Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULI 1977
17
Meta þarf launa-
hlutfall einstakra
hópa skipver ja
- Svar til Sigurðar Sigurðs-
sonar, Gnoðarvogi 66, R.
í Morgunblaðinu 20. júli s.l.
beinið þér aftur til mín spurningu
um það, við hvaða kaup í landi ég
telji eðlileg ast að miða kaup sjó-
manna. Þótt ég telji viðhlítandi
svar við þeirri spurningu ekki
geta rúmast innan lesendadálka
dagblaðs, skal ég, engu að síður,
reyna að fara um þetta fáeinum
orðum.
Upphaflegt tilefni yðar til
spurningarinnar var þetta:
Ég hefi í ritgerð í Fjármálatið-
indum gert grein fyrir ýmsum
leiðum, sem til greina koma til
þess að takmarka sókn í fiski-
stofna, sem eru ofveiddir. Ein af
leiðunum er sú, að veiðiskip
greiði fyrir fiskinn, sem þau
veiða, eins og vinnslustöðvar
greiða fyrir hann. Við útreikning
á sliku „fiskverði" yrði að sjálf-
sögðu að taka tillit til þess, að
sjómenn hefðu hliðstæð laun og
greidd væru í landi. Þér spyrjið,
hver slík laun séu.
Ég ætla ekki að svara spurning-
unni með þeim einfalda hætti, að
segja, að um laun allra sjómanna
gildi kjarasamningar, þeir séu
væntanlega miðaðir við það, hvað
samkomulag hefur orðið um á
hverjum tíma að telja hliðstætt
við laun í landi, og þess vegna séu
gildandi samningar á hverjum
tíma sú launaupphæð, sem miða
eigi við.þegar útreikningar væru
gerðir á „fiskverði" veiðiskipa
eða „verði veiðileyfa", en um
slika útreikninga er einmitt fjall-
að í ritgerð minni. Eg sé, að þér
viljið vita, við hvaða kaupsamn-
inga i landi ég telji eðlilegt að
miða.
í grundvallaratriðum tel ég
réttlátt að fara að á þessa leið:
Meta þarf launahlutfall milli
einstakra hópa skipverja innbyrð-
is, eftir ábyrgð þeirra, starfsund-
irbúningi og vinnutíma, en það er
að sjálfsögðu gert í öllum kjara-
samningum. Þegar vinnutimi fjöl-
mennasta hóps skipverjanna hef-
ur verið fundinn, ætti að reikna
út, hvað mest væri greitt fyrir
jafnmarga tima í landi samkvæmt
kjarasamningum mikilvægrar
starfsstéttar innan Alþýðusam-
bandsins. Síðan ætti að bæta við
þá upphæð ákveðinni hlutfalls-
tölu, þannig að kaup sjómannsins
yrði hærra, vegna áhættu við
starf hans og fjarvist frá heimili.
Ég vona, að þér ætlist ekki til
þess, að ég tilgreini ákveðin hlut-
föll milli hópa skipverja innbyrð-
is né heldur álagshlutfallið vegna
áhættu og fjarvistar. Hér er að-
eins unnt að drepa á grundvallar-
sjónarmið. Jafnframt verður að
hafa í huga, hver áhrif aflamagn
hefur og á að hafa á kjör sjó-
manna, en um slík áhrif verður að
sjálfsögðu aldrei sagt fyrir fram.
Gylfi Þ. Glslason.
- Anna ekki end-
urnýjunarþörf
Framhald af bls. 15
togara fyrir Magnús Gamaltels-
son á Ölafsfirði, þannig að
fyrirtækið hefði næg verkefni
sem stæði, Þá væri vitað að til
að endurnýja fiskiskipaflotann
þyrfti að smíað yfir 4000 brúttó-
rúmlestir af fiskiskipum á ís-
iandi árlega, en afkastageta
skipasmiðastöðvanna væri enn
sem komið væri aðeins rúmlega
2000 rúmlestir, þannig að enn
vantaði rnikið á að við gætum
sjálfir séð um endurnýjun
fiskiskipastólsins.
Jón Sveinsson Sagði, að það
hlyti vera góður möguleiki á að
færa smiði kaupskipa inn i
landið, en þess bæri fyrst og
gæta, áður en farið væri að
huga að smíði flutningaskipa i
ríkum mæli hérlendis, að skipa-
smíðastöðvarnar þyrftu að tvö-
falda afköst sin frá þvi sem nú
væri til að geta annað end-
urnýjunarþörf fiskiskipaflot-
ans, og bæði Stálvik og Slipp-
stöðin t.d. hefðu einbeitt sér að
smíði fiskiskipa eins og skut-
togara, og sent stæði væri Stál-
vik með togara í smiðum sem
ætti að vera tilbúinn um ára-
mót og margir aðilar hefðu að
undanförnu spurst fyrir um
smiði skuttogara hjá fyririnu,
auk þess sem mjög mikið væri
að gera í sambandi við breyt-
ingar á skipum.
til i tuskið
f FACO er ávallt úrval fatnaöar fyrir
verzlunarmannahélgina.
Verið velkominn í FACO.
Laugavegi 89
Laugavegl 37
13008 12861
Hafnarstrœtl 17
og Glœsihæ
VOLVO
Svona eiga bilar að vera!
Það er auðvelt að f ramleiða f rábæran bil
Hann þarf aðeins að vera miklu
betrð en allir hinir
VELTIR HF
SuÖurlandsbraut 16-Simi 35200