Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 22

Morgunblaðið - 28.07.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLl 1977 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100. Aðalstræti 6. slmi 22480 Samkeppnisaðstaða útflutningsframleiðslu Ierlendum fjölmiðlum, sem m.a. fjalla um efnahgasmál og alþjóðaviðskipti, hafa undanfarið komið fram hugleiðingar um að Norðurlönd séu að glata samkeppnisaðstöðu sinni á alþjóðamarkaði, ekki sízt vegna hækkandi framleiðslukostnaðar heima fyrir. Þetta sjónarmið kemur og fram í athyglisverðri grein Ólafs Péturssonar i Morgunblaðinu í gær, þar sem hann fjallar um sænsk efnahagsmál og likur á enn frekari gengislækkun sænsku krónunnar. Svíar hafa um langt árabil haft einna hæstar þjóðartekjur á einstakling allra svonefndra velferðarríkja. Þeir hafa jafnframt tileinkað sér hærra stig í þjóðareyðslu, bæðí samneyzlu og einkaneyzlu, en aðrar þjóðir hafa getað leyft sér, utan þær allra bezt settu, varðandi tiltækar auðlindir, tæknivæðingu og verk- kunnáttu Þetta hefur m.a. komið fram í háu kaupgjaldi og háum samfélagslegum sköttum, bæði á atvinnurekstur og einstaklinga, til að standa umdir samfélagslegum kostnaði og yfirbyggingu. Nú er hins vegar svo komið að sænskur útflutningur horfir fram á erfiðari tíma vegna hærri framleiðslukostnaðar og hærra verðlags en gengur og gerist i samkeppnislöndum hans á alþjóðamarkaði Þannig er talið, að sænskar vörur hafi hækkað í verði um 12% umfram verðhækkanir á v-þýzkum samkeppnis- vörum Sænskur útflutningur hefur dregizt saman um sama hundraðshluta frá áramótum 1975—1976. Vöruskiptafjöfnuður Svía, sem var hagstæður um tæplega 7 milljarða sænskra króna árið 1973, var óhagstæður um sömu fjárhæð 1976. í tilvitnaðri grein Ólafs Péturssonar segir m.a., að „sé tekið tillit til þjónustu- viðskipta, þar með talin aðstoð við vanþróuð lönd, teljist við- skiptajöfnuður 1976 óhagstæður um 10,5 milljarða sænskra króna", sem er 3,2% af vergri þjóðarframleiðslu. „Áætlað er að viðskiptajöfnuður verði óhagstæður um 12,5 milljarða á yfir- standandi ári." Um mánaðamótin marz-april sl. var gengi sænsku krónunnar fellt um 6% miðað við v-þýzka markið Gengislækkun þessi er ekki talin hafa náð settu marki og nú ræða sænskir fjölmiðlar í fullri alvöru um nýja gegnislækkun, ekki undir 9%, til að bæta samkeppnisaðstöðu útflutningsframleiðslu landsins og koma i veg fyrir atvinnusamdrátt. Þá er jafnframt rætt um að nauðsyn þess að draga saman opinberan kostnað til að minnka skattbyrð- ina, m.a. á framleiðslunni, til að lækka framleiðslukostnað og styrkja samkeppnisaðstöðu út á við Þá voru kjarasamningar i Svíþjóð í maí-mánuði sl. mjög hógværir, því bæði framleiðendur og launþegar gerðu sér grein fyrir hættum þeim, sem hækkandi framleiðslukostnaður gæti haft í för með sér fyrir samkeppnisað- stöðu útflutningsins og vinnumarkaðinn í heild, en Svium hefur til þessa tekizt betur en ýmsum öðrum iðnvæddum velferðarrikj- um að halda atvinnuleysi í skefjum. Þar í landi voru 53.000 atvinnuleysingjar í maí-mánuði sl., eða 1,3%, og 33.000 manns i atvinnubótarvinnu, sem eru svipaðar tölur og fyrir ári siðan. Rikisstjórnin sænska mun nú huga að tveimur leiðum sem fyrr segir til að létta byrðar útflutningsframleiðslunnar, í samráði við stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðar: annars vegar gengis- fellingu í einni eða annari mynd og hins vegar skattabreytingum. Báðar leiðirnar eru vandfarnar: gengislækkunarleiðin vegna þess, að hún eykur á verðbólgu í kjölfar dýrari innflutnings og skattabreytingin vegna hugsanlegrar andstöðu launþegasam- taka, sem óttast að breyting í þágu atvinnurekstrar verði á kostnað launþega Áhyggjur Svía vegna hækkandi framleiðslukostnaðar og verð- lags í landinu hljóta að vekja aðra til íhugunar. í umræðum um kjaramál hér er oft vísað til þess, að laun séu mun hærri i Svíþjóð en hér. Nú virðast þessi háu laun koma Svium í koll. Verðbólgu- vöxtur í Svíþjóð frá miðju ári 1976 til jafnlengdar 1977 var tæplega tiu af hundraði Verðbólguvöxtur hér á landi á sama tima var hins vegar rúmlega 35%, eftir því sem segir í júnihefti upplýsingarits EFTA, þar sem finna má samanburðartöflu um verðbólguvöxt í EFTA-rikjum. í kjölfar þessarar dýrtíðaraukningar hér á landi komu svo nýgerðir almennir kjarasamningar, sem að sjálfsögðu hafa sín áhrif á framleiðslukostnað og verðlag í landinu Við íslendingar þurfum ekki síður en aðrar þjóðir að hyggja að samkeppnisaðstöðu okkar á alþjóðlegum markaði, varðandi útflutningsframleiðslu þjóðarbúsins. Atvinnuöryggi og lífskjör þjóðarinnar byggjast ekki sízt á þeirri samkeppnisaðstöðu; sölumöguleikum íslenzkrar útflutningsframleiðslu. Framleiðslu- kostnaði hennar verður að halda innan viðráðanlegra marka. Tæknivæðing og vinnuhagræðing skipta þar verulegu máli, ekki síður en hlutfall vinnulauna í framleiðslukostnaði. Sá hluti framleiðslunnar, sem ríkisbúskapurinn tekur til sín í formi marg- háttaðrar sköttunar á atvinnureksturinn, kann og að hafa afger- andi áhrif á rekstrarstöðu framleiðslufyrirtækja og þar með atvinnuöryggið í landinu. Að öllu þessu þarf að hyggja, í Ijósi heimafenginnar reynslu og tiltækrar þekkingar á reynslu annarra þjóða. Það þarf að stefna að auknum stöðugleika og traustleika í íslenzkum atvinnurekstri, ekki sízt við jafn óvissar aðstæður i efnahagslífi þjóðarinnar og nú virðast framundan. Þegar sólin kom í Reykjavík Allirœttu /• r í* z’ ' að fa fri a svona degi „Það er alltaf nóg af arf- anum, blessaóur vertu. Ég er á þessum bletti núna í þriðja sinn í sumar og sennilega á maður eftir að koma aftur. Annars er arfi ekki mikill að þessu sinni, en verkió felst þó að mestu í því að reyta arfa,“ sagði Hjálmur Viggósson, starfs- maður hjá garðyrkju- stjóra, en hann var að snyrta til og fegra á lóð Landakostspítalans er Morgunblaðsmenn voru á rölti um vesturborgina í gær. Hjálmur sagðist vinna 10 stunda vinnudag og væri það vissulega gleðiefni þegar svo viðraði. Sagði hann starf sitt hjá garð- yrkjustjóra aðallega fólgið í því aö fegra og snyrta hina ýmsu grænu reiti við opinberar stofnanir, en einnig væri talsvert um að lagað væri til á einkalóð- um, samkvæmt beiðnum þar um. Hjálmur var á bletti Landakostsspítala við annan mann. Tjáöi hann Mbl. mönnum að hann væri námsmaður og lægi leiðin í Háskóla ís- lands í haust. Á sparkvellinum við vesturenda Ægissíðunnar hittum viö þrjá unga og hressa drengi sem voru í Asgeir Hallgrlmsson, Benedikt Sigurðsson og Gunnar Þór Jóhannsson (Ljósm. Mbl. Emilfa) »1 1 | f Hjálmar Viggósson. skyttukóng. Allir voru þeir 12 ára og nemendur i Mela- skóla. Knattspyrnuna sögðu þeir vera sitt áhuga- mál númer eitt, tvö og þrjú. Ekki voru þeir þó all- ir KR-ingar þótt Vesturbæ- ingar væru. Einn þeirra, Benedikt Sigurðsson, sagð- ist vera Valsari en það mátti reyndar augljóslega sja þar sem hann skartaði fagurrauðri Valspeysunni þarna í KR-hverfinu. Hin- ir, Ásgeir Hallgrímsson og Gunnar Þór Jóhannsson, sögðust báðir æfa hjá KR og keppa þar með 5. flokki C. Benedikt sagðist vera í liði 5. flokks D hjá Val. Eðlilega eiga þeir sér allir uppáhaldsknattspyrnu- menn. Hálfdán Örlygsson og Örn Óskarsson leik- menn með 1. deildar liði KR voru goð Ásgeirs og Gunnars, en Benedikt sagðist hafa mestar mætur á Valsleikmanninum Atla Eðvaldssyni. Þeir félagarnir sögðust enga vinnu stunda í sumar. Benedikt sagðist hafa verið í Vatnaskógi um tíma f sumar og hefði það verið ágætur tími. Allir sögðust þeir hafa verið í sveit áður fyrr en meiningin væri að verja sumarleyfinu í höf- uðborginni í sumar. Á röltinu í Vesturbog- inni í gær trufluðu Morg- unblaðsmenn sólbað fjög- urra fulltrúa veikara kyns- ins á svölum Sörlaskjóls 1. Voru þar samankomnar húsfrúin Aldís Schram og dætur hennar Magdalena og Anna, en sú fjórða var Halla, tveggja mánaða dóttir Magdalenu. Hópur- inn stækkaði síðan nokkr- um augnablikum síðar því þá bættist í hópinn Margrét Schram ásamt börnum sínum. Dagurinn hafði verið vel notaður til sólbaðs, enda veðurfar sem í gær sjald- gæft í Reykjavík í sumar. „Það ætti tvímælalaust að gefa frí allsstaðar þegar svona viðrar svo að menn geti notið veðursins og sól- arinnar,“ sagði Aldís hús- freyja. „Það ættu að vera sjálfsögð réttindi þar sem svo sjaldan viðrar svo vel hjá okkur,“ bætti hún við. Aldls húsfreyja I Sörlaskjóli og Margrét. FIB vítir ríkisstjórnina vegna bensínhækkunarinnar: Höggmynd Gerðar í göngugötunni REYKJAVÍKURBORG keypti í fyrra höggmynd eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara, og hefur borgarráð nú samþykkt að myndin verði sett upp í Austurstræti. Mynd þessa gerði Gerður í Frakklandi og þá úr stein- steypu. Stóð myndin í garði hennar í Cheval Mort og var myndin þar áfram eftir að Gerður seldi húseignina. Eftir lát Gerðar var myndin flutt til íslands ásamt öðrum verkum hennar. Keypti Reykjavíkur- borg verk þetta á síðasta ári og var í samningum kveðið á um að það yrði steypt i varanlegt efni. Hefur myndin nú verið steypt í brons í Noregi og verð- ur sett upp innan skamms í Austurstræti austanverðu, nálægt Útvegsbankanum. Gerður heitin Ilelgadóttir situr f garði sfnum I Frakklandi undir myndinni, sem komið verður fyrir f göngugötunni f Austurstræti. félag sem standa straum af kostnaði við embættið, en það er ekki fjármagnað af kirkjunni. Sr. Gísli Jónas- son tekur við starfinu af sr. Jóni D. Hróbjartssyni, sem var kjörinn prestur í Laugarnessókn í desember s.l. en Gísli Jónasson lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands s.l. vor. Ilinn nývígði skólaprestur, sr. GIsli Jónasson, prédikar f Skál- holtskirkju. Ríkishlutur bensínverðsins dygði fyrir olíumalarvegi allt til Kröflu leggja olíumalarslitlag á þjóðveg- inn frá Reykjavík allt norður til Kröflu. Stjórn F.Í.B. vill benda á að hækkun á benzinverði hefur ver- ið einn af mestu verðbólguvöld- um á íslandi á undanförnum ár- um. Fullyrða má að þessari benzínverðhækkun muni fylgja skriða verðhækkana á íslenzkum framleiðsluvörum. Stjórn F.I.B. krefst þess jafn- framt að ríkisstjórnin láti nú þeg- ar fara fram heildarendurskoðun á skattlagningu bifreiða og rekstrarvara til þeirra, með það fyrir augum að tekjum rikissjóðs af umferðinni verði skilað aftur til vegaframkvæmda. komið á sumarið 1974 og eru það Kristileg skólasam- tök og Kristilegt stúdenta- MORGUNBLAÐINU hefur borizt samþ.vkkt Félags fsl. bifreiðaeig- enda sem gerð var á skyndifundi stjórnar félagsins um bensfn- hækkunina f gærdag. Stjórn Félags islenzkra bif- reiðaeigenda samþykkir að vita rikisstjórnina harðlega fyrir að ákveða 8 kr. hækkun á verði benzinlítra og auka með þvi enn meir þá féflettingu sem hún fremur á íslenzkum bifreiðaeig- endurn. I ár (1977) munu heildartekjur ríkissjóðs af benzínsölu nema um 5,4 milljörðum króna, en þar af verður aðeins 2,4 milljörðum skil- að aftur til vegaframkvæmda. Fyrir þá 3 milljarða sem’ríkis- sjóður féflettir bifreiðaeigendur um á þessu ári væri hægt að Biskup tslands, herra Sigurbjörn Einarsson, vígði s.I. sunnudag Gísla Jónasson, cand, theol. til starfs skólaprests. Fór at- höfnin fram í Skálholts- kirkju og var kirkjan þétt- setin. Víglsu lýsti sr. Jónas Gíslason og vígsluvottar voru sr. Arngrímur Jóns- son, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Heimir Steinsson og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Skólaprestsembætti var Skólaprestur vígð- ur í Skálholtskirk ju „Yfirlýsingar starfs- fólksins komu á óvart” f — segir Aslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri — VIÐ vissum ekki annað, en starfsfólkið hefði gert sig ánægt með þau laun, sem það fékk fyrir júnfmánuð og því konia yfirlýs- ingar þess í fjölmiðlum okkur algjörlega á óvarl, sagði Aslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ilótel Ileklu, er Morgunblaðið spurði hana í gær álils á blaðamanna- fundi. seni starfsfólk hótelsins efndi til í fyrradag. —A ,,prósentuhóteli“ gilda önn- ur viðhorf en á hóteli, sem rekið er með gamla laginu, sagði Áslaug. — Þar verður starfsfólkið að taka þátt í rekstrinum og ekki bara að hugsa um að hirða sinn skerf af ágóðanum, en vilja síðan ekki taka þátt þegar verr gengur. Spurningin er hvort starfsfólk á ,,prósentuhótelum“ skuli heldur teljast til atvinnurekenda eða launþega. yarðandi uppsagnar- frestinn vil ég segja það að e.t.v á þetta fólk rétt á hálfs mánaðar uppsagnarfresti, en ekki aðeins viku. Þar getur verið að okkur hafi orðið á mistök, en það kemur þá i ljós. Ljóst var að samstarfið gat ekki haldið áfram, eins stirt og það var orðið og því var upp- sögn eina leiðin. — Um þær fullyrðingar að Framhald á bls. 24. Harry Golombek: Einvígi þeirra Spasskys og Portisch í Genf Er níu af sextán einvfgis- skákum þeirra Spassk.vs og Portisch hafa verið tefldar hér I Genf, hefur spennan aldrei verið meiri. Ögerlegt er að spá fyrir um úrslit I þessu hntfjafna einvfgi þeirra Boris Spasskys, sem hef- ur þegar sýnt I nokkrum skáka sinna að hann getur enn teflt eins vel og á síðasta áratug, er hann vann sig upp f tölu hinna sterkustu stórmeistara, og ung- verska stórmeistarans Lajosar Portisch, sem nýtur hvarvetna virðingar fyrir hina miklu og alhiiða þekkingu sina á skák. Báðir hafa stórmeistararnir þegar sýnt sfnar beztu hliðar og einnig hafa þeir báðir gefið höggstað á sér. Spassky virðist þreytast fljótt, og það sem verra er, hann gerir sér grein fyrir þessum veikleika sinum. Einnig hefur hyrjanaval hans þótt all tvieggjað á köflum. 1 báðum tapskákum sinum hefur Portisch sýnt að hann kann illa við sig i vörn, þó að hann geti auðvitað nýtt sér þær árásir andstæðingsins, sem eru af fljótfærnisiegra taginu og einn- ig er hann fullfær um að refsa andstæðingnum fyrir að tefla á tvær hættur. Ilann virðist hins vegar missa allt sjálfstraust er hann verður að mæta vel undir- búinni sókn af hálfu Spasskys. Tvær sfðustu skákir gefa mj«g gðéa mynd af kostum og göllum hvors fyrir sig. 1 átt- undu skákinni beitti Spassky gömlu og jafnframt vafasömu afbrigði af mótteknu drottning- arbragði. Portisch nýtti sér þetta vægðarlaust og sigraði ör- ugglega. Er skákinni var lokið sagði Spassk.v mér að staða hans hefði verið töpuð eftir 14 leiki. Ilarry Golombek, yfirdómari einvfgisins og fréttaritari Morgunblaðsins á staðnum. Níunda skákin var mjög ólík þeirri áttundu og frábærlega tefld af hálfu Spasskys. Ilann sótti glæsilega að kóngi and- stæðingsins, f dæmigerðri spænskri byrjun. Svo vel tókst honum sóknin að mér kæmi ekki á óvart ad leið sú sem Spassky valdi gegn Breyer af- brigði Portiseh yrði endurtekin i mörgum skákum ogtalin rétta leiðin til þess að mæta afbrigð- inu. Portisch tókst ekki að finna neitt sem ifktist full- nægjandi vörn og ég er á þcirrl skoðun að hann hefði átt að gefast upp miklu fyrr. Staðan er þvi enn jöfn 4M:4'/í og báðir hafa allt að vinna. Það má þó ekki gleymast, að þrátt fyrir glæsilegan sigur sinn I siðustu skák var Spassky orðinn mjög þreyttur undir lok hennar. E.t.v. jafngildir slfkt vinnings forskoti fyrir Portisch því að ef úthaldið ræður úrslitum ætti ungverski stórmeistarinn að sigra. Hvorugur reyndi að vinna Níunda einvígisskák þeirra Korehnois og Polugaevsk.vs í undanúr- siitum áskorendaeinvígj- anna í skák var tefld í Evian í gær. Hvorugur stórmeistar- anna reyndist vera í bar- áttuhug og þeir sættust á jafntefli eftir aðeins nítján leiki. Korchnoi hefur því enn fjögurra vinninga forskot í einvíg- inu og nú þarf hann að- eins tvo vinninga til við- bótar til þess að tryggja sér sigur, en einvígið er alls 16 skákir. Stórmeist- arinn landflótta hefur nú hlotið 6Yi vinning, en Polugaevsky, fyrrum samlandi hans, aðeins 2'A. Næsta skák verður tefld á laugardaginn, þá hefur Polugaevsky hvítt og mun senniiega berjast til síðasta hlóðdropa. Hvftt: Viktor Korchnoi Svart: Lev Polugaevsky Enski leikurinn 1. c4 — (Korchnoi hefur hafið allar skákir sinar i einviginu til þessa með enskum leik. Arang- urinn hefur einnig verið góður. Þrír vinningar og aðeins eitt jafntefli á hvítt.) Rf(5, 2. Re3 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e4 — Bb7, 5. Bd3 •— c5, 6. 0-0 — (ÖIlu ró- legra framhald en i fyrstu skák- inni. en þá lék Korchnoi hér 6. e5!? — Rg4, 7. h3 — Bxf3, 8. Dxf3 — Rxe5, 9. Dxa8 — Rxd3 — og svartur hafði færi fyrir skiptamuninn) Rc6, (Eftir 6. .. d6. 7. Bc2 — Be7, 8. d4 hefur hvitur frjálsara tafl, án þess að svartur hafi nokkur teljandi gagnfæri) 7. e5 — Rg4, 8. Be4 — f5, (Peðastaða svarts á mið- borðinu veikist nú nokkuð, en i staðinn fær hann biskupaparið, sem reynist öflugt) 9. exf6 — (Framhjáhlaup) Rxf6. 10. Bxc6 — (Eftir 10. Bbl — Rd4! hefur svartur a.m.k. jafnað taflið) Bxc6, 11. d4 — cxd4, 12. Rxd4 — Bb7, 13. Bf4 — Bb7, 14. Rcb5 — 0-0, I — w tm. á' £ 1 i o • 4 • A mk a jþ:.- & ■ \ A0 w& íuil i s 1 wá |g§§] .•r,. W'm rrr? 15. Bc7 — Dd8, 16. Bd6 — Dd8, 17. Bc7 — Dc8, 18. Bd6 — Dd8, 19. Bc7 Hér krafðist Poluga- evsky jafnteflis á þeirri for- sendu aö næsti leikur hans yrði 19. . . Dc8 og þá væri sama stað- an komin upp þrisvar. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.