Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 32

Morgunblaðið - 07.08.1977, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGÚST 1977 Hundarnir spangóluðu af öllum mætti þegar ég kom að Sólstöðum í Súgandafirði. Þeir höfðu fylgzt með þegar ég los- aði reipið á hliðinu en þegar ég kom að húsinu hófu þeirsönginn. Ég fann það á mér að eng- inn væri heima og svo reyndist. En ýmislegt bar þess merki að þau Guðmundur Pálmason og Sigríður kona hans yrðu ekki lengi að heim- an. Ég tyllti mér niður i hlaðvarpann. Sérstakt býli Stólstaðir fyrir utan Spilli. Á hlaðinu voru tunnur með rennandi vatni og meira að segja fullt baðkar, ýmis gömul amboð voru á sínum stað, en hvarvetna voru hraukar af spýtum, bæði rekaviði og öðrum viði sem hafði verið fluttur landleiðina. Auðséð að heimafólk kunni að nýta hlutina, enda búa þau við sinn eigin stil og nota m.a. skilju upp á gamla móðinn til þess að gera rjóma, skyr og súr. Það var búið að slá duggulítið í túnfætinum, líklega hafði Guðmund- ur borið út laugardaginn í 12. viku sumars á hefð- bundinn hátt. Ég krækti mér í kríu í túninu, en hundhelv. . . eyðilögðu þann lúr. Svo leið og beið, það var komið undir hádegi og ekkert bólaði á heimafólki. Undiraldan lék við ströndina og klið- ur mófugla og sjávar- „Það íslenzka er okkar. £§rr Á Sólstöðum hjá Sigríði og Guðmundi upp á gamla móðinn fugla blandaðist saman. Morgungolan kliðaði um hlöð og sólstafir tóku á rás hér og þar í hlíðinni í gegn um skýjafláka. Ég hef aldrei séð eins marga hluti á einu bæj- arhlaði, eins og á Sól- stöðum, og þó var eins og hver hlutur væri heima. hitt hvínandigó/ Allt í einu kom drátt- arvélin fyrir Spilli, brotna hamra með urð- arfjöru, vegarspottinn fyrir Spilli inn til Suður- eyrar er drungalegur, en nothæfur þó á sumrin. Sigríður húsfreyja ók traktornum í hlað, keik með sín 70 ár við stýri. Hún lærði á dráttarvél fyrir nokkrum árum og fór létt með. „Gott" Ég fór og heilsaði henni, hún kvað Guðmund vera ennþá i útréttingum á Suðureyri, en síðan kæmi hann gangandi fyr- ir Spilli. Ég ók á móti honum oq - Sigrfður ogGuðmundur. i miðju þorpinu sá ég mann sem hlaut að vera Guðmundur Pálmason. „Komdu blessaður, Guð- mundur ', sagði ég um leið og ég vatt upp bílhurðinni við hlið hans. Hann heilsaði með inni- legu handtaki: „Komdu bless- aður góði, heyrðu, mér finnst ég kannast við þig". ,.Ég er að ná i þig", svaraði ég. „Gott", sagði hann um leið og hann vippaði sér léttilega upp i jepp- ann með nokkra nýlagða Ijái í striga. Við ókum sem leið lá til Sól- staða, ræddum um búskapinn og sjóinn. „Maður ætti nú að vera far- inn að kannast við búskapinn, orðinn 88 ára gamall", sagði þessi síungi táningur með öld i skegginu en æðruleysi í augun- um. „Við höfum gamla tímann í okkar lífsháttum” Við renndum í hlað. „Voru þeir farnir að slá i Dýrafirði?", spurði hann. „Rétt að byrja", svaraði ég. „Já, það er lítil sprettan", hélt hann áfram, „eins og þú sérð hér á túninu, það er góður litur á þvi, meira er það nú ekki. Ég bar út laugardaginn i 12 viku sum- ars, laugardagur til lukku", sagði hann og kímdi um augu og andlit. Sigriður var að losa áburðar- poka af dráttarvélinni i útihús og Guðmundur fór strax til bess að rétta henni hjálpar- hönd. Hún hafði einnig komið með ýmislegt til búsins og m.a. ítórt sauðarlæri sem þau kváð- jst ætla að salta. Þau byggðu Sólstaði 1940, en áður hafði Guðmundur verið trillubóndi á Suðureyri. Nú hafa þau 60 rollur og eina kú fyrir heimilið. „Það er gott fyrir heimilið", sagði Sigríður," við skiljum sjálf, búum til smjör, rjóma og súr, en afganginn drekkum við og gefum kálfunum, hundun- um, köttunum og heimalningn- um. Við höfum gamla tímann i okkar lífsháttum, enda erum við frá gamla tímanum, Guð- mundur fæddur 1888 og ég 1907". „Nú eru breyttir tímarnir hjá nafna, Sigga mín", sagði Guð- mundur við konu sína, „ég hringdi til Bolungarvíkur og tal- aði við hann um heyið. Hann er hættur, búinn að leigja Hól og leigjandinn er kominn með 22 kýr". „Hvar færðu þá hey", spurði Sigríður. „Það skýrist". „Þið vinnið ykkar mjólk sjálf", sagði ég. „Já, ég skil tvisvar til þrisvar í viku", sagði Sigríður," hita mjólkina upp t ákveðinn gráðu- fjölda svo hún verði ámóta heit og beint úr kúnni og síðan er að taka til við skiljuna. Ég hef þó olíu til þess að hita upp mjólkina, þvi við erum með olíuhitun". „Mannskraftar vinna ekki á móti vélunT' „Það er orðið dýrt úthaldið," skaut Guðmundur inn í þegar við fórum að tala um olíuna, „það er orðið ári dýrt úthaldið á búskapnum, loftáburður og fóðurbætir og sitthvað fleira. I nútímanum vinna mannskraft- ar ekki á móti vélum, en okkur lætur betur að leggja hönd við verk."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.