Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 IJósm. Kax. Viljuin auka fjölbreytni safnaðarstarfsins Fyrir nokkru auglýsti Bú- staðasöfnuður eftir starfskrafti til ýmis konar starfa innan safnaðarins til aðstoðar sóknar- prestinum, m.a. I starfi meðal aldraðra. Mhl. átti samtal við sr. Olaf Skúlason, dómprófast, um þetta fyrirhugaða starf og var hann fyrst inntur nánar eft- ir því I hverju starfið skyldi vera fólgið: — Nú, við töldum til lítils gagns að reisa svona mikið hús ef ekki ætti að nýta það eins og möguleikarnir byðu uppá og því var það að sóknarnefndin lagði til að athugað yrði með ráðningu starfskrafts i hálft starf. Það setti okkur i vanda að mega ekki auglýsa eftir konu en við viljum fá konu i starfið, því presturinn er karlmaður og teljum betra að karl og kona geti unnið að þessu starfi sam- an. — Starf þetta er einkum fólgið í almennu félagsstarfi og i að sinna gamla fólkinu, þvi að presturinn kemst ekki yfir að gera allt sem gera þarf, sál- gæzla tekur meiri og meiri tíma og önnur venjuleg prestsstörf eru timafrek. Við höfum áhuga fyrir að hægt verði að vitja gamla fólksins heima, sérstak- lega þeirra sem eru sjúkir og við viljum bjóða uppá skipu- lagða dagskrá hér í safnaðar- heimilinu einu sinni i viku, hafa e.k. opið hús einn eftir- miðdag í viku t.d. frá kl. 14—17. Þá hugsum við okkur að hafa sameiginlega dagskrá fyrsta klukkutímann og siðan geti fólkið valið um, eftir áhuga, námskeið í saumaskap og föndri, fyrirlesurum verður boðið, spil og töfl látin liggja frammi, nú svo er bókasafnið hér á neðri hæð kirkjunnar og verður e.t.v. unnt að fá bóka- vagn eða sérstaka bókakynn- ingu öðru hverju. Eftir þvi sem tími vinnst til er ætlunin að þessi starfskraftur sinni al- mennu félagsstarfi og sérstak- lega barnastarfi og viljum við einnig koma á dagskrá á eftir- miðdögum fyrir börnin svipað og við höfum haft hér áður. Þá vorum við með dagskrá fyrir 4—11 ára börn í þrem flokkum, tvo eftirmiðdaga í viku, en hvert barn kom þó aðeins einu sinni í viku. Sr. Ólafur Skúlason sagði að svonefnt safnaðarráð, sem full- trúar sóknarnefndarinnar, bræðrafélagsins, kvenfélagsins, æskulýðsfélagsins og kirkju- kórsins mynda, auk organista og prests, hefði eiginlega upp- götvað að ellilifeyrisþegar væru mun stærri hluti safnað- arfólks en haldið hefði verið. — Já, það eru um 800 ellilíf- eyrisþegar i söfnuðinum, en við höfum alltaf fremur talið ungt fólk og miðaldra i algjörum meirihluta, svo það er mikið nauðsynjamál að sinna þessu fólki betur. Æskulýðsstarfið er í nokkuð góðu formi og hefur gengið tiltölulega vel og svipað er að segja um barnastarfið, en það er helzt eldra fólkið sem hefur orðið útundan. En það er samt einnig i ráði að efla barna- starfið eins og ég nefndi áðan. Húsnæði sem söfnuðurinn hefur til afnota er auk kirkj- unnar, eldhús með tveim söl- um, tvö stór og rúmgóð fundar- herbergi og er annað þeirra nefnt Ólafs stofa Hjaltasonar, en hann var einn af fyrstu fermingardrengjum sr. Ólafs i sókninni og lézt ungur og hefur fjölskylda hans gefið fé til að kaupa húsgögn i þessa stofu til að heiðra minningu hans. Er þetta húsnæði, sem allt er í safnaðarheimilinu nú að mestu fullbúið, aðeins vantar nokkuð af húsgögnum. Auk þessa er síðan skrifstofa sóknarprests- ins. í kjallara safnaðarheimilis- ins eru Bústaðir, æskulýðs- og félagsmiðstöð, sem er rekin af Æskulýðsráði og er undir stjórn sameiginlegrar nefndar Bústaðasóknar og Æskulýðs- ráðs. Sr. Ólafur sagði að ýmis konar félög og klúbbar innan sóknarinnar hefðu fengið afnot af safnaðarheimilinu til fund- arhalda og annarrar starfsemi og þvi mætti segja að það væri eins konar félagsmiðstöð fyrir alla sóknina, enda væri ekki annað félagsheimili að finna þar. — Það sem nú liggur fyrir að gera er lóðin og er Reynir Vil- hjáimsson, skrúðgarðaarkitekt, nú að vinna að teikningum og gerum við ráð fyrir að fram- Rætt við sr. Ólaf Skúlason, dómprófast kvæmdir hefjist i ágúst, sagði sr. Ólafur. — Varðandi þetta nýja starf, sem við erum að koma hér á fót, sagði sr. Ólafur ennfremur, þá vil ég segja að þjónustu kirkj- unnar má ekki einskorða við það sem presturinn gerir, og nú þegar við höfum þetta mikla húsnæði fullbúið getum við ein- beitt okkur að því að efla sjálft safnaðarstarfið meira. Prestar geta ekki alltaf sinnt öllu sem þörf er á, það liggur heldur ekki jafnt fyrir þeim að sinna t.d. æskulýðsstarfi og einhverju öðru auk þess sem við eldumst og þvi er nauðsynlegt að fá við- bótarstarfskrafta. Okkur dreymir líka um að tónlistarlíf- ið geti orðið fjölbreyttara hér, við vorum í fyrra með smá- æskulýðskór og ég vona að hann starfi áfram næsta vetur og einnig er í ráði að gefa fólki kost á að koma hér einu sinni — tvisvar í viku til að hlýða á orgelleik. Við gerðum það einn vetur, organisti spilaði hér milli kl. 17 og 19 og fólk kom hér, var í 15 mínútur, hálftíma eða klukkutima og sat i kirkj- unni og naut kyrrðarinnar og tónlistarinnar, sumir hafa ef- laust beðizt fyrir og ég á von á að það vilji einhverjir koma hingað á svona stundir einnig í vetur. En söngstarfsemi í hverj- um söfnuði þarf líka að vera öflug og það er nauðsynlegt að hafa fleiri kóra en kirkjukór- inn og því er t.d. mjög skemmti- leg og góð tilbreyting að njóta aðstoðar æskulýðskórsins við sumar guðsþjónusturnar. Bústaðasöfnuður hefur boðið uppá barnagæzlu fyrir fólk, sem kemur til guðsþjónustu og í fyrravetur voru fengnir guð- fræðiprófessorar, dr. Björn Björnsson og dr. Þórir Kr. Þórðarson, í heimsókn til að prédika og síðan voru umræður á eftir. Sagði sr. Ölafur að það hefði gengið mjög vel og fólk hefði verið ánægt með þá ný- breytni og bjóst við að slíkri starfsemi yrði haldið áfram i vetur, en þetta var einu sinni i mánuði. Að lokum var komið aðeins inná fjármál kirkjunnar af þvi lítið vinnst án fjármuna. Þau eru mikið til umræðu meðal presta og sóknarnefnda og voru gerðar um þau samþykktir á síðasta kirkjuþingi: — Það sem við erum óánægð- ir með er t.d. að nú nýverið hafa verið seldir prestsbústaðir í Reykjavik vegna lagabreyt- inga og hefur andvirði þeirra allt runnið í rikiskassann, en á Framhald á bls. 24. Bensíngj aldshækkunin: Jafngildir um 100 milljón kr. tekjuauka til vegamála í ár Aðaltekjuaukningin kemur þó ekki fram fyrr en á næsta ári TEKJUR til vegagerðar vegna hækkunar hensín- lítrans um 8 krónur, þar sem röskar 3 krónur eru hækkun vegagjalds, munu ekki aukast nema um 100 milljónir króna í ár eöa sem svarar til fjórða parts af því sem varið er í Borg- arfjarðarbrúna í ár. Hins vegar mun þessi hækkun segja töluvert til sín næsta ár hvað snertir aukið fram- kvæmdafé til vegagerðar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá vegamálaskrifstof- unni berst henni ekki and- virði bensíngjaldsins fyrr en tveim mánuðum eftir sölu, og af þeim sökum ber- ast stofnuninni ekki skil á þessu þessu gjaldi nema fyrir 3 næstu mánuði. Það er talið jafngilda notkun 29 milljóna lítra bensíns og hækkun bensíngjaldsins miðað við það magn svarar því til um 100 milljóna króna. Heildarnotkun bensíns á þessu ári er hins vegar áætluð um 112 milljónir lítra og samkvæmt vega- áætlun nemur vegagjaldið 2410 milljónum króna en heildarfjárhæð til vega- mála í ár samkvæmt vega- áætlun er hins vegar 5650 milljónir króna. Aðrir tekjustofnar eru þunga- skattur, sem áætlað er að gefi 780 milljónir króna og gúmmígjald er gert ráð fyrir að gefi 81 milljón króna í tekjur. Auk þess sem kemur 779 milljón króna ríkisframlag og láns- fjárheimildir hljóða upp á 1600 milljónir en þar af er áætlað að sala happdrættis- skuldabréfa nemi 850 milljónum króna. Þó er rétt að geta þess varðandi hækkun vegagjaldsins eða bensíngjaldsins, eins og það er einnig nefnt, að í vegaáætlun var gert ráð fyrir að það gjald hækkaði þegar í aprílmánuði s.l. í samræmi við hækkun byggingavísitölu, en það hefur sem sagt dregizt þar til nú. Samkvæmt vegaáætlun er gert ráð fyrir að verja alls 2760 milljónum króna til nýbygginga vega og brúa í ár en auk þess er lánsheimild fyrir um 400 milljónum króna til viðbót- ar. Þá er gert ráð fyrir að verja liðlega 1900 milljón- um króna til viðhalds, en aðrir helztu útgjaldaliðir eru framlög til vega í kaup- stöðum og kauptúnun og rekstrar- og stjórnunar- kostnaður. Viðamestu framkvæmdir vegamálaskrifstofunnar i ár er brúin yfir Borgar- fjörð, sem verja á til um 400 milljónum króna, þá vegarkaflinn austan Þjórs- ár, þar sem verja á um 120 milljónum en þar af eru 40 milljónir í formi lánsfjár- heimildar, Holtavörðuheiði og Hrútafjarðarháls en i hvora þessa framkvæmd er gert ráð fyrir að verja 65 milljónum auk 25 millj. króna lánsheimildar, Akra- nesvegur þar sem verja á um 60 milljónum auk 15 milljón króna í formi láns- heimildar, Víkurskarðs- vegur, þar sem verja á 50 millj. króna auk 30 millj- óna í formi lánsheimildar og loks jarðgöngin í Odds- skarði, þar sem áformað er að verja 100 milljónum króna auk þess að fyrir hendi er lánsheimild fyrir 20 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.