Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JULt 1977 35 upphátt færi, þegar öll sund virt- ust lokuð í lífshlaupi ógæfusamra aðila. Var þá hvorki talið eftir fé né fyrirhöfn, ef duga mætti til að leysa aðsteðjandi vanda. Á slíkum stundum komu meðfæddir mann- kostir hans hvað best í ljós. Þótt Sigurður virtist oft hrjúfur og harður í viðmóti, sem hann raunar taldi sig verða að vera í sumum tilvikum, var viðkvæmni hans og tilfinning mikil. Hann var einn þeirra sem hugsa meira en þeir segja og lét siðan verða af því aó framkvæma það sem gera þurfti. Mættum við eiga fleiri slíka. Mesta hamingja sem vini min- um áskotnaðist, var hans trausta og myndarlega eiginkona, reysu- legt heimili þeirra og dugleg og vinnufús börn. Aðeins fáum dög- um áður en hann lést, heimsótti hann mig, þar sem ég dvaldi utan- bæjar til heilsubótar, og bað mig að koma með sér i bíltúr að Eyrar- bakka, þaðan sem konan hans er ættuð, en á „Bakkanum" eins og hann orðaði það, voru þau i sam- starfi við börn sin að koma sér upp þægilegum samastað til að dvelja í um helgar og öðrum frí- stundum, þegar tóm gæfist til frá annars mjög erilsömu starfi. I þeim bíltúr eins og svo oft áður, varð honum tiðrætt um sam- heldni fjölskyldunnar við að byggja upp fyrirtæki þeirra, versl. Viði, sem nú þegar hefur skipað sér umtalsverðan sess í smásöluverzlun landsins. Sigurð- ur hafði til að bera næga fram- sýni og hagsýni tii aó byggja fyrir- tæki sitt upp i samstarfi við dug- mikla syni sína, en gætti þess hins vegar ekki að huga að sjálfum sér, þrátt fyrir aðvaranir eiginkonu og annarra. Aanig fer stundum um þá áhuga- og atorkumenn, sem aldir eru upp við vinnu og aftur vinnu og gera engan greinarmun á nótt eða degi, ef koma þarf hlutunum áfram. Þvi fór sem fór. En eftirlifandi eiginkona hans, börnin og barnabörnin byggja á góðum grunni, sem lagður var af traustum og hagsýnum atorku- manni og ástríkum heimilisföður. Missir þeirra er mikill og óvænt- ur, en ég er þess fullviss að með samheldni þeirra, eljusemi og dugnaði, muni þau sjá málum sín- um vel borgið. Enda væri það í fullu samræmi við minningu hins mæta drengs, sem lauk sinu jarð- neska lffi svo langt um aldur fram. Um leið og ég kveð minn góða vin og þakka honum ótal margar og drengilegar samverustundir, bið ég Guð að veita Vigdisi og börnum þeirra styrk á erfiðum tímum. Sig. Magnússon. Einn af dugmestu matvöru- kaupmönnum í Reykjavik lézt þ. 17. júlí s.l. Sigurður Matthiasson hafði kennt sjúkleika um langan tima, þótt hann af karlmennsku færi dult með það. Sigurður var ákafamaður, kapp- samur og fljótvirkur til fram- kvæmda, hann var sérstaklega glöggskyggn á lausn vandamál- anná. Hann fékk snemma áhuga á verzluoarstörfum, og á þeim vett- vangi haslaði hann sér völl. Sig- urður var ekki bara kaupmaður, hann var sérstaklega aðlaðandi og fær afgreiðslumaður. 1 hópi við- skiptavina sinna eignaðist hann marga af sinum beztu vinum. Hann hafði mikinn áhuga á starf- semi Félags matvörukaupmanna, en í mörg ár vildi hann ekki vera þar i fararbroddi, þar taldi hann aðra hæfari. En svo fór, að Sig- urður tók að sér ábyrgðarstörf í félagi sinu, og var hann fyrir nokkrum árum kosinn fulltrúi þess i Kaupmannasamtök tslands. Fljótlega var hann kjörinn fulltrúi þeirra samtaka i stjórn Verzlunarbanka tslands h.f., og í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna. Þar vann hann, af sínum dugnaði og einurð, að hagsmuna- málum stéttar sinnar. Kaup- mannasamtök tslands hafa misst góðan og virkan félaga. Sigurður byggði upp fyrirtæki sitt með mikilli vinnu og af fram- sýni, og var fjölskylda hans sem einn maður i þeirri uppbyggingu. Fyrir nokkru yfirtók hann. ásamt sonum sinum, eina af stærstu matvöruverzlunum borg- arinnar. Synirnir, Matthias og Ei- ríkur, sem feta i fótspor föðurs- ins, eru verzlunarstjórar i verzl- ununum. Sigurður treysti þeim, og hann var ekki aðeins faðir, hann var mikill félagi þeirra. Það eru miklar byrðar lagðar á herðar bræðranna, en ég efast ekki um, að þeir eru færir um að axla þær. I mörg ár töluðum við Sigurður daglega saman og stundum oft á dag. Voru þá helzt rædd félags- og hagsmunamál sjálfstæðrar verzl- unar, sem Sigurði fannst alltaf vera fyrir borð borin. Milli okkar skapaðist vinátta, sem ég met mikils og þakka. Ég kveð góðan vin. Við hjónin vottum Viggu, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um okkar innilegustu samúð. Sveinn Guðlaugsson. Eitt fyrsta verk mitt, er ég gerð- ist kaupfélagsstjóri á Akranesi upp ur 1940, var að svipast um eftir manni til afgreiðslustarfa. Ég var þá lítt kunnugur og þekkti fáa. í hópi unglinga bæjarins hafði ég tekið eftir einum, sem mér fannst skera sig úr fyrir gjörfu- legt útlit og sérstaklega prúð- mannlega framkomu, hvar sem hann fór. Þessi piltur var Sigurð- ur Matthíasson, ég gerði boð fyrir hann, og spurði hann hvorh hann vildi ekki gerast verzlunarmaður, mig vantaði afgreiðslumann, og ég hefði hug á að fá hann. Siguró- ur var tregur fyrst, og taldi þetta vart starf fyrir sig, þar er hann hefði aldrei komið nálægt slíku, ég kvaðst ekki óttast að hann klár- aði það ekki, æfingin kæmi fljótt, hann skyldi hugsa málið nánar, og láta mig svo vita. Að tveim dögum liðnum kom Sigurður aft- ur og kvaðst gjarna vilja reyna þetta, — sjá hvernig sér likaði, þá var Sigurður 17 ára. Það þarf ekki að orðlengja nán- ar að Sigurður varð mjög fljótt afbragðs verzlunarmaður, ötull, duglegur og útsjónarsamur. Hann varð fljótt hvers manns hugljúfi fyrir prúðmannlega aðlaðandi famkomu, hann varð fyrsta flokks starfsmaður strax í upphafi. Þegar Sigurður hafði starfað með mér i 2 eða 3 ár fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur, gerð- ist Sigurður þá fljótlega starfs- maður í Kiddabúð sem kölluð var, og var þar næstu árin, en 1951 hóf hann svo eigin verslunarrekstur er hann keypti verslunina að Fjölnisvegi 2. Síðan hefur verslunarrekstur Sigurðar verið ein sigurganga, þrátt fyrir erfið timabil, en Sigurður miklaði erfiðleikana ekki fyrir sér, heldur .tókst á við þá, af myndarbrag, og sigraði þá. t dag er „Viðir“ með tvær stór- verslanir, í Starmýri 2 og Austur- stræti. En Sigurður kom víðar við, hann vann jafnhliða mjög að hagsmunamálum stéttar sinnar með forgöngu um stofnun ýmissa hliðarfyrirtækja, má þar nefna Matkaup h.f., rekstur matvæla- iðju og sláturhúsa, allt var þetta gert til að styrkja aðstöðu smá- söluverzlunarinnar, sem að þessu stóó. Jafnhliða þessum umfangs- miklu störfum, tók Sigurður mik- inn þátt í félagsmálum stéttar sinnar, hlóðst þar á hann trúnað- arstörf, hann var árum saman í stjórn Kaupmannasamtakanna, hann var varamaður i Bankaráði Verzlunarbanka íslands, og í stjórn Lifeyrissjóðs Verzlunar- manna. Hvar sem Sigurður lagði hönd að verki, munaði um hann, hann rak fyrirtæki sitt af miklum dugnaði og fyrirhyggju, hann gerði kröfur til starfsfólks síns, en ætíð mestar til sín sjálfs. Við Sigurður hittumst oft og ræddum saman og sagði hann mér oft frá áformum sínum, sem jafn- an voru djarfmannleg og þaul- hugsuð. Siðast sá ég þennan góða vin minn 28. júni s.l. við settumst inn á Skálann og spjölluðum sam- an yfir kaffibolla smástund, hann ræddi um störf sín og framtiðina, hann hafði orð á þvi hvað þetta væri að verða létt hjá sér, þar sem synir hanns sæju um allan dagleg- ar rekstur búðanna. Hann var ánægður og leit björtum augum fram á veginn. Það hvarflaði að hvorugum okkar, að þetta yrði okkar siðasta samtal. Oftar en einusinni ræddi ég við Sigurð hvað rekstur hans gengi vel og skemmtilega, þá brosti hann og sagði, „já, en það er ekki allt mér að þakka, það er ekki síður að þakka konu minni. og sonum, sem alltaf hafa staðið í þessu með mér, og stutt á allan hátt.“ Hann mat störf þeirra mik- ils og var þeim þakklátur. Sigurður var margslunginn per- sónuleiki, mér er næst að halda, að f hvaða stétt eða stöðu hann hefði haslað sér völl, hefði hann komist i fremstu línu, hann hefði allstaðar sómt sér jafn vel, stjórn- samur og athugull. Gott væri ef við ættum stærri hóp slikra at- gerfismanna. Sigurður var hamingjusamur maður, hann sá áhugamál sin og hugsjónir rætast, jafnvel hraóar en búast hefði mátt við. Hann átti afbragðs konu, Vigdisi Eiríksdótt- ur, sem studdi hann i öllu, og bjó honum og börnum þeirra sérstak- lega fagurt og gott heimili, og hann sá börn sín vaxa og verða jafn reglusöm óg dugleg og hann var sjálfur, sá þau feta i fótspor foreldranna, þetta mat hann mik- ils, og gladdist við. En nú er Sigurður allur, við þau þáttaskil þakka ég honum gömul og góð kynni, þakka honum ára- tuga langa vináttu og drengskap. Hans ágætu konu og börnum, ásamt venslafólki, sendi ég og fjölskylda mín innilegustu sam- úðarkveðjur. Kæri vinur, þér var gott að kynnast. „Far þú i friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sveinn Kr. Guðmundsson. Nokkur minningar- og þakkar- orð frá mér og börnum mínum. Við vorum svo lánsöm að kynnast raunsæi þessa manps og fjöl- skyldu hans; meina ég þá Vigdisi konu hans og börn þeirra þrem Matthiasi, Astu og Eiriki, en það var þegar við fluttum í Háaleitis- hverfið. Var ég þá nýorðin ekkja með fimm börn. Buðust þá Sig- urður og Vigdís til þess að taka að sér elsta son minn og mátti hann vinna í versluninni hjá þeim, nóg- ur matur og svefnpláss væri heima. Drengurinn undi vel hag sinum og fór vel á með honum og börnum þessara mætu hjóna. Síð- an hefur alltaf haldist vinátta á milli okkar. Ég óska af heilum hug að Sigurði líði vel og að allar þrautir séu horfnar; einnig þakka ég Vigdísi fyrir alla hlýju í minn garð og barna minna með inni- legri samúðarkveðju. Ég bið uns birtir yfir, og bjarminn roðar tind. Hvert barn, hvert ljóð, sem lifir, skal lúta krossins mynd. Hann var og verður kysstur. Hann vermir kalda sál. Þitt líf og kvalir, Kristur, er krossins þögla mál. Hvíl í friði. V.M.V. Kveðja frá Félagi Matvöru- kaupmanna f Reykjavfk og Félagi Kjötverzlana f Réykjavfk. Það veldur ávallt trega, þegar góðir vinir hverfa af sjónarsvið- inu, ekki hvað sízt þegar menn á hátindi starfsferils sins eins og Sigurður var og sæti hans er svo vandskipað, falla svo skyndilega frá. Við munum ekki með þeim fáu kveðju og þakkarorðum sem við sendum honum að skilnaði telja upp öll þau mörgu og marg- slungnu störf sem hann innti af hendi fyrir félagsmenn okkar og kaupmannasamtökin i heild, hitt •eggjum við áherzlu á að öll voru þau innt af hendi með mikilli alúð, sanngirni og samvizkusemi, enda tók hann aldrei að sér starf eða stöðu vegna nafngifta starfs- ins, heldur af einlægum áhuga að rækja það sem bezt og komu sér þá vel hinir góðu eiginleikar sem hann var svo vei búinn: dugnað- ur, þrautseigja og samvizkusemi. Það má og teljast einkennandi fyrir hann að alls staðar þar sem hann gat við komið reyndi hann að bæta hag þeirra sem minha máttu sín og verr voru settir og auðnaðist honum það ekki á félagslegum grundvelli þá hljóp hann gjarna undir bagga sjálfur. Sigurður var eindreginn stuðningsmaður hins frjálsa framtaks og hann sýndi í verki að hann var maður til að láta það njóta sín. Hann hafði er hann lézt komið upp og rak ásamt sonum sinum tvær stórverzlanir, sem báðar standa með blóma, ef hægt er að nota það hugtak um rekstur matvöruyerzlunar. Þrátt fyrir þessi umsvif i einkalifinu kom það ekki i veg fyrir að hann léði starfskrafta sina óskipta til heilla félaga og heildarsamtaka kaup- manna hvenær sem þess var ósk- að eða þörf krafði, og eins og áður er getið voru verkefnin ekki tekin neinum vettlingatökum, enda þótt heilsa hans á undanförnum árum hafi siður en svo gefið til- efni til að leggja á sig auka álag vegna félagsmála. Við þökkum Sigurði í nafni Félags matvörukaupmanna i Reykjavik og Félags kjötverzlana í Reykjavik fyrir giftudrjúg störf í okkar þágu. Ennfremur þökkum við störf þau er hann vann á okk- ar vegum í stjórn Kaupmanna- samtaka Islands og Lífeyrissjóði Verzlunarmanna, við þökkum honum alla vinsemd og liðnar ánægjustundir ennfremur öll heilræði og hvatningarorð sem við höfum af honum þegið á um- liðnum árum. Við sendum honum kæra kveðju yfir landamærin og erum þess fullvissir að hann, sem var trúr yfir litlu, verður settur yfir meira á hinu nýja tilveru- stigi. Við sendum eiginkonu hans börnum og öðrum ástvinum ein- lægar samúðarkveðjur. Við biðjum lifsstarfi hans blessunar og velgengni til handa þeim er nú taka við stjórn og rekstri þess fyrirtækis sem hann stofnsetti og starfrækti af alúð til hinzta dags. Blessuð sé minning Sigurðar Matthiassonar. F.h. Félags matvörukaupmanna 1 Reykjavík Jónas Gunnarsson. F.h. Félags kjötverzlana í Reykja- vfk Jón Sigurðsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg á indælan eiginmann — en hann getur ekki hætt að sækjast eftir peningum. Okkur skortir ekkert, og samt sér hann ekki annað en peninga. Hvernig get ég hjálpað honum? Einu sinni var Jesús beðinn að jafna deilur tveggja bræðra út af arfi. Hann færðist undan því og varaði menn jafnframt við ágirnd. Krónan er þarfur þjónn, en harður húsbóndi. Hún á heima í veskinu eða bankanum, en ekki í hjartanu. Auði ber tiltekinn staður og vald, en hann á ekki að leggja undir sig hásætið eða sveifla sprotanum. Ágirndin gerir okkur ómannleg. Hún heldur okkur föstum í helgreipum sínum. Hún herðir hjartað, deyðir göfugar hvatir og útrýmir sönnum lífsgæðum, sem við getum ekki án verið. Eiginmaður yðar ætti að forðast ágirndina — með árvekni, bæn, sjálfsstjórn og sjálfsaga. Minnið hann á, að lífið er meira en beinharðir peningar, hús og lendur, kaupmáttur og f járfesting. Lífið er meira og betra. Látið Guð skipa æðsta sessinn. Krónan er orðin hans guð. Hann er sekur um hjáguðadýrkun, sem er verst allra synda. Látið hann snúa sér frá krónunni til Krists. Þegar Kristur er kominn inn í hjartað, leysast vandamál ágirndarinnar af sjálfu ser. Lokað í dag fimmtudag 28. júlí vegna jarðarfarar Pjeturs Danielssonar, hótelstjóra. J.P. Innréttingar, Skeifan 7. Vegna jarðarfarar SIGURÐAR H. MATTHIASSONAR, kaupmanns verða skrifstofur okkar og kjötvinnsla lokuð frá 14.00 í dag. Búrfell h.f. Vatnagörðum 6 — Skjaldborg v/ Skúlagötu Lokað í dag vegna jarðarfarar Sigurðar Matthíassonar, kaupmanns frá kl. 2.30—4 30. Rakarastofa Úlfars, Starmýri 2 Hárgreiðslustofa Brósa, FiskbúSin, Bakaríið Kringlan, Hreinsun s.f. Verzlun Anna Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.