Morgunblaðið - 06.08.1977, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977
Hér fer á eftir þriðja viðtalið við
borgarfulltrúa Sjálfstæ ð isflokksins. Að
þessu sinni er spjallað við Markús Örn
Antonsson, borgarfulltrúa og formann
félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar.
0 Tveir milljarðar
til félagsmála.
Sp.: Félagsmálaþættir í fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar
eru orðnir fyrirferðarmiklir,
Markús; hvern veg skiptist þetta
fjármagn á einstök viðfangsefni?
Sv.: Fjárhagsáætlun Reykjavik-
urborgar fyrir liðandi ár gerir ráð
fyrir rúmlega 2000 milljóna króna
á útgjaldaliðum „Félagsmála“.
Ríflega helmingur þessa framlags
eru lögbundin, eða á annan hátt
bundin gjöld, til ýmiss konar
sjóða: sjúkrasamlags, atvinnu-
leysistryggingasjóðs, lífeyrissjóðs
starfsmanna borgarinnar — eða
Stgrfsemi Félagsmálastofnunar
Reykjavikur er margvísleg og
fjölbreytt — og engin leið að tína
til alla þræði hennar í örstuttu
spjalli.
0 Dagvistunarmál
Sp.: Dagvistunarmál eru þjón-
ustuþáttur, þar sem erfitt er að
fullnægja eftirspurn. Hvern veg
standa þau mál nú, Markús Örn?
Sv.: Rétt er það — á þessu sviði
eru mörg verkefni óleyst. Ekki
hefur enn reynst unnt að sinna
eftirspurn frá öllum þeim aðilum,
sem forgangsrétt hafa að dagvist-
un fyrir börn sín, einstæðum for-
eldrum, námsfólki og öðrum, sem
búa við sérstakaar aðstæður. Alls
REYKJAVÍKURBORG: FÉLAGSMÁLAÞÆTTIR
BORGARSAMFÉLAGSINS
til áhugasamtaka, sem borgin
styrkir, eins g bindindissamtaka,
hjálparsveita og annarrar starf-
semi, sem m.a. flokkast undir ör-
yggismál og almannavarnir. Und-
ir félagsmálin heyra m.a. svo ólík-
ir þættir sem heimilishjálp, starf-
semi upptökuheimila, stofnana
fyrir áfengissjúklinga, tóm-
stundastarf aldraðra, mæðra-
heimili og fjárhagsaðstoð — og
síðast en ekki sizt niðurgreiðslur
vegna dvalar barna á dagheimil-
um og leikskólum borgarinnar
eða í einkadagvistun.
0 Félagsmálaráð og
félagsmáiastofnun
Sp.: Vilt þú í stuttu máli gera
lesendum Morgunblaðsins grein
fyrir starfsemi Félagsmálastofn-
unar?
Sv.: Félagsmálaráð er skipað 7
mönnum, kjörnum af borgar-
stjórn. Ráðið heldur fundi viku-
lega á vetrum og hálfsmánaðar-
lega á sumrum, tekur stefnumót-
andi ákvarðanir, sinnir stjórn Fé-
lagsmálastofnunar og staðfestir
afgreiðslu fjölda mála, er snerta
einstaklinga og fjölskyldur, allt
að 30 til 40 i hverri viku.
Aðalstöðvar Félagsmálastofn-
unar eru í Vonarstræti 4 en útibú,
fyrir Breiðholtshverfin, erð að
Asparfelli 12. Stofnunin skiptist í
þrjár aðaldeildir:
1. Fjármála- og rekstrardcild.
2. Fjölskyldudeild: Hún er þrí-
skipt eftir borgarhlutum. Megin-
áherzla er lögð á fjölskylduvernd
(varnaðarstarf og endurhæfingu
fjölskyldna, er deildin hefur með
að gera). Ráðgjöf skipar verðug-
an sess í þeirri viðleitni.
3. Sérdeildir: Þar undir koma
Heimilishjálp (t.d. við aldrað fólk
f heimahúsum eða í forföllum
húsmóður um stundarsakir);
Húsnæðisdeild (er annast úthlut-
un á rúmlega 700 íbúða leiguhús-
næði borgarinnar í samráði við
fjölskyldudeild eða ellimáladeild.
Deildin gerir og tillögur um út-
hlutun söluíbúða á vegum borgar-
innar.) Þá er sérdeild er annast
málefni aldraðra (velferðarmál
þeirra, málefni einstakra skjól-
stæðinga, ráðgjöf, fyrirgreiðslu i
heimahúsum og hefur milligöngu
um vistun og fjárhagsaðstoð
vegna dvalar á elli- og hjúkrunar-
heimilum. Deildin hefur og um-
sjón með tómstundastarfi aldr-
aðra og hefur samvinnu við þá
aðila, sem að málefnum aldraðra
vinna).
eru nú á biðlistum úr þessum
hópum hátt i 500 börn á dagheim-
ili ( heils dags gæzla) og 1200 á
leikskóla (Vi dags gæzla). Þrátt
fyrir þessa þörf var okkur uppá-
lagt með reglugerðarákvæðum
stjórnvalda að fækka plássum i
þessum stofnunum um 90 á
skömmum tima. Ákvæðin voru
sniðin eftir Norðurlandastaðli en
framkvæmd hér á mun skemmri
aðlögunartíma en gert var annars
staðar. Verður þetta að teljast
ótímabær „lúxus“ miðað við allar
aðstæður.
Já, þú spurðir um stöðu þessara
mála. Hér í Reykjavík eru nú um
8700 börn, 5 ára og yngri. Þar af
eru 1195 á dagheimilum og 1812 á
leikskólum, samtals 3007 eða
34,3% heildarfjöldans. Auk' þess
eru 645 á fjölskyldudaghcimilum
eða 7.5% til viðbótar. Og af því að
við berum okkur gjarnan saman
við Norðurlöndin í málum sem
þessum, þá má geta þess að sam-
bærileg tala frá Helsingfors er
31%, Ósló 32% og Kaupmanna-
höfn 53%. Hjá nágrannaþjóðum
hefst leikskóli við 3ja ára aldur
en hér 2ja ára. í Kaupmannahöfn
hefur þessi árangur náðst m.a.
vegna þess að barnafólki fækkar
þar stöðugt og um 25% borgarbúa
eru ellilífeyrisþegar. Margir telja
að Sviar standi vel að vígi i þess-
um málafiokki. í Stokkhólmi eru
dagvistunarplássin 20.000 á opin-
berum dagvistarstofnunum en á
biðlistum 14.000 börn.
Sem dæmi • um kostnaðarhlið
málsins má nefna að áætlaður
stofnkostnaður fyrir 68 barna
dagheimili hér er um 100 m.kr. —
eða 1.5 m. kr. á barn, er vistun
fær. Stofnkostnaður við leikskóla
er mun minni. Átlaður kostnaður
við 114 barna leikskóla er 55 m.
kr. Ríkinu ber að greiða 50%
stofnkostnaðar lögum samkvæmt.
Hér er um miklar fjárhæðir að
ræóa í stofnkostnaði og rekstri.
Óraunhæft er því að gera kröfur
um heildarúrlausn i einni svipan.
Uppbyggingin verður háð efnum
og aðstæðum — en mín skoðun er
sú að hraða beri lausn fyrir for-
gangsflokka, þar sem þörfin er
brýnust.
Rekstur dagheimila greiðist að
35 hundraðshlutum með vist-
gjaldi er foreldri greiðir, um
14.000 krónur á mánuði. Mismun-
inn, eða 65 hundraðshluta, greiðir
Reykjavikurborg. Kostnaðarhluti
foreldra í rekstri leikskóla er hins
vegar 60%, borgarinnar 40%.
Nú er unnið að byggingu nýs
Markús Orn Antonsson, borgar-
fulltrúi og formaður félagsmála-
ráðs Reykjavíkurborgar. Myndin
er tekin á 50 ára afmælishátfð
Heimdallar FUS Reykjavfk sl.
vor.
Sextfu leigufbúðir fyrir aldraða
að Norðurbrún 1 (fremst á mynd-
inni) — en Austurbrún 6 eru 69
feigufbúðir fyrir aldraða og ein-
stæð foreldri.
dagheimilis við Suðurhóla í Breið-
holti III og tveir leikskólar voru
nýlega teknir í notkun í Breið-
holtshverfum. Þá er verið að
undirbúa byggingu nýs dagvist-
unarheimilis i Vesturbænum. Það
verður boðið út á næstunni. I
áætlun er bygging tveggja stofn-
ana (dagheimili/leikskóli —
blandað) i Breiðholti I og II. Alls
mun borgin verja um 150 m.kr.
vegna framkvæmda i dagvist-
unarmálum á líðandi ári.
0 Aðstoð við aldraða.
Sp.: Hvern veg er varið aðstoð
við aldraða í heimahúsum? Þjón-
usta við aldraða hefur vaxið hröð-
um skrefum á allra siðustu árum.
Kostnaður vegna heimilisaðstoðar
við aldraða, sem dvelja i eigin-
eða leiguíbúðum, var um 112
m.kr. á liðnu ári og verður sýni-
lega miklu hærri i ár. Það starfa
að jafnaði 240 konur við þessa
þjónustu og í fyrra nutu hennar
1000 heimili. Með hliðsjón af þvi
að þessi þjónusta getur sparað
mikla fjármuni i stofn- og
rekstrarkostnaði elliheimila eða
sjúkrastofnana, mætti ríkið koma
til móts við borgina, kostnaðar-
lega, varðandi þennan þjónustu-
þátt, sem er almennt góður kostur
i öldrunarþjónustu, og stuðlar að
því að roskið fólk getur lengur en
ella dvalið á eigin heimilum, ef
það kýs að hafa þann háttinn á.
Hlutfall aldraðra, einstæðra
foreldra og fólks, sem þarf félags-
legrar aðstoðar við, er mun hærra
hér í Reykjavík en annars staðar
á landinu. Reykjavíkurborg hefur
gert meira á þessu sviði en sveit-
arfélög yfirleitt, sem e.t.v. veldur
því, að fólk leitar í ríkara mæli
hingað. Hér er sennilega auðveld-
ara að fá ódýrt leiguhúsnæði hjá
sveitarfélaginu en annars staðar
og Her á fólk völ á fjölbreyttari
atvinnu sem er við þess hæfi.
Þessi sivaxandi þörf fyrir félags-
lega aðstoð í Reykjavík veldur
stjórnendum borgarinnar vissum
áhyggjum. Æskilegast er að fé-
lagsleg þjónusta dreifist betur um
landið allt. Hér gildir sama lög-
málið og um dreifingu atvinnu-
tækifæra og annars, er stuðlar aó
„byggðajafnvægi". Byggðir út um
land verða að taka sfrí félagsmál
miklu fastari tökum — sumar
hverjar— en gert hefur verið og
horfast i augu við staðreyndir um
félagslegar þarfir, sem kunna að
vera fyrir hendi hjá sveitungum,
er aðstoðar þurfa við.
Varðandi íbúðabyggingar i
þágu aldraðra vísa ég til viðtals
við Albert Guðmundsson borgar-
fulltrúa í Morgunblaðinu sl. laug-
ardag, þar sem þeim þætti öldrun-
arþjónustu eru gerð góð skil, sem
og samþykktar um 7Í4 af heildar-
útsvörum i þágu aldraðra. Nú er
unnið að byggingu tveggja dvalar-
heimila fyrir aldraða á vegum
framkvæmdanefndar.sem Albert
er formaður fyrir. Auk þess er
verið að byggja á vegum félags-
málaráðs stórhýsi með leigu-
íbúðum fyrir aldraða við Furu-
gerði. Þar verða 74 íbúðir, svipað-
ar þeim, sem áður hafa verið
byggðar við Austurbrún og Norð-
urbrún.
• Stiklað á stóru.
Sp. Sumt sumt af þvf, sem