Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 Sveinn Benediktsson: Frá aðalfundi FÍF í nýútkomnu fréttabréfi Félags fsl. fiskmjölsframleiðenda birtist eftirfarandi grein eftir Svein Benediktsson: Aðalfundur Félags íslenzkra fiskmjölsframleiðenda, FÍF, var haldinn hinn 20. júnf s.l. kl. 10 árdegis að Skúlagötu 4, í fundar- sal Rannsóknastofnana fiskiðnað- arins. Voru eftirtaldir menn mættir á fundinum: Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, Guðjón Smári Agnars- son, Stöðvarfirði, Gunnar Ölafs- son, Keflavík, Haraldur Gíslason, Vestmannaeyjum, Jón Reynir Magnússon, Reykjavik, Jón Sig- urðsson, Grindavík, Jónas Jóns- son, Reykjavík, Ölafur Jónsson, Reykjavík, Sigurður Markússon, Reykjavik, Stefán Jónsson, Hafnarfirði, Sveinn Benedikts- son, Reykjavík og Valdimar Indriðason, Akranesi. Fóru þeir með umboð 806 atkvæða og 1028 atkvæðum í félaginu. Sveinn Benediktsson, formaður félagsins, setti fundinn og lýsti hann löglegan. Skipaði hann Ólaf Jónsson sem fundarritara. í upphafi ræddi formaður markaðsmál og horfur ásamt þeirri miklu aukningu á kostnaði við starfsemi félagsins, sem orðið hefur síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Vegna þessa hafi stjórn félagsins tekið þá ákvörðum á fundi sínum 23. maí s.l. að hækka félagsgjöldin úr kr. 20,- á fram- leiddu tonni upp í kr. 40,- á tonn, miðað við framleiðslu hverrar verksmiðju á fiskmjöli á s.l ári og væri tillagið þegar gjaldfallið. Var þessi samþykkt stjórnarinnar staðfest á aðalfundinum með sam- hljóða atkvæðum. Formaður lagði fram endur- skoðaða reikninga FÍF fyrir árið 1976. Voru þeir ræddir og sam- þykktir með samhljóða atkvæð- um. A rekstrarreikningi námu út- gjöld á árinu 1976 kr. 3.697.213,-. Hafði orðið rekstrarhalli vegna aukins kostnaðar kr. 1.280.288,-. Niðurstöðutölur á efnahagsreikn- ingi voru kr. 1.398.131,-. Nettóinn- stæða á höfuðstólsreikningi nem- ur kr. 509.278,-. Formaður gat þess, að hann hefði látið af störfum hjá Síldar- verksmiðjum rikisins um s.l. ára- mót vegna lagaákvæða um há- marksaldur stjórnenda rikisfyrir- tækja. Hefði hann verið formaður stjórnar SR samfellt í 33 ár, þ.e. i 11 kjörtímabil. Hann hefði verið formaður Félags islenzkra fisk- mjölsframleiðenda frá stofnun þess 30. maí 1960 eða í 17 ár. Nú hefði hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Síðan fór fram stjórnarkjör og voru eftirtaldir menn kosnir i stjórn félagsins til eins árs: Jón Reynir Magnússon, Reykjavík, formaður, Jónas Jónsson, Reykja- vik, varaformaður og meðstjórn- endur þeir: Jóhannes Stefánsson, Neskaupsta, Sigurður Markússon, Reykjavik og Valdimar Indriða- son, Akranesi. Voru þeir allir kosnir með sam- hljóða atkvæðum. I varstjórn voru kosnir: Gunnar Ölafsson, Keflavík, Haraldur Gislason, Vestmanna- eyjum, Hjalti Einarsson, Bol- ungarvík, Kristján Loftsson, Hafnarfirði og Ólafur Jónsson, Reykjavík. Aðrar uppástungur komu ekki fram og voru þeir sjálfkjörnir ásamt endurskoðendum, þeim Jóni Sigurðssyni, Grindavik, og Árna Gíslasyni, Hafnarfirði. Formaður lagði fram á fundin- um yfirlit fyrir árin 1966—1976 um framleiðslu og útflutning FEO landanna (þ.e útflutnings- landanna 6, sem FÍF er aðili að). Svo sem félagsmönnum er kunnugt, var FÍF stofnað sem að- ili að Alþjóðasamtökum fisk- mjölsframleiðenda, The Inter- national Association of Fishmeal Manufacturers, vorið 1960. Er nafnið skammstafað IAFMM. Sagðist formaður einkum minn- ast frá samstarfi Islendinga við IAFMM þeirra Jacques Schwarz, sem verið hafði einn helzti frum- kvöðull að því að stofna til sam- takanna 1959/ 1960 og enn er einn aðal burðarásinn í samtök- unum ásamt aðalframkvæmda- stjóranum i London, Fredk. W. Burton, og formannsins Carls S. Arnesen, framkvæmdastjóra Norsildmel i Bergen. Dr. Þórður heitinn Þorbjarnar- son var aðaldriffjöðrin i starfi Al- þjóðasamtakanna IAFMM af ís- lands hálfu meðan honum entist líf og heilsa. Leikur enginn vafi á því að starf félagssamtakanna hefur orðið islenzkum fiskmjöls- iðnaði að miklu gagni. Ævisaga Þórðar heitins er snar þáttur I þróunarsögu islenzka fiskiðnaðar- ins, allt frá heimkomu hans að loknu námi 1934 til dauðadags 12. marz 1974. Dr. phij. Þórðar Þor- Sveini Benedikts- syni þökkuð störf í nýútkomnu fréttabréfi Félags fsl. fiskmjölsframleiðenda birtist eftirfarandi grein eftir Jónas Jónsson: Á síðasta aðalfundi Félags ís- lenzkra fiskmjölsframleiðenda baðst Sv. Benediktsson formaður félagsins, undan endurkjöri. Sveinn var fyrsti hvatamaður að stofnun félagsins. Hann var kosinn fyrsti formaður þess og hefur verið formaður alla tíð síð- an eða í samtals 17 ár. Hann hefir verið lifið og sálin í félaginu allan þennart tíma og naut mikilsverðr- ar aðstoðar dr. Þórðar Þor- bjarnarsonar meðan hann lifði. Hann hefur jafnan komið fram fyrir félagsins hönd á erlendum vettvangi í alþjóðasamtökum fisk- mjölsframleiðenda. Naut hann þar bæði trausts og virðingar eins og allstaðar þar sem hann hefur starfað. Svo sem að likum lætur hefir margt gerzt á vettvangi félagsins allan þennan tima. Hefur þá fyrst og fremst komið til kasta for- mannsins og nánast öll fyrirhöfn og úrlausn mála mætt á honum. Þar hefir alltaf verið haldið á með styrkri hendi, ósérhlífni og fyllstu ábyrgðartilfinningu. Hafa hér hjálpað til góðar gáfur og dýrmæt áratuga reynsla hans í þessum mikilvæga iðnaði. Fiskmjölsiðnaðurinn er fyrir okkur íslendinga mjög mikilvæg- ur en óvissa í afkomunni þekkist varla jafn mikil í öðrum atvinnu- vegum okkar. Sveiflur í verðlagi og óvissa í veiðum eru miklar. Sveinn Benediktsson hefur, sem kunnugt er, verið stjórnar- formaður Síldarverksmiðja rfkis- ins nú um margra áratuga skeið og er því búinn að glima við mikla erfiðleika í rekstri þessa stóra fyrirtækis. Hér hefur verið um margvíslegan vanda að ræða sem tekizt hefir að sigrast á. Ég hygg að engum sem hér hafa komið við sögu sé rangt til gert, þó sagt sé, að hér beri fyrst og fremst að þakka Sveini Bene- diktssyni fyrir festu, röggsemi og viturlega stjórn. Ég sagði að hér hefði verið um margvislegan vanda að ræða, sem er rétt, en eitt af því sem er kannski hvað mikilvægast, er það að stjórna sölum á afurðunum svo vel fari. Þetta er erfiðara en margur hyggur, því hér koma til svo margvísleg og óútreiknanleg atvik sem hafa áhrif á verðlagið, að jafnvel áratuga reynsia dugar ekki til. En þennan vanda hefir Sveinn Benediktsson leyst betur en aðrir sem ég þekki, og er ég ekki frá þvi, að hér sé Sveini gefinn það sem Danir kalla „sjette sans“. Sölur á afurðum sem Sveinn hefur haft með að gera, hafa verið mjög farsælar og oftast hefur hann náð hæsta verði. Stjórn á Sildarverksmiðjum ríkisins hefði Sveinn ekki leyst betur af hendi, þó að um hans einkafyrirtæki hefði verið að ræða, svo heill og óskiptur var hann þessu fyrirtæki. Störfum Sveins Benediktssonar fyrir íslenzkan fiskmjölsiðnað verða ekki gerð skil i örfáum lín- um sem þessum, til þess eru þau alltof stórbrotin og viðamikil. Við félagar Sveins i Félagi ís- lenzkra fiskmjölsframleiðenda þökkum honum af heilum hug hans mikilvæga starf i þágu félagsins allan þann tima sem hann hefir verið formaður, en það er óslitið frá stofnun þess fyrir 17 árum. Jónas Jónsson. Friðrik D. Stefánsson framkv. stj. SVFR: Engir smitandi s júk- dómar í eldisstöðinni í Morgunblaðinu 21. júlf s.l. birtist grein undir fyrirsögninni „Vill ógilda samning við Stanga- veiðifélagið" og er hún samin af manni, sem oft á undanförnum árum hefur sett saman langar greinar um veiðimál og m.a. átt í deilum við frumkvöðla og for- ystumenn í laxeldismálum á Ís- landi (Kollaf jarðarstöðin, Lár- ós), en tíminn sfðar leitt í Ijós, að þar var vegið að ósekju. Það er því e.t.v. góðs viti, að nú er vegið að Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eða þeim þætti í starfsemi félagsins, sem lýtur að eldismálum, en sem kunnugt er rekur félagið Klak- og eldisstöð- ina við Elliðaár. Höfundur greinarinnar er með- limur '?eiði- og fiskiræktarráðs og er uppistaða hennar bókun hans á fundi í ráðinu 18. þ.m„ sem ég tel í hæsta máta villandi, að ekki sé meira sagt. 1 samhandi við seiðadauða, sem upp kom fyrr á þessu ári í eldis- stöðinni hafði Stangaveiðifélag Revkjavfkur fullt samráð við rétta aðila, svo sem lög gera ráð fyrir. Fer hér á eftir greinargerð forstöðumanns Tilraunastöðvar Háskólans I meinafræði að Keld- um, Guðmundar Péturssonar læknis, dags. 14. þ.m. hér að lút- andi: Skýrsla um rannsóknir á seiðadauða í Laxeldisstöðinni við Elliðaár árið 1977 í febrúarmánuði 1977 var leitað aðstoðar starfsmanna Tilrauna- stöðvar háskólans í meinafræði, Keldum, vegna verulegra van- halda á laxaseiðum, sem hafði gætt i laxeldisstöð Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur við Elliðaár. Starfsmenn komu með seiði til rannsóknar fyrst 14. febrúar og aftur 11. mars 1977 en séærfræð- ingar Tilraunastöðvarinnar fóru alls þrjár ferðir í laxeldisstöðina til sýnatöku og rannsókna. Við athugun á Keldum komu í ljós sjúklegar breytingar á tálkn- um en ekkert sást á öðrum líffær- um. Vefjaskoðun leiddi í ljos sam- runa á þekjufrumum þeim' sem klæða tálknbogana. Ekki fundust gerlar né afmarkaðar bólgubreyt- ingar f tálknunum. Sérstök leit var gerð að sníkjudýrum en þau fundust ekki. Þar sem ekki tókst við fyrstu athuganir á Keldum að finna or- sakir tálknaskemmdanna, var leitað símleiðis til fisksjúkdóma- deildar háskólans í Stirling í Skot- landi. Dr. R.H. Richards brást vel við tilmælum okkar og fékk send sýni úr hinum sjúku fiskum. Afrit af bréfi Dr. Richards dags. 15. mars 1977 fylgir skýrslu þessari. Ekki fann hann aðrar breytingar í fiskunum en tálknaskemmdir þær sem fyrr er getió. Ekki treysti hann sér til þess að greina til fullnustu orsakir tálkna- sekmmdanna en taldi þrjá mögu- leika koma til greina: a) sníkjudýr, einkum Costia. b) óhæft vatn. 3) of kröftuga sjúkdóms- meðferð. Eins og fyrr getur höfðu engin sníkjudýr fundist við fyrri rann- sókn. Þegar bréf Dr. Richards barst var enn gerð sérstök leit að sníkjudýrum, einkum Costia, og þá einnig i kerum þar sem seiða- dauði var nýlega byrjaður en eng- um lækningatilraunum (böðun- um) hafði verið beitt. Ekki fannst eitt einasta sníkjudýr af tegund- inni Costia og þótti þá mega úti- loka að tálknaskemmdirnar gætu stafað af völdum þessara sníkju- dýra, sem ekki hafa fundist hér- lendis. Þar sem borið hafði á seiðadauða í kerum þar sem böð- un hafði aldrei verið beitt, var ekki hægt að kenna lækningaað- gerðum um. Var þá helst talið að einhvers konar efnamengun vatnsins væri líklegust orsök tálknaskemmd- anna. Við efnarannsókn á botn- falli úr inntaksrennum stöðvar- húss á Rannsóknastofnun iðnað- arins kom í ljós talsvert járnmagn eða um 6.1% af þyngd botnfalls- ins. Í fræðiritum um fisksjúkóma er því lýst, að uppleyst járnsölt i vatni geti valdið svipuðum tálkna- skemmdum og þeim, sem fundust i laxaseiðunum í Elliðaárstöðinni. Á því leikur þvi helst grunur að vatn það sem eldisstöðin fær hafi mengast af járnsöltum, sem vald- ið hafi tálknaskemmdum í fiskin- um i stöðinni. Enginn grunur fannst um smit- andi sjúkdóm í þessum seiðum. Dr. Richards ráðlegguf í bréfi sínu frá 15, mars 1977 að halda áfram eldi á þeim seiðum, sem eftir kunna að lifa, þegar taki fyrir afföll í stöóinni. Að undangengnum víðtækum rannsóknum bæði hérlendis og í Skotlandi, sem ekki leiddu i ljós neinn grun um smitsjúkdóm sem öðrum fiski hérlendis gæti stafað hætta af, þótt starfskmönnum Til- raunastöðvarinnar engin ástæða til þess að ráða frá því að þau seiði sem af lifðu yrðu alin í göngustærð. Fisksjúkdómanefnd voru kynntar niðurstöður þessara rannsókna jafnóóum og þær bár- ust. Keldum, 14. júlí 1977. Guðmundur Pétursson. Svo sem sjá má af skýrslu þessari, var lokaniðurstaða sú, að engir smitandi sjúkdómar væru i eldisstöðinni við Elliðaár, og var talið, að seiðadauði stafaði af of miklu járninnihaldi vatnsins, sem til stöðvarinnar berst, og má setja það í samband við vatnsskort, sem verið hefur í vatnsbólum borgar- innar á þessu ári. Ennfremur kemur fram í skýrslunni, að ráðlagt var að ala þau seiði, sem eftir lifáu, upp í göngustærð til sleppingar. 1 sam- ræmi við nýlegar niðurstöður Veiðimálastofnunnarinnar, voru seiðin fyrst sett í tilbúna tjörn á bökkum Leirvogsár, þar sem þeim var haldið í vikutíma, en síðan sleppt i ána til sjávargöngu, en þessi aðferð hefur gefið betri endurheimtur en sú að sleppa seiðunum beint í ána. Fylgst var með seiðunum þennan vikutíma, og voru þau á allan hátt eðlileg og engin vanhöld á þeim. Hafi framkvæmdastjóri Veiði- og fiskiræktarráðs haft áhuga á því að láta erlendan sérfræðing á sinum vegum rannsaka seiðin, þrátt fyrir að fullnaðarrannsókn á vegum réttra aðila hér væri lokið, þá var honum í lófa lagið að koma beiðni þar að lútandi til SVFR. Þetta gerói hann hins veg- ar ekki, og frétti SVFR fyrst um þetta atriði i blaðafregn fyrir fá- einum dögum. Á eftir bókun þeirri, sem er meginefni fréttarinnar í Mbl. 21. þ.m. standa þessi orð: „Samþ. samhljóða í Veiði- og fiskiræktar- ráði 18/7 ’77“. Með þessu er gefið í skyn, að bókunin hafi verið sam- þykkt í ráðinu, en svo var ekki, heldur eiga þessi orð við það, sem á eftir fer í fréttinni, þ.e. áskorun til alþingismanna um breytingar á lax- og silungsveiðilögunum. Virðist hér vera um að ræða til- raun til að blekkja lesendur Morgunblaðsins. Af einhverjum annarlegum ástæðum hafa vissir aðilar reynt að þyrla upp moldviðri vegna seiðadauða f eldisstöðinni við EIl- iðaár í vor. Það er ekkert óvana- legt, að seiði drepist í eldisstöðv- um, en að vísu voru vanhöldin að þessu sinni mikil og bendir allt til þess, að of járnauðugt vatn hafi verið orsökin. Um smitsjúkdóm var ekki að ræða. Þau seiði, sem lifðu, voru eðlileg og skila sér sjálfsagt vel i Leirvogsá, þrátt fyr- ir óvæntan áhuga eins af meðlim- um Veiði- og fiskiræktarráðs á þessari ágætu veiðiá. Reykjavík, 22. júlí 1977 Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri SVFR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.