Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 5
Frá lögreglunni: Lýst eftir vitnum Slysarannsóknadeild lög- reglunnar í Reykjavík hef- ur -beðið Morgunblaðið að lýsa eftir vitnum að eftir- töldum ákeyrslum. Síma- númerin eru 21100 og 11166. Laugard. 2.7. Ekið á bifreiðina R-33130, F- Cortina fólksbifr. árg. ’74, þar sem hún stóð í portinu við verzlun Egils Vilhjálmssonar að Lauga- vegi 118, á tímabilinu kl. iíTOO'—18:30. Blár litur var í ákomustað. Miðvikud. 20.7. Ekið á bifreiðina R-18402, Volkswagen fólksb. árg. ’73, ljós- bláa, þar sem hún stóð á bifreiða- stæði á horni Bárugötu og Bræðraborgarstígs á tímabilinu kl. 10:00—12:15. Skemmdir á hægra frambretti og höggvara. Miðvikud. 20.7. Ekið á bifreiðina R-8375, Chevrolet Vega fólksb. árg. ’73, brúna að lit, á móts við Sundlaug Vesturbæjar á tímabilinu kl. 16:30—18:30. Vinstri hurð bifreiðarinnar hafði verið dælduð og tjónvaldur sýnilega gefið sér tíma til þess að þvo eða bóna ákomustað og þá væntanlega af- má lit. Föstud. 22.7. Ekið á bifreiðina R-54119, Skoda fólksb., rauða að lit árg. ’77, þar sem hún stóð á merktum stöðumælareit við Thorvaldsens- stræti. Vinstra afturaurbretti var dældað. Föstud. 22.7. Ekið á bifreiðina Y-397, Skoda fólksb. árg. ’72, rauða að lit, þar sem hún stóð við Stöðumæli á Kirkjutorgi á timabilinu kl. 14:50—14:55, eða i 5 mínútur. Skemmdir voru á vinstri hurð. Laugard. 23.7. Ekið á bifreiðina R-24899, Anglia fólksbifreið bláa að lit, þar sem hún stóð á Vitatorgi vestan við benzínafgreiðsluna. Bifreiðin var skemmd á hægri hlið og hvit málning í ákomu. Sjónarvottur sá til ferða stórrar, hvítrar, amer- ískrar fólksbifreiðar, sem var ek- ið aftur á bak og lenti á fyrr nefndi bifreið. Bifreiðinni var sið- an ekið hratt á brott. Tvennt var i þessari bifreið og var stúlka við stjórn hennar. Viðkomandi eru beðnir að gera grein fyrir þessu. Aðalfund- ur S.N.K. SAMBAND norðlenzkra kvenna hélt 64. aðalfund sinn að Hllðar- bæ I Glæsibæjarhreppi 21.—22. júnf s.l. Fundinn sátu um 30 full- trúar og gestir. Formaður S.N.K. er Elín Ara- dóttir, ritari Sigríður Hafstað, gjaldkeri Guðbjörg Bjarnadóttir. Á aðalfundi S.N.K. 1975 var mælzt til að kvenfélögin gerðu á næstu tveimur árum sameiginlegt átak til styrktar Sólborgarhælinu á Akureyri. í fyrra söfnuðust i kringum tvær milljónir og i ár hafa þegar safnazt þrjár milljón- ir. Á fundinum voru samþykktar ýmsar tillögur og ályktanir, svo sem áskorun til landbúnaðarráðu- neytisins um ráðningu garðyrkju- ráðunautar fyrir Norðurland. 'iji iiiiillii|ii’lllii**ÍÍ>Wt*^|Í| TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155 m Mussur og kjo/ar ■ Stuttjakkar úr ny/on og /edri m Kúrekastígvé/ ■ Kickers strigaskór ofl ofí. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 Storkostlegt úrval af fatnaði og skóm fyrir mestu ferðahelgi ársins ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.