Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 — Um heilsu- gæzlustöðvar Framhald af bls. 15 gæzlustöðvum eða því, að verið sé að þvælast með lækningar út um borg og bý og hugsa um neyt- endurna sem fólk í heillegri mynd i stað þess að búa til sérstök lén með tilheyrandi valdakerfi utan um sérstaka sjúkdóma eða búta af mannslíkamanum. Þess ber þó að geta, að fleiri eru þeir, sem hver á sinn hátt eru fylgjandi eflingu heilsugæzlustöðva, þótt áhöld séu um það, eins og áður er að vikið, hvað hver einstakur á við með hugtakinu, svipað og þegar menn tala um rómantík eða karlmennsku eða „fyrirbyggjandi lækningar". I annan stað er ráðu- neytið bundið þeim ákvæðum lag- anna að láta strjálbýlið ganga fyrir með byggingu heilsugæzlu- stöðva. En einnig stendur það óhaggað, að þegar farið var að horfa eitt- hvað i gegnum fingur sér varð- andi strjábýlis- ákvæðið, og ber að þakka það skynsamlega skref, þá virtist uppi töluverð ákefð og næsta undarleg i þá veru að veita bara fé eitthvert annað en í Breið- holtsstöðina, og rikti þá skyndi- lega töluvert frjálslyndi varðandi leiðbeiningar um hönnun heilsu- gæzlustöðva og reglur um opin- berar framkvæmdir. Skiijanlegt er einnig, að í svo róttæku breyt- ingarmálefni sem heilsugæzlu- stöðvum, þar sem margir starfs- hópar eiga skyndilega að fara að starfa saman eftir að hafa hver um sig eflt með sér allskyns einkavenjur og starfslegar duldir, að þar vilji hver hópur hafa ýmsa hluti eftir sínu höfði en óttast jafnvel hnýsni og yfirgang hinna. Þvi sé nokkuð erfitt að lausnir til samræmingar. Með það í huga var að frumkvæði hannaða Breið- holtsstöðvarinnar ýtt úr vör ráð- stefnu heilbrigðisstétta um starf á heilsugæzlustöðvum vorið 1975 til að menn gætu frekar kynnzt og kannað viðhorf sem flestra stétta. Var töluvert stuðzt við þá um- ræðu í framhaldsvinnu við Breið- holtsstöðina. Var það eini alvar- legi undirbúningurinn að svo viðamiklu samstarfi stéttanna, áð- ur en hafizt var handa. En brýn nayðsyn er á miklu meiri áherzlu á þessu atriði. Frá biðgæzlu til leitargæzlu. Sá þáttur, sem hefur þó einkum staðið i hálsi ýmissa, var sú hug- mynd að veita áhugamannahóp- um um heilsurækt, heilbrigðis- fræðslu og sjúkravinastarf á mörgum sviðum aðstöðu i stöð- inni. Hefur þessi hugmynd verið sett töluvert á oddinn út frá þeirri fullvissu að almennt heilbrigðis- starf sé farsælast með virkri, sjálfstæðri og ábyrgri þátttöku þeirra sem heilbrigðisgæzlan beinist að og vita líklegast bezt hvar skórinn kreppir i sinu næsta umhverfi. Heimahjúkrun og heimilisaðstoð væri t.d. mun , affarasælli i slírki samvinnu. Heilsugæzla sé þannig breytt frá biðgæzlu (sjúklingur leitar til læknis) til leitargæzlu (stöðin með áhugamannahópum hefur gát á líklegum heilbrigðisvanda- málum í hverfinu). Hér er líka um að ræða hvorki meira né minna en „þátttökulýðræði“ sem svo margir pólitískt sinnaðir menn hampa, en verður svo duft- kenndara þegar á að reyna á það. En er ótalið það atriði sem helzt má skrifa á reikning tillögusmiða stöðvarinnar, en það er skortur á almennri kynningu á þeirri afger- andi hugmyndafræði sem hefur legið að baki tillögu um vel út- búna hverfisstöð til heilsugæzlu. Hefur því ekki tekizt að skapa nægilega almanna umræðu eða áhuga á fyrirbærinu, þótt það hafi verið kynnt á fundum með einstökum hópum og á almennum borgarfundi, sem var illa sóttur (í öndverðum febrúar 1975). Það er einmitt slíkt áhugaleysi, umræðu- fátækt og um leið ábyrgðarleysi um eigin örlög, sem gerir mið- stjórnarvaldinu í hinu svokallaða íslenzka lýðræði svo auðvelt um vik með að ráðskast með hagi okkar þannig að við erum si og æ minnt á máttleysi okkar gagnvart kerfinu. Ráðuneytisstjóri heilbrigðis- ráðuneytis, Páll Sigurðsson, sagði á nýlegri raðstefnu um neyzlu- venjur, að stefnt væri að aukn- ingu fjárveitingar til heilbrigðis- fræðslu. Virkjun sjálfboðaliða til samstarfs í hópvinnu um fræðslu og heilbrigðisstarf almennt er tví- málalaust bæði ódýrasta heil- brigðisfræðslan og árangursríkari en hátíðlegir stórfyrirlestrar og „herferðir". Er því vonandi, að þá er aðgerðir fylgja orðum, muni líka hafa vaxið sá skilningur, að fræðsla útheimtir stofnkostnað og aðstöðu, þótt ekki sé tekið tillit til hennar i núgildandi stöðlunum. Handa (banda) hóf. Öll ofangreind atriði eiga ef- laust þátt í tregðu ráðuneytisins og fjárveitenda gegn Breiðholts- stöðinni. En hið síðastnefnda, andstaðan gegn þvi að veita áhugamannahópum aðstöðu til samstarfs með sérmenntuðu fólki er ef til vill dæmigerðust um rikj- andi togstreitu. Margt heilbrigðis- starfsfólk treystir ekki bókvits- snauðum neytendum og vill hafa vit fyrir þeim. Því siður eiga hug- myndir um slika samþátttöku upp á pallborð ofar i „Kerfinu". Þar er jafnvel tortryggni gagnvart of mikilli stjórnunaraðild „starfs- fólks heilsugæzlustöðva" eins og fyrr var reifað. Framkomnar hug- myndir eru þar að auki ekki tendraðar í kerfisheilabúum. Því eru „sparihattar" settir upp, lög og reglugerðir teknar fram og málið drepið í dróma. Faglegt og pólitískt valdapot vegur þannig þungt á vogaskálum þessarar miðlægu stjórnarstöðv- ar, en auk þess kemur til hin vélræna embættismennska, sem varla er til einlægs viðtals um neina hluti. Þeir séu fastnegldir í óskeikulum reglum, og gildir þá litlu þótt í hlut eigi þeir sem eiga að starfa eftir lögunum og reglun- um á hinum raunverulega starfs- vettvangi, hafa aflað sér þar reynslu og þykjast hafa eitthvað til málanna að leggja. Slik sam- ræmd og einlæg umræða allra hlutaðeigandi aðilja hefur að minnsta kosti ekki átt sér stað varðandi heilsugæzlustöðvarnar og starfið þar, heldur hefur handahóf ráðið þar fleiru eins og viðar, að mínu mati. Auðvitað eru stöðlun og fjár- mögnunarreglur (nauðlynlegt tæki í stjórnun og á heilsugæzlu- sviðinu) góð viðleitni. Það á þó einkum við, er tryggja á lág- marksgæði, sem ekki má fara niður fyrir-. En svo er og um viss- an sveigjanleika innan ákveðins ramma, ekki sizt í mannlegum samskiptum svo óendanlega breytilegum einsog viðtæk heilsu- gæzla er. Herra Staðall má ekki að minu mati verða þar of ósveigjanlegur og keyra þar allt i sama far. Þaðanafsiður er fallegt að hampa sparihattinum eftir ein- hverjum óljósum geðþótta, svo úr verði lausnir á borð ví næstu áætlanir um heilsugæzlustöðvar í Reykjavík, sem ég óttast að geti hreinlega skaðað þróun hug- mynda um nútimaheilsugæzlu með hálfvelgju sinni. Og allra sízt er geðslegt að hagræða síðan stað- reyndum til að aðlaga þær handa- hófinu með þvi að segja að „frumathugun" eigi sér nú stað á stöðinni i Breiðholti en gefa jafn- framt i skyn, að næstu ákvarðanir í heilsugæzlustöðvamálum í Reykjavík séu byggóar á traustari grunni. Var sú staðhæfing raunar kveikjan að þessari svargrein. Hér er sannarlega ekki verið að höggva að þeirri stöð, sem komin er i gagnið, Árbæjarstöðinni, sem er þrátt fyrir allt spor í rétta átt og nýtur ágætra starfskrafta. Hitt hefur mér þótt nauðsynlegt að kveða uppúr um, hvernig að mál- um hefur verið staðió, og að sú mynd sé ekki eins slétt og feld og gefið er í skyn í riti eða ræðu i hátíðlegum handabandahófum. Mikið úrva/, sanngjarnt verð Fótboltar Badminton sett Borðtennisspaðar Æfíngaskór Sólstólar Kælibox Regngallar Sólbeddar Hjá okkur fáið þið nánast allt sem þarf til útilegunnar. I Liverpool getið þið séð uppsett tjöld og í Domus er gott pláss til að skoða ferðavörurnar. Mest er þó um vert að vita, að i þessum búðum er verðið alltaf sanngjarnt cg stundum, þegar um samkaup er að ræðá, ótrúlega lágt. Hér fyrir ofan er nokkur vöru- sýnishorn og verðupplýsingar, en best er að líta inn og skoða þetta sjálfur, margir vöruflokkar eru senn á þrotum. DOMUS l.augavegi 91 LIVERPOOL Laugavegi 18a 31 Sumarbústaða og húseigendur GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR, ALLSKONAR Handsláttuvélar Garðslöngur og tilh. Slöngugrindur. Kranar Vatnsúðarar Garðkönnur, Fötur Hrifur. Orf. Brýni. Eylands-ljáir. Greina og grasklippur. Músa- og rottugildrur. Handverkfæri, allskonar Kúbein. Járnkarlar. Jarðhakar. Sleggjur Múraraverkfæri, Málningog lökk Bátalakk. Eirolía Viðarolia, Trekkfastolia. Pinotex, allir litir Fernisolia Tjörur, allskonar Kítti, allskonar Virbustar, Sköfur Penslar. Kústar. Rúllur. Polyf illa-fyllir Polystrippa-uppleysir Polyfilla — Cementwork sement og sandblanda ÚTI-GRILL Grilltengur — gafflar Viðarkol — Kveikilögur Gas-ferðatæki Olíu- ferðaprímusar Vasaljós. Raflugtir Olíulampar. Steinolía Plastbrúsar 10 og 25 Itr. til viðgerða semment og sandblanda Vængjadælur Gólfmottur Slökkvitæki Asbest-teppi Brunaslöngur Björgunarvesti Árar—Árakefar Bátaspil Bátalanternur Bátadælur Bátabaujur Silunganet og slöngur Silunga- og laxalínur Önglar. Pilkar ÁL-STIGAR Sólúr Islenzkir fánar Allar stærðir. Fánalinur. Húnar Fánalínu-festingar. Ullar- nærfatnaður „Stil-Longs" Vinnufatnaður Regnfatnaður KLOSSAR Gúmmístfgvél Vinnuhanzkar Ananaustum Sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.