Morgunblaðið - 20.07.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 20.07.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977 23 H I vað er það? Eru það þessi brosmildu andlit, — þessar framréttu hjálpfúsu hendur, — eða er það loftið tært, grundirn- ar grænu og ósnortnu hæðirn- ar, þar sem barnið og lambið þreyta klif móti tindi, — sem gera þessa borg að seiðmagn- aðri vin? Mér liggur ekki svar á lausu. Kannske eru það snævi- krýndu fjöllin í fjarska, vagg- andi, blómskrýddu trén, nei, — ég kann ekki svarið, sjálfsagt ekkert eitt, heldur þetta allt. Einn reyndi að tjá þetta með orðunum: „Aþena norðursins", annar með orðinu: „Edin“, hvorugan staðinn hefi eg gist, svo að líkingarnar eru mér gát- ur, en hitt finn eg, að hafi dalur og hlið, grund og ferfættir vinir stillt hörpu brjósts þins til lof- söngs, þá hljómar hún hér. Eig- ir þú lotning fyrir þeirri erfð er skóp þig, þá drúpir þú höfði hér, þar sem leiðast liðnar aldir og reifanútið í lifandi borg. Freri og funi og hjalandi læk- ir surfu sviðið til, gerðu f jall, hæðir og dal, — og þegar fræ tóku að litka foldu var stutt i að menn reyndu bólfestu hér. Hvenær eða hvar veit eg ekki, en 452 voru hér dátar á vakt og nefndu staðinn Dunedin (virk- ið á hæðinni). Það var ekki fyrr en á 7. öld, er Englar hröktu Rómverjana burtu, að Edin breyttist i Edwin og þorpið hlaut nafnið Edwinesburg til heiðurs Edwin Norðumbra- kóngi. Allt frá þvi á 11. öld hefir Edinborg verið í sviðsljós- um kóngabröltsins, — hafizt og hnigið eftir þvi hver var að myrða hvern, og frá 1144, eða varð það 1147? hefir borgin státað af konungsborgartilti, það á hún Davíð 1. kóngi, fyrir að þakka. 1057—1093 rikti hér Malcolm III og átti fyrir drottn- ingu Margréti, sem vegna fag- urs lifernis varð Skotum ímynd himinborinnar veru. Lét hún gera sér bænahús, þar sem kastalahæðin fræga í Edinborg er himni næst, og meðan bóndi hennar og skósveinar hans kúskuðu þrælahyski við streð- verk, söng hún guði sínum dýrð og lof. Þetta hús stendur enn, elzt húsa Edinborgar, og hafa nú skozkir þvegið af því púðurskemmusvipinn, sett dúk á stein og kerti ofaná og selja siðan forvitnum ferðalöngum aðgang að helgidómi Margrét- ar. Neðan frá strætum borgar- innar er þessi kastali hæðarinn- ar fagur að sjá, en enginn stað- ur I Edinborg sýndi mér samt dýpra í forarvilpu mannssálar- innar, musteri óttans, þar sem hungraðir, kaldir þrælar voru barðir áfram við grjótburð i hleðslu veggja til varnar þeim er siðast stal frá hinum, sem til rikis þóttust bornir. 7 eru varnarhliðin, það ætti að sýna hverjum hugsandi manni, hve valtir eru hefðartrónar. Sjálf- sagt vantar eitthvað i mig, þar sem eg hrifst ekki af gömlum byssuhólkum í söfnum, felli jafnvel tár i gömlum fangakelf- um, en keyrði þó fyrst um þver- bak, er mér þóttu meiri gersem- ar legsteinarnir i hundagrafreit hæðarinnar en rúbínarnir í konungskórónunni sem Skotar hafa til sýnis i kastalanum. FRÆGIR KOMA VIÐ SÖGU En sleppum þessu og göngum út í sólskinið. Vissulega eru ekki allir óþokkar valdhafar eða allir valdhafar óþokkar. Mér kemur í hug James IV., kóngur um 1500. Hann stofnaði skóla, sem allar götur síðan hef- ir borið hróður borgarinnar víða. Kóngur gaf út fyrirmæli, þar sem svo var kveðið, að barónar, bændur og verkamenn skyldu senda frumborna sonu sína í skólann, og þar skyldu þeir nema svo lengi, sem það tæki þá að kynna sér lög rikis- ins. 1507 samþykkti James IV. að Walter Chepman, kaupmað- ur, og Andrew Myller, bóksali, stofnuðu i Edinborg fyrstu prentsmiðju Skotlands. Allar götur síðan hefir borgin verið borg mennta og vísinda, háskól- arnir hennar tveir (Edinborg- arháskóli og Heriot—Watt háskólinn) hafa þjálfaða menn til afreka sem mikill Ijómi staf- ar af á vegferð mannkynsins. Það var hér sem sir James Young Simpson (1811—1870) tók, árið 1847, að nota klór- óform til til svæfinga við upp- skurði og fæðingar. Auðvitað var slíkt litið illu auga af hvolp- um, illa vöndum, í túnfæti þröngsýninnar, talið galdri lík- ast, og þar var ekki fyrr en að Victoría drottning bað (1853) um aðstoð við fæðingu Leopolds prins, að Simpson fékk gullplötu á húsið sitt. I þessu húsi rekur skozka krikjan nú hjálparstarf fyrir þá sem hallt standa i baráttunni við áfengi og eiturlyf. Nokkru yngri en Simpson var Lord Lister, hreinlætisfrömuð- urinn frægi, sem olli straum- hvörfum í baráttunni gegn óþrifnaði og sýklum. Alexander Graham Bell, sá sem fann upp símann og gerði merkilegar til- raunir með rafbylgjur til hjálp- ar heyrnardaufum, var fæddur i Edinborg (1847) og nam hér fræði sin. Sir Alexander Fleming, sá er 1928 gerði sér og öðrum grein fyrir áhrifum pencilins, var rektor Edinborg- arháskóla 1951—1954. Fyrir penicilinið sitt varð hann að makleikum frægur, en gaman er að minnast þess, að gamalt Frá Edinborg. — Kastalinn gnæfir við himin. SIGURÐUR HAUKUR GUÐJ0NSS0N: EDINB0RG íslenzkt húsráð var að bera mygluskán að bólgublettum. Skilin milli arfs kynslóðanna og virðulegustu vísinda I glasi eru ekki alltaf glögg. tSLAND A FRABÆRAN FULLTRUA ÞAR Edinborgarskólar hafa vissu- lega komið við sögu okkar Is- lendinga og gera enn. Ungt, áhugasamt fólk nemur þar fræði sin og reiðir síðan þekk- inguna heim, verk- og bók- mennt til styrktar. Ég rekst á fólk við mála- og heimspeki- nám, fólk við nám i búnaðar- fræðum, fólk við nám í húsa- gerðarlist, dugmikið, elskulegt fólk, sem hjálpa mun til og leggja efnivið í gerð þeirra daga, er við eigum í vændum. Svona rétt til gamans, alls ekki gömlu kempunni, Hákoni Bjarnasyni, til hrellings, rakst eg á nafn dr. Halldórs Pálsson- ar meðal þeirra nafna sem Edinborgarháskóli telur stofn- uninni til sóma að hafa leitt til þroska. Eg þurfti til Skotlands til þess að vita það, að hann er meðal virtustu vísindamanna í sinni grein. Og fyrst við erum komin í sali Edinborgar- háskóla, þá hljótum við að minnast þess, að Magnús Magnússon, sjónvarps- og út- varpsmaðurinn frægi hjá BBC, — landi okkar, gegnir virð- ingarstöðu í þágu nemenda skólans, kallast rector, sem þýð- ir þó allt annað en það sem við erum vön að leggja I það orð, — merkir nánast málsvari nem- enda. Ekki kann eg á þvi skil, hvort Magnús hefir verið krossaður, og ef, þá hve hátt, en hitt er víst, að Island á frábæran full- trúa þar sem Magnús er, full- trúa sem játar stolt sitt og ást á Islenzkri arfleifð, hvenær sem tækifæri gefst til. Geti menn unnið til islenzkra heiðurs- merkja, þá hefir Magnús Magnússon gert það. Eg vona að einhver valdamaðurinn heima finni hjá sér hvöt að tryggja þessum málsvara ís- lands æðsta heiðursmerki rikis- ins. — Það var hér i Edinborg að rakarinn, skáldið, bóksalinn, ja segjum aðeins þúsundþjala- smiðurinn Allan Ramsay stofn- aði (á 18. öld) fyrsta útlána- bókasafnið í Skotlandi, og það var líka hann sem réðst í að koma hér upp leikhúsi. — Hér hafa skáld og hugsuð- ir gert garðinn frægan: Hæst ber listaskáldið fræga, Robert Burns (1759—96), bóndann, sem gekk frá plógnum í sali aðals og kvað á þann veg, að menn fundu brjóst sin bifast af fögnuði og gleði. Sir Walter Scott (1771—1832), heims- frægt sagnaskáld, barðist hér við sult sinn og seyru, — en í dag á hann himinháan varða, svo það gleymist engum, að hér lifði hann og hér fann hann persónum sínum safa og þrótt. Hér var höfundurinn Adam Smith, — hugsuðurinn David Hume, já, og margir, margir spámenn aðrir. PREDIKUNIN er lifandi mAl Skotar eru stoltir menn, gera gælur við erfð sína og sögu, og hversu oft heyrir ferðalangur- inn ekki orðin: Þetta er eitt það bezta í heiminum, — eða hér er það bezta, — menn flykkjast hingað til þess að sjá og nema af. Þetta stærilæti gefur þeim sérstakt yfirbragð, elskulegt, þingeyskt. Þeir eru menn sem treysta sínu, og ekki aðeins það, heldur eru þeir og menn fyrir sinu. Mér kemur I hug, þegar Charles 1. kóngur, og erki- biskupinn Laud reyndu að þröngva bænaformúlum ensku krikjunnar uppá Skota. Þeir beygðu sig ekki i duftið, heldur risu upp, ráku prelátana af höndum sér og stofnuðu sína eigin kirkju (Presbyterian- kirkjuna), kölluðu biskupa, dómkirkjur og margar skraut- arfleifðir aðrar hefðarprjál, köstuðu þvi fyrir óðsa, en köll- uðu söfnuðina til lifandi, virkr- ar þátttöku. Eg man, að eitt sinn sagði Sigurgeir heitinn biskup, að hann hefði áhuga á að senda menn til Skotlands, til þess að kynna sér kirkjulifið þar, taldi Islendingum það til meira gagns en eftiröpun þeirra kreddufræða sem frænd- ur okkar voru mataðir á. Sann- arlega skildi eg hann ekki þá, en nú eftir að hafa stundað setur á dönskum og skozkum kirkjubekkjum dáist eg að framsýni hans. Hér angar allt af lifi, predikunin er ekki þula, heldur lifandi mál. Að horfa á fólk flykkjast til kirkju sinnar — með biblíuna undir hendinni — klukkutíma fyrir guðþjón- ustu, til þess að ræða boðun textans, er undarleg sjón ís- lenzkum presti. Að sjá unglinga flykkjast til kennslu í sunnu- dagaskólum er annað, sem sá hinn sami hafði aldrei séð. Já, hér er ekki gröf heldur líf, ekki vetur heldur vor. — Þeir hafa reynst menn til þess að hugsa sjálfir, Skotar. Kannske er það sú staðreynd er gefur Edinborg þetta seiðandi afl? Eitt er vist, að marga hefir hún til sin dreg- ið. GAF ÞEIM FLUG I LOFSÖNG Þegar Mendelssohn var að viða að sér i Skozku symphoni- una, þá fann hann byrjunar- stefin hér. Það sem skiptir okk- ur meira máli, skáldið okkar Matthias Jochumsson flúði hingað með sviða sinn og kvöl, eftir að iífið heima hafði farið um hann hörðum höndum. Samstarfsmenn hans skildu hann ekki, töldu hann blendinn í trúnni, hættulegan hinni hreinu trú, og eftir að hafa misst fyrri konur sínar tvær úr veikindum, hafði hann litinn mátt til þess að standa lengur á starfsvangi. Á bls 231 í Sögu- kaflar af sjálfum mér segir hann: „Mér fanst sem kirkjan og kennimenn hennar hefði ekki — eins og séra Páll sagði — annað að bjóða en „hálf sannindi, blönduð yfirdreps- skap eða hálfvelgju," enda væri lifsbreytni fjöldans alveg eftir þvi. Alvarlegir menn væru til, vandaðir og góðir, en flesta skorti einurð, þekkingu og sannfæringu. Þessi var og mín skoðun, og meðfram fyrir þessa sök tók mig að langa til að losast við prestsskapinn, og þar með þetta nes, sem svo sárt hafði leikið mig.“ (Það er Móa á Kjalar- nesi). Um sumarið 1873 eykst órói skáldsins þar til það hrein- lega flýr. A blaðsiðu 238, í fyrr- nefndri bók standa þessi orð: „I Edinborg dvaldi eg um tíma. Þar bjó þá Jón A. Hjaltalin, og þrjár islenzkar meyjar hjá þeim hjónum (ein þeirra var Elín, er siðar varð kona Magnúsar landshöfðingja). Eg bjó hjá Svb. Sveinbjörnsson tónskáldi, og vorum við skóla- bræður. Þá orti eg nokkur smá- kvæði, þar á meðal „Lýsti sól“, „Minni Ingólfs" og þar bjó eg til byrjun lofsöngsins „Ó, guð vors lands“. Sveinbjörn athug- aði vandlega textann, en kvaðst ekki treysta sér að búa til lag við; fór svo, að eg um veturinn sendi honum aftur og aftur eggjan og áskorun að reyna sig á sálminum. Og loks kom lagið um vorið og náði nauðlega heim fyrir Þjóðhátíðina. Siðari vers- in tvö orti eg i Lundúnum, og hefur mér aldrei þótt mikið til þeirra koma. Við fáeina fleiri kveðlinga mina setti Svein- björn lög.“ Eg er Edinborg þakklátur fyrir, hvernig hún seiddi fram taktslög íslenzkra hjartna, — veturinn 1873—74, — i brjóst- um skáldanna, Matthíasar og Sveinbjörns, gaf þeim flug i lofsöng, er fáa á sér líka. Hollt er okkur og að grunda oftar, hve trúarskáldið okkar, sem við köllum svo i dag, átti í fyrstu bágar stundir undir þvi kefj- andi fargi sem meðalmennsku- kristindómurinn vildi breiða ofaná hann, kreddutrúin spenna hann í. HIN RÉTTA UMGJÖRÐ LISTARINNAR En Edinborg er ekki aðeins borg gamalla minninga, hún er borg iðandi athafna, starfandi vísinda. Þriðja viðáttumesta borg Bretlands, en þó lífsvang- ur aðeins tæplega 500.000 manna. Hér eru söngskólar og tónhallir, hér eru leikhús, og hafirðu áhuga á tindum tóna og máls, þá hafa hinar árlegu lista- hátíðir borgarinnar að hausti, skrautblóm í safnið þitt. Hér eru visindastofnanir, bókasöfn, iþróttahallir, — já, hvað sem hugur þinn girnist — nema eitt! Sé lífið þér dans, þá hættu þér ekki hingað, þvi að hér lifir fólk sem finnur lifsfyllingu i öðru en að nudda saman mög- um, fyrir borgun, tvisvar, þrisv- ar í viku. Aðeins tvo slika staði rakst eg á í feimnum auglýsing- um I blaði. En finnir þú til gleði við að elta kúlu á golfvelli, þá er paradis þin hér. Ekki færri en 40 golfvellir, og allt frá mið- öldum (1457) hafa snjallir kylf- ingar rölt hér um velli. Ólyginn sagði mér, að hingað kæmu menn jafnvel frá öðrum lönd- um, til þess að finna hina einu réttu umgjörð listarinnar. Kannske rétt, en hitt er vist, að margar eru þær skozku „golf- ekkjurnar" sem í afbrýðisemi horfa á þessi „gleymnu svín“, sem þær gáfu ást sína, strjúka — og kjassa og elta seiðkúlur sinar, þar til þeir, yfirbugaðir af þreytu, velta inná draum- vang. — Nú, hafir þú yndi af þvi að klífa fjöll, þá er Arthurssæti Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.