Morgunblaðið - 28.07.1977, Page 32

Morgunblaðið - 28.07.1977, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 Landkynningarmynd hlýtur viðurkenningu NÝLEGA var frumsýnd fyrir fréttamenn og ferða- skrifstofufólk ný land- kynningarmynd, „They Should’t Call Iceland, Ice- land,“ en hana gerðu bandarísku kvikmynda- tökumennirnir Ingeborg og Fritz Kahlenberg fyrir Flugleiðir og Ferðamála- ráö íslands. Dvöldu Kahlenberg-hjónin hér á landi í fyrrasumar og haust við töku myndarinnar. Þessi mynd hafði þegar fyrir þessa frumsýningu hlotið þrjár veigamiklar viðurkenningar og mun ákveðið að senda hana á kvikmyndahátíðina í Fen- eyjum í haust sem frainlag Bandaríkjamanna, þar eð þeir sem tóku myndina eru Bandaríkjamenn Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við frum- sýninguna í New York má sjá Kahlenberg-hjónin ás- amt John J. Loughery forstöðumanni Flugleiða í borginni og Ólafi Sigurðs- syni sem veitir forstöðu íslenzku ferðaskrifstofun ni í New York. IBUÐARHUSIÐ að KOLVIÐARHÓLI var rifið í síðustu viku og er nú aðeins slétt jörð, þar sem hér á árum áður var glæsilegt býli og gisti- staður luinna ferðalanga. Húsið mun hafa verið byggt um 1920 og var þar bóndabýli og gisti- staður, þar til íþróttafélag Reykjavíkur eignaðist húsið og hafði þar aðstöðu í mörg ár. Fyrir rúmum áratug keypti Reykjavíkurborg siðan húsið, en það hefur nær ekkert verið notað siðustu árin. Var húsið orðið gjörónýtt og þvi ákveðið að rifa það, þar sem búið var að eyðileggja þar allt sem hægt var að eyðileggja og það orðið hættulegt mönnum og skepn- um. * Nýju myndina tók RAX i vik- unni er verið var að fjarlægja síðasta spitnabrakið, en teikningin sýnir hvernig um- horfs var við Kolviðarhól með- an reisn var þar mest. A sunnudag lögðu 250 farþegar upp I ferð til Costa del Sol með Utsýn, sem nú hefur aukið sætarými, því að tekin hefur verið á leigu DC-8 þota Flugleiða f nokkrar Spánarferðir. Farþegarnir dveljast I Torremolinos og Fuengirola, en jafnmargir Islendingar munu ekki áður hafa ferðast I einum hóp til sólarlanda. AKUREYRI: Hótel KEA opnar matstofu NVLOKIÐ er nú miklum breytingum og endurbyggingu í kjallara og á fyrstu hæð Hafnar- strætis 89, þar sem áður var Kjöt búð KEA og Matstofa KEA. Um miðjan júli s.I. opnaði Hótel KEA þar svo matstofu undir nafn- ínu Súlnaberg. Hún er rúmgóð og vistleg og geta um 150 manns setið þar til borðs í einu. Með þessum framkvæmdum er lokið fyrsta áfanga stækkunar og endurbyggingar Hótel KEA. Myndin er frá hínum nýopnaða stað. — Namibía und- ir járnhæi kyn- þáttakúgunar Framhald af bls. 28 Sl. áratug hafa gengið nokkr- ar öldur pólitískra réttarhalda yfir Namibíu. Þótt undarlegt megi virðast í ljósi hins aukna skæruhernaðar í norðurhluta Namibiu eftir lok borgara- stríðsins í Angóla 1976, þá hef- ur lítið verið um réttarhöld, þar sem handteknir skæruliðar hafa komið við sögu. Þetta kann að benda til, að skærulið- ar, sem nást, séu annaðhvort sendir í ótakmarkað varðhald eða dæmdir á laun. Ekki er neinn vegur að koma tölu yfir þá, sem sitja um óákveðinn tíma í gæzluvarð- haldi fyrir pólitiskar sakir skv. ýmsum öryggislögum. Yfirvöld í Namibíu gefa ekki upp nöfn varðhaldsfanga né tilkynna þau fjölskyldum þeirra um hand- tökuna. Flestir eru þessir fang- ar þvi án sambands við um- heiminn (incommunicado). Samt er vitað, að 303 menn voru hnepptir I varðhald i Ovambolandi skv. tilskipun R.17 einni saman 1972. Af þeim voru einungis 128 siðar ákærðir og dæmdir. önnur slik bylgja reið yfir Namibíu árið 1974, þegar margir stuðningsmenn æskulýðssamtaka SWAPO voru teknir höndum, og síðla árs 1975, þegar yfir 200 meðlimdir SWAPO og NNC voru settir undir lás og slá eftir morðið á fyrrnefndum ráðherra, Elifas. Flestir pólitískir fangar frá Namibíu eru hafðir í fangelsi á hinni alræmdu Robben-eyju, fyrir utan Cape Town. Hún var áður holdsveikranýlenda, og þangað hefur S-Afrikustjórn löngum sent pólitíska fanga sina. Kvenfangar eru hafðir i fangelsinu í Kroonstad. Fangarnir frá Namibiu sæta sérstaklega harðneskjulegri meðferð af hálfu yfirvaldanna. Þeir eru aðgreindir eftir kyn- þætti sínum og hljóta þeim mun verri aðbúnað sem dómur þeirra er þyngri. Allir fangar A-Afríkustjórnar eru flokkaðir skv. þjóðfélagslegri eða póli- tiskri fortíð sinni eða glæpa- ferli. Fjórir flokkar, A til D, ákvarða gerð fæðu, fatnaðar og „hlunninda". A.m.k. í byrjun fara flestir pólitískir fangar i D-flokk, lægsta stigið, sem venjulega er ætlað margföldum glæpamönnum. Fæstir namibískra fanga fá meira en eina heimsókn á ári frá fjölskyldum sinum, sem oft- ast búa í Ovambolandi, 1500 km. frá Robben-eyju eða Kroonstad. Jafnvel við slikar heimsóknir er mönnum ekki leyft að komast í snertingu við gesti, heldur fá þeir aðeins að sjást í gegnum glervegg og tala saman um sima. „Amnesty International telur fangeisisaðstæður pólitiskra fanga frá Namibíu ákaflega slæmar, ekki aðeins vegna þess, hve örðugt er um heimsóknir, heldur vegna þess, að markmið þessarar stefnu virðist vera það að neita Namibiumönnum um sjálfan réttinn til að tilheyra þjóð sinni.“ Ýmsar fleiri hömlur eru lagð- ar á fangana, s.s. með ritskoðun allra bréfa og banni við notkun útvarps og blaða, svo að þeim berist engar fréttir af gangi stjórnmálanna. Vegna hins lélega fæðis og kalda loftslags á Robben-eyju er vitað, að margir fangar búa við mjög slæmt heilsufar. (frh.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.