Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977
13
i
þvi má ekki gleyma, að þeir eru
þá bornir saman við eina mest
þróuðu iðnaðarþjóð i Evrópu.
Grænlenzka vinnuveitendasam-
bandið hefur nýlega farið fram á,
að rikið borgi sama kaup og þeir
sjálfir verða að gera. Það hefur
um iangan tima átt sér stað um-
taisverð yfirborgun hjá einka-
fyrirtækjum, sem eru farin að
borga duglegu grænlenzku vinnu-
afii sama kaup og aðfluttu fólki.
En þannig er það ekki hjá ríkinu.
Grænlenzkur kennari, sem talar
bæði grænlenzku og dönsku fær
minni laun en danskur kennari,
sem talar ekki grænlenzku. Sama
er á bæjarskrifstofum, í prent-
smiðjum og viðar. Það er undar-
legt, en þessi pólitik hefur verið
studd af grænlenzka landsráðinu
og ein ástæðan er sögð vera sú, að
mjög mikill iaunamismunur
Grænlendinga á milli sé ekki
æskilegur.
Þetta hlýtur þó að breytast í
náinni framtíð, þegar vel mennt-
að og duglegt ungt fólk kemst í
meírihluta. Menntun er alltaf að
aukast, þó það séu ekki margir,
sem hafa háskólamenntun. Það
eru nokkrir prestar, 1 arkitekt og
3 læknanemar við nám og 1 sauð-
fjárráðunautur er menntaður frá
landbúnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Um verkfræðinga
veit ég ekki, en með tilliti til
iðnaðarmanna gætu þeir bráðum
verið sjálfum sér nógir í flestum
greinum. Ennþá vantar u.þ.b. 100
grænlenzka kennara af-þeim 325
sem þarf. í opinberri stjórnsýslu
vantar mikið af velmenntuðu
fólki, en nú er hafin framhalds-
menntun f nokkrum stærri bæj-
um fyrir starfsfólk í þessum
greinum.
Þegar Anker Jörgensen forsæt-
isráðherra kemur til Grænlands f
byrjun ágúst á að vigja 2 nýja
iðnskóia, þ.e. byggingariðnskóla
með 90 nemum í Holsteinsborg og
járniðnaðarskóla með 80 nemum f
Godtháb. Eins á að endurskipu-
ieggja nám í sjómannaskólanum,
en verzlunarskólamenntun mun
áfram næstu árin fara fram i
verzlunarskólanum i Ikast á Vest-
ur-Jótlandi, sem hefur heimavist
fyrir Grænlendinga. Kennara-
skóii hefur verið í Godtháb síðan
um aldamótin.
Hcimastjórn í sjónmáli
Grænland býr sig á margvísleg-
an hátt undir breytingu til heima-
stjórnar, sem áætlað er að muni
smátt og smátt komast á frá 1979
með þvi að iáta meira og meira af
stjórnsýslu í hendur Grænlend-
inga sjálfra. Pólitískt séð verður
erfiðast að finna lausn á olíu-
vandamálinu, sem er jafn mikið
tilfinningarlegt sem fjárhagslegt
ágreiningsmál séð frá grænlenzku
sjónarmiði. Fjárhagsleg undir-
staða er nauðsynieg fyrir sjálf-
stæði, en hversu langt er óhætt að
ganga? Þetta eru erfiðieikar, sem
ísiendingar þekkja frá umræðum
um stóriðju.
Christiansháb f júií 1977
Ingeborg Einarsson
þess að vera alltaf háður kiukk-
unni, væri minni streita í heimin-
um.
Selaafurðir eru ennþá mikil-
væg uppistaða í daglegu lifi
Grænlendinga, sérstaklega hér
norðan við „hundegrænsen", sem
er við Holsteinsborg. Það táknar
að fyrir sunnan Holsteinsborg eru
ekki notaðir hundasleðar. K.G.H.
hefur núna um miðjan júlimánuð
keypt 70 tonn af selkjöti og spiki.
Mikið af þvi verður pakkað og
fryst og siðan selt í kjörbúðum
viðs vegar um landið. Skinnin eru
notuð í skinnbuxur og undirlag
ofan á sleðana fyrir ökumennina.
Jafnvel danskir hundaeigendur
mundu ekki fara í langar sle'ða-
ferðir án þess að klæðast skinn-
fötum. Ekkert er eins hlýtt og
skinnfötin. Skinnið er einnig not-
að í vettlinga, sem eru notaðir við
veiðar á veturna. 1 þjóðbúningun-
um er selskinn lika að mestu leyti
uppistaðan.
Báturinn
„bíllinn“ þeirra
Á sumrin kemur báturinn í
staðinn fyrir hundasleðann. Það
eru opnir trébátar með utanborðs-
vél eða plastbátar af öllum stærð-
um og meira eða minna yfir-
byggðir. Hér i höfninni í Christ-
iansháb liggja yfir hundruð smá-
bátar og þannig er það i öllum
bæjunum. Á sunnudögum fer
fjölskyldan í ferðalag á bátnum,
það er „billinn1' þeirra. Þau sigla
út skerjagarðinn og veiða, fara
siðan í land á einni af eyjunum.
Þar er kveikt bál með lyngi milli
nokkurra stórra steina og fiskur-
inn er soðinn i potti, sem hefur
verið tekinn með. Þegar fiskurinn
er soðinn er hann lagður á stóran
flatan stein, sem búið er að
hreinsa, og hver tekur sinn
skammt.
Misrétti í
launagreiðslum
Það er stundum kvartað yfir
því, að Grænlendingar séu ekki
nógu afkastamiklir við vinnu, en
Nýkomnir
tjakkar fyrir
fölks- og vörubHa
frá 1-20 tonna
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.
Nú er ekki til
setunnar boðið
og síðustu forvöð að tryggja sér ferð til
BENIDORM.
Vegna mikilla vinsælda þessa unga og ferska
ferðamannastaðar eru nú þegar margar
ferðir orðnar fullbókaðar og gistirými tak-
markað.
Brottfarardagar
til Benidorm:
8. ágúst — fuilbókaB
15. ágúst — fullbókað
22. ágúst — örfá
saBti laus
29. ágúst — laussæti
5. sept. — örfá sæti la
12. sept. —fullbókað
Umboðsmenn Ferðamiðstöðvarinnar hf.
Bolungarvikurumboð BorgarncMimboð Crindavikurumbnð
Sverrir Matthiasson Þóra BjörEvinsdóttir Bogi Haltgrlmsson
Skóiastracti 18. T.arðavík 1 Mánargcrði 7
simi 7389 simi 7485 simi 8119
Isafjarðarumboð Kerðamtöstöðm Akurcyri Keflavikurumboð Vc.stmannacyjaumboð
Arm SiKurðsson Hafnarstræti 100 KriMtnn Danivalsson Fnófinnur Finnbogason
Miðtunt 27 optð 16—19 Framnesvcgi 12 c/oKyjabúð
slmi 3100 sfmi 19970 simi 1864 simi 1450 og 1166
Seljum einnig farseðil hvert á land sem er og ávall' á hagstæðasta
fargjaldi sem völ er á. Vekjum sérstaka athygli á hagkvæmum sér-
fargjöldum, sem nú eru í gildi. Útvegum hótel, og önnumst alla
fyrirgreiðslu erlendis.
19
Ferðamiðstöðin hf.
Aóalstræti9 sími 11255