Morgunblaðið - 28.07.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.07.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 Hrauneyjafoss- virkjun boðin út „SAMKVÆMT orkuspá Landsvirkjunar veröur fyrri vél Hrauneyjarfoss- virkjunar að taka til starfa í síðasta lagi árið 1982“. Þannig segir m.a. í frétta- tilkynningu frá Lands- virkjun, en útboða í virkj- unina verður leitað innan skamms. Útboðsgögn fyrir tvær 70 mw vélasamstæður með tilheyrandi útbúnaði verða látnar væntanlegum bjóðendum í té frá og með 2. ágúst nk. og ráðgert er að útboð á byggingavinnu fari fram á næsta vetri. Fréttatilkynning Lands- virkjunar fer hér á eftir: Framhald á bls. 24. Verðlagsstjóri: Kemur til greina að kæra ef lögbrot verða „ÉG á nú ekki von á þvf að mennirnir fari almennt að brjóta lögin, en komi til þess, þá mun verðlagsskrifstofan að sjálfsögðu grípa til viðeigandi ráðstafana," sagði Georg Ölafs- son verðlagsstjóri f samtali við Mbl. f gær, er hann var spurð- ur, hver yrðu viðbrögð verð- lagsyfirvalda, ef félagar f Sam- bandi málm- og skipasmiðja og rafverktakar færu út f það að hafa taxta verðlagsnefndar um hámarksverð útseldrar vinnu að engu. Þegar Mbl. spurði hann hvað hann ætti við með viðeigandi ráðstöfunum svar- aði verðlagsstjóri því þá til að t.d. kæmi til greina að kæra stjórnir sambandanna. Verðlagsnefnd hefur nú ákveðið að gefa sjálf út tilkynn- ingar um hámarksverð seldrar vinnustundar málmiðnaðar- manna, bifvélavirkja og raf- virkja. Sjö hjálparsveitar- menn á námskeið og fjallgöngur í Sviss t NÆSTU viku munu sjö félagar úr Iljálparsveit skáta í Reykjavfk halda til Austurríkis, Sviss og Frakklands og dvelja þar í mán- aðartíma. Þar munu beir m.a. Reykjavík: Sjö hlutu meidsli í um- ferðinni í gær TVÖ slys urðu f umferðinni í Reykjavík f gærdag. 1 öðru þeirra var um að ræða mjög harðan árekstur milli tveggja fólksbifreiða á mótum Fells- múla og Háaleitisbrautar, þar sem flytja varð sex manns í slysadeildina. Þar slasaðist mest kona, sem talin var við- beinsbrotin báðum megin og með sprungna mjaðmargrind. Hitt slysið varð á Reykjanes- braut rétt sunnan brúnna yfir Elliðaár, þar sem ekið var á 13 ára stúlku, sem þar var fót- gangandi og mun hún hafa lærbrotnað. taka þátt f námskeiðum varðandi ýmis tæknileg atriði fjalla- mennsku, auk námskeiðs í björg- unartækni á jöklum. Einnig ætla þeir að klffa nokkur nafnkunn- ustu fjöll Alpanna s.s. Matter- horn, Eiger og Mont Blane. Allt eru þetta reyndir fjall- göngu- og björgunarsveitarmenn og hafa tveir þeirra m.a. áður tekið þátt i Alpaferðum og klifið þar fjöll eins og Matterhorn og Mont Blanc og tekið þátt í nám- skeiðum i ýmsum atriðum björg- unarsveitarstarfs. Þeir félagar hafa æft mjög vel allt síðastliðið ár fyrir þessa ferð og eru því örugglega mjög vel undirbúnir. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur gert það að árvissum at- burði hjá sér að ýmist senda eða styrkja félaga sveitarinnar til námskeiðsferða erlendis i ýmsum þáttum björgunarsveitarstarfs, en þetta er stærsti hópur sem fer í einu í slíka æfingarferð. Auk þess að hafa tekið þátt í námskeiðum í fjallabjörgun, sjúkrahjálp, stjórn- un og námskeiðum í snjóflóða- vörnum hafa félagar sveitarinnar klifið nokkur nafnkunnustu fjöll Evrópu. Jóns Amasonar minnst í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins í gær A MANAÐARLEGUM fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var I Alþingishúsinu í gær, minntist Gunnar Thorodd- sen, formaður þingflokksins, Jóns hcitins Arnasonar, þing- manns Vestlendinga og formanns fjárveitinganefndar Alþingis, sem lézt fyrir skömmu. Viðstadd- ir þingmenn flokksins heiðruðu minningu hins látna þingflokks- bróður með því að rfsa úr sætum. Fara orð Gunnars Thoroddsen hér á eftir: ,,Frá því er við héldum hér fund síðast hefur einn úr okkar hópi fallið í valinn, vinur okkar* Jón Árnason. Jón var virkur maður í Sjálf- stæðisflokknum frá unga aldri og 1959 var hann kosinn á þing. Dugnaður hans og drengskapur skópu honum traust og vinsældir. Eftir að hann var kjörinn for- maður fjárveitinganefndar Al- þingis árið 1963 óx hann enn að áliti. Þar nutu sín vel vandvirkni hans og festa, samfara þeirri lip- urð og ljúfmennsku, sem leystu margan vanda og olli því hve mönnum varð hlýtt til hans. Við söknum þessa mannkosta- manns og minnumst Jóns Árna- sonar með virðingu og þakklátum hug. Við sendum Ragnheiði konu hans og öðrum ástvinum innileg- ar samúðarkveðjur." Llkan af Hrauneyjafossvirkjun „Mótmæli ad sá sérfræd- ingur sé ráðinn sem ekki er faglega hæfur” - segir Birgir Guðjónsson læknir EINS OG fram hefur komið í fréttum hefur Birgir Guðjónsson iæknir kært ráðningu (Þórðar Ilarðarssonar) f stöðu yfirlæknis við lyflæknisdeild Borgarspítal- ans og f frétt f Mbl. í gær var haft eftir landlækni að kæra Birgis væri byggð á röngum forsendum. Blaðið sneri sér til Birgis Guð- jónssonar og bar undir hann þessi ummæli. Birgir sagði að það sem málið snerist fyrst og fremst um væri það atriði hvort Þórður Harðar- son væri sérfræðingur í lyflækn- ingum ásamt hjartalækningum, en með 4 ára námi verða menn sérfræðingar annað hvort i lyf- lækningum eða undirgreinum. Sagði hann að skv. auglýsingu í Lögbirtingablaðinu 16. apríl 1975 Lík Steingríms fannst talsvert frá slysstaðnum hefði heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið gefið út leyfis- bréf handa dr. Þórði Harðarsyni til að mega kalla sig sérfræðing i hjartalækningum og starfa sem slíkur, og skv. læknaskrá 1976 út- gefinni af landlækni væri Þórður Harðarson tilgreindur sem sér- fræðingur í hjartalækningum. Samkvæmt þeirri sömu skrá, sagði Birgir, er Þórður Harðarson sá eini af 12 hjartalæknum sem ekki væri jafnframt lyflæknir Samkvæmt 5. grein læknalaga nr. 80 frá 1969 segir að enginn læknir megi kalla sig sérfræðing nema hann hafi leyfi ráðherra: — „Læknir á rétt til að kalla sig sérfræðing, ef hann sannar fyrir læknadeild háskólans, að hann hafi lokið tilskildu sérfræðinámi og landlæknir mælir með leyfis- veitingunni.“ í álitsgerð landlæknis, sagði Birgir, segir orðrétt um umsækj- endur: Ailir eru þeir viðurkennd- ir sérfræðingar í lyflækningum, ásamt einni undirgrein.“ Á fundi læknaráðs hinn 10. nóvember ’76 þar sem fjallað var um stöðuveit- inguna var spurt hvort Þórður hefði öðlast viðurkenningu í lyf- lækningum til viðbótar viður- kenningu í hjartalækningum. Formaður stöðunefndar lækna- ráðsins svaraði því til að hann vissi ekki betur en að Þórður væri einnig sérfræðingur i lyflækning- um. Þarna hefur því tvisvar verið haldið fram að Þórður væri sér- fræðingur i lyflækningum ásamt hjartalækningum. Þá vitnaði Birgir Guðjónsson aftur til læknalaganna þar sem segir í 15. grein: Hvers konar skottulækningar eru bannaðar hér á landi. Það eru skottulækn- ingar: ef læknir sem ekki hefur sérfræðingsleyfi kallar sig, aug- lýsir sig eða gefur á annan hátt í skyn að hann sé sérfræðingur og gildir hið sama um sérfræðing ef Framhald á bls. 24. Stjórn Borgarspítalans: Ekki ástæða til ad endurskoða stöðuveitínguna Steingrlmur Guðjónsson. LlK Steingrfms Guðjónssonar, sem féll útbyrðis úr gúmbát við Purkey á Breiðafirði sfðastliðinn mánudag, fannst sfðdegis f gær. Höfðu straumar borið líkið tölu- vert frá slysstað er leitarbátur fann það. Leitarflokkar frá Ólafs- vfk, Stykkishólmi og Akranesi leituðu Steingrfms. Steingrímur heitinn var sjötugur að aldri, til heimilis að Bárugötu 6 í Reykjavik. Dieselolía hækkar um eina krónu 1 dag hækkar dieseiolfa á bifreiðar um eina krónu. Er þessi hækkun tilkomin vegna kauphækkana hér innanlands. STJÓRN Borgarspftalans fjallaði á fundi sínum f gær um bréf Birgis Guðjónssonar læknis, þar sem hann kærir ráðningu Þórðar Ilarðarsonar f stöðu yfirlæknis lyflæknisdeildar við Borgar- spftalann. Samþykkti stjórn spft- alans á fundi sfnum greinargerð, sem f dag verður send borgarráði UM 60 rafvirkjar hjá Rafmagns- veitum rfkisins eru nú í verkfalli hjá Rafmagnsveitum rfkisins og sagði Kári Einarsson hjá RARIK í gær að verkfall þeirra hefði hægt verulega á eða lamað ýmsar framkvæmdir á vegum stofnunar- innar. — Verkfall þeirra kemur einkum niður á uppsetningu raf- búnaðar í orkuverum og aðveitu- stöðvum og lögnum f innanbæjar- kerfum, sagði Kári Einarsson. og borgarlögmanni. Sagði Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgarspftalans, f gærkvöldi að kjarni þeirrar greinargerðar væri að stjórn spítalans sæi ekki ástæðu til að endurskoða stöðu- veitinguna. — Ekkert hefur kom- ið fram, sem réttlsdtir slfkt, sagði Ilaukur Benediktsson. Þær aðveitustöðvar, sem hér um ræðir eru e-inkum vegna Norðurlinu, en einnig á Austur- landi og á Patreksfirði. Ekki eru allir rafvirkjar i verkfalli hjá Raf- magnsveitum rikisins þvi hluti þeirra er í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Morgunblaðið hef- ur fregnað að linulagningarmenn íhugi samúðarverkfall með raf- virkjunum, en það fékkst ekki staðfest í gær. Verkfall rafvirkj- anna tefur uppsetn- ingu rafbúnaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.