Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 19
bjarnarsonar var minnzt i árs- skýrslu Rannsóknarstofnana fisk- iðnaðarins 1974 af Sveini Bene- diktssyni. Stefán Jónsson, Hafnarfirði, ræddi um ókjör þau, sem íslenzk- ur fiskmjölsiðnaður yrði að sæta i tollum og vörugjöldum á innflutt- um vélum og tækjum til verk- smiðjanna og tregðu bankanna við fjarútvegun til lagfæringa og endurbóta á fiskmjölsverksmiðj- um. Jónas Jónsson, Valdimar Indriðason og Sigurður Markús- son tóku undir orð Stefáns og töldu brýna nauðsyn á þvi að fé fengist i þessu skyni. Var sam- þykkt að fela stjórn félagsins að leggja hart að stjórnvöldum að afla lánsfjár til endurbóta á verk- smiðjunum. Að lokum þakkaði formaður samstarfsmönnum sinum í FÍF fyrir ágætt samstarf innan félags- ins og stjórninni sérstaklega. ★ Sú mótsögn hefur lengi verið í afskiptum hins opinbera af þess- um málum, að um leið og tekið er undir eðlilegar kröfur um meng- unarvarnir vegna óþefs og reykjarsvælu frá fiskmjölsverk- smiðjum, eru lagðar svo þungar byrðir á verksmiðjurnar við öflun tækja til úrbóta, að með ólíkind- um er. Til dæmis skal á það bent, að aðflutningsgjöld af fiskdælum til losunar loðnu úr skipum eru: 18% tollur, er ekki er um centri- fugal- (miðflóttaafls-) dælur að ræða. Ofan á þetta bætist svo 18% vörugjald og siðan ofan á það 22% söluskattur. Endanlegt verð dælanna til verksmiðja skiptist þannig, að framleiðanda tækj- anna eru greidd 57,93% verðsins, en rikið krefur í aðflutningsgjöld 41,13% af heildarverðinu. Flutn- ingskostnaður og vátryggingarið- gjald er um 1,75% af heildarverð- inu. Engum, sem til þekkir, getur blandazt hugur um það, að hér er um nauðsynleg tæki að ræða til þess að efla fiskiðnaðinn í land- inu, svo hann megi verða sú máttarstoð sjávarútvegsins, sem vera-ber, en sligist ekki undir ofurþunga handahófskenndra skattabyrða. 19. júlí, 1977. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULÍ 1977 19 Athugasemd vegna greinargerðar Sveins Snorrasonar, lögfræðings Skúla Pálssonar Allhörð hrið hefur verið gerð að sjúkdómsgreiningu, sem undir- ritaður starfsmaður Tilrauna- stöðvar háskólans i meinafræði að Keldum átti verulegan hlut að, þ.e. greining smitandi nýrnasjúk- dóms (bacterial kidney disease) í fiskeldisstöð Skúla Pálssonar i Laxalóni. Stór orð hafa ekki verið spöruð, m.a. er haft eftir Skúla Pálssyni i Vísi þann 12. þ.m., að hér sé um lygi og fals að ræða. Ég er sannfærður um að þeir sem til þekkja, munu skilja af hverju ég leiði það hjá mér að elta ólar við þau gífuryrði. Hins vegar ritar lögfræðingur Skúla langa grein, sem birtist í blaði yðar, þar sem sjúkdómsgreiningin er véfengd að þvi er virðist á faglegum grundvelli og vitnar lögfræðing- urinn m.a. i bók um fisksjúk- dóma. Eins og fram hefur komið var framlag mitt ekki merkara en svo, að það fólst einvörðungu i því að staðfesta, að sjúkdóm, sem dr. T. Hástein, erlendur fisksjúkdöma- fræðingur, hafði greint árið áður, væri enn að finna í fiskeldisstöð- inni í Laxalóni. Að vísu virðist lögfræðingnum það ekki fullljóst að endanleg niðurstaða dr. Hásteins var sú að um smitandi nýrnasjúkdóm væri að ræða. Til þess að fylla uppí fremur glopóttar tilvitnanir lög- fræðingsins í bréfaskipti • dr. Hástein skal tekið fram, að þegar i fyrsta bréfi sínu, dags. 9/6 i fyrra, nefnir dr. Hástein fyrst þann möguleika að um langvinn- an smitsjúkdóm kunni að vera að ræða. í öðru bréfi 22/9 ’76 gerir dr. Hástein ítarlega grein fyrir ýmsum umhverfisþáttum, sem hafi áhrif á gang sjúkdómsins. En eins og flestum mun kunnugt geta ýmsir ytri þættir haft veru- leg áhrif á gang smitsjúkdóma og nægir sennilega að minna íslend- inga á sjúkdóma eins og berkla- veiki. Hins vegar má vera að þess- ar bollaleggingar Hásteins hafi villt um fyrir lögfræðingnum en því ætti tæpast að vera til að dreifa um síðasta bréf dr. Hásteins frá 11/1 1977, sem lög- fræðingurinn minnist reyndar ekki á. Þar stendur blátt áfram að sjúkdómsgreiningin hafi verið smitandi nýrnasjúkdómur eða orðrétt: Vár diagnose pá den inn- sendte fisk ble bakteriell nyre- syke. Eins og við byggir dr. T. Hástein sjúkdómsgreininguna á þvi að hann fann sérkennandi sýkla i dæmigerðum vefja- skemmdum. Það er misskilningur hjá lögfræðingnum að dr. Hástein hafi ekki mátt greina sjúkdóminn án þess að rækta sýkilinn. Það er alkunna að erfitt er að rækta hann. Til dæmis kveður Bullock svo að orði í bók um sýklasjúk- dóma í fiskum, sem ritstýrt er af Snieszko og Axelrod, að vegna þess hve erfitt sé að rækta sýkil- inn sem veldur smitandi nýrna- veiki sé sjúkdómsgreining byggð á smásjárskoðun á sýnum úr vefjaskemmdum. Þess má geta að þekkt eru fíeiri dæmi um smit- sjúkdóma bæði hjá mönnum og skepnum er slikt gildir um. Það er mörg bókin. Dr. Richards, erlendur fisk- sjúkdómafræðingur við Háskól- ann í Stirling, samstarfsmaður höfundar þeirrar bókar er lög- fræðingurinn vitnar til, staðfesti síðar greiningu okkar á efnivið sem honum var sendur og fannst raunar myndin það dæmigerð að hann falaðist eftir frekari sýnum til að nota við kennslu. Það kann að vera álitamál hversu marga erlenda fisksjúk- dómafræðinga þurfi að kalla til, svo að skjólstæðingur Sveins Snorrasonar sætti sig við niður- stöðurnar. Eftir síðustu fregnum virðist ekki þörf á fleirum. A.m.k. fæ ég ekki lagt annan skilning í þá staðreynd að hinir ágætu fisk- sjúkdómafræðingar Dana skyldu allir með tölu sniðgengnir og þess i stað boðið hingað hr. statsbiolog Frank Bregnballe, forstöðumanni tilraunaeldisstöðvar. Það skal tek- ið fram að mér var ekki kunnugt um veru hr. Bregnballe hér fyrr en ég heyrði fregnir í útvarpi af blaðamannafundi hans. Allar vangaveltur um það hversu ég kynni að hafa tekið honum eru því dæmdar til að vera ófrjóar. Ég skal fúslega viðurkenna, að ég er þakklátur Sveini Snorrasyni og skjólstæðingi hans fyrir að hlifa kurteisi minni við þeirri þol- raun að taka á móti hr. Bregn- balle eftir þá sérkennilegu hátt- visi hans að draga sjúkdómsgrein- ingu mina í efa opinberlega án þess að gera tilraun til að bregða sér yfir Vesturlandsveginn til að kynna sér á hverju hún byggðist. Þó verður framkoma hans gagn- vart mér, innfæddum „sérfræð- ingi“, að teljast höfðingleg miðað við þá háttvisi, sem hann sýndi erlendum fisksjúkdómafræðing- um, sem ekki hafa einu sinni tök á þvi að bera hönd fyrir höfuð sér. Ekki vil ég draga það í efa, að hr. Bregnballe hafi ekki tekizt að finna smitandi nýrnaveiki i þeim 13 laxaseiðum, sem hann athugaði úr þeim aldursflokki, sem sjúkdómurinn hafði verið greinur í. Sú niðurstaða kæmi vel heim við þá staðreynd að bæði einkenni og seiðadauði í þessum sjúkdómi er mjög mismunandi eftir ýmsum ytri aðstæðum. 1 þessum faraldri viðast nokkuð greinilegar sveiflur í skúkdóms- ganginum, ef treysta má þeim upplýsingum sem fengizt hafa. Þannig virðist seiðadauðinn hafa verið mestur í fyrravor er Skúli Pálsson varð að sögn fyrst var við sjúkdóminn. Þegar okkur barst loksins staðfesting á þessari sjúk- dómsgreiningu í janúarmánuði s.l. voru tekin sýni og fundust þá ekki merki um sjúkdóminn. Hins vegar fannst hann við endurtekn- ar sýnatökur í byrjun og lok apríl. Vandinn er hins vegar sá að með- an ekkert er að gert er smitið áfram til staðar og sjúkdómurinn getur þvi blossað upp hvenær sem er. Fiskar geta verið heilbrigðir smitberar og ekki eru tiltækar velþróaðar aðferðir til að leita þá uppi. Lögfræðingur Skúla gagnrýnir að ekki hafi verið fylgzt frekar með gangi sjúkdómsins i stöðinni. Ástæður fyrir því eru margþætt- ar. Fyrst og fremst skal nefna, að ég tali eftir að sjúkdómurinn hafði verið staðfestur og Fisk- sjúkdómanefnd gert tillögur til ráðuneytisins um varnaraðgerðir, að þær aðgerðir drægjust ekki svo á langinn. Enda verður að telja að allur dráttur auki á þá hættu sem nærliggjandi eldisstöðvar, svo og ár og vötn, eru í. Varðandi athugasemndir á öðr- um stöðvum skal þess getið, að seiði, einkum laxaseiði, hafa verið athuguð frá eldisstöðvunum í Kollafirði, við Elliðaár, að Öxna- læk, Laxamýri, við Grafarlæk og Sauðárkrók og ekkert fundizt er bendi til smitandi nýrnaveiki. Einnig má geta þess að áhugasam- ir veiðimenn hafa nú sem fyrr sent laxa sem sýnt hafa einhver ytri sjúkdómseinkenni til rann- sóknar. Til þessa hafa ekki fund- izt merki um smitandi nýrnaveiki í þeim. Þessi staðreynd ætti væntanlega að verða lögfræðingn- um og skjólstæðingi hans til upp- örvunar, þar eð líklegt má nú telja að unnt verði að útvega sótt- hreinsuð hrogn úr stöð þar sem sjúkdómsins hefur ekki orðið vart, svo að Skúli Pálsson geti beint orku sinni i annan og far- sælli farveg en nú, þegar sjúk- dómnum hefur verió útrýmt úr stöð hans. Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp vegna þessarar sjúk- dómsgreiningar og notar Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður það til þess að setja fram þá skoð-) un að þörf sé á rannsókn a stjórn veiðimála hér á landi og afskipt- um veiðimálayfirvalda af málefn- um Skúla i Laxalóni. Þetta nefn- ist að hengja bakara fyrir smið. Mér sýnist aó lögfræðingnum ætti að nægja að fara fram á opinbera rannsókn á því sem um er deilt, þ.e. hvernig staðið hefur verið að athugun á þesum smitandi nýrna- sjúkdómi allt frá þvi aó hans varð fyrst vart i fyrra vor til þessa dags. Kjósi lögfræðingurinn og - skjólstæðingur hans þá leið frem- ur en að hlíta þeim ráðum að reyna að útrýma sjúkdómnunj og hefja laxeldi að nýju, skal ekki standa á mér að leggja fram þau gögn, sem ég hef undir höndum. Reykjavik, 20. júlí 1977. Guðmundur Georgsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.