Morgunblaðið - 06.08.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.08.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 6. ÁGIJST 1977 5 BRAGI Hannesson, bankastjóri Iðnaðarbankans, opnar klukk- an 3 í dag, laugardag, mál- verkasýningu i Gallerý Háhól á Akureyri. Er þetta fyrsta einkasýning Braga, en hann tók þátt í haustsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna sem haldin var i Norræna Hús- inu haustið 1975 og sýndi þar þrjár vatnslitamyndir. Bragi málar aðallega fígúra- tivar myndir, það er að segja landslagsmyndir og myndir af gömlum húsum. Margar mynd- anna á þessari sýningu eru landslagsmyndir að norðan. Það er Öli G. Jóhannsson list- málari sem rekur Gallerý Há- hól, en Bragi brá sér norður fyrr í vikunni til að setja upp sýninguna. Á sýningu hans eru 39 vatns- litamyndir og 18 oliumálverk. „Þaó var eiginlega tilviljun að ég byrjaði að mála" sagði Bragi í stuttu spjalli við Morg- unblaðið. „Ég byrjaði að þreifa mig áfram á þessari braut fyrir rúmum tiu árum og hef notið tilsagnar Hrings Jóhannesson- ar listmálara hin síðari ár. Ég mála alltaf að staðaldri, og fyrir mér er listmálunin eins og að taka sér góða bók i hönd. Það er mjög afslappandi að koma heim úr starfi og höndla pensilinn. Þá þeysi ég yfirleitt út úr bæn- um um helgar, leita út í guðs- græna náttúruna og mála vatns- litamyndir. Allar myndirnar, sem eru á þessari sýningu eru málaðar síðastliðin fimm ár og eru til sölu að sjálfsögðu. Balthasar hefur aðstoðað mig við að velja myndir á sýning- una, en bæði hann og Hringur Jóhannesson hafa hvatt mig mjög til þessa. Þannig að ég held það sé tryggt að hér sé ekki um mjög slæmar myndir að ræða.“ Með tilliti til þess hve Bragi byrjaði seint aö mála eða 34 ára gamall, er hann spurður hvort teiknun eða málun hafi lengi átt hug hans. „Jú ég hafði lengi áhuga á góðum listaverkum. En sjálfur var ég ekkert sérstakur í teikningu til dæmis í skóla. Það voru aðallega vatnslita- myndir Ásgríms Jónssonar, sem vöktu áhuga minn, en á honum hef ég mikið dálæti. Því byrjaði ég að mála með vatnslit- um í fristundum rnínum og hafði gaman af að fylgjast með hvort einhver árangur yrði. Síð- an kynntist ég Hringi og hann hvatti mig óspart til að halda áfram að mála.“ Hef enga listamannsgriUu Bragi Hannesson við eina mynda sinna f Gallerý Háhól á Akureyri. „Ég hef meira gaman að því að mála með vatnslitum heldur en olíulitum, vegna þess að annaðhvort heppnast vatnslita- mynd I fyrstu tilraun eða ekki. Þú getur ekki málað ofan i vatnslitamynd eins og oliumál- verk, þvi þá er ferskleikinn sem er aðalsmerki vatnslita- myndanna, horfinn. Þá finnst mér þægilegt að mála með vatnslitum en með þeim þarf að mála mjög hratt.“ Aðspurður, hvort hann ætli að hætta sem bankastjóri og snúa sér alveg að málaralist- inni, hlær Bragi og þverneitar því. „Mér dettur ekki i hug að hætta í þessu starfi. Ég hef enga listamannagrillu og tekzt ágætlega að samræma banka- stjórastarfið listmáluninni.“ „Ég stend verr að vígi heldur en þeir listmálarar sem fást ekki við annað en listmálun og þess utan skortir mig þá undir- stöðumenntun, sem þeir hafa. Þess vegna les ég mikið af bók- um um listmálun og reyni að skoða flest erlend listasöfn sem ég hef tækifæri til. ■ Meðal listmálara er ég eins og hinir mörgu hagyrðingar meðal skáldanna." Aðspurður um á hvaða list- málurum hann hafi mest dá- læti, svarar Bragi: „Island hefur átt furðulega mikið af úrvalsmálurum, en ég held ég hafi mest dálæti á Ásgrími Jónssyni og Gunnlaugi Scheving." „Af erlendum vatnslitamál- urum hef ég mikið gaman af Turner hinum enska en Eng- lendingar hafa átt marga góða vatnslitamálara, Hollendingur- inn Jonkind málaði lika stór- skemmtilegar vatnslitamyndir, Framhald á bls. 29 EM í bridge: Island vann Sviss 15-5 lSLENZKA landsliðið I bridge gerði sér lítið fyrir og vann Sviss f nfundu umferð, en fyrir þann leik var Sviss f þriðja sæti. Ásmundur, Hjalti, Guðlaugur og Örn spiluðu fyrri hálfleikinn og gerðu út um leikinn. Hörður og Þórarinn komu inn I síðari hálf- leik sem hélzt I jafnvægi. Lokatöl- ur urðu 15—5 fyrir Island. Danir kunna vel við sig . á heimavelli og vinna hvern sigur- inn af öðrum og eru komnir í þriðja sæti, en ítalir fylgja efstu liðunum eins og skuggi og eru þeir nú i fjórða sæti. Röð efstu þjóða eftir 9 umferð- ir: Sviþjóð 141, ísrael 131, Danmörk 127, Italía 121, Sviss 119, Bretland 116, Noregur 107, Ungverjaland 102, Belgia 96, Pólland 96, Frakk- land 89, Holland 89, ísland 88, Irland 84, Júgóslavia 81, Þýzka- land 75, Finnland 58, Austurríki 52,5, Spánn 52, Grikkland 45, Tyrkland 37, Portúgal 27,5. Islenzka liðið átti að spila við Israels-meTin í gærkvöldi. I kvennaflokki eru itölsku kon- urnar efstar með 60 stig en Panir, Þjóðverjar og Grikkir eru með 44 stig. Sýna í anddyri Norræna hússins TVEIR Danir, myndvefnaðarkon- an Anette Hollesen og keramík- maðurinn Peter Tybjerg, opna I dag sýningu í anddyri Norræna hússins og verður sýningin opin fram til 17. ágúst n.k. Á sýning- unni eru sýnd ofin teppi úr ull og fleiri efnum, krukkur í skúlptúr- stil og skálar úr steini. Séð yfir vöruhúsið Domus f Rvík. KRON 40ára KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁ- GRENNIS er fjörutlu ára I dag en það var stofnað á fundi I Kaupþingssaln- um i Reykjavik 6. ágúst 1937. Var félagið stofnað upp úr Pöntunarfé- lagi verkamanna i Reykjavik. Kaup- félagi Reykjavikur, Pöntunarfélagi Verkalýðs- og sjómannafélagi Kefla- vikur og Pöntunarfélagi Sandgerðis. Nú rekur félagið 8 matvöruverzlanir, 3 mjólkurbúðir og 4 aðrar sér- verzlanir i Reykjavik og Kópavogi. Á siðast liðnu ári nam velta félagsins um 1300 milljónum króna en félagar þess eru rúmlega 14000 og fastir starfsmenn að jafnaði 140. Núver- andi kaupfélagsstjóri er Ingólfur Ólafsson. Ingólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri sagði í samtali við Mbl. I gær að afmælisins yrði ekki minnzt með nein- um sérstökum hætti KRON er nú að byggja stórt verzlunarhúsnæði i Kópa- vogi og sagði Ingólfur að það væri alls 4000 fermetra húsnæði á tveimur hæðum Væri stefnt að þvi að Ijúka byggingu þess á næsta ári og starfsemi í þvi ætti að öllum likindum að hefjast seinnihluta næsta árs. — Aðrar fram- kvæmdir eru ekki á dagskrá hjá okkur meðan bygging hússins í Kópavogi stendur yfir. Við höfum hins vegar óskað eftir lóð undir stórverzlun i Reykjavik en ekki fengið Húsnæðið i Kópavogi er ekki nógu stórt og þvi verður bygging verzlunar i Reykjavik það verkefni, sem tekur við næst, sagði Ingólfur Leiðrétting FÁEINAR hvimleiðar prentvillur slæddust með í minningargrein um Pál bónda Guðmundsson á Baugsstöðum i b|laðinu sl. sunnu- dag. Misritaðist þar þessi setning, sem leiðréttist hér með en hún átti að hljóða svona: „Baugsstaðir voru i þjóðbraut þeirra mörgu er sóttu verzlun austan úr sveitum til Eyrarbakka.“ Auk matvöruverzlana rekur KRON m a vöruhúsið Domus og verzlunina Liverpool. Félagið hefur einnig fengizt við sitthvað annað m.a. fiðurhreinsun. fatahreinsun og gróðurhúsarekstur og rekið efnagerðina Rekord Formaður stjórnar KRON er Ragnar Ólafsson AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 THörgmnþibiþiþ LIT- SJÓNVÖRP 20” í HNOTUKASSA JAPANSKT HUGVIT JAPANSKUR HAGLEIKUR JAPÖNSK NÁKVÆMNI VERÐ AÐEINS KR. 237.700, Er með kalt einingakerfi — Betri ending — Fullkominn in-Line Myndlampi — sýnir sérlega skýra mynd Er fyrirferðarlitiS þó það sé með Er sparneytið (aðeins 120 wött) 20" skermi. Hátalari að framan. Það er auðvelt að stilla tækið Útsölustaðir: Vörumarkaðurinn, Ármúla 1 a Akureyri: Reykjavlk, Gunnar Ásgeirsson h.f. Akurvík h.f. Suðurlandsbraut 16. Glerárgötu 20. OG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM VÍÐA UM LAND / ]atirm cSfygtiMon k.f. Suðurlandsbraut 16 S. 35200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.