Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100. Atvinna Viljum ráða starfskraft til skrifstofu- og innheimtu-starfa. Vélritunarkunnátta æskileg. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 3. ágúst n.k. merkt: „S — 431 5". Afgreiðslufólk óskast í minjagripaverzlun. Einhver málakunn- átta nauðsynleg. Tilboð merkt: „Reglu- söm r— 6777", sendist Mbl. fyrir 3. ágúst. Orkustofnun Orkustofnun óskar að ráða til sin skrif- stofumann, konu eða karl. Umsóknir sendist Orkustofnun Laugavegi 1 1 6 með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, fyrir 5. ágúst n.k. Orkustofnun. Kennarar Að Grunnskóla Búðahrepps Fáskrúðsfirði vantar tvo góða kennara. Ágætt íbúðar- húsnæði í boði, heppilegt fyrir hjón. Upp- lýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5159 eftir kl. 8 virka daga. Grunnskóli Búðahrepps Fáskrúðsfirði. Aðstoðarstörf á deildum spítalans eru laus til umsóknar frá 9. ágúst. Nánar uppl. veitir ræstinga- stjóri. St. Jósefsspítalinn, Landakoti. Garðasmiðjan s.f. Lyngási 15 Garðabæ Óskum að ráða pípulagningamann til hitaveitutenginga og rafsuðumann til tankasmíða. Vinna úti á landi. Upplýsing- ar í sima: 53679 tilkl 17.30. Gjaldkeri Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða gjaldkera. Verzlunarskóla — eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Þarf helst að vera vanur. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Gjaldkeri — 6479" fyrir 5. ágúst n.k. Skrifstofustörf eru laus til umsóknar hjá þjónustufyrir- tæki í miðborginni. Verzlunarskóli eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á augld. Mbl. fyrir 1. ágúst 1977 merkt „Skrifstofustörf — 431 7". Stórt og vaxandi fyrirtæki óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa. Aðalstarf: samningagerð og bókhald. Starfið er fjölbreytilegt og gefur marga möguleika fyrir áhugasaman mann. Tilboð merkt: „Viðskiptafræð- inqur"—221 1" leqqist inn á blaðið fyrir 5. ágúst 1977. Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa. Tilboð merkt: „E — 6776", sendist Mbl. fyrir 3. ágúst. Bókari Maður með fullkomna bókhaldsþekkingu og haldgóða reynslu í hverskonar skrif- stofustörfum, óskar eftir starfi hjá traustu fyrirtæki. Til greina kemur hálfs dags starf. Tilboð merkt: Reglusemi — 431 6 send- Vélvirkjar — plötusmiðir Okkur vantar vélvirkja og plötusmiði í lengri eða skemmri tíma. í boði er: — mikil vinna — skemmtileg verkefni — góð vinnuskilyrði — húsnæði Upplýsingar í síma: 97-2300. Vélsmiðjan Stál Seyðisfirði. ist afgr. Morgunblaðsins, fyrir 5. ágúst n.k. Starfskraftur óskast Við höfum verið beðnir að leita eftir starfskrafti til skrifstofustarfa. Verkefni: Vélritun, frágangur innflutningsskjala, færsla á sjóðbók ofl. Þarf að geta hafið störf, sem fyrst. Vélabókhaldið h. f., Hátúni 4A sími 20122. Skrifstofustarf Starfskraft vantar á skrifstofu Dalvíkur- bæjar frá 1 sept. n.k. Vélritunarkunnátta og þekking á almennum skrifstofustörfum er nauðsynleg. Umsóknir er greini frá menntun og starfsreynslu þurfa að berast fyrir 1 5. ágúst. Bæjarritarinn Dalvík. Minning: Sigurlaug Pálmadótt- ir innheimtustjóri Fædd 15. október 1935. Dáin21.júlí 1977. í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Sigurlaugar Pálma- dóttur, innheimtustjóra Saka- dóms Reykjavíkur, sem andaðist 21. þ.m. eftir nær tveggja ára stöðug veikindi og íangar legur i sjúkrahúsi, nú siðast um tveggja mánaða skeið. Sigurlaug Pálmadóttir var fædd i Reykjavík 15. október 1935, dótt- ir hjónanna Pflma Vilhjálmsson- ar, sem lengst var togarasjómað- ur, og Jórunnar Guðmundsdóttur. Faðir Sigurlaugar var fæddur og alinn upp á Akranesi, en móðir hennar er frá Neðra-Haganesi i Haganesvík í Fljótum. Andaðist Pálmi árið 1960 eftir langa van- heilsu, en móðir Sigurlaugar er á lífi á 74. aldursári. Sigurlaug var 6. í röð átta systkina. Eru sex þeirra á lífi, en bróðir Sigurlaug- ar, Sverrir, andaðist 19. júlí 1973. Vorið 1951 lauk Sigurlaug landsprófi og hætti þá skólanámi og hyxjaði að vinij^, Hinn 1. októ- ber 1952 hóf hún störf við Saka- dómaraembættið í Reykjavík. Starfaði hún þar alla tíð eftir það eða um nær aldarfjórðungsskeið. Fram á árið 1967 vann hún sem ritari, en þá losnaði starf inn- heimtustjóra embættisins. Fyrir áeggjan nokkurra samstarfs- manna sinna sótti Sigurlaug um starfið, enda var þeim ljóst, að fáir gætu rækt það betur en hún. Fékk Sigurlaug stöðuna og gegndi henni frá 1. júní 1967 til æviloka. Að mínu mati hafði Sigurlaug með höndum eitt erfiðasta og van- þakklátasta starfið við Sakadóm Reykjavíkur, eftir að hún tók við starfi innheimtustjóra, að annast innheimtu sekta og fullnustu refsidóma I Reykjavík. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að Sigurlaug hafi staðió sig með prýði i þessu eriisama og vanda- sama starfi, enda þótt hún gæti að sjálfsögðu ekki gert alla ánægða, sem við hana áttu erindi. Var hún föst fyrir og ákveóin og lét ekki hlut sinn fyrir neinum, sérstak- lega ef ekki var staðið við gerða samninga. Þó var hún sveigjanleg í starfi sinu og auðvelt að semja við hana, en þeir samningar urðu þá að standa. Hlédrægni og samviskusemi var Sigurlaugu í blóð borin. Hún var lítið fyrir að trana sér fram, en ætið tillögugóð, ef til hennar var leitað. Ef til stóð að efna til mannfagnaða, stofna til skemmti- ferða, eða eitthvað annað átti að gera af hálfu samstarfsmanna Sigurlaugar, var oftast vaninn, að hún væri sjálfkjörin í hóp þeirra, sem fyrir slíku stóðu, enda báru allir samstarfsmenn hennar ekki meira traust til annarra en henn- ar og vissu, að sérhverju því er- indi væri vel borgið, sem hún átti hlut að því að leysa. Sigurlaug var mjög vel greind og hefði áreiðanlega legið vel fyr- ir henni að fara i langskólanám, en til þess hafði hún ekki efni. Varð hún því að leggja öll áform um frekari skólagöngu á hilluna eftir landspróf og hefja störf til þess að hjálpa foreldrum sínum, en um það leyti, sem Sigurlaug lauk skólanámi, var faðir hennar orðinn sjúklingur og því þörf á aðstoð systkinanna til stuðnings foreldrum sínum. Bjó Sigurlaug lengst systkina sinna í foreldra- húsum og hélt heimili með móður sinni eftir lát föður síns ásamt þrem systkinum sínum, þar til þau giftust. Eftir það bjuggu þær mæðgur saman, þar til sumarið 1974, er Sigurlaug hóf sambúð með Gunnari Inga Jónssyni, starfsmanni Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Gengu þau í hjúskap 23. september 1975. Með Gunnari átti Sigurlaug einkabarn sitt, Pálma, sem er nú er 15 ára. Bjuggu þau hjón sér fallegt heimili að Háaleitisbraut 42, og þar ólst einnig upp hjá þeim dóttir Gunnars, Ingibjörg, sem missti móður sína árið 1968. Sambúð þeirra hjóna stóð stutt, en þessi stutti timi var mikill hamingjutfmi þeirra beggja og barna þeirra, þar til Sigurlaug veiktist haustið 1975. Eftir það lá yfir heimilinu skuggi sjúkdóms- ins, sem lagði Sigurlaugu að velli í blóma lífsins, enda þótt allir vonuðu, að hættunni væri bægt frá eftir mikinn uppskurð, sem Sigurlaug gekkst undir i desem- ber 1975. Þessar vonir eru nú orðnar að engu og sorgin ræður í dag ríkjum hjá eiginmanninum og börnunum tveimur, aldraðri móður og öðrum ættingjum, sem öll studdu þau hjón dyggilega þessi tvö siðustu ár. Þá eru allir vinir og samstarfsmenn Sigur- laugar harmi slegnir yfir fráfalli hennar á besta aldri. Sigurlaug vissi vel að hverju dró og ræddi það hreinskilnings- lega við ættingja sina og kunn- ingja. Var aðdáanlegt að sjá þá sálarró, sem hún hafði þá yfir að búa. í næstsíðustu sjúkrahúsvist sinni hafði hún orð á því, að hún vonaðist til þess, að sér auðnaðist að ná þeirri heilsu að komast heim og sjá stjúpdóttur sína fermda. Henni varð að þessari ósk Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.