Morgunblaðið - 07.08.1977, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hótel Valaskjálf
Matreiðslumenn
Viljum ráða nú þegar eða eftir samkomu-
lagi matreiðlsumann.
Nánari upplýsingar hjá Þórhalli Eyjólfs-
syni sími 97-1237.
Aðstoðarmaður
Viljum ráða aðstoðarmann á alidýrabú
okkar að Minni-Vatnsleysu, Vatnsleysu-
strönd
Upplýsingar hjá bústjóra, eða á skrifstofu
okkar.
Sí/d og fiskur
Skrifstofustarf
Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa.
Leikni í vélritun ásamt kunnáttu í ensku
og einu norðurlandamáli nauðsynleg.
Innheimta gjalda er hluti starfsins. Æski-
legur aldur 25—40 ára. Laun skv. flokki
B-1 0 BSRB.
Umsóknir er greini menntun, aldur og
fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir
22. ágúst merktar. „Skrifstofu-
starf—6480".
Deildarstjóri —
innflutningur
Þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða deildarstjóra við innflutningsdeild
fyrirtækisins. Starfið krefst skipulagshæfi-
leika, atorku og hæfni til að stjórna fólki.
Staðgóð þekking á innflutningi er nauð-
synleg.
Hér er um ábyrgðarstarf að ræða sem
gefur réttum aðila góð laun.
Umsóknir er greini aldur, menntun, fyrri
störf og hugsanleg meðmæli, sendist
afgr. Morgunblaðsins merkt: „A — 6780"
fyrir 1 5. ágúst n.k.
Með umsóknir verður farið sem trúnaðar-
mál.
Hagsmunafélag óskar eftir að ráða
Viðskiptafræðing
eða hagfræðing
til framtíðarstarfa.
Starfið felst m.a. í
— Hagrannsóknum og hagsmunabaráttu
— Utgáfustarfsemi
— Samskiptum við alþjóðasamtök
— Skipulagningu á ferðum félagsmanna
til útlanda.
Leitað er að manni sem
— getur starfað sjálfstætt
-— er félagslyndur
— hefur frumkvæði
í boðier
— góð starfsaðstaða
— góð laun.
Hér er um að ræða sjálfstætt og fjölbreytt
starf sem býður atorkusömum einstakl-
ingi ótal möguleika.
Lysthafendur sendi umsóknir með upp-
lýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf til Morgunblaðsins fyrir 13. ágúst
merkt „Viðskiptafræðingur — 6784"
Öllum umsóknum verður svarað og farið
með þær sem trúnaðarmál.
Tízkuverzlun
óskar eftir starfskrafti allan daginn í 3
mánuði síðan áframhaldandi í hálfs dags
starf.
Uppl. um aldur og starfsreynslu sendist
Mbl. merkt: Tízkuverzlun — 2496
Kennara vantar
að Grunnskólanum í Grundarfirði.
Æskilegar kennslugreinar:
Danska, stærðfræði, tónfræði. Nánari
upplýsingar veitir formaður skólanefndar,
sími: 8725 og skólastjóri, sími 8637.
Skólanefnd.
Skrifstofustarf
Piltur eða stúlka óskast til skrifstofustarfa
sem fyrst, verzlunarskólamenntun eða
samsvarandi æskileg. Umsóknir ásamt
upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf leggist inn á afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir 15. ágúst merkt: „Skrif-
stofustarf —4332".
Bókasafnsfræðing-
ur
Menningarstofnun Bandaríkjanna óskar
eftir að ráða yfirbókavörð í Ameríska
bókasafnið. Menntun í bókasafnsfræði
(M.L.S. eða sambærilegt próf) og góð
enskukunnátta áskilin. Æskilegt að við-
komandi hafi starfsreynslu.
Upplýsingar gefur Lynne Martin, Menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna, Neshaga
1 6, sími 1 9900.
Hagvangur hf.
óskar að ráða
Starfsmannastjóra
fyrir einn af viðskiptavinum sínum.
Fyrirtækið: Stór stofnun á höfuðborgar-
svæðinu.
Starfið: Staða starfsmannastjóra, yfirum-
sjón með launaútreikningum, samning-
um og ráðningu starfsfólks.
Við leitum að starfskrafti:
Sem er lögfræðingúr, viðskiptafræðingur
eða hefur hliðstætt háskólapróf.
Sem er ákveðinn og hefur hæfileika til að
umgangast fólk.
Sem hefði mögulega reynslu af félags-
málum.
Starfsreynsla æskileg en ekki skilyrði.
Skriflegar umsóknir, ásamt yfirliti yfir
menntun, starfsferil og mögulega með-
mælendur, sendist fyrir 15. ágúst 1977,
til:
Grensásveg 13, Reykjavík.
Farið verður með allar umsóknir sem
algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum
verður svarað.
Hagvangur hf.
c/o Ó/afur Örn Haraldsson
Rekstrar- og þjódhagfræðiþjónusta,
Farið verður með allar umsóknir sem
algert trúnaðarmál.
Öllum umsóknum verður svarað
Aðstoð á
tannlækningastofu
Aðstoð óskast á tannlækningastofu i miðborgina frá 1. sept.
n.k. Verður að vera dugleg og samviskusöm á aldrinum frá
20—30 ára. Byrjunarlaun samkv. 5 taxta Verzlunarmanna-
félags Reykjavikur.
Vinnutimi frá 10.00—18.00.
Skrifleg umsókn ásamt mynd, semdist Morgunblaðinu fyr-
ir föstudag 1 1. ágúst n.k. merkt: „Aðstoð — 6785".
Skrifstofustarf
Timburverzlunin Völundur h.f. óskar eftir
að ráða starfsmann, karl eða konu til að
annast vélabókhald og aðra skrifstofu-
vinnu.
Bókhaldsþekking og leikni í vélritun
nauðsynleg, svo og nokkur tungumála-
kunnátta í ensku og einhverju norður-
landamálanna.
Eiginhandarumsókn ásamt upplýsingum
um fyrri störf, sendist í Pósthólf 51 7 fyrir
24. þ.m. Farið verður með umsóknir sem
trúnaðarmál.
Timburverzlunin Völundur h. f.
K/apparstíg 1
Skýrsluvélar
ríkisins og
Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða fólk til eftirfarandi starfa:
a) Ritari á skrifstofu. Starfið veitt frá
1 5. ágúst n.k.
b) Símavarzla. Starfið veitt frá 15. októ-
ber n.k.
Góð vélritunarkunnátta áskilin. Umsókn-
areyðublöð og frekari upplýsingar liggja
frammi í stofnuninni að Háaleitisbraut 9.
Umsóknarfrestur til 12. ágúst n.k.
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
Fé/agsráðgja fi óskast til starfa við Hátúns-
deild spítalans frá 1. september n.k.
Umsóknum, er greini aldur, menntun og
fyrri störf, ber að senda Skrifstofu ríkis-
spítalanna fyrir 20. ágúst n.k.
Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar.
Hjúkrunardeildarstjóri óskast til starfa á
Lyflækningadeild spítalans (deild 3—A)
frá 1 5. september n.k.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkra/iðar óskat til
afleysinga og í fast starf nú þegar. Vinna
hluta úr fullu starfi, svo og einstakar
vaktir kemur til greina.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri
spítalans, sími 29000.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI29000