Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FlKlMTUDAGUR 28. JULI 1977 11 Lokað vegna sumarleyfa frá 24. júlí — 22. ágúst. Fagplast h/f Borgartúni 27. Kópavogur — tveggja íbúða hús Vorum að fá í sölu gullfallegt nýlegt hús í austurhluta Kópavogs. Húsið er hæð og jarð- hæð með stórum bílskúr og skiptist þannig: Á hæðinni eru tvær samliggjandi stofur tvö svefn- herbergi, skáli baðherbergi og gestasnyrting, stórt og fallegt eidhús með borðkrók. Á jarð- hæð m.a. 70 fm. tveggja herbergja íbúð með sér inngangi, þvottahús, geymsla og föndurher- bergi. Allar innréttingar sérlega fallegar, parket á stofugólfi, öðru leyti ný teppi. Sérlega rúmgóður bílskúr, fallega ræktuð lóð, mikið útsýni af báðum hæðum. Eign i sérflokki. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐB/ER-HÁALEITISBRAUT 58-60 SÍMAR-35300 &35301 Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Beltin geta vald- iö meiöslum Ýmsir sem lent hafa í óhappi við notkun bílbelta hafa hlotið mar, blóðris og eymsli af völd- um þeirra. Skýrt hefur verið frá einstaka tilfellum af rif- broti, viðbeinsbroti eða mjög ■ sjaldan meiðsli á milta, þörm- um eða þungaðri lífmóður, en þetta kom þó oftar fyrir áður fyrr þegar ennþá voru notaðar lendaólar eða tveggja-punkta skáólar. Samkvæmt Skilum umferðar- læknanna í norrænu bílbelta- álitsgerðinni sem lögin byggjast á verða meiðsli vegna bílbelta í um 6% eða 6 af hverj- um þúsund slysa. Er um að ræða Iftil meiðsli sem hefðu orðið miklu alvarlegri án notk- unar bílbelta og,hefðu jafnvel leitt til dauða. Maður hlýtur ekki alvarleg meiðsli af bílbelt- unum, heldur þrátt fyrir þau. Sá sem getur sýnt meiðsli sem bilbeltin hafa valdið hefur verið heppinn. Þvi að án þeirra hefði kannski ekki verió tæki- færi til að sýna neitt. Til þess að komast hjá meiðsl- um eða óþægindum af bilbelt- um, m.a. það að ólarnar nema við háls eða eru til óþæginda á brjóstum kvenna, ætti efri festistaður ólanna að vera i réttri hæð í hlutfalli við not- andann. Það ættu að vera staðir til festingar til að velja á milli fyrir fólk af mismunandi stærð. í bifreið með bílbelti fyrir stór- an mann getur lítill maður bjargast með þvi að nota fasta sessu undir sér. Bílbeltin eru ekkert töfra- tæki. Þau koma að sjálfsögðu ekki að gagni við mjög aflmikla árekstra ( þ.e.a.s. við mikinn hraða) eða þegar farþegarýmið þrýstist saman. En þau eru heldur ekki til ógagns. í Volvo- rannsókninni þar sem rannsök- uð voru rúmlega 28.000 slys sáust engin banvæn meiðsli við slys þar sem notendur bílbeita voru á minna en 100 km hraða. En einn aðili án bilbelta fórst þótt hann væri aðeins á 20 km. hraða við áreksturinn. “^Gallabuxumar^0 sem endast & endast LAUGAVEGUR •S*-21599 BANKASTRÆTI •S*-14275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.