Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 25

Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1977 25 félk í fréttum Og þá var kátt í höllinni, höllinni... + Það er fátt sem kemur Elísabetu drottningu úr jafnvægi, en þeg- ar Mark Philips tengdasonur hennar kemur fyrstur í mark á hesti sínum verð- ur hún að Iáta gleði sína í ljós. Frænku hennar, lady Sarah Arm- strong Jones, lætur sér fátt um finnast. Forsætisráð- herran fyrr- verandi orð- inn kaupmaður + Nguyen Cao Ky, fyrrverandi forsætisráðherra í Suður- Vietnam, og kona hans, Dang Guyet Mai, eru orðin kaup- menn. Þau eiga kjörbúð f út- borg Los-Angeles, Norwlak, þar sem þau selja svöngum og þyrstum Bandaríkjamönnum mat og drykk. wimm Um 50 tonn af málningu fara á Eiffelturninn sjöunda hvert ár + Þegar Eiffelturninn i París var reistur f tilefni heimssýningarinnar 1889 reiknuðu menn með a8 hann gæti staðið í 20 ár. Mörgum fannst hann Ijótur og skírðu hann „klunna- legu beinagrindina." En Eiffelturninn stendur enn og á hverju ári fara um það bil 25.000 ferðamenn upp i topp á turninum til að njóta útsýnisins. Það er meiri ferSamannafjöldi en bæði Frelsisstyttan i New York og Parthenon-musteriS i Aþenu geta státað af. Það kostar líka þó nokkuð að halda turninum við. Fyrir- tæki sér um það verk fyrir Parisarborg og sjöunda hvert ár þarf að mála hann, en til þess þarf hvorki meira né minna en 50 tonn af málningu. Þessa dagana er verið að skipta um lyftu i turninum. Gamla lyftan var drifin áfram með vatni og það vildi frjósa á vetrum, en sú nýja gengur fyrir raf- magni svo nú geta Parisar- búar og ferðamenn komist upp i topp á Eiffelturninum hvernig sem viðrar. — Edinborg Framhald af bls. 23 f jallið þitt. Að vísu ekki hátt, aðeins 250 m, en mæðir þig samt, og til kosts verður það að teljast, að fjallið rís upp úr miðri borg. — Viljir þú tennis, — útreiðar, — sund, — skiða- ferðir, þá er allt þetta til staðar hér. Sértu náttúrudýrkandi, hafir yndi af hesti fyrir kerru eða kind á beit í garði, þá er vinin þín hér, — gróðurinn, — margbreytileikinn er slíkur, að gestur úr norðri á ekkert orð, er spannar það allt. 870.000 tré, það segir ekki mikið, en þegar þau taka að heilsa vordögum með rauðum, gulum og hvítum blómum, þá fellur gesturinn i stafi og finnur, hve hlað hans hefir verið þröngt, heimur hans smár. Og þegar granninn tók að sá tómatfræjum við húsgaflinn, þá beit hann sig í fingur til þess að sannfærast um að þetta væri vökumynd, ekki draumur. — Hafir þú ánægju af búðarrápi þá eru hér götur sem eiga sér fáar likar. AFREKt SKIPULAGI Undrandi stara menn á snilli og framsýni hins 23 ára gamla arkitekts, James Craig, sem 1767 vann það afrek að skipu- leggja hinu nýju borg þannig, að enn flykkjast hingað skipu- lagsfræðingar til þess að læra og stæla. Hugsaði þér 1767, þeg- ar kerrur voru dregnar af klár- um um krákustigu óskipulegrar byggðar, — viðast hvar í heim- inum, að þá skuli hinum unga manni hafa hugkvæmzt að hafa göturnar svo breiðar, að i dag, 1977, geta 6 til 7 bifreiðar keyrt um þær hlið við hlið, og þó verið afgangur fyrir breið- göngustígi við hús, og skraut- reinar eftir miðjum strætum. Edinborg á honum það lika að þakka, að við þessar breiðgötur eru gróðurreitir, þar sem lúnir menn geta horfið á vit kyrrðar og hvíldar. Undarlegt að kom- ast að þvi, að iðnaður getur þrifizt án þess að vera hreykt á fegurstu staði borgar. Að baki, og í skjóli, eru athafnasvæðin, og virðast dafna mæta vel. Sam- kvæmt neytendakönnunum, brezkum, þá er verðlag hér lágt. Sjálfur hefi ég lítið vit á slíku, og enn síður eftir að hafa rekizt á hluti hér í búðum fyrir 6—7 þúsundir aðeins, sem ég greiddi kaupmanninum minum heima með 60 þúsundum fyrir f fyrra. Það er list að skrifa fakt- úrur, og fyrir þá snilld að krefj- ast stærri sneiðar af þjóðar- köku en skussar hljóta fyrir venjuleg streðverk. TAKTSTIGI VIÐ LlFIÐ Liggi þér reiðinnar ósköp á, þá hættu þér ekki til Edinborg- ar, hér er alltof margt sem get- ur tafið þig: Merkilegar bygg- ingar, stærðar söfn, kalla á at- hygli þina timum saman, — jafnvel sakleysisleg stytta af hundi tefur þig, meðan þú ert að kynnast sögu þessa tryggðar- trölls, sem dæmt var fyrir flæk- ing, af borgaryfirvöldum, — eignaðist prófast að vini sem lausnargjaldið greiddi, og gat því, með hjálp bakara eins, gætt grafar húsbónda síns i 14 ár. Stoltir sýna Skotar styttu Greyfriars Bobby, en lækka róminn, er þeir tjá, að það var amerisk hefðarfrú, sem hreifst svo af sögu dýrsins, að hún lét gera styttu af hundinum, tryggð hans til lofs. Sértu „ég á réttinn bílstjóri“, þá mun hin hljóða og tillitssama umferðar- menning Skotanna reynast þér illskiljanleg. Hafir þú gaman af að berjast við staðreyndir, sem þú ræður ekki við, þá berðu saman tímatöflu strætisvagna og úrið þitt. I hverju eru töfrar þinir fólgnir, Edinborg? Kannske þvi helzt, að hér finna menn æfing- arvöll til taktstiga við lifið sjálft. Sumarbústaða og húseigendur GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR, ALLSKONAR Handsláttuvélar Garðslöngur og tilh. Slöngugrindur. Kranar VATNSÚOARAR Garðkönnur, Fötur Hrífur. Orf. Brýni. Eylands-ljáir. Greina og grasklippur. Músa- og rottugildrur. Handverkfæri, allskonar Kúbein. Járnkarlar. Jarðhakar. Sleggjur M úraraverkfæri, Málningog lökk Bátalakk. Eirolía Viðarolía, Trekkfastolía. Pinotex, allir litir FERNSIOLÍA Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Vírbustar, Sköfur Penslar. Kústar. Rúllur. Polyfilla-fyllir Polystrippa-uppleysir Polyfilla — Cementwork sement og sandblanda ÚTI-GRILL Gas-ferðatæki Olíu- f e rða p rím u sa r Vasaljós. Raflugtir Oliulampar. Steinolia Plastbrúsar 10 og 25 Itr. til viðgerða semment og sandblanda Vængjadælur Gólfmottur Slökkvitæki Asbest-teppi Brunaslöngur Björgunarvesti Árar—Árakefar Bátaspil Bátalanternur Bátadælur Bátabaujur Silunganet og slöngur Silunga- og laxalínur Önglar. Pilkar ÁL-STIGAR Sólúr Islenzkir fánar Allar stærðir. Fánalínur. Húnar Fánalinu-festingar. Ullar- nærfatnaður „Stil-Longs" Vinnufatnaður Regnfatnaður KLOSSAR Gúmmístígvél Vinnuhanzkar Ánanaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.