Morgunblaðið - 20.07.1977, Síða 32
U ííLYSIMíASÍMINN ER:
22480
3>lorx5iinbTníiií»
AUÍiLÝSINÍiASÍMINN ER:
22480
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1977
Skattskrá Vestmannaeyja:
Netagerðin Ingólf-
ur; 8.449.449 kr.
Sigmundur Andrés-
son; 4.916.960 kr.
SKATTSKRÁ Vestmannaeyja verður lögð fram f dag.
Heildargjöld eru 935.153.000 krónur, sem er 38,7%
hækkun frá í fyrra. Af einstaklingum greiðir Sigmundur
Andrésson, bakarameistari, hæst gjöld, samtals
4.916.960 krónur, af fyrirtækjum netagerðin Ingólfur
hf., 8.449.449 krónur og hæsta aðstöðugjald greiðir Fisk-
iðjan hf., 7.678.000 krónur.
Sigmundur Andrésson, bakara-
meistari, er með 3.436.560 krónur
í tekjuskatt, 1.095.300 í útsvar og
385.100 í aðstöóugjald; samtals
4.916.960 krónur. Guðjón Pálsson,
skipstjóri, greiðir næsthæst gjöld
einstaklinga; í tekjuskatt
2.731.418 krónur og 880 þúsund í
útsvar; samtals 3.611.418 krónur.
Þriðji gjaldhæsti einstaklingur-
inn er Björn Ragnarsson, tann-
læknir, sem ber 1.802.097 krónur
i tekjuskatt, 678.900 krónur í út-
svar og 44 þúsund króna aðstöðu-
gjald; samtals 2.524.997 krónur.
Jón Hjaltason, lögfræðingur,
kemur næst Birni hvað heildar-
gjöld varðar og greiðir 1.521.519 í
400 lestir, af
heilfrystum
hörpudiski
til Spánar
lslenzka útflutningsmiðstöðin
hefur gengið frá sölu á 400 lest-
um af heilfrystum hörpudiski í
skel til Spánar og að sögn Ingi-
mundar Konráðssonar fram-
kvæmdast jóra, eru Ifkur á að
hægt verði að selja mun meira
magn þangað af þessari skelfisk-
tegund, en sem kunnugt er hefur
gengið erfiðiega að selja hörpu-
disk úr landi að undanförnu.
Ingimundur Konráðsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
hörpudiskurinn væri frystur hjá
Hækjuveri h.f. á Bíldudal og
Særúnu hf. á Bolungavík. Væri
þegar búið að ganga frá sölu á 400
lestum. Samkvæmt því sem þeir
bezt vissu yrði hörpudiskurinn
unninn að einhverju leyti á
Spáni, annaðhvort í níðursuðu- og
eða lagningu.
,,Ég tel að möguleikar á frekari
sölu á hörpudiski til Spánar séu
fyrir hendi og um verðið er það að
segja, að það er mjög þokkalegt,
og ætti að gefa töluvert af sér,“
sagði Ingimundur.
tekjuskatt, 608.700 krónur í út-
svar og 41 þúsund krónur i að-
stöðugjald; samtals 2.171.219
krónur. Guðmundur Karlsson,
forstjóri, greiðir hærri tekjuskatt
en Jón, 1.618.398 krónur og
537.800 krónur í útsvar; samtals
2.156.198 krónur.
Netagerðin Ingólfur hf. greiðir
7.489.649 krónur í tekjuskatt og
959.800 krónur í aðstöðugjald;
samtals 8.449.449 krónur . Næst-
hæstan tekjuskatt greiðir út-
gerðarfyrirtækið Leó hf.,
2.990.721 krónur og 132.700 krón-
ur í aðstöðugjald; samtals
3.123.421 krónur. Veiðarfæragerð
Vestmannaeyja greiðir samtals
3.176.500 krónur; 2.676.500 í
tekjuskatt og 500 þúsund krónur í
aðstöðugjald. Fjórða gjaldhæsta
fyrirtækið, hvað tekjuskatt varð-
ar, er Net hf. með 2.056.515 krón-
ur og 446 þúsund krónur í að-
Framhald á bls. 18.
JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN RlS A GRUNDAR-
TANGA — Þeir notast að vísu við stærri og fullkomnari tæki við
byggingu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga en snáðinn á
þessari mynd Ragnars Axelssonar handleikur. Myndin var tekin á
Grundartanga er blaðamenn Morgunblaðsins voru þar á ferð en á
blaðsfðum 12 og 13 f blaðinu f dag segir frá framkvæmdum þar. Sá á
myndinni heitir Jðn Bjarni Jónsson og er f jögurra ára.
30% hærra
verð fyrir heil-
frystan, þorsk
í Evrópu, en
Rússlandi
MÖGULEIKAR hafa nú opnazt til
að selja heilfrystan þorsk f V-
Evrépu og fæst þar 20-30% hærra
verð en fram til þessa hefur feng-
izt í Rússlandi, en Rússar hafa
verið svo til þeir einu sem keypt
hafa heilfrystan þorsk af Íslend-
ingum, en sá þorskur, sem er heil-
frystur, er nær eingöngu smá-
þorskur.
Islenzka útflutningsmiðstöðin
h.f. hefur nú samið um sölu á 100
tonnum af heilfrystum þroski til
Evrópulanda og að sögn Ingi-
mundar Konráðssonar fram-
kvæmdastjóra, þá er verðið sem
fæst 20—30% hærra en fengizt
hefur i Rússlandi. Kvað Ingi-
mundur nokkrum erfiðleikum
bundið að fá frystihús til að vinna
þetta magn, þar sem mun stærri
sölusamtök hefðu sett stólinn fyr-
ir dyrnar, þegar til kastanna hefði
komið, meðal annars með þvi að
neita viðkomandi um umbúðir.
Þetta þætti sér nokkuð furðulegt,
ekki sizt þar sem verið væri að
vinna nýja markaði.
Farið í endurvinnslu
borhola við Kröflu
Engin ákvörðun um nýjar boranir
„Ríkisstjórnin ákvað að
það yrði haidið áfram við
Kröflu og byrjað á því að
fara í endurvinnslu á þeim
holum, sem fyrir eru,“
sagði Páll Flygenring,
ráðuneytisstjóri í iðnaðar-
ráðuneytinu, í samtali við
Mbl. í gær. Páll sagði, að
ekki hefði verið ákveðin
fjárupphæð til þessa,
heldur myndu menn sjá
til, hver árangur yrði af
fyrstu tilraununum. Um
nýjar boranir sagði Páll að
ekkert hefði verið ákveðið.
t gær fóru iðnaðarráðherra og
ráðuneytisstjórinn norður að
Kröflu. „Við vorum svona að
kynna okkur svæðið og ræða við
raenn," sagði Páll og aðspurður
um það, hvernig honum hefði lit-
izt á, svaraði hann. „Mér finnst
sjálfsagt að reyna að lagfæra þær
holur, sem fyrir eru.
Þetta er líka í samræmi við það,
sem Gunnar Böðvarsson lagði til i
skýrslu sinni, að fyrst yrði farið I
þetta, áður en nokkuð yrði reynt
með nýjum borunum.“
Að sögn Páls voru menn við
Kröflu að ganga frá borpalli í
Hvíthólaklifi, en það er einn af
þeim stöðum, sem Orkustofnun
lagði til að nýjar boranir yrðu
gerðar á, en sem fyrr segir var
ekkert ákveðið um frekari boran-
ir á fundi ríkisstjórnarinnar I
gær.
Páll sagði, að áður en að hægt
yrði að byrja á endurvinnslu
þeirra hola, sem fyrir eru, yrði
talsverð undirbúningsvinna að
fara fram, en hann kvaðst ekki
geta sagt til um kostnað f þessu
sambandi.
Níu skip byrj-
uð loðnuveiðar
Hafrannsóknastofnunin:
Ekki fært að endur-
skoða síldveiðikvótann
Sjávarútvegsráðuneytinu barst
I gærdag svarbréf frá Hafrann-
sóknarstofnuninni um að sfld-
veiðikvótinn f haust verði endur-
sóknarstofnuninni við beiðni um
að sfldveiðikvótinn í haust verði
endurskoðaður í Ijósi þess að nú
nýverið var skýrt frá miklu
síldarmagni á miðunum við Suð-
austurland. Kemur fram í bréfi
Hafrannsóknastofnunarinnar að
ekki sé talið fært að endurskoða
sfldveiðikvótann, þar sem engar
stofnstærðarmælingar hafi verið
gerðar nú nýverið.
Þórður Ásgeirsson, skrifstofu-
stjóri sjávarútvegsráðuneytisins,
sagði þegar Morgunblaðið ræddi
við hann, að í bréfi Hafrann-
sóknastofnunarinnar kæmi fram,
að þótt tveir af starfsmönnum
stofnunarinnar hafi skýrt frá þvi
fyrir skömmu að geysileg breyt-
ing hafi orðið á sildarstofninu —
var reyndar upphafið að beiðni
ráðuneitisins — þýði það ekki að
óhætt sé að veiða meira en stofn-
unin hefur lagt til, þ.e. 25 þús.
ílestir. Engar stofnstærðarmæling-
ar hafi verið gerðar siðan í
desember s.l. og þess vegna hafi
forsendur stofnunarinnar ekkert
breyzt.
NtJ ER vitað um níu skip sem
farin eru til loðnuveiða og á
næstu dögum munu mörg skip
bætast f loðnuflotann. Lftið var að
frétta af veiði á loðnumiðunum f
gær, nema hvað vitað var að skip-
in voru að kasta öðru hvoru. Hins
vegar telja menn að veiðiútlit sé
nú mjög gott, en rannsóknarskip-
ið Arni Friðriksson hefur fundið
mikið af loðnu á svipuðum slóð-
um og skipin eru að veiðum. Stór
ísspöng liggur aftur á móti yfir
stórum hluta þess svæðis sem
loðnan heldur sig á og getur lega
spangarinnar því tafið veiðarnar,
nema þvf aðeins að hana reki á
brott.
Andrés Finnbogason hjá loðnu-
nefnd sagði í samtali við Morgun-
blaðið i gærmorgun, að fjórir
bátar hefðu verið á miðunum i
fyrrinótt og i gær hefðu fimm
skip verið á leið á miðin þannig að
nú væru niu skip byrjuð veiðarn-
ar. Mönnum bæri saman um, að
útlitið væri ekki síðra en í fyrra-
sumar, sem þýddi, að skipin
þyrftu 2—3 daga að jafnaði að
fylla sig.
Að sögn Andrésar þá hefur
rannsóknarskipið Arni Friðriks-
son verið við loðnuleit á helzta
veiðisvæðinu. Komið hefur í ljós,
að 55—60 mílna löng ísspöng ligg-
ur yfir veiðisvæðinu nema syðst
og þar eru bátarnir að veiðum nú.
Fann rannsóknarskipið töluvert
mikla loðnu við ísspöngina i fyrri-
nótt og við sýnistöku kom i ljós að
þetta var stór og falleg ioðna.