Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 29

Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 29 FRA LEIBBEIHINGASTOÐ HUSMÆflRA Hámeri „Fisksalinn minn mælti ein- dregið með þvi að ég keypti hámeri í matinn, en hvernig er nú best að matreiða hana?“ Þessi spurning barst til Leið- beiningastöðvarinnar frá manni hér i bæ. I bók Bjarna Sæmundssonar „Fiskarnir" segir að hámeri veiðist við og við með öðrum fiskum í net og á öngul en sér- staklega mun hún hvergi veidd. Ennfremur segir að fiskurinn af henni sé stórgerður og rauð- ur af blóði líkt og kjöt land- dýra. Hún var étin hér á landi áður fyrr hert og söltuð en þótti víst enginn sældarmatur. Roðið var haft í skó og hryggurinn í göngustafi eða einstakir liðir hans í sparlakahringa. Hámeri er stór fiskur. Hún er oftast 2—3 m á lengd en getur orðið allt að 6 m. Engin bein eru í fisknum þegar búið er að fjarlægja hryggbeinið. Það gera fisksalarnir sem hafa há- meri á boðstólum, ennfremur skera þeir fiskinn úr roðinu og fjarlægja dökkleitu vöðvana við hryggbeinið, þar sem renmubragð getur verið af þeim. Um það skal ekki fullyrt hér hvernig hámerin bragðst söltuð og hert eins og lýst er í bók Bjarna Sæmundssonar en hún er herramannsmaður ef hún er soðin eða steikt ný. Það er skemmtileg tilbreyting að mat- reiða einstaka sinnum eitthvað annað en ýsuflök, og er hér með eindregið mælt með þvi að menn notfæri sér þennan ágæta fisk þegar hann er á boð- stólum. Hámeri kostar 350 kr. hvert kg, en það er drjúgur matur, þar sem ekkert fer til spillis. Gott er að skera fiskinn i 2 cm þykkar sneiðar og velta þeim upp úr eggi og siðan brauð- mylsnu kryddaðri með salti og pipar. Steikja skal sneiðarnar á pönnu í 15 mín., heldur lengur en annan fisk. Gott er að bera fram sítrónur skornar í báta með fiskinum og gúrkusalat eða annað hrásalat. Einnig má velta sneiðunum upp úr hveiti og steikja þær eins og buff og bera þær fram með brúnuðum lauk. Ennfremur má sjóða sneiðarnar eins og annan fisk og láta lárviðarlauf og heil piparkorn í soðið. Fisksneiðarn- ar eru soðnar í 10 min. og born- ar fram með karrýsósu. Þótt fiskurinn sé grófgerður bragð- ast hann svipað og rækjur og humar. Það væri tilvalið að nota hann í majonessalöt. Það má leggja fiskinn í mysu blandaða með mjólk 'A — 1 klst. áður en hann er matreiddur, hann verður þá bragðbetri. Samkvæmt matreiðslubókum er unnt að búa til fiskdeig úr hámeri, bragðbæta það með rifnum lauk og móta úr þvi bollur sem steiktar eru á pönnu. Jafnvel mætti reykja fiskinn eins og lax og nota sem álegg ofan á brauð. S.IL Hjólhýsaeigendur Eigum fortjöld á: Monza 1200 L, Cavalier 1200 S, Cavalier 1200 T, Bailey 1300, Bailey 14/430 Sprite Musketeer. Universal — fortjöld 10,5 fm á allar gerðir hljólhýsa. Forstofu — tjöld á allar gerðir hjólhýsa 1 00% gerviefni, sterk grind, þola vetrarveður. Gestaklefar í fortjöld Tjaldbúðir h/f iSSSSia 7. IMý sending Léttar pilsdragtir og buxnadragtir. Gott verð. Ný kjólasending, pilt, síðbuxur og blússur, í stærðum 36—48. Dragtin Klapparstíg 37. Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa til 16. ágúst. Verzlunin verður opin eins og venjulega. ÚTBOÐ STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir 18 fjölbýlishús í Hólahverfi í Reykjavík. Samtímis óskar Reykjavíkurborg eftir tilboðum í gerð stíga sem umlykja svæðið. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlíð 4, Reykjavík gegn 20.000. — kr. skilatryggingu miðvikudaginn 27. júlí 1977. Tilboðin verða opnuð 8. ágúst 1 977. 4 " > r> \ A Gerið u\ fyrir ferðalagið Leyft Okkar verð verð Ora fiskbollur 1/1 dós.....................306 275 Niðursoðnar ferskjur og perur 1/1 dós .....351 315 KEA kjötbúðingur V2 dós ...................372 *|34 Libby's bakaðar baunir V2 dós ............210 Grillkjúklingar 1 kg..................... 1193 1109 Maarud kartöfluflögur 1 00 gr. poki ..... 284 Zbö Lindu og Síríus <«n-i rjómasúkkulaði 100gr. stk................. 207 lO# KJ sardinur i tómat-olíu 106 gr. dós ..... 1 62 145 SVIÐ, HANGIKJÖT, PYLSUR, HARÐFISKUR, NIÐURSNEITT ÁLEGG OG NÝIR ÁVEXTIR. Þetta eru aðeins fáein verðsýnishorn. einnig verðsamanburð sem sést á tvöföldum verðmerkimiðum er sýnir leyft verð og okkar verð. Ath: Opið til kl. 10 föstudag_______________________ V Vörumarkaöurinnhf. Sími 86111.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.