Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 7. ÁGUST 1977
Landsmálafélagið Vörður
Feneyjar — Italía
Innsbruck
Salzburg — Austurríki
Munchen — Þýzkaland
Zurich — Sviss
Brottför 14. september lOdaga.
Einstakt tækifæri — Ódýr ferð
Flogið með Boeing þotu Flugleiða til Feneyja.
Dvalið þar, ekið sem leið liggur frá Feneyjum
um Tyrol til Innsbruck, þaðan til Salzburg, og
Munchen og að lokum til Zurich. Flogið þaðan
til Keflavíkur.
Nánari uDDlvsinaar
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900
/\U/R /
KJFHJjf&AN"
A HORCrON í
UTSALA
Æ hetst
2||pá morgun i
Tiömmu-
8ÖL
í kjallara
IDiðbæjar
markaðarins
flðalstræti 9
Þorsteinn á heimili sínu
Þorsteinn dró fram mikið af alls-
kyns plöggum frá þessari frægu
ferð, þar á meðal heimboð hjá
borgarstjóranum og margt fleira.
— Þú hefur gefið eitthvað út af
kennslubókum, Þorsteinn?
— 1909 kom út kennslubók í
esperanto eftir mig ásamt orða-
safni
— Samkvæmt upplýsingum
sem fengnar voru frá félögum
Þorsteins í esperantóhreyfingunni
mun Þorsteinn með útgáfu bókar
þessarar hafa verið aðalbraut-
ryðjandi málsins á íslandi Það var
svo 1927 að Esperantófélag
Reykjavíkur var stofnað Þorsteinn
þótti vera sjálfkjörinn sem formaður
félagsins og gegndi hann embætti
til ársins 1930 er félag fyrir allt
landið var stofnað Einnig nú kom
enginn annar til greina en
Þorsteinn til formannsstarfa og
gegndi hann því embætti í fjölda
ára
Esperantó hreyfing íslands hefur
starfað óslitið til dagsins í dag utan
þess að hlé varð á störfum hennar á
stríðsárunum
— Þú munt eiga töluvert um
málið á prenti. Þorsteinn.
— Ég hef safnað öllu sem ég
hef náð í sem á einhvern hátt
tengist esperantó en það eru ekki
nein ósköp
Þetta sagði Þorsteinn einungis af
sinni alkunnu hógværð því að það
sru heil ósköp af ýmsu tagi prent-
núufand! Fn oflfnð
ESPERANTISTI |fkH WtilllVJ
í HEIMINUM ■■ ■■ w
ÍSLfNDINGUR Ö|||| S6IH 9
Eisti núlifandi esperant-
isti á íslandi og sennilega í
heiminum er Þorsteinn
Þorsteinsson, fyrrverandi
hagstofustjóri. Á nýaf-
stöðnu alheimsþingi
esperantista var Þorsteinn
að sjálfsögðu sá langelsti
sem var við setninguna.
Af því tilefni var
Þorsteinn tekinn tali á
heimili sínu fyrir stuttu.
Hann býr nú að Laufásvegi
57 ásamt sonardóttui
sinni og fjölskyldu.
Hann er fæddur á Brú í Biskups
tungum 1880 og er því 97 ár*
gamall Það sem vakti furðu okka
er við hittum Þorstein var hversi
mjög likamlega og andlega hresí
hann er Við spurðum Þorstein þvi
fyrst hvernig honum tækist að
einhvern
hátt tengist
esperantó
Þorsteinn við skriftir á heimili sfnu.
halda sér svo ungum Það er nú
ekki svo erhtt, ég hef alla tið gengið
mjög mikið og geri það enn í dag
Einnig æfði ég likamsæfingar lengi
framan af en er nú hættur þvl
Annað rákum við strax augun i en
það voru bækur upp um alla veggi
Það var greinilegt að þarna bjó
mikill bókamaður og fræðimaður.
— Hver voru nú þin aðal áhuga-
mál á yngri árum. Þorsteinn, er þú
varst í skóla?
— Tungumálin hafa jafnan ver-
ið mér mjög kær og þar var
esperantó fremst i flokki í þvi var
um algert sjálfsnám að ræða með
hjálp smá ritlinga frá Danmörku En
einnig komst ég fljótlega í samband
við höfund málsins, L.L Zamenhof.
en það hjálpaði einnig mjög mikið
—- Ert þú ekki eini íslendingur-
inn sem hefur staðið i bréfasam-
bandi við höfund málsins eða i það
minnsta sá eini núlifandi?
— Ég er nú sá eini núlifandi, en
einhverjir fleiri voru í sambandi við
hann á sínum tima Ég byrjaði fyrst
að stúdera þetta 19 ára gamall
1899 er ég var i menntaskóla
— Þú munt vera fyrsti íslend-
ingurinn sem sótti alheimsþing
esperantista
— Jú, það mun vera rétt, ég fór
1907 til Cambridge Það var geysi-
fjölmennt þing og var mjög mikið
og merkilegt sem kom þar fram
aðs máls sem Þorsteinn á sem
tengt er hreyfingunni Einnig sögðu
félagar Þorsteins að þetta væri
hrein gullnáma sem væri vandfund-
in i heiminum Þorsteinn hefur ætið
verið það þekktur fyrir afskipti sin
af þessum málum, að þegar skrifað
var til Þorsteins þótti nóg að skrifa
utaná bréf til hans, Þorsteinn
Þorsteinsson. Reykjavik, ísland og
það komst til skila^
En Þorsteinn er kunnur fyrir
margt annað en afskipti sin af
Esperantó-félaginu Hann er geysi-
legur bókamaður, ættfræðingur
mikill, að ónefndum afskiptum
hans af hagfræðilegum málum
þjóðarinnar hér áður Þorsteinn er
fjórði íslendingurinn sem nam þá
fræðigrein er nefnd er hagfræði
Hann fór snemma í þjónustu rikis-
ins og þegar Hagstofa íslands var
stofnuð i ársbyrjun 1914 var
Þorsteinn þar sjálfkjörinn til forystu
sem annars staðar Hann veitti
Hagstofunni forstöðu allt til ársins
1950 er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Þorsteinn hefur alltaf verið mikið
fyrir ættfræði og hefur m a tekið
saman nokkrar niðjatölur og skrifað
töluvert um þessi efni Þorsteinn
varð gerður að heiðursdoktor við
Háskóla íslands 1 946 fyrir störf sln
i þágu vísinda Siðasta viðurkenn
ing sem Þorsteini var veitt er þegar
hann á siðasta ári var gerður að
heiðursfélaga I Visindafélagi (slend-
inga Þá er enn eitt rit margfrægt er
Þorsteinn vann, en það er skrá yfir
islensk mannanöfn á árunum
1920—1950