Morgunblaðið - 06.08.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.08.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977 3 LUDWIG Lugmeier hélt þvf staðfastlega fram við fyrstu yfirheyrsl- ur aðfaranðtt sfðasta iaugardags að hans rétta nafn væri John Michael Waller. Hann væri frskur f húð og hár aðspurður um þau miklu fjárráð, sem hann hefði, svaraði hann þvf til að peningarnir væru afrakstur viðskipta f Suður-Amerfku. Er hann mætti sfðan fyrir Sakadómi Reykjavfkur á laugardagskvöld, þar sem f jallað var um gæzluvarðhaldskröfu rannsóknarlögreglustjóra, sagði hann sitt rétta nafn vera Ludwig Lugmeier. Hafði hann þá reyndar fyrr um kvöldið gert boð eftir starfsmönnum rannsóknarlögreglunnar og kvaðst vilja breyta sfnum fyrri framburði. Komu þessar upplýsingar fram á fundi með fréttamönn- um í gær, en þar greindi Hall- varður Einvarðsson, rannsókn- arlögreglustjóri, frá rannsókn málsins, sem nú er lokið hér á landi. Svaraði hann spurning- um fréttamanna ásamt þeim Nirði Snæhólm, yfirlögreglu- þjóni, Ivari Hannessyni og þýzku rannsóknarlögreglu- mönnunum Dieter Ortlauf og Karl-George Heinz. Eftir að Lugmeier hafði breytt sínum fyrri framburði um nafn og hvernig hann komst yfir féð, viðurkenndi hann fyrir dómi að hafa komið hingað til lands 2. marz siðast- liðinn og flutt með sér 300 þús- und mörk. Hefði hann fyrst geymt féð á íverustöðum sin- um, Hótel Esju og íbúðinni að strokufangi án heimilisfangs, skyldi sitja í allt að 20 daga, en eigi lengur en til kl. 17 þann 17. ágúst n.k. Frá þvi á föstudagskvöld hef- ur verið unnið sleitulaust að rannsókn á máli Lugmeiers og auk íslenzku rannsóknarlög- reglumannanna fylgdust þeir Ortlauf og Heinz með rann- sókninni frá þvi á þriðjudags- kvöldið. Er rannsókninni á máli Lugmeiers nú lokið hér á landi og barst rannsóknarlögreglu rikisins bréf frá saksóknara i gær þess efnis að áherzla skuli lögð á að visa þýzka afbrota- manninum úr landi svo fljótt sem auðið sé. Gögn og eignir um mál mannsins hér á landi skuli afhent v-þýzkum yfirvöld- um. Þá barst Rannsóknarlög- reglu einnig bréf í gær frá Ilallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri, situr fyrir enda borðsins og gerir grein fyrir rannsókn máls Ludwigs Lugmeier hér á landi. Til hægri eru þeir tvar Hannesson og Njörður Snæhólm, en til vinstri þýzku lögreglumennirnir Ortlauf og Heinz (Ijósm. RAX). Æsilegum eltingarleik lauk fyrir tilviljun í Reykjavík Dúfnahólum 4 i Breiðholti, en siðan flutt féð austur á Þing- velli. Hefði hann geymt það þar í benzínbrúsa í hellisskúta. Hefði hann viðurkennt að féð væri hluti þýfis, sem hann hefði komizt yfir í vopnuðu ráni i Frankfurt i V-Þýzkalandi árið 1973. Væru 300 þúsund mörkin eftirstöðvar hans hluta fjárins, en hann og félagi hans, Linden, hefðu skipt þýfinu til helminga. Mestum hluta pen- inganna kvaðst Lugmeier hafa eytt í ferðir sinar um heiminn og flótta undan lögreglunni, uppihald og við spilaborð i ýms- um löndum. Lugmeier tókst að forðast vestur-þýzku lögregluna og Interpol þar til síðla árs 1974, en þá var hann handtekinn í Mexíkó og fluttur til V- Þýzkalands. Rannsóknarlög- reglumennirnir Ortlauf og Heinz, sem hér eru til að fylgj- ast með rannsókninni og munu fylgja Lugmeier utan, sóttu hann þá til Mexikó. Rannsókn máls þeirra Lugmeiers og Linden var mjög umfangsmikil og erfið og drógust réttarhöldin því á langinn. Þann 4. febrúar 1976, meira en ári eftir að Lugmeier var fluttur frá Mexikó, tókst hon- um siðan að strjúka úr réttarsal í Frankfurt. Duldist hann fyrstu 2 mánuðina eftir flótt- ann í Bæjaralandi og lifði þá á stundum sem útlagi. Siðan dvaldi hann að mestu í Eng- landi og þá aðallega í London. Vegabréf það sem hann hafði undir höndum komst hann yfir i janúarmánuði síðastliðnum og var það hrein fölsun. Nafnið John Michael Waller var til- búningur hjá rithöfundinum, eins og Lugmeier titlaði sig. A þvi vegabréfi hafði hann m.a. ferðazt til Bahamaeyja, Iran og að sjálfsögðu Bretlands, en þangað fór hann héðan 10. júní og dvaldi þar til að kvöldi 28 júli sl. Er rannsóknai lögreglunni bárust gögn og upplýsingar frá Interpol og lögreglunni i V- Þýzkalandi var unnt að sann- reyna að upplýsingar þær sem Lugmeier hafði gefið og voru þær hinar sömu. Var siðastlið- inn sunnudag kveðinn upp gæzluvarðhaldsúrskurður um að Ludwig Lugmeier, þýzkur t þetta vegabréf Lugmeiers hafa tollverðir frá ýmsum löndum sett stimpil sinn athugasemdarlaust. Illuti peninganna sem Lugmeier kom með hingað til lands. Mest eru þetta þýzk mörk, en einnig ensk pund, tyrkneskar Ifrur og mynt frá Ekvador, en þangað mun Lugmeier hafa ætlað flytja og hafði m.a. spurzt fyrir um hversu mikið fé það kostaði að flytja bfl og búslóð þangað með Eimskipafélaginu. Dómsmálaráðuneytinu þar sem segir á grundvelli þess að Lugmeier hafi komið hingað til lands á fölsuðu vegabréfi skuli honum visað úr landi og verði það gert eigi sfðar en 7. þ.m. Skal rannsóknarlögregla rikis- ins sjá um að Lugmeiers sé hæfilega gætt. Fylgir Ivar Hannesson Þjóðverjanum utan en á flugvellinum i Frankfurt verður maðurinn kontinn i hendur V-Þjöðverja, s(>m þá í rauninni handtaka hann að nýju. I ljós hcfur komið að Lugmei- er hefur eytt um 23 þúsund v- þýzkum mörkum hér á landi og hefur það fé farið í ýmsa hluti, t.d. bil, húsaleigu i 6 mánuði, húsgögn og fleira. Mun Lugmeier hafa ætlað að fara héðan af landi brott aðfar- arnótt laugardagsins, en var tekinn nokkrum tímum áður en hann hefði stigið um borð i flugvélina. Upphaflega ætlaði Lugmeier að dvelja hér i lengri tima og jafnvel að setjast hér að. Er hann kannaði með stofn- un fyrírtækis hér eða með kaup á jörð, komsl hann hinsvegar að því að það yrði ekki gert nema að lögregluyfirvöld kæmust í málið. Astæðan fyrir þvi að hann kom upphaflega til landsins sagði hann vera þá að honum fannst orðið of heitt um sig i Englandi og vildi því reyna eitt- hvað nýtt. Vegabréf það sem hann hafði undir höndum er hann kom hingað hafði hann komizt yfir i janúar á þessu ári. A því hefði hann m.a. ferðazt til Suður-Ameriku, Bahama-eyja, Englands og svo Islands. Lugmeier hefur hins vegar farið mun viðar frá þvi að hann frandi síðara ránið i V- Þýzkalandi 1973. Ilefur hann stungið niður fa>ti i, auk fyrr- greindra landa, Sviss, Frakk- landi, Spáni, Bandaríkjunum og Mexíkö, þar sem hann var tekirtn 1974. Auk þess hefur hann þrfvegis komið til V- Þýzkalands frá þvi hann strauk i febrúar 1976, en aðeins gert þar stuttan stanz i hvert skipti. 1 flestum þessara landa hafði lögreglan i V-Þýzkalandi ein- hvern pata af Lugmeier, en ævinlega er þeir kontu á stað- inn var Lugmeier á bak og burt. Æsilegum eltingarleiknum lauk því ekki fyrr en í Reykja- vik á föstudagskvöldið i síðustu viku. Varþað fyrir hálfgerða til- viljun að Þjóðverjinn var tek- inn hér. Filtarnir tveir sem létu lögregluna vita um mikil aura- ráð Bandaríkjamannsins frá trúlega góð laun fyrir gliigg- skyggni sína. Þó vildi Hall- varður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri ekki stað- Framhald á bls IX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.