Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977
VEIKARA KYNIÐ
OFNÆMI
0 t vor lauk í West Point, elzta
og virtasta herskóla Bandaríkj-
anna, fyrsta skólaárinu sfðan
þingið f Washington mannaði sig
loksins upp í að opna hann fyrir .
kvenfólkinu, og sýnist árangur-
inn satt bezt að segja stórum betri
en þeir höfðu spáð, og ef til vill
vonað, sem ætluðu að ærast útaf
þessari nýbreytni. Af þeim eitt
hundrað og nftján stúlkum sem
innrituðust f skólann f fyrra
þraukuðu 89 af veturinn. Sú út-
koma er að vfsu fimm prósentum
lakari en hjá karlmönnunum
miðað við höfðatölu, en þá skyldu
menn á hinn bóginn hafa það
hugfast að kvenfólkið þarna gekk
ekki einungis inn í ósvikna „karl-
mannsveröld", heldur vafalftið
einhverja þá ströngustu og kröfu-
hörðustu sem handarfska skóla-
kerfið býður upp á.
Sitthvað forvitnilegt kom í ljós
á þessu fyrsta „kvennaári" í nær
tvö hundruð ára sögu West Point.
Til dæmis gáfust tiltölulega fleiri
háskólamenntaðar stúlkur upp
heldur en hinar sem höfðu lakari
menntun. Menn velta nú vöngum
yfir ástæðunum og komast að
þeirri niðurstöðu helzt að þær
fyrrnefndu hafi talið sér borgið í
atvinnulífinu hvort eð var þó að
þær gæfu West Point upp á bát-
inn þegar þær fundu að _ her-
mennskan var ekkert grín, en;
fjárhagsástæður aftur á móti
keyra þegar skólabræðurnir sáu
hvernig við vorum gallaðar."
Eins og að líkum lætur réðu
nýliðarnir úr kvennaflokknum
betur við bóklega námið en hina
ósviknu hernaðarþjálfun. Nokkr-
ar heltust enda úr lestinni af því
þær skorti einfaldlega líkamlegt
þrek til þess að leysa þær þrautir
af hendi sem af þeim var krafizt.
Karen Kelly frá Ulinoice segir um
þolhlaupin til dæmis:„Eiginlega
finnst mér núna sem ég hafi
aldrei hlaupið í alvöru fyrr en ég
kom hingað.“ Og henni er ekki
ennþá alveg ljóst hvernig hún
lifði af fyrstu vikurnar. Hún segir
að stundum hafi hún naumast vit-
að i þennan heim né annan þegar
hún dróst í mark. „Mér fundust
þrautirnar stundum allt að því
óbærilegar," bætir hún við.
Agamál
Katherine Goodland frá Iowa
eru hinsvegar þeir dagar minnis-
stæðastir þegar einhver liðþjálf-
inn tók sér fyrir hendur að leiða
hanna í allan sannleikann um
hermannalífið. Hún segir frá því
atviki þegar hún var að lotum
komin eftir óvenjustranga æfingu
— og liðþjálfinn lét hana endur--
taka hana fimm sinnum til viðbót-
ar. Og tilgangurinn? „Hann gauk-
aði því að mér,“ segir Katheríne
og brosir hæglátlega, „að ég yrði
að sýna og sanna að ég gæti tekið
með á milli kennslustofa í stein-
gráa hermannabúningnum. Kven-
fólk hefur þó löngum legið undir
því að það væri skrautgjarnara en
karlar og þó einkanlega að það
kappkostaði fremur en þeir að
skera sig úr í klæðaburði — og þá
ekki sízt frá kynsystrum sínum.
Yfirleitt er það sjaldan haft fyrir
satt um konur að þær kæri sig
mikið um að vera eins og klipprar
útúr sama tískublaðinu og þó enn-
þá siður, eins og hér á jafnvel
betur við, útúr sama klæðis-
stranganum.
Kemst upp í vana
En þótt þær i herskólanum litu
sumar til að byrja með á einkenn-
isbúninginn sem næsta þrúgandi
en óhjákvæmilega kvöð, þá vönd-
ust þær honum fyrr en margur
hafði spáð. Það var rétt fyrstu
tvær, þrjár vikurnar, ef það var
þá svo lengi, sem sumar voru
stundum hálf vandræðalegar á
svipinn eða jafnvel hálf flóttaleg-
ar, eins og þær treystu ekki meira
en svo viðbrögðum manna þegar
þeir sæju þær svona til fara. Bráð-
snotur stúlka frá New York játar
nú hreinskilnislega að hún hafi
„ætlað niður úr gólfinu" þegar
hún stóð fyrir framan liðþjálfann
fyrsta daginn í skólanum og mát-
aði í fyrsta skipti „tindátaflíkurn-
ar“ sem henni var ætlað að bera
við viðhafnartækifæri. „Mér
fannst kraginn auk þess vera að
„ÞAÐ ER DRAUMUR
AÐVERAMEÐ DÁTA”
valdið þvi hjá mörgum hinna, að
herskólinn, þótt harður væri, hafi
ef til vill verið siðasta tækifærið
sem þeim gafst til þess að afla sér
framhaldsmenntunar.
Vantar hörkuna
Þá leiddi veturinn líka í ljós að
stúlkur frá suðurrikjum Banda-
ríkjanna eru að því er virðist ekki
eins harðar af sér og skapfastar
eins og kynsystur þeirra frá öðr-
um fylkjum; einkum þó frá hin-
um þéttbýlu iðnhéruðum austur-
strandarinnar. Þær fyrrnefndu
lögðu fremur árar i bát þegar á
móti blés, og komu sér úr ein-
kennisbúningnum og forðuðu sér.
Forráðamenn herskólans munu
því heldur reyna að víkja sér hjá
þvi i nánustu framtíð að taka við
mörgum suðurríkjastúlkum; og
að fenginni reynslu af þeim há-
skólagengnu má á sama hátt gera
ráð fyrir því að þær verði næstu
árin að minnsta kosti ek_ki teknar
fram yfir þær eenr'hafa ekkert
háskólaprðffð.
Þessar áttatíu og níu sem stóð-
ust eldraun fyrsta skólaársins
mega aftur á móti vera hreyknar
af frammistöðunni. Þær vissu áð-
ur en þær hófu námið að þeim
myndi ekki líðast að skjóta sér
bakvið kynferðið, að eitt yrði
nokkurnveginn látið ganga yfir
bæði kynin jafnt í bóklegu námi
sem í því „verklega". Þær klædd-
ust til dæmis þegar frá upphafi
hinum næsta forneskjulega stein-
gráa einkennisbúningi skólans:
ríghnepptri treyju með uppháum
flibbakraga og buxum með svartri
rönd niður eftir skálmunum. í
hinum endurskoðuðu skólaregl-
um segir að vísu að námsmeyjum
sé heimilt að bera pils við treyj-
una við dagleg störf, en þegar á
reyndi varð karlmannsbúningur-
inn samt ofan á. „Við ákváðum
einn daginn eftir að hlýna fór í
veðri að mæta pilsklæddar við
liðskönnun," segir ein þeirra, „en
allt ætlaði bókstaflega um koll að
á öllu því þreki sem ég ætti til —
og þó heldur betur en það.“
Harðneskjan sem á sumum
sviðum hlýtur að fylgja her-
mennskunni kom líka ónotalega
við margar stúlkurnar, í fyrstu að
minnsta kosti. Reynslan I West
Point þykir auk þess hafa sannað
að kvenfólk eigi erfiðara með að
sætta sig við heraga én karlmenn.
Konur taka það nær sér en karlar
þegar þeim er sagt til syndanna
fyrir yfirsjónir á þann hátt sem
tíðkast í hermennsku: það er að
segja í allra áheyrn og ekki alltaf
prúðmannlega. Það er ekki tekið
á sökudólgnum með neinum silki-
hönskum þegar svo stendur á, og
er þá ekki spurt að því hvort það
er kvenmannsandlit eða karl-
manns sem horfir undan einkenn-
ishúfunni.
Jáogafturjá
Einn kvendátinn sem fékk að
lokum nóg hefur þetta að segja
um agann i herskólanum: „Það
var eiginlega aðeins fernt sem
manni leyfðist að segja: Já, lið-
þjálfi. Nei, liðþjálfi. Mér skjátlað-
ist, liðþjálfi. Ég biðst afsökunar,
liðþjálfi." Og hún hnýtir við: „Þar
að auki dundi það sifellt á manni
að þeir heyrðu ekki til manns.
Hærra! Hærra! Talaðu hærra,
kona! var viðkvæðið. Og þeir org-
uðu þetta framan í mann. Þar til
maður stóð þarna að lokum sjálf-
ur og öskraði eins og vitfirringur.
Og teinréttur í þokkabót. Ég gat
aldrei skilið hví mennirnir létu
svona.“
Ein skýringin er samt ugglaust
sú að í herskólum er lagt kapp á
að innræta mönnum hlýðni. í her-
skólunum eru foringjaefnin. Og
til þess að geta skipað fyrir verða
menn að hafa lært að hlýðnast
skipunum.
Annars þykjast þeir þegar bún-
ir að finna hin efnilegustu for-
ingjaefni þarna í röðum kvenn-
anna sem nú eru að hefja sitt
annað ár í West Point, og enda fá
þær flestar, sem komust i gegnum
% Þegar nýliðinn fær orð í
eyra er ekkert verið að
spyrja um kynferðið. Með
byssu um öxl, hjálm á
höfði og næsta hrikaleg
vígorð.
kvörnina síðastliðinn vetur, yfir-
leitt góðar umsagnir. Það kom
líka mörgum af yfirmönnum skól-
ans á óvart hve fljótar þær voru
að tileinka sér þetta lff þótt hart
væri. Eftir að búið var að vinsa
þær óhæfu úr — bæði þær sem
leizt ekkert á blikuna þegar þeim
skildist hvers krafizt var af þeim
og svo á hinn bóginn hinar sem
kiknuðu einfaldlega. undan byrð-
inni þótt þær legðu sig aliar fram
— þá báru þær, sem þá voru eftir,
sig engu óhermannlegar en karl-
mennirnir sem þær skálmuðu
kyrkja mig,“ segir hún, „þegar
mér hafði loksins tekizt að krækja
hann utan um hálsinn á mér.“ Og
þegar sá dagur rann upp að henni
og námssystrum hennar var skip-
að að mæta svona klæddar við
liðskönnun, „þá ætluðum við
varla að þora að horfa hver á
aðra, svo bágar vorum við.“
Nú bera þær einkennisklæðin
eins og þær vissu naumast hvað
borgaralegur fatnaður væci. Þær
virðast alls ekki vera sér þess
meðvitandi að þær skeri sig úr.
Stúlkan frá New York var samt
ekki í „tindátaflikunum" þegar
hún var að lýsa fyrstu kynnunum
sínum af þeim. Þær héngu i
skápnum hennar. Hún var tygjuð
i æfingabúðir þar sem herdeildin
hennar átti að dvelja i tjaldbúð-
um, og var kiædd hinum leir-
brúna vígvallabúningi óbreyttra
hermanna, sem þeir bera lika við
alla stangari vinnu. Og það var
ekki að sjá að henni þætti neitt
skrýtið við það. Það virtist ekki
einu sinni hvarfla að henni að
stálhjálmurinn sem hún bar á
höfðinu væri ekki beinlinis kven-
legt höfuðfat.
Ymis blöð og tímarit i Banda-
ríkjum hafa á undanförnum mán-
uðum gert út blaðamenn og ljós-
myndara að kanna hvernig þetta
kvenfólk, sem rauf nær tveggja
alda einokun karlmannanna á
herskólunum þarna vestra, spjar-
aði sig. Þvi að West Point er ekki
eina vigið sem er fallið: konurnar
eru líka búnar að höggva strand-
högg í skólum flughers og flota.
Viðbrögð
New York Times sendi lið til að
forvitnast um frammistöðu þeirra
í skóla flughersins og birti siðan i
sunnudagsriti sínu itarlega mynd-
skreytta grein um stúlkurnar þar
sem þær munda byssuna. Les-
endabréf, sem síðar voru birt,
sýndu misjöfn viðbrögð. Sumum
fannst augsýnilega nóg um að sjá
framhald á bls. 17
Jafnvel um-
búðír geta
verið kveikja
að útbrotum
9 Ekki alls fyrir longu hélt Samband
þýzkra húðsjúkdómafræðinga þing I
Cologne Þar kom m a fram, að húð-
sjúkdómar vegna gálauslegrar með-
ferðar efna og efnablandna færast allt-
af í vöxt. Einkum fá margir húðsjúk-
dóma af ýmsum efnum I algengum
vöruumbúðum Þessi efni eru fæst
beinlinis eitruð. En mörg þeirra geta
samt sem áður valdið ofnæmi i við-
kvæmri húð
K.E. Malten, prófessor i Nijmegen i
Hollandi. taldi i erindi sinu mörg dæmi
þess. að menn hefðu fengið útbrot og
ýmiss konar ofnæmi af þvi að hand-
fjalla ákveðnar tegundir einangrunar-
. plasts. Grunur hefur leikið á þessu um
nokkurt skeið og ýmislegt verið reynt
til verndar verkamönnum i plastiðnaðí
og öðrum sem þurfa að fara með þessi
einangrunarefni En það er ákaflega
erfitt viðureignar. Þótt maður fái of-
næmi er oft ekki gott að vita hvaða efni
olli því. Það þarf ekki að vera það efni,
sem maðurinn vinnur mest við, en
gæti verið eitthvert annað, sem hann
kemur tiltölulega litið nálægt Auk
þess er svo það. að mörg iðnfyrirtæki
eru treg og neita jafnvel alveg að gefa
nákvæmar upplýsingar um efnablönd-
ur, sem þau framleiða Einkum á þetta
við um litablöndur.
Ofnæmi í húð stafar reyndar ekki allt
af tiltölulega nýuppfundnum efna-
blöndum Menn geta fengið útbrot of
ofnæmi af fjölmörgum efnum i náttúr-
unni. Einn ræðumanna á þinginu i
Cologne fjallaði um sjúkdóm nokkurn.
sem er sérstaklega algengur meðal
garðyrkjumanna, einkum á vorin, þeg-
ar mikið er skorið af páskaliljum Garð-
yrkjumenn fá þá oft útbrot á höndum
En það stafar af safanum, sem rennur
úr páskaliljunum, þegar stilkurinn er
skorinn Ýmsir málmar geta lika valdið
húðsjúkdómum T d má nefna nikkel-
blöndu, sem notuð er i hnappa á
gallabuxum Ef hnappurinn liggur að
húðinni að staðaldri getur það valdið
útbrotum sem eru i laginu eins og
hnappurinn og álika stór. Ýmsir skart-
gripir, sem sagðir eru úr silfri, valda
lika oft útbrotum á húð ungra stúlkna
Margs kyns ofnæmi er þannig til kom-
ið, að menn hafa andað að sér mjöli,
sagi, hári dýra eða frjódufti jurta. Slíkt
ofnæmi stafar oftast nær af óvanalega
litlu viðnámi i likama manns, og verður
það ekkí læknað; eina leiðin er, að
koma ekkí nálægt þvi efni, sem
ofnæminu veldur.
í Vestur-Þýzkalandi er nú svo komið.
að húðsjúkdómar eru næstalgengastir
allra atvinnusjúkdóma; einungis kvillar
af völdum hávaða eru algengari Árið
19 74 hættu 8000 manns þar ( landi
störfum eða skiptu um vinnu vegna
ofnæmis fyrir einhverjum efnum, sem
þeir höfðu þurft að vinnu við
— KONRAD MÚLLER-
CHRISTIANSEN