Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 25

Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. AGUST 1977 25 fclk f fréttum + Það getur komið fyrir alla að detta á afturendann. Jafnt aðalsfólk, sem aðra. En það eru án alls efa ekki allir, sem geta tekið þvf jafn vel og Mark Phiiip eiginmaður önnu Bretaprinsessu. Ohappið varð á veíðreiðum f Englandi ekki alls fyrir löngu. Hestur Marks hrasaði og báðir fengu þeir ókeypis bað, öllum til mikillar skemmtunar. Og ekki sfst knapanum, sem lagðist á jörðina á eftir til að hella úr stfgvélunum sfnum, eins og sést á meðfyigjandi myndum. + Leikarinn frægi, Marlon Brando hefur neyðst til að fá sér tvo stóra varðhunda til að fá frið f svefnherbergi sínu. Hann hefur hvað eftir ann- að orðið fyrir truflunum af ókunnugu fólki um miðjar nætur. Ekki ails fyrir löngu kom maður til hans og vildi tala við hann um Guð. Og það er ekki óalgengt að ungar stúlkur komi í heiinsókn til hans. En nú hefur hann sem sagt fengið sér varðhunda, svo vonandi fær hann svefnfrið á næstunni. Það er ekki alltaf tekið út með sitj- andi sældinni að vera frægur. + Hvort scm þið trúið þvf eða ekki þá er þetta mynd af mæðgum. Og hvor skiidi vera móðirin og hvor dóttirin? Jú, móðirin er vinstra megin og heitir Barbare Bell, og dóttirin heitir Traycey, þær halda sér f svona góðu formi með því að spila tennis á hverjum degi. Og hver segir sfðan að aidur og fegurð fylgist ekki að? Minning: Stefán Árnason „Stefán Árnason er dáinn“, var sagt i simann. — Skjótt skipast líf og dauði. Fyrir skömmu hringdi hann sem oftar til mín, og hafði á orði að skreppa til borgarinnar og líta inn, — en kvaðst þó vera óþægilega slappur, og varla þekkja sjálfan sig. — En sjálfs hans voru þó gamanyrðin og glensið. Það var honum svo eigin- légt, að vel tryði ég að hann hefði kvatt þetta lifssvið okkar með gamanyrðum, og heilsað nýju með spaugi. — Ekkert hefði verið Stefáni eðlilegra en að heilsa með góðum brandara, þótt skammt væri í alvöruna, undir gamninu. Stefán fallinn i valinn. — Hann skákar þvi ekki oftar til mín tóbaksdósunum, eða bregður sér i gervi kunnra borgara til að setja glaðan svip á liðandi stund, eins og hann gerði svo oft. Og Stefán þylur manni ekki famar sögulegan fróðleik. En af honum átti hann drjúgan skerf i andans fórum, og óþrjótandi kímni. Og hann naut þess að miðla öðrum af hvoru tveggja, eins og við átti hverju sinni. Stefán var margslunginn og forvitnilegur maður, sem hér verður aðeins minnzt i fáum kveðjuorðum, við þau þáttaskil, sem orðin eru. I menningarlífi Vestmanneyinga var hann virkur þátttakandi um áratugi, og þeir munu minnast hans, eins og vert er. Stefán var aldinn að árum, nærri hálfniræður. En til skamms tíma gætti þess lítið. Hann hlóð á sig árum, en ekki elli. Ellina vildi hann sniðganga og forðast, og honum tókst það. Hann var kvik- ur á velli, og ungur i fasi, og hafði sveigjanleika til að blanda geði við alla aldursflokka. — Hann varð aldrei gamall, þótt ár væru mörg að baki. Stefán var lengi yfirlögregluþjónn í Vestmanna- eyjum, og hefur sjálfsagt þjónað þvi hlutverki með sóma. En eftir- minnilegri mun hann þó flestum á fjölum leikhússins. Og trúað gæti ég, að nú muni margur sakna þess, að kvikmyndafilmunni var ekki falið að geyma hann i hlut- verkum, sem hann var rómaður fyrir. Og vel hefði sjónvarpið mátt eiga þar hlut að. Stefán var skaftfellskur að ætt og uppruna. En ungur flutti hann ti Eyja, festi þar rætur og var meðal þeirra, sem lengst settu svip á bæinn. Og lengi mun standa met hanns sem kynnis á „þjóðhátið" Eyjamanna, þar hafði rödd hanns hljómað yfir hálfa öld. Og ég held, að hann hafi vonað, að svo myndi verða nú, er hátíðin flyzt á ný í dalinn fagra. En þar mun styrk rödd hans ekki hljóma framar. En þar mun hans minnzt af þeim, er við tekur hlut- verki hans, og setur sinn svip á hátiðina, og Eyingar eiga um marga góða að velja. En Stefán mun samt ekki gleymast. Stefán hefur nú lifað „Dauð- ann“, sem vakti honum engan ótta, — öllu fremur forvitni. í rauninni hygg ég, áð hann hafi vitað? er hann hringdi til min síðast, að „Dauðinn“ biði á næsta leiti, en þó líklega eilitið fjær, — minnsta kosti hinum megin hátíð- arinnar, sem hann bjóst við að taka þátt i, — með efahreim þó. — Grunur? Vissa? Stundum vitum við, án þess að vita, hvernig við vitum. Og að lokum þakka ég Stefáni löng kynni, og margar ánægjustundir, — ég óska honum góðrar ferðar — áfram. Marteinn M. Skaftfells. — Systurnar sjö Framhald af bls. 13 oliuneyzlulöndum Vörn ollufélaganna við slikum ásökunum er sú að þau hafi ekki möguleika á sllku þar sem yfir- völd, bæði I framleiðslu og neyzlurlk- inu fylgist með verðinu Ef eitt land kaupir ollu á of lágu verði hlýtur sölu- landið að snúast öndvert á móti . Skoðanakannanir vlða um heim eftir ollukreppuna, sýndu að almenningur kenndi oliufélögunum frekar um hana en olluútflutningsríkjunum Margar rik- isstjórnir gripu I taumana til að tak- marka vald ollufélaganna, sumar með þvi að reyna að semja beint við olíu- framleiðslulöndin um ollukaup og síð- an skyldu byggðar rikisreknar oliu- hreinsunarstöðvar og dreifingarnet. Þessi áform hafa hins vegar engu breytt. Alþjóðlegu oliufélögin ráða ennþá mestu á hinum vestræna mark- aði Systurnar sjö stjórna ennþá oliu- skipaflotunum, olluhreinsunarstöðvun- um, vlsindarannsóknum, tækni og dreyfingu. Brezki blaðamaðurinn Anthony Simpson hefur skrifað bók sem heitir Systurnar sjö, og fjallar hún um ofan- greint efni. í Kópavogi vantar heimilisaðstoð sem allra fyrst. Húsnæði og fæði á staðnum. Upplýsingar ísíma: 43262. Rýmingarsala vegna breytinga. Jólavörur, dúkaefni, ámálaður strammi, Og mikið af pakkningum. Bætum nýjum vörum við daglega. íarmgrðaurrzlmriit irla Snorrabraut 44.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.