Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULl 1977 Sigurður Mattíasson kaupmaður — Muming Fæitdur 24. september 1924 Dáinn 17. júlí 1977 Til moldar »>ss ví«di hid mikla vald Hvort mannslff. scm jörðin Hur. Scm hafsjór. <*r rfs mort falrt \ irt falrt. I>au falla. un (>urt þau lolur. I»\ í hcirtloftirt sjálft <*r hulirtsl jalrt. Scm ha*rtaiina dýrrt oss fHur. Aðfaranött sunnudagsins 17. júlí sl. andaðist hér í Reykjavík Sigurður Matthíasson kaupmað- ur, langt um aldur fram eða að- eins 52 ára að aldri. Með Sigurði er genginn einn eftirminnanleg- asti og áhrifamesti persónuleiki úr kaupmannastétt, sem fram hefur komið á seinni árum og er hans sárt saknað af öllum, sem einhver kynni höfðu af honum, hæði innan stéttar hans og utan. Sigurður Hinrik Matthfasson var fæddur í Reykjavík 24. september 1924, kjörsonur hjón- anna Guðrúnar Ástu Guðmunds- dóttur (f. 10/10 1898, d. 24/4 1975) og Matthiasar Jóns Sigurðssonar, sjómanns (f. 20/2 1896, d. 12/8 1973). Um fjögurra ára aldur fluttist Sigurður með foreldrum sínum til Akraness og þótti alla tíð vænt um þann stað og vildi veg hans sem mestan. Minntist hann oft veru sinnar í knattspyrnu- og skátafélagi a staðnum og urðu margir af þeim piltum, sem hann ólst upp með þar, hans bestu og kærustu vinir alla tið. Kom þar fram tryggð hans og meðfæddur hæfileiki til þess að laða að sér fólk, en það átti hann mjög hægt með og var vina- og kunningjahópur hans stærri en almennt gerist. Á Akranesi stundaði hann alla algenga vinnu, svo sem titt var um pilta á þeim árum eða þar til Sveinn Guðmundsson, kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi S. Borgfirðinga kom að máli við hann og fékk hann eftir nokkra eftirgangsmuni til þess að hefja störf hjá félaginu. En þar með var framtíð hans ráðin. Upp frá þvi helgaðí hann alla starfskrafta sína verzlun og viðskiptum og á þeim vettvangi naut hann sín til fulls, enda þótl segja megi, að fá muni vera þau störf, sem Sigurð- ur hefði ekki leyst af hendi með hinni mestu prýði svo þróttmikill og íhugull sem hann reyndist i hverju þvi, sem hann tók sér fyrir hendur. Hvaðan Sigurði var kaup- mennskan svo i blóð borin, sem raun reyndist, er mér ekki kunn- ugt, en tveir móðurbræður hans stunduðu kaupsýslustörf með miklum ágætum, en það voru þeir Jason Sigurðsson kaupmaður á Framnesvegi 19 síðar í Efstasundi 27 og Dagbjartur Sigurðsson kaupmaður i verzluninni Höfn við Vesturgötu. Frá Akranesi lá leið Sigurðar til Reykjavíkur árið 1944, en þar vinnur hann verzlunarstörf hjá öðrum þar till hann kaupir verzlunina Visi að Fjölnisvegi 2 af Sigurbirni Þorkelssyni og fleir- um árið 1951 og hefur starf sitt sem sjálfstæður kaupmaður og breytír nafninu í verzlunin Viðir. Með útsjónarsemi og þrotlausri vinnu blómgast þetta fyrirtæki jafnt og þétt og á árunum 1963—'65 reisir hann verzlunar- hús sð Starmýri 2 og flytur verzl- unina þangað. Á þessum tíma vaxa synirnir tveir, Matthías og Eiríkur úr grasi og taka æ ríkari þátt í verzlunarrekstrinum. I árs- byrjun 1976 kaupa þeir feðgar verzlun Silla og Valda í Austur- stræti 17 og hafa rekið hana af sinum alkunna dugnaði og atorku ásamt verzluninni i Starmýri und- ir Viðisnafninu, sem þegar er orð- ið vel kynnt meðal reykvískra neytenda, en einnig um land allt. Þrátt fyrir umsvif Sigurðar í verzlunarrekstrinum tekur hann virkan þátt i uppbyggingu sam- taka kaupmanna, bæði á hinu fag- lega sem á hinu hagsmunalega sviði. Munaði um framlag hans á þeim sviðum sem öðrum og munu fá ráð hafa verið ráðin, þannig að ekki væri leitað umsagnar hans um hvernig skyldi að staðið. Þannig átti hann rikan þátt i stofnun Kaupmannasamtaka Is- lands, sem áur hétu Samtök smá- söluverzlana. Einnig studdi hann af alefli stofnun Verzlunarspari- sjé)ðsins nú Verzlunarbanka Is- lands h.f. og lét sér ætíð mjög um vöxt hans og viðgang. Þá var hann einn af forgöngumönnum að stofnun heildsölufyrirtækis i eigu kaupmanna, Matkaups h.f. og var hann stjórnarformaður í því félagi, er hann lést. Margt mætti rita um störf Sigurðar fyrir Mat- kaup h.f., sem bæði voru mikil og farsæl, en á engan tel ég hallað, þótt sagt sé, að hann hafi verið sú kjölfesta, er aldrei haggaðist, ef um hagsmuni eða framtið þess félags var að ræða, og óhagganleg- astur þá mest á reyndi. Sigurður tók einnig þátt i stofnun kjöt- vinnslu i eigu kaupmanna, Búr- fells h.f. og tók hann lifandi þátt í uppbyggingu þess og rekstri, enda þótt hann léti öðrum eftir að leiða það. Frumlegur og sífellt ihugandi hvað stétt sinni mætti verða að liði leitaði hann leiða til þess að efla hana til virðingar og áhrifa í atvínnulífi þjóðarinnar, svo sem hann taldi henni bera, því honum var ljóst, að verzlun er nauðsyn og hver sem að henni vinnur af alúð og kostgæfni, vinnur þjóð sinni og samborgurum vel. Enda þótt Sigurður væri hlé- drægur og það að mínu áliti og margra annara um of, komst hann ekki hjá því að vera kosinn í trúnaðarstöður fyrir félög og sam- tök kaupmanna. Þannig sat hann í mörg ár í framkvæmdastjórn Kaupmannasamtaka íslands, sat i stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna og varamaður í bankaráði Verzlunarbanka Islands h.f., er hann lézt. 1 fleiri stöðum og em- bættum hefði hann getað setið í, en meðfædd hlédrægni bannaði honum að færast meira í fang, enda taldi hann sig með því e.t.v. sitja yfir hlut annarra, en ekkert var honum fjarri. Aldrei vissi sá, er þessar línur skrifar til þess, að hann níddist á nokkru þvi máli, er honum var til trúað og oft mun það hafa komið fyrir, að hann tæki ákvarðanir þvert ofan i eigin hagsmuni, ef hann áleit að hags- munum félaga sinna eða umbjóð- enda væri betur borgið á þann veg. Mætti nefna dæmi þessu til staðfestu, þótt ekki verði það gert hér. Einna ríkustu þættir í skapgerð Sigurðar voru drengskapur, hreinskilni og hjálpsemi, en til hans leituðu margir af margvís- legum sökum. Öllum reyndi hann að gera einhverja úrlausn sinna mála, ef hann fann þörfina til staðar og mörgum veitti hann að- stoó án þess um væri beðið né það tíundað á nokkurn hátt. í fasi og framkomu var Sigurður fmynd hins atorkusama og stefnafasta athafnamanns. Fasið hiklaust og framkoman hispurslaus, hver sem í hlut átti, hreinskilinn og hrein- skiptinn svo að eftir var tekið. Göngulagið létt en ákveðið og bar hann hratt yfir svo sem títt er um menn með hans skapgerð. Lundin var létt og stutt í brosið en skapið mikið og þungt ef ósanngirni eða yfirgangi var að mæta. Sem for- ystumaður á sviði margvislegra félags- og mannúðarmála hefði hann sómað sér vei, þvt meiri málafylgjumaður var vart finnan- legur en hann, þegar honum þótti við liggja. Varð þá allt undan að láta og gerði oftast. í einkalífi sínu var Sigurður mikillar gæfu aðnjótandi, en þar ber hæst eiginkona hans, Vigdís Eiríksdóttur, sem studdi hann dyggilega í öllu hans starfi og skóp honum afburðafallegt og hlýlegt heimili, sem honum þótti gott að snúa til eftir erilsaman og lengstum alltof langan starfsdag. Þá voru börn hans honum mikill yndisauki, sem hann leitaðist við að tengjast sem námustum bönd- um félaga og vinar um leið og hann beitti föðuráhrifum sínum af mildi oa skilningi. Börn þeirra eru: Ásta Guðrún hárgreiðslu- meistari, gift Árna ísakssyni, fiskifræðingi og eiga þau þrjú börn. Matthías, verzlunarstjóri, kvæntur Selmu Skúladóttur og eru börn þeirra tvö. Yngstur er Eiríkur, vezlunarsjóri, heitbund- inn Helgu Gísladóttur. Barna- börnum sinum unni Sigurður mjög og naut samverustundanna með þeim, bæði í húsi fjölskyld- unnar á Eyrabakka, en æsku- heimili frú Vigdísar þar á staðn- um keyptu þau fyrir nokkrum ár- um, svo og heima i Austurgerði 9. Þegar nú er komið að leiðarlok- um skulu Sigurði tjáð virðing og alúðarþakkir fyrir öll hans störf í þágu félaganna Matkaups h.f. og Búrfells h.f. og mun minningin um vammlausan hal og vitalausan lengi lifa í hugum þeirra, er með honum störfuðu á þeim vettvangi. Allir söknum við vinar og félaga, sem ávallt var reiðubúinn að leggja hönd á plóginn og var -sá haukur i horni, sem allan vanda leysti ef á bjátaði eða aðstoðar var þörf. Við söknum einnig nærveru hans á fundum, hlýleika og per- sónutöfra, sem öllum gat komið i gott skap. Minningin um góðan dreng mun ylja mörgum um hjartaræturnar er þeir hugsa til hans, er stundir líða. Fjölskyldu Sigurðar vottum við djúpa samúð við missi elskulegs eiginmanns, föður og afa og biðj- um góðan guð að styrkja þau og leiða í þeirra miklu sorg. Ég vil svo að endingu ljúka þessum fátæklegu orðum með frekari tilvitnun í sálm Einars Benediktssonar, er- ég hafði að inngangsorðum hér að ofan: Af Hlífrtar Ijrtsi bjarma b<*r, S<*m braulina þun^u groirtir, Vorl líf, som svostutt ofí stopult or, Þart stofnir á ærtri loirtir. Ofí upphiminn f<*Kri on au^a srtr. >1 ót öllum oss fartminn broiðir. Blessuð sé minning Sigurðar Matthiassonar, megi honum vel farnast á leiðum þeim, er hanrr hefur nú lagt út á og láti guð honum nú öllu lofi betri. l.S. Nú, þegar einn af okkar ágæt- ustu félögum, Sigurður Matthías- son kaupmaður, hefur horfið héð- an á svo sviplegan hátt, setur okk- ur hljóða. Það tekur stund að átta sig á hve mikill missir það er fyrir litið félag, að missa traustan og virkan félaga. Þessi 5 ár, sem við Akraness-skátar búsettir í Reykjavík, höfum haldið hópinn hér, hefur hann og þau hjónin bæði reynst okkur frábærlega vel, unnið með okkur að öllum þeim málefnum, sem til hafa fallið, fyr- ir þetta viljum við þakka nú á skilnaðarstund. Greinilega kom þar fram, að sá skátaandi, sem hann hafði tileink- að sér á yngri árum, fylgdi honum í gegnum lífið. Við sendum konu hans, Vigdísi Eiríksdóttur, og f jölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur, og vonum að þeim gefist þrek til að bera harm sinn. Akranesgildið 1 Reykjavík Ég er staddur inni í Þjórsárdal þegar ég frétti lát vinar míns Sig- urðar Matthiassonar. Ég hef fyrir sjónum mér Búrfellið og Heklu og að baki mér er klettabelti við landareign Ásólfsstaða og mér er hugsað um persónuleikann Sig- urð Matthíasson. þá finnst mér hann passa vel í þessu stórfeng- lega landslagi. Hann var fullur af eldmóði eins og eldfjallið á móti mér og að hafa átt hann fyrir vin er eins og klettabeltið að baki mér. Hugurinn reikar úr þessu landslagi og til fyrstu kynna okk- ar Sigurðar, ég var 15 ára búðar- sveinn í Kiddabúð, Garðastræti og ég man að verzlunarstjórinn Sæmundur sagði við mig að við ættum von á nýjum búðarmanni. Hann sagði við mig að sá væri frá Akranesi og sagði hlæjandi að hann væri miklu stærri en við. Það voru orð að sönnu, hann var hærri en við og stærri en við allir hinir, bæði i huga og verki. Hans góði lífsförunautur Vigdís átti sinn þátt i velgengni hans og börnin einnig, þau voru öll mjög samhent. Börn þeirra Sigurðar og Vigdísar eru Ásta húsmóðir og bræðurnir Matthias og Eiríkur, sem báðir eru við kaupmennsku. Sigurður var mjög skarpur í öllum viðskiptamálum og var gott að leita ráða hjá honum. Hann var mjög réttsýnn maður og átti gott að setja sig í fótspor annarra. Meðal félaga sinna var hann allt- af i fremstu víglínu i öllum mál- um því hann var mikill baráttu- maður. Hann var harður í horn að taka. Við sem þekktum hann vel vissum að hann átti sina við- kvæmu strengi og nutu margir góðs af þvi. Sigurður hét fullu nafni Sigurð- ur Hinrik Matthiasson og var fæddur í Reykjavík, 24. septem- ber 1924, en ólst upp á Akranesi og var alla tið sannur Skagamað- ur. Ég vona að góður guð verndi hann og verði styrkur hans nán- ustu. Albert Wathne. Siggi Matt. er dáinn. En svo var Sigurður Matthías- son kaupmaður nefndur meóal vina og kunningja. Kynni okkar Sigurðar hófust fyrur u.þ.b. 30 árum, en fyrir innan búðarborðið höfum við staðið sleitulaust þenn- an tíma, hann þó öllu lengur. Á undanförnum árum hafa Sigurði verið falin mörg trúnaðar- störf innan Kaupmannasamtaka islands. Hann hefur setið í stjórn Félags matvörukaupmanna í mörg ár, verið fulltrúi félagsins í aðaistjórn samtakanna, sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna og var varafulltrúi i bankaráði Verzlunarbanka íslands h/f. Auk þess var Sigurð- ur aðalhvatamaður að stofnun Matkaups h/f og var formaður þess, þegar hann féll nú frá. Af þessari upptalningu má sjá, hve Sigurður Matthíasson var virtur og það að verðleikum af sinum meðbræðrum. Kynni mín af Sigurði voru náin, í gegnum félagsstörf innan K.Í. Vart hef ég séð trúverðugri og stefnufastari mann í starfi en hann og er mikill sjónarsviptir að slfkum manni. Ég hafði oft á orði við hann, að hann yrði að minnka við sig vinnu og slaka á, eins og það er kallað, þar sem hann gengi ekki heill til skógar. En Sigurður var einn þeirra manna, sem kunni slikt ekki, slíkur Var áhugi og eljusemi fyrir starfinu. Lát Sigurðar frétti ég af vörum sonar hans i fjarlægu landi. Sárt er að sjá á bak tryggum vini, en þótt söknuðurinn sé sár, er hugg- un þó að eiga ljúfa minningu um góðan og eignlægan vin. Ég vil að lokum þakka vini mínum allar samverustundir í félagsmálum, þó svo okkur tækist ekki að ljúka öllu því, sem ætlað var. Veit ég, að þegar endurfundir verða, munum við taka upp þráðinn, sem frá var horfið. Ég vil votta eiginkonu, börnum, barnabörnum og tengdabörnum einlæga samúð mína í þeirra miklu sorg. Hvíl i friði kæri vinur. Gunnar Snorrason Vinur minn Sigurður Matthías- son, kaupmaður, verður borinn til moldar i dag. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir hálfum þriðja áratug, þegar vor lá yfir bænum. Við rásuðum þá stundum saman út i bjarta nóttina eftir lokun verzlana, og ræddum þau áhuga- mál, sem okkur lágu á hjarta. Sigurður átti sér ákveðið stefnumark. Hann vann verzlun sinni allt, sem hann mátti, og hóf um leið merki einkaframtaks og frjálsrar verzlunar hátt á loft. Hjá honum fór saman stefnufesta og óvenjulegur dugnaður, og slíkir menn ná langt. Sigurður var atgerfismaður, Vörpulegur á velli og hafði karl- mannlega framgöngu. En það sem meiru varðaði, voru mannkostir hans og hversu manneskjulegur hann var. Hann var drengskapar- maður og mátti ekkert aumt sjá án þess að rétta hjálparhönd. Laun þessa var svo mikil ham- ingja, sem honum hlotnaðist. Hann hlaut yndislega konu að lifsförunaut. Vigdis Eiriksdóttir var honum styrk stoð, en sterkust þó, þegar mest reyndi á. Þau hjón eignuðust þrjú mannvænleg börn, eina dóttur og tvo sonu: Ástu, gifta Arna Ísakssyni, fiskifræð- ingi, Matthías, verzlunarstjóra i Austurstræti 17, giftan Selmu Skúladóttur, og Erík, verzlunar- stjóra í Starmýri 2, heitbundinn Helgu Gísladóttir. Vigdís bjó manni sinum og fjölskyldu feg- ursta heimili að Austurgerði 9, og þar áttu börnin, tengdabörnin, barnabörnin, ættingjar og vinir jafnan vist athvarf, umvafðir gestrisni og myndarskap hús- bændanna. Það er hásumar. Hinar ljósu nætur dökkna í bláu rökkri, með- an nýr dagur rís. Sigurður var árrisuil og tók jafnan til starfa, er sól var á efstu brúnum. Hann gaf börnum sinum gott veganesti, sem endast mun þeim til farsæld- ar i nútið og framtíð. Hann gaf stétt sinni það fordæmi, sem er til fyrirmyndar. Nú þegar leiðir skilja, tregum við góðan vin og traustan félaga, en minningin varir og merlar i djúpi hugans. Við vottum ástvinum hans okk- ar dýpstu samúð. Jón I. Bjarnason. Með Sigurði Matthiassyni er fallinn einn af virkustu félags- mönnum Kaupmannasamtaka ts- lands, og sérgreinafélaga þeirra, er hann starfaði í. Sigurður gerð- ist ungur að árum kaupmaður, og hélt merki hins frjálsa kaup- manns og einkaframtaksins hátt á lofti, svo að af bar, allt til siðustu stundar. Arið 1951 keypti hann verzlun- ina Visi á Fjölnisvegi 2 af Sigur- birni Björnssyni kaupmanni og breytti nafni hennar í Víðir. Árið 1965 flutti Sigurður verzlun sina i nýtt verzlunarhús, sem hann hafði byggt að Starmýri 2, og rak hana þar með myndarbrag og við vaxandi vinsældir tii dauðadags. Í ársbyrjun 1976 færði Siguðrur enn út kviarnar, en þá keypti hann ásamt sonum sínum verzlun Silla & Valda í Austurstræti 17, og þá verzlun var hanr. nýbúinn að endurnýja, er hann féll frá. Sigurður Matthíasson starfaði mikið i ýmsum félögum kaup- manna og Kaupmannasamtökum, því honum var Ijóst, að eining er afl, og að i þjóðfélagi sem okkar, næst ekki árangur í málefnum hinnar frjálsu verzlunar, nema með samstilltu átaki einstakling- anna, sem fyrirtækin reka. Félagsmálastörf í þágu kaup- manna hlóðust því á Sigurð, en hann var jafnan reiðubúinn til starfa, er með þurfti. Sigurður átti sæti um árabil i framkvæmdastjórn Kaupmanna- samtaka Íslands. Hann var full- trúi Félags matvörukaupmanna í Fulltrúaráði Kaupmannasamtaka Islands. Hann sat i stjórn Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna og var varamaður í bankaráði Verzlunar- banka Islands h.f. Sigurður var einn af stofnend- um heildsölufyrirtækis smásölu- kaupmanna, Matkaups h.f., og var stjórnformaður þess. Kaupmannasamtök Íslands Framhald á bls. 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.