Morgunblaðið - 07.08.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. AGOST 1977
23
EINRÆÐI
...Hver á að
erfa Kim?
9 Kim II Sung, „hinn dáði og ást-
sæli" leiðtogi Norður-Kóreumanna,
hefur verið við völd í rúm 30 ár og
stjórnað styrkri hendi allan tímann.
En nú er hann tekinn að reskjast (þó
ekki nema hálfsjötugur) og farinn að
heilsu: hann er með æxli á hálsi og
auk þess þjakar hann nýrnabólga og
of hár blóðþrýstingur. Hann er þess
vegna farinn að svipast um eftir
heppilegum eftirmanni sinum. Hann
leitar ekki langt yfir skammt því
hann mun ætla syni sinum að erfa
rikið. En ekki eru allir sáttir við þá
fyrirætlan, og kann að draga til tið-
inda á Kóreuskaga áður langt liður,
ef Kim heldur fast við hana.
Ekki er þessi erfðastefna i Norður-
Kóreu sótt til annarra kommúnista-
rikja, heldur virðist Kim ætla að fara
að fornum sið Asiumanna og koma
upp „konungsætt". í ýmsum Asiu-
löndum riktu sömu ættirnar öldum
saman.
Það er svo sem engin furða, að
Kim kæri sig ekki um óvandabund-
inn eftirmann. Hann hefur það i
. huga hversu fór um orðstír Stalins
að honum látnum. Og Kim kærir sig
sizt um það, aðeftirmenn hans dæmi
hann glæpamann. Ætlar hann nú að
tryggja sig gegn þvi. Hefur hann efnt
til mikillar fjölskyldudýrkunar og
sett fjölmiðla til þess að afla syni
sinum, hinum væntanlega arftaka,
nauðsynlegrar ástsældar. En til vara
og styrktar hefur hann skipað eina
1 3 nána vandamenn sina i mikils-
verð embætti i rikisstjórninni og
flokknum.
í fyrstu æltaði Kim yngri bróður
sínum, Kim Young Ju, að taka við.
En Kim Young Ju er nú kominn af
léttasta skeiði (hálfsextugur) og ekki
heilsugóður. Auk þess er talið að
hann hafi hvorki hörku né vit til
starfans. Kim Chong H, sonur leið-
togans, er hins vegar á bezta aldri,
hvað svo sem er um hitt. Hann er
ekki nema hálffertugur, og gæti þess
vegna rikt jafnlengi og faðir hans.
Pyongyang, höfuðborg Norður-
Köreu, hefur þótt heldur litlitil borg
og tilbreytingarsnauð. En nú hefur
hún um nokkurt skeið verið skreytt
eins og stórhátíð væri i vændum.
Það hanga nú flennistórar myndir af
rfkisarfanum uppi á öðrum hverjum
húsvegg. Kim Chong II er hinn þrif-
legasti maður, þéttur ó velli, smá-
friður og búlduleitur, myndast vel i
lit, og þykir hin mesta bæjarprýði að
veggmyndunum af honum. . En auk
þessarar Ijósmyndakynningar hafa
spakmæli og orðskviðir riksiarfans
birzt i dögum oftar i blöðunum ásamt
með vísdómsorðum föður hans. Eru
spakmæli sonarins prentuð bláu
striðsfréttaletri, en spakmæli föður-
ins rauðu. Fyrir skömmu birtist og i
timariti norður-kóreanska hersins
mynd af Kim Chong II og myndatext-
inn „Ungur leiðtogi". Loks hefur
afmælisdagur hans. 25. febrúar, ver-
ið gerður almennur frídagur um land
allt, eins og afmælisdagur föður
hans.
Það er greinilegt, að Kim II Sung
þykir bráðliggja á. Sonur hans skal
verða ástmögur þjóðarinnar, og það i
hvelli! Þetta óðagot hefur mælzt
misjafnlega fyrir og illa meðal
margra gamalla valdamanna. Það
hefur lika valdið margs kyns vand-
ræðum i efnahags- og utanrikismál-
um til dæmis að nefna. Rikið hefur
safnað erlendum skuldum i óhófi
(þær nema orðið 2000 milljónum
dollara). Norður-kóreanskir dipló-
matar hafa orðið uppvísir að eitur-
lyfjasölu, áfengis- og tóbaksbraski
erlendis. Og þá er þess að minnast.
að tveir bandarískir tiðsforingjar
voru myrtir með öxum i Panmunjon i
fyrra. Er allt þetta talið eiga rætur að
rekja að einhverju leyti, til streitunn-
ar um rikiserfðirnar.
Fregnir hafa borizt af því, að búið
sé að skipa unga og harðsnúna
kommúnista i mörg embætti, sem
varfærnari og hófsamari menn
gegndu áður. En þeir af eldri kyn-
slóðinni, sem enn halda embættum
sinum munu kviðnir og vita ekki
gerla hvað um þá verður. Það er
talið, að friðsamleg kynslóðaskipti í
stjórn landsins verði varla á skemmri
tima en sjö árum. Ef Kim II Sung
fellur frá áður en þau eru komin i
kring, og einhverjir risa upp á móti
syni hans gæti það valdið miklu
uppnámi í landinu. Og þá yrði strax
hætt við striði milli Norður- og Suð-
ur-Kóreu. Væntanlega beitir Kim
Chong II þeirri röksemd fyrir sig, ef á
þarf að halda, og vel getur farið svo,
að hún dugi honum til valda. En
annars er ekki gott að vita til hverra
ráða hann kann að gripa. Hann er
sagður nokkur ofsamaður; sú saga
hefur m.a. komizt á kreik, að hann
hafi fyrirskipað „axarmorðin" i
Panmunjon, sem fyrr var getir.
...Nú, Kim
eins og geta
má nærri!
“radiomiðun—
Grandagarði 9, Pósthólf 1355, Reykjavík, sími 23173
K®DEN sjálfvirkar
LORAN- c 9erð LR -777
V
Þetta er nýjasta tegund af Loran-C, frá hinum
þekktu Koden verksmiðjum
J
Þetta er
myndavélin
fyrir yður! <■»-»
%J %j er lika i se
YASHICAmVR er ný 35 mm.
vél með sjálfvirkri Ijósstillingu og innbyggðu
rafmagnsflassi. Tekur afbragðs myndir
bæði úti og inni.
aðeins 33.960 kr.
Ljóssterk linsa f. 2.8/38 mm.
Hraði 1/60—1/250 sek.
Sjálfvirk Ijósstilling
250 flassmyndir á sömu rafhlöðu
Auðveld fjarlægðarstilling
Innan við 400 gr. að þyngd
Lítið inn — við erum á 3 stöðum í
borginni, til þess að spara yður sporin.
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI — GLÆSIBÆ — AUSTURVERI