in á og þjóð vor hertekin af Bret- um — og mörg viðhorfin breytt- ust við það. En hvað um það. Jón gekk í póstþjónustuna 20.3. 1945 og var ári siðar skipaður póstvarð- stjóri. Og að lokum var hann skip- aður póstfullliúi i janúar 1975. Framhald á bls. 22 Benidorm Nú er ekki til setunnar boðið og síðustu forvöð að tryggja sér ferð til BENIDORM. Vegna mikilla vinsælda þessa unga og ferska ferðamannastaðar eru nú þegar margar ferðir orðnar fullbókaðar og gistirými tak- markað. BROTTFARARDAGAR TIL BENIDORM 1. ÁGÚST 8. 15. 22. 29. it 5. SEPT. 12. i t Umboðsmenn Ferðamiðstöðvarinnar hf. BoiunKarviKurumboð Borgarnesumboél Crinriavfkurumboð tsafjarðarumbori Ferðamiðstöðin Akureyri Keflavikurumboð Vestmannaeyjaumboð Sverrir Matthiasson Þóra Björgvinsdóttir Bogi Hallgrfmsson Arni Sigurðsson Hafnarstrsti 100 Kristinn Danivalsson Friðfinnur Ftnnbogason Skólastræti 19. Garðavlk 1 Mánargerði 7 Miðtúni 27 opið 16—19 Framnesvegi 12 c/o Eyjabúð slmi 7389 simi 7485 sfmi8119 sími 3100 sími 19970 sfmi 1864 sfmi 1450 og 1166 Seljum einnig farseðil hvert á land sem er og ávallt á hagstæðasta fargjaldi sem völ er á. Vekjum sérstaka athygli á hagkvæmum sér- fargjöldum, sem nú éru í gildi. Útvegum hótel, og önnumst alla fyrirgreiðslu erlendis. 10 Feróamiðstöðin hf. Aðaistræti 9 Sími 11255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.