Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGtJST 1977
Fáni er dreg-
inn að hún,
Rabb frá Grænlandi,
eftir Inaeborq Einarsson
Sleðahundarnir gegna mikilvægu hlutverki í lífi Grænlendinga.
Frá Christiansháb. Nýtízku byggingar hafa lífa verið reistar
Verið að flá hrein-
dýr. Hin sérstæða
stelling mannsins
fremst á myndinni
er einkennandi fyr-
ir Grænlendinga,
þannig eru t.d. flest-
ar steinstytturnar
þeirra látnar vera.
Myndin neðst í
hægra horni er tek-
in við skólaslit, en
þá klæðast börnin
sínu fegursta, þ.e.
þjóðbúningnum.
Hinir fornu Eskimóar í Grænlandi eiga í útliti og
menningu rætur sínar að rekja til steinaldarfólksins í
Asíu og meira en 10.000 ár aftur í tímann, og lifðu svo til
óbreyttu lífi þar til fyrir um 250 árum, þegar fyrstu
trúboðsstöðvarnar voru settar á fót víðs vegar um Græn-
land, ýmist af þýzkum eða dönskum trúboðum. Það er
ekkert, sem bendir til þess, að búseta Islendinga í nokkur
hundruð ár hafi haft nein áhrif á menningu Eskimóa.
Jafnvel um síðustu aldamót voru í Thule og kringum
Angmagsalik Eskimóar sem höfðu aldrei haft samband
við hvita menn.
Það eru þess vegna næstum
óskiljanlegar breytingar, sem nú-
lifandi Grænlendingar eru aldir
upp við, og það er ekki undarlegt,
að undirniðri sé djúp gjá milli
dansks og grænlenzks hugsunar-
háttar. Við upplifðum það í fyrsta
skipti í einni af löngu gönguferð-
um okkar út með ströndinni í
Narsaq í S-Grænlandi. Við rák-
umst þar á veiðimann, sem sat á
kletti með stöngina sína, og þegar
við spurðum hann, hvað hann
væri að veiða, svaraði hann: „Það
veit ég ekki.“ Því það gat hann
auðvitað ekki sagt til um, fyrst
hann hafði ekki veitt neitt ennþá.
Hugsanleg bollalegging um það,
hvað hann mundi e.t.v. veiða var
fyrir hann jafnfráleit eins og svar
hans var fyrir okkur. En svo byrj-
aði hann að segja okkur frá því,
að faðir hans hefði verið „stor-
fanger" — mikill veiðimaður á
kajak, og að heimili hans hefði
áður fyrr verið á þessum stað. Og
hann sýndi okkur, hvar selurinn
var dreginn á land og fleginn.
„Ef... ef“ — „Imara“
Fari maður niður f kjörbúð
K.G.II., Konunglegu grænlenzku
verzlunina, og spyrji, hvort þeir
hafi „Grönlandsposten“, þ.e.
grænlenzkt blað, sem kemur út á
grænlenzku og dönsku einu sinni
f viku, þá er mjög algengt að þeir
svari: „Nei“. — „Er hann ekki
kominn?" „Nei“. „Kemur hann á
morgun?“ „Imara“ — kannski,
segja þeir svo með feimnislegu
brosi, af þvf að það vita auðvitað
allir, að hann kemur á morgun, ef
þyrlan flýgur, ef það er pláss og
ef það er þá munað eftir að taka
pakkann með um borð f Godtháb.
Svo hvers vegna þessi óþolin-
mæði?
Ég hitti skipstjórann, sem hafði
tekið að sér að sigla með lækninn
í heilsugæzluferð til einnar af
fjarliggjandi byggðum næsta
morgun kl. 9. „Jæja,“ sagði ég,
„við erum að fara til Ikamiut á
morgun." „Imara" — kannski,
segir hann. Það getur svo margt
gerzt áður en að morgundeginum
kemur. — Gamlir Islendingar
hefðu sagt: „Ef guð lofar". Svo
hugsar fólk, sem lifir í nánu sam-
bandi við náttúruna og er algjör-
lega háð henni.
Hér norðanlega í Grænlandi er
hundasleðinn ennþá mikið notað-
ur og ómissandi tæki á veturna.
Þegar sleðaekill kemur að sérlega
brattri brekku eða einhverju öðru
erfiðu yfirferðar stanzar hann,
leysir hundana frá sleðanum,
kveikir á primusnum, sem alltaf
er meðferðis og býr til te. Þegar
hann hefur lokið við að drekka te
og reykja eina pipu er hann tilbú-
inn til hvers sem er. Við mundum
aftur á móti reyna að ljúka því af
og síðan hvíla okkur, en þeir vita
af reynslu margra kynslóða, að
það þýðir ekkert að nota síðustu
kraftana, því að það er enginn til
að hjálpa til, ef eitthvað óvænt
kemur fyrir.
„Ég svaf yfir mig“
Öþolinmæðin i Dönum og að
heimta að ákveðnir hlutir séu
framkvæmdir á ákveðnum tima
er eiginlega óskiljanlegt fyrir
marga Grænlendinga. En þeir
hafa uppgötvað, að það er ein
setning, sem fær Dani til að gef-
ast upp og hætta að heimta skýr-
ingar á öllu mögulegu og það er:
„Eg svaf yfir mig.“
Skóladrengur sem mætir ekki í
læknisskoðun eða starfsfólk i
rækjuverksmiðjunni, sem mætir
ekki daginn eftir skemmtikvöld
segir: „Ég svaf yfir mig.“ Og ung
stúlka, sem er sagt að koma á
ákveðnum tíma vegna fóstureyð-
ingar, sem hún hefur sjálf krafizt
og mætir fyrst nokkrum dögum
seinna svarar lika, þegar hún er
spurð: „Eg svaf yfir mig.“ Kæru-
leysi, hugsar maður þá. En hver
veit nema áhyggjur eða óákveðni
kunni að vera raunveruleg ástæða
fyrir því, að hún kom ekki. Ef til
vill hefur það verið barátta milli
nýs og gamals hugsunarháttar,
samanber aðra 17 ára stúlku, sem
kom til læknisins til þess að láta
leggja lykkju. Þau komu sér sam-
an um, að hún skyldi koma aftur
næsta dag, en það liðu margar
vikur, áður en hún kom og hún
skýrði frá þvi, að foreldrar henn-
ar hefðu verið mikið á móti þvi,
að hún hefði ekki ennþá sýnt
fram á, að hún væri frjósöm og
gæti eignazt barn. Hún sagði lika,
að foreldrar hennar ættu erfitt
með að aðlagast nýjum hugsunar-
hætti, aðarefni og á sjúkrahúsinu
er dreginn fáni að hún, þegar
barn er fætt, svo að allur bærinn
geti glaðzt með móðurinni.
Veiðimannseðlið
Veiðimannseðlið er ekki langt
undan hjá mörgum. Stöðvarstjór-
inn í rafstöð á S-Grænlandi hefur
mjög duglegan vélstjóra i starfi.
En þegar vorar og selurinn birtist
grípur hann órói. Fyrsta árið fékk
hann fri i 2 vikur til þess að fara á
veiðar — og sást ekki aftur fyrr
en eftir 6 vikur og bað ákaft um
að fá vinnuna aftur, sem hann og
fékk. Næsta ár endurtók sama
sagan sig, svo nú er það fastmæl-
um bundið, að hann hefur 2 mán-
uði á hverju vori, en það sem eftir
er ársins gætir hann rafstöðvar-
innar, svo að til fyrirmyndar er.
Ef hægt væri að finna einhverja
snilldarlega lausn á, hvernig unnt
væri að reka nútímaþjóðfélag án