Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977
19
„Að vera góður og
hlýr við fólk.“
„Andlegt jafnvægi skiptir öllu í
mínu starfi. Að geta unnið með
ljósmyndurum, láta ekki smá-
atriði fara í taugarnar á sér, en
segja samt sitt álit. Það hef ég
alltaf gert, þegar margar stúlkur
hafa hins vegar setið og bælt nið-
ur i sér reiði eða gremju og svo
kannski einn dag, sprungið og
öskrað. Af því að ég er róleg hef
ég oft verið fengin til að stilla til
friðar, þegar slegið hefur i brýnu
milli ljósmyndara og módels. Ég
reyni einnig að vera diplómatisk
og er það, þannig að fólk, sem ég
hef unnið með öll þessi ár, segist
enn ekki þekkja Guðrúnu til fulls.
Það er líka gaman að vera dular-
fullur," segir Guðrún og hlær, en
bætir siðan við alvarlegri: „En
það kemst engin stúlka langt i
tizkuheiminum, ef hún er durtur
og fýlupoki. Samvinnan er fólgin
í þvi að vera góður og hlýr við
fólk. Hafi stúlka hrffandi fram-
komu man fólk eftir henni og það
sækist eftir henni líka. Þannig er
Margauw Hemingway til dæmis.
Hún væri að visu ekki eitt fræg-
asta mótel í Bandarikjunum i dag,
hefði hún ekki I byrjun notfært
sér Hemingway nafnið. Hún hef-
ur óskaplega fallegt og næstum
fullkomið andiit, en hún er líka
hlý og undisleg í framkomu,
svona eins og islenzk saklaus
sveitastúlka.
Sé stúlka hrífandi falleg má
hún þakka guði fyrir það, vilji
hún notfæra sér fegurðina sem
söluvarning verður hún að kunna
það og þá dugir ekkert annað en
rétt framkoma, sem er númer
eitt.“
„Eg held að fólk heima hafi
orðið mikið hissa, þegar ég var
kosin ungfrú alheimur. Eg var
ekki þessi „glamour-týpa“ með
sykursæta andlitið, en ég lagði
áherzlu á góða mannasiði og rétta
framkomu og það hefur opnað
flestar dyr fyrir mér.“
„Mín ytri fegurð
snertir ekki
minn innri mann“
„Mér hefur aldrei þótt ég falleg
— en ég get samt sagt hverjum
sem heyra vill, að ég sé guðdóm-
lega falleg alveg eins og sölumað-
ur, sem selur varning sinn.
Mín ytri fegurð eða útlit snertir
ekkert minn innri mann. Sem
unglingur þótti ég ekkert falleg
eða glæsilegri en aðrar stúlkur og
mér vat eldrei talin trú um að ég
væri falleg í uppvextinum. En ég
hef alltaf verið öðru visi og skorið
mig úr fjöldanum. Einu sinni
sagði maður við mig: Gat skeð,
þurftir þú ekki endilega að koma
frá Islandi, þaðan sem enginn
kemur. Bara til að vera öðruvísi."
„Meðan maður vinnur sér sess í
tízkuheiminum er þetta allt ógur-
legt taugastrið og það er engin
stúlka örugg fyrr en hún er bókuð
48 tíma fyrirfram og öruggasta
vinnan er við verðlistana. Ég er
nú bókuð sex mánuði fyrirfram,
verð til dæmis í myndatökum fyr-
ir þýzka verðlistann i haust. En
margar stúlkur hafa þó gert þau
mistök að fara strax' út i það að
vinna fyrir verðiistana áður en
þær hafa unnið sér nafn og sess
hjá tízkublöðunum. Ég byrjaði
ekki að vinna fyrir verðlistana
fyrr en ég gat sett upp mitt eigið
verð og enginn gat andmælt."
Þar sem Guðrún hefur unnið i
Þýzkalandi, Sviss, Frakklandi og
á ítaliu, talar hún að vonum mörg
tungumál, þ.e. frönsku, þýzku,
ensku og segist geta fleytt sér i
ítölsku. En hún hefur i öll þessi ár
tekið einkatima í því máli, sem
hún hefur aðallcga þurft að not-
ast við í það og það skiptið.
s
„Allír voru ... “
Guðrún segist ætla að hætta
ljósmyndafyrirsætustarfinu
haustið 1978. Hún hefur enn ekki
ákveðið hvað þá tekur við, en
segist aldrei munu setjast að á
einum stað og muni því leita að
starfi, sem gefur henni möguleika
á að ferðast. Astæðan fyrir þvi að
hún fluttist frá Frakklandi og hóf
að vinna gegnum umboðsskrif-
stofu i Sviss, segir hún að sé mjög
persónuleg. Barnsfaðir Guðrúnar
er franskur þingmaður og bjuggu
þau saman í mörg ár. En Guðrún
bregður sér þó alltaf af og til til,
Parisar, sem er, að þvi er flestir
telja, enn þá háborg samkvæmis-
lifsins i Evrópu og í því tekur
Guðrún virkan þátt.
„Ezg hvíli mig þó alltaf á því
öðru hverju, enda getur maður
alveg fengið nóg af þvi. Eins
innantómt og það getur verið",
bætir hún við hlæjandi.
„Ég hef gætt þess að binda mig
ekki við eina vissa kliku, heldur á
ég alls konar vini og út um allt.
En það getur verið kómiskt þegar
maður spyr hver hafi verið í
þessu eða hinu samkvæminu og
svarið er: Allir voru!“
Guðrún segist þó ekki vilja til-
greina nein nöfn sérstaklega á
prenti, en margt af þvi fólki, sem
hún hittir reglulega í þessum
samkvæmum er fólk, sem stöðugt
er í heimsfréttunum. Til dæmis
frægar kvikmyndastjörnur eins
og Bardot, Marisa Berenson og
módel eins og Bianca Jagger.
Marisa Berenson varð sérstaklega
fræg fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni Barry Lyndon eftir Stanley
Kubric, en hún og Guðrún hófu
Ijósmyndaferil sinn um líkt leyti í
New York fyrir fjórtán árum, og
eru kunningjar enn þann dag I
dag. „Marisa er bezt klædda kona,
em ég þekki, en hún þolir ekki
aðra fallega konu við hliðina á
sér“ og Guðrún brosir... „Bianca
vill alltaf vera öðru vísi en allir,
fari hún í fint samkvæmi mætir
hún I síðbuxum, en fari hún á
diskótek er hún klædd á allt ann-
an hátt en allir hinir. Svo er nú
Bardot einn persónuleikinn enn
og það sterkur lika. Hún hleypir
engum nálægt sér og fer sínu
fram. Hún æfir til dæmis aldrei
nein atriði fyrir kvikmyndir, hlut-
verkin eru skrifuð eins og töluð
út úr hennar munni og enginn
ægti leikiðþau nema Bardot.
Nei, ég hef aldrei viljað fara út
á kvikmyndabrautina", segir Guð-
rún. „Bjóðist manni hlutverk er
það yfirleitt eitthvað i átt við
Emanuelle og leiki maður í einni
slíkri mynd, er maður kominn
með vissan stimpil eða ímynd og
ólíklegt er að betri hlutverk bjóð-
ist þá. Til að gera góða mynd þarf
maður að hafa sterkan mann á
bak við sig. Helzt að vera gift
honum ... Málið útrætt.“
„Hún hefur fengið
leid á þessu“
„Erlendis virðast konur gifta
sig á öryggið i stað gifta sig til að
fá lífsförunaut. Þess vegna er ég á
móti þvi að konur gifti sig ungar.
Hvað veit tvítug stúlka um mann
sem lífsförunaut? Eg er ekki enn
tilbúin til þess að bindast manni
fyrir lífið. Yfirleitt fæ ég fljótt
leið á föstum samböndum og þá
sting ég af það hef ég alltaf gert.
Þegar ég tók þátt í alheimsfeg-
urðasamkeppninni um árið, stakk
ég af því ég fékk nóg um leið og
kórónan var komin á höfuðið á
mér. Árið áður hafði ég verið kos-
in ungfrú Island og hélt eftir það
til Parfsar og byrjaði sem ljós-
myndafyrirsæta, þegar hringt var
i mig ári seinna og ég beðin að
keppa á Long Beach var ég búin
að gleyma þessu og hafði engan
áhuga lengur. Pabbi hvatti mig þó
til að fara og standa við gefin
loforð. Það varð úr, ég vann og
verðlaunin voru tiu þúsund doll-
arar. Forráðamenn keppninnar
höfðu gleymt að láta okkur skrifa
undir samning þess efnis, að sú,
sem ynni I keppninni yrði i eitt ár
á eftir skuldbundin til að ferðast
sem ungfrú alheimur, auglýsa
sundboli og kók eða allt sem nöfn-
um tjáir að nefna. Daginn eftir
keppnina komu þeir svo til min og
Framhald á bls. 47
— „Frekar
Framhald af bls. 3
ætlar að viðhalda frægð sinni í
Sviþjóð verður hann að gefa út
að minnsta kosti eitt meiri hátt-
ar bókmenntaverk á ári. Þetta
er náttúrlega nokkuð varasamt,
því þegar rithöfundar verða að
skrifa jafn mikið og raun ber
vitni, til þess að hafa í sig og á,
er hætt við því að það verði
allmisjafnt að gæðum, en það
er undirstaða þess að geta lifað
af ritstörfum að vera það þekkt-
ur að óskað sé eftir því að við-
komandi skrifi ákveðin verk,
lesi upp o.þ.h.
„Eg er mikill
menningarpólitíkus“
—- Eg var 26 ára þegar fyrsta
bókin min kom út og síðan hef
ég helgað mig algerlega rit-
störfum. Það var raunar ansi
erfitt fyrstu fimm árin, ég orð-
inn fjölskyldumaður og hvað-
eina, en það hafðist og brátt fór
ég að fá fyrirspurnir og beiðnir
um ákveðin verk, þá var björn-
inn unninn. Það má þó segja að
á árinu 1966 hafi það endanlega
ráðizt að ég héldi þessu áfram
óskiptur. Fékk ég mjög góða
dóma fyrir ljóðabók sem þá
kom út. Þá byrjaði ég einnig að
skrifa i „Aftonbladet“. Þá vissi
ég að ég var að gera rétt.
— Ég er núna að vinna að
ljóðabók, svo er ég einnig með í
huga að skrifa framhald af síð-
ustu skáldsögu mi-nni, sem kom
út 1975.
— Þegar ég kem til Sviþjóð-
ar eftir nokkra daga ætla ég að
skrifa nokkrar greinar um
þessa stuttu Islandsdvöl, á ein
þeirra að bera yfirskriftina;
„Island, einu sinni á ævinni"
vegna þess að allir Svíar fara að
minnsta kosti til allra Norður-
landanna einu sinni á ævinni,
nema íslands, en það ættu þeir
svo sannarlega að gera. Hinar
greinarnar munu sennilega
fjalla um kynni mín af íslenzk-
um rithöfundum.
— Þegar ég kem aftur hing-
að með fjölskylduna ætla ég
hins vegar að vinna að alver-
legri ritstörfum.
— Ég er mikill menningar-
pólitikus og á núna sæti í menn-
ingarmálanefnd Stokkhólms-
borgar, en núna má segja að
það sé búið að leysa flest menn-
ingarleg vandamál í Svíþjóð,
svo nú hef ég áhuga á að ein-
beita mér að samnorrænum
vandamálum á sviði menn-
ingarmála.
— Ég er sjálfur sósíaldemó-
krati og það sem mér fellur
verst í sambandi við stjórnmál
er það þegar menn halda fram
háleitum hugsjónum, en þessar
háleitu hugsjónir hafa engin
áhrif á samskipti þeirra við
sína nánustu. Um þetta atriði
fjalla ég einmitt i nýjustu
skáldsögu minni. __siB
Bílgreina-
sambönd
á fundi í
Reykjavík
FUNDUR oílgreinasambanda á
Norðurlöndum verður haldinn í
Reykjavik 9.—10. ágúst n.k.
Fundinn sækja 33 fulltrúar frá 8
samtökum á hinum Norðurlönd-
unum, auk 8 fulltrúa frá sam-
bandinu hér, sem hefur annast
allan undirbúning fundarins, að
því er segir i fréttatilkynningu
frá Bilgreinasambandinu.
Á fundinum verður m.a. rætt
um launaþróun bifvélavirkja á
Norðurlöndum, ný ákvæði í lög-
gjöf Norðurlandaþjóðanna um
vinnuvernd og aðbúnað á verk-
stæðum, framtíð bilasölu og bif-
reiðaþjónustu. Mun Bilgreina-
sambandið sérstaklega kynna á
ráðstefnunni niðurstöður könn-
unar Ingimars Hannessonar verk-
fræðings á aðbúnaði bilaverk-
stæða á Vestfjörðum og Norður-
landi. — tslenzkir bifreiðainn-
flytjendur og bilaverkstæðaeig-
endur hófu þátttöku í norrænu
samstarfi árið 1964.
ifccÍAor h f
Hljómplötuútgófan Laugavegi66
Dreifing um Karnabæ sími 28155.
Hit Action
Inniheldur m.a.
Heatwave/Boogie Nights — Drift-
ers/Youre More than a Number —
Showaddy Waddy/Under the Moon of
Love — Brendan/Gknmie Some — Barry
Biggs/Side Show — o.fl. lög sem að
undanförnu hafa verið á toppi enska vin-
sældarlistans og víðar.
Platan sem endurspeglar hið besta og
skemmtilegasta í popptónlist dagsins í
dag. Létt og hress plata sem höfðar til allra
sem vilja skemmta sér með öðrum.
20 Great Heartbreakers
Inniheldur m.a.
Paul Anka/Lonly Boy — Bpbby Vee/Run
to Him — Roy Orbision/Only the Lonly
— Garry Puckett and the Union
Gab/Young Girl — Herman Hermits/No
milk today o.fl. frábær lög.
20 Great Heartbreakers er uppryfjun fyrir
suma en uppgötvun fyrir hina. Ómótstæði-
leg plata.