Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 16

Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 16
Jg MORGUNBLAÐIÐ, 3UNNUDAGUR 7. AGUST 1977 Frá Skálum, þar sem athafnalífið blómstraði hér áður fyrri Texti & myndir: JÓHANNA KRISTJONSDOTTIR LAUGARDAGUR á Þórshöfn. Glampandi sólskin. Bíllinn er bilaöur og verður ekki tekinn til meðhöndlun- ar fyrr en eftir helgi. En það gerir mínnst til,, því að Öli fréttaritari Morgunblaðsins Þorsteinsson kemur á jeppanum, enda eins gott að hafa sterk- an bil í þá ferð sem er fyrir höndum: út Langanesið, í Skoruvík og út í Skála. Einhverra hluta vegna hafði ég jafn- an ímyndað mér Langanesið alltaf hrjóstrugt og bert. Vilhjálmur hrepp- stjóri Guðmundsson á Syðra Lóni segir að ég sé ekki ein um þá skoðun. Margir aðkomumenn furði sig á því, þegar „Hér hvíla ellefu enskir menn . . ekið er út nesið, hversu grösugt það sé. Þó eru flestir bæir í eyði, þegar komið er út fyrir Sauðanes. Byggðin hefur verið að leggjast af á hverju býlinu af öðru og menn flytja burt. Sumir fara suður, aðrir á Þórshöfn. Enn aðrir í kirkjugarðinn. Og það kemur enginn í staðinn. Ekki að svo stöddu að minnsta kosti. VIÐ rennum þetta léttilega á jeppan- um til að byrja með og landslagið er ekki stórbrotið, en hlýiegt og grösugt. En þégar kemur út fyrir eyðibæinn Heiði — þar sem sagt er að mikið skrímsl hafi gengið á land fyrir all- mörgum árum — skiptir svo snöggt um að engu er likara en við séum komín á aðra stjþrnu. Hér tekur við hálfgert tungllandslag, grjót og meira grjót, grjót hvert sem litið er. Eini gróðurinn sem fær þrifizt hér eru allra harðgerð- ustu jurtir og er geldingahnappurinn þar mest áberandi. Og f þessu hálf- kuldalega umhverfi fer ég einmitt að hugsa um að á þessum stað eigi geld- ingahnappur heima og hvergi annars staðar og ég fæ megnustu andúð á þeirri áráttu borgargarðeigenda að rífa slíkar plöntur úr náttúrlegu umhverfi sínu og setja þær niður í tilbúna blóma- garða sína. VEGURINN versnar stórlega samtímis því að skiptir um landslag. Við megum kallast sæl og heppin að vera á góðum bíl á slíkum troðningum. En þessa leið fer þó pósturinn frá Þórshöfn ótrauður að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar í viku árið um kring að færa Birni vitaverði í Skoruvík blöðin sin. Við förum fram hjá eyðibýlum sem kúra við ströndina, Læknesstaðir, Brimnes, Innribær, Fúlavík. Þýfður túnskiki umhverfis hálfhrunin eða alhrunin bæjarhúsin. Þarna hefur ekki verið búið í áratugi. Við nálgumst svo Skoru- víkurbjarg. Þar síga menn i björg á hverju vori og á einum stað í bjarginu er súlubuggð, sú eina sem vitað er um norðanlands. ÞEGAR við höktum loks í hlað á Skoru- vík getur á að líta. Þar er sjálfur sýslu- maðurinn frá Húsavík, Sigurður Gizur- arson kominn ásamt fjölskyldu sinni. I lögreglufylgd eins og vera ber. Sýslu- maðurinn er að aðstoða Björn vitavörð að ganga frá sínum málum, en Björn er að flytja frá Skoruvík með konu sinni og dóttur, eftir langa og dygga vita- varðar- og veðurþjónustu i Skoruvik. Heilsan er að bila og þau verða að fara. Þeim er það ekki ljúft en um annað er ekki að ræða. í Skoruvík er einnig kominn stór flutningabíll, hann er að sækja staura hjá Birni en mikill reki er unninn í girðingastaura ár hvert í Skoruvík. ÞAU segja okkur í Skoruvik að fyrir nokkru hafi fólksbíll farið yfir Vatna- dalinn í áttina að Skálum. Við teljum með ólíkindum að svo sé, það getur enginn venjulegur bill farið slikan veg. Svo leggjum við i hann. Vondur var vegurinn hingað og þó hátíð hjá þvi sem við tekur. Uppi á miðri heiðinni komum við að gömlum, yfirlætislaus- um krossi: ,,Hér hvíla ellefu enskir menn“. Hvorki meira né minna. Þeir urðu skipreika hér, komust þó ellefu lifs í land og lögðu af stað yfir heiðina. Einhverra hluta vegna villtust þeir framhjá Skálum og gáfust upp miðja vegu milli Skála og Skoruvikur. Þar voru þeir siðan jarðsettir. A árum áður urðu oft skiptapar við Langanes, en eftir að vitinn kom á Fonti, yzt úti á Nesinu, hefur manntjón aldrei orðið. Á SKÁLUM var mikið og fjörugt at- hafnalíf áður fyrri. Útræði á sumrin og vaðandi fiskur allt um kring. Á sumrin var hér allt upp i tvö—þrjú hundruð manna byggð. Skálar voru aðal staður- inn á Langanesinu, þar var verzlunin, atvinnan og peningarnir það sem það var. Þessum stað fór að hnigna í stríð- inu og í kringum 1950 var allt að kom- ast í auðn. Það er næsta óskiljanlegt að hugsa sér það mikla og fjölskrúðuga mannlíf sem hér hefur verið, þegar komió er að Skálum nú. Staðurinn er nöturlegur, stendur fyrir opnu hafi og þótt hlýtt hafi verið hinum megin á nesinu gnauðar vindurinn hér á göml- um grunnum og við verðum að vaða grasið í hné. Eitt hús stendur uppi, myndarlegt timburhús sem var búið i Grjót og meira grjót. töluverðan tíma eftir að önnur byggð lagðist hér af. Nokkur hús voru flutt héðan í heilu lagi, meðal annars stigu Þórshafnarbúar lengi dans og skemmt- an í samkomuhúsi, sem stóð áður á grunni í Skálum og þótti mikil bygging. Enn sjást minjar um útgerðina, þótt að mestu blasi við rústir, meðal annars stórir pottar og ker sem notaðir hafa verið við lýsisvinnslu. NIÐUR í sjó er nánast þverhnipi nema á einum stað. En það er munur að í einni af ferðum sinum hér áður kom Guðmundur biskup góði hingað og not- aði tækifærið og blessaði Bakkana. Svo að það hefur aldrei orðið neinum að meini þótt hann hafi hrokkið niður fyrir Bakkana. Vitað er til að börn hafi hrapað þar niður í grýtta fjöruna, og staðið upp heil. Sagnir eru um stór- gripi sem hafa farið niður og ekki vitað um önnur meiðsl en kjálkabrot við fallið, eftir því sem haft er fyrir satt um hross einhvern tíma. Síðasta atvik- ið sem vitað er til, er móðir húsbóndans sem lengst bjó á Skálum, eftir að önnur byggð var farin í eyði. Hún var að teygja sig eftir þvotti og rann af stað niður. En likt og Þorgeir Hávarsson hékk á hvönninni forðum náði hús- freyja taki á grastó og fékk haldið sér þar dauðahaldi miðja vegu, unz henni var borgið upp. ÞEGAR við höfum reikað um staðinn um hrið sjáum við svo allt í einu nefnda fólksbifreið, þar sem hún stendur hálffalin i háu grasi. Það hefur þá ekki verið tröllasaga að fólksbíll hafi farið þessar vegleysur. Þetta er meiri gáta en ég fæ skilið og enn skritnara var skömmu siðar að horfa á eftir bílnum aka fyrirhafnarlaust upp skorningana eins og hann væri að aka eftir Miklubrautinni, en ekki þvilíka leið að meira að segja jeppinn blés þreytulega öðru hverju. UPP á Kömbunum eru minjar um búsetu Breta á stríðsárunum. Þar hef- ur þó flest verið rifið og flutt brott en mikill skorsteinn ris þar, fagurlega hlaðinn. Bretar munu hafa talið þetta ágætt lægi til að fylgjast með siglingum að landinu. En litt vinalegt hlýtur þeim að hafa fundizt landslagið. Bretar buð- ust til að gera veg um Langanesið á meðan þeir voru þarna. Þvi var hafnað af hreppsnefndinni, enda þótti ekki sæma að taka við neinu frá þeim aðila sem hafði hernumið landið. Nú :ftur á móti eru ýmsir þeirrar skoðunar að Skálar hefðu haldizt áfram í byggð, ef vegarsamband þaðan við nesið að öðru leyti hefði verið viðunandi. Þá væri enn hraði og athöfn á þessum stað. Slíkt er þó erfitt að hugsa sér þegar horft er yfir. Að skrönglast út í Skoruvík og að Skálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.