Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 39

Morgunblaðið - 07.08.1977, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. AGUST 1977 39 skemmra en starfsmenn hans höföu vonað. Steingrímur drukknaði í Purkey á Breiðafirði mánudaginn 25. júli s.l. Var hann ■ þar á siglingu á báti sinum ásamt syni sinum Jóni, þegar það óhapp henti, að þeir feðgar féllu báðir útbyrðis. Vél bátsins hafði verið i hægum gangi, en tók óvænt snöggt viðbragð á fulla ferð, og þeir feðgar óviðbúnir svo að þeir féllu i sjóinn samtímis. Báturinn hetnist siðan áfram stjórnlaust á mikilli ferð, fór yfir þá og var þeim báðum ógnun. Slysið skeði um 70 metra frá landi. Sjórinn þarna, eins og annars staðar við strendur lands okkar, er mjög kaldur. Steingrimi, sem var mikið klæddur, varð það ofraun að ná til lands, en Jón sonur hans náði landi mjög þrekaður. Þegar Steingrímur hætti störf- um sem umsjónarmaður Land- spitalans við s.l. áramót, hafði , hann verið starfsmaður spitalans í um 46 ár. Vantaði aðeins 40 daga upp á, að Steingrimur hefði verið starfsmaður hans frá byrjun. Spítalinn tók til starfa 20. desem- ber 1930 en Steingrímur réðist til hans 1. febrúar 1931. Fyrst var hann ráðinn sem skrifari á skrif- stofu spítalans, eins og það var nefnt þá, en umsjónarmaður Lnadspítalans varð hann 1. ; desember 1935. Hann gegndi sið- an því starfi til s.l. áramóta eða í um 41 ár. Starf umsjónarmanns Land- spítalans hefur ætið verið um- fangsmikið og erilsamt starf. Verkefni umsjónarmannsins er að sjá um viðhald bygginga spítal- ans, að innan sem utan, og allra húsmuna hans. Með stækkun spítalans, um og eftir 1950, eða margföldun á upphaflegri stærð hans, jókst verkefni umsjónar- mannsins samhliða mikið. Mönn- um þeim, sem hann þurfti að stjórna í daglegum verkum, fjölg- aði jafnt og þétt, nýjar deildir bættust við og stjórnendur fleiri og samskipti við^þá köliuðu á meiri tíma. Spítali sem Landspitalinn er í 1 fullum rekstri allan sólarhring- inn alla daga ársins og reksturinn I jafnan mjög viðkvæm starfsemi. ! Menn, sem skipað hafa þar lykil- j stöður, svo sem Steingrimur hef- j ur gjört, hafa borið mikla ábyrgð j og hvíldin oft verið óviss og minni en margur heldur. Steingrímur ! vann starf sitt sem umsjónar- maður með miklum áhuga, hafði | oft langan vinnudag og hafa áhyggjur vegna starfsins oft fylgt honum inn fyrir dyrnar á heimili hans. Undirritaður og fleiri sam- starfsmenn hans kröfðust mikils af honum og höfum við vafalaust oft gengið þar miklu lengra en sanngjarnt var. Mjög takmarkað fjármagn til viðhaids bygginga og' muna, miðað við þörf, var oft sú hindrun, sem erfitt var eða ekki hægt að komast yfir, þó að brýn væri þörfin og fast að sótt. Ahugamál Steingrims utan j starfsins voru einkum fjallgöngur og ferðalög. Þá var heimsókn eða sumarfrísdvöl í Purkey árlegur viðburður, en þar var konan hans alin upp til sautján ára aldurs. Steingrimur og Margrét kona hans eignuóust fjóra syni. Eru þeir allir hinir mestu manndóms- menn. Jón, pipulagningameistari í Landspítalanum, er fæddur 1940, Helgi deildarstjóri í hagræð- ingardeild Landsbankans, 1944, Þorsteinn, sem vinnur við fast- eignasölu, 1947 og Guðjón við- skiptafræðingur, fæddur 1949, vinnur við Reikistofnun bank- anna. Steingrímur var mikill heimilisfaðir og lét sér mjög annt um fjölskyldu sina. Hefur það vafalaust glatt hann mjög að fylgjast með dugnaði og hinum athyglisverða framgangi sonanna. - Steingrimur var fæddur 30.11. | 1906, að Brekku í Geiradal í Aust- I ur-Barðastrandarsýslu. Hann var ! i hópi niu systkina, átti fjóra ! bræður og fjórar systur. A lífi eru þjrár systur hans og þrir bræður. Það er skoðun undirritaðs að Steingrímur hafi verið hamingu- samur maóur. Með Margréti Hjartardóttur eignaðist hann framúrskarandi konu, sem bjó honum mjög gott heimili og gaf honum fjóra dugnaðar drengi. Ég færi frú Margréti, sonum þeirra, barnabörnum og öðrum vandamönnum inniiegustu sam- úðarkveðjur. Georg Lúðviksson. Breiðifjörður mun vera stærst- ur fjörður á íslandi. Margir tlja hann einnig fegurstan fjarða, og gjöfulastan við þá sem þar búa. Mannfall vegna matarskorts mun hafa verið fátitt eða óþekkt við Breiðafjörð. Líka munu fáir stað- Wennie Schubert Minningarorð Fædd. 27. jan. 1933. Dáin30. júli 1977. Þegar samferðamenn og góðir vinir eru kallaðir burtu, oft langt fyrir aldur fram, þá fer ekki hjá því að hugur manns leitar til lið- inna samverustunda. Margs er að minnast frá kynn- um okkar af Wennie Schubert, og þá sérstaklega frá þeim árum er við unnum að sameiginlegum áhugamálum, fyrst i dansskóla Þjóðleikshússins, seinna er við stofnuðum saman dansskóla i Tjarnargötu 4, sjðar að Laugavegi 31. Einnig er ljúft að minnast sam- verustundanna i saumaklúbbn- um. Við áltum margar ánægju- stundir á heimili þeirra hjóna og nutum gestrisni þeirra. Wennie fæddist í Kastrup i Danmörku 27. janúar 1933. Þar ólst hún upp hjá möður sinni með tveim systrum til 19 ára aldurs. Til Islands kom hún 1954 í heimsókn til móðursystur sinnar Ingu og manns hennar Hjalta Finnbogasonar. Þessi heimsókn varð henni til mikillar gæfu, því að hér kynntist hún þeim ágæta manni Gísla Sigurjónssyni flug- vélavirkja. Þau gengu i hjóna- band 22. maí 1955. Þau eignuðust þrjár dætur, Ásdísi gifta Einari Sumarliðasyni bifvélavirkja, Edith, sem er að hefja þjónanám í Kaupmannahöfn og Þóru 8 ára. Við þökkum fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessari elskulegu dönsku konu sem festi hér rætur. Hún hvarf allt of fljótt úr okkar hópi. Við munum hana glaða og ljúfa, og alltaf vildi hún hvers manns vanda leysa. Ekki grunaði okkur að lokastundin væri svo nærri, þótt við vissum að Wennie gengi ekki heil til skógar síðustu árin. Naut hún þá sérstakrar um- hyggju manns síns og Hönnu mágkonu sinnar, sem hefir verið henni mikill styrkur við uppeldi dætranna þar sem Gísli var oft fjarri heimilinu vegna atvinnu sinnar. Við sendum ástvinum hennar öllum samúðarkveðjur. Blessuó sé minning Wennie Schubert. Vinkonur. ir hafa krafist meira af sínum mönnum, né hrifsað til sín stærri feng, og sjaldan hirt um að skila aftur herfangi sínu. Þó mun eng- inn Breiðfirðingur vilja né geta gleymt sinum firði, svo magnað er áhrifavald hans. t Steingrimur Guðjónsson var fæddur á Litlu-Brekku í Geiradal i 30.11. 1906, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttir og Guð- ' jóns Jónssonar sem þar bjuggu i 35 ár. Þau eignuðust og ólu þar upp 9 börn. Litla-Brekka var talin kostarýr jörð þegar Guðjón kom þangað, og þar sem hann var einyrki allan sinn búskap hafa vinnustundir þeirra hjóna verið ómældar. Þó hafði þessi óskagengni bóndi menningu og hæfileika til að ger- ast hlutgengur rithöfundur, þegar hann hafði lokið uppeldi barna sinna og var of slitinn við erfiðisvinnu. Margur lærður i ís- lensku, mætti öfunda hann af sín- um fjölbreytta orðaforða og þvi valdi sem hann hafði á máli og stíl. Það var vegna manna eins og Guðjóns á Litlu-Brekku að orðið sveitamenning er til. Ef segja skal deili á manni, þarf að kynna þann jarðveg sem hann er vaxinn úr, og var undangengin lýsing tilraun þess. Steingrímur stundaði nám við skólann á Hvítárbakka 1925—27, lengri varð skólagangan ekki. Menntavegurinn var í þá daga sannarlega þröngur og ógreiðfær eignalausum alþýðumönnum, sem ekki áttu annan bakhjarl en fá- tæka foreldra sem ekkert höfðu aflögu utan hverjandi heilræði og góðar fyrirbænir. Þegar Steingrímur kom frá Hvftárbakka voru aðfararár kreppunnar miklu atvinna stopul og launin lág. Allir byggðu vonir sinar á að. komast i FASTA VINNUhjábæeða ríki. Árið 1937 kvæntist Steingrímur eftirlifandi konu sinni, Margréti Hjartardóttur frá Purkey. Þau eignuðust 4 syni, sem allir eru á lífi. Um hjónaband þeirra má vist nota þá fornu setningu „Voru þeirra samfarir góðar“. Er þá sleppt öllum hástemmdum lýs- ingarorðum okkar tíma og ætla ég það við hæfi. Margrét var uppatin í Purkey og getur með nokkrum rétti talist kjördóttir fólksins þar, og eyjarinnar. Flest sumur dvöld- ust þau hjón þar meira eða minna, ásamt sonum sínum. Til Purkeyjar var siðustu ferð Steingríms heitið þegar beygt var af leið og haldið til annarrar hafn- ar. Á árunum 1928—30 var Stein- grímur sýsluskrifari á Seyðisfirði hjá Ara Arnalds föðurbróður sín- um. I febrúar 1931 fór Steingrím- ur að vinna hjá Landspitalanum, þar sem hann var umsjónarmaður unz hann lét af störfum vegna aldurs um síðustu áramót, eftir nær 46 ára starf. Ég sem þetta rita hefi svipaða aðstöðu við Landspítalann og Steingrimur. Treysti ég mér þvi ekki til að ræða eða dæma störf hans þar. Slíkir dómar, til lofs eða lasts, hljóta að hitta mig sjálfa að nokkru leyti. Steingrímur var bókhneigður, hafði þroskaðan og ræktaðan smekk fyrir góðum bókum, einnig orðhagur og ræðumaður ágætur. Hann var viðræðugóður, hressi- legur og glaðbeittur, hafði ætið sjálfstæðar og persónulegar skoðanir á hverju máli og taldi sér aldrei samboðið að vera óhugsað bergmál annarra, heldur lagði sitt eigið mat á alla hluti. Slíkt er aðslsmerki hins hugsandi sjálfstæða manns. Steingrimi þakka ég og sam- starfsfólk, margar ánægjulegar samvinnustundir. Fjölskyldu hans sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóhanna Ingólfsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Styður ÞU á réttu hnappana? tt ,,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana" DTS 100 sýnir heitdarsöluverð fjögurra vöruflokka j samtímis. DTS veit nákvæmlega hvaða upphæð á að vera í skúffunni. — (Meira að segja þegar vörum er skilað og greitt er úr kassa.) DTS 100 hefur sjálfvirkan margfaldara ' DTS 100 er greiðslureiknir. DTS 100 sýnir sjálfvirkt (með þvi að styðja á réttan hnapp) hve mikið gefa skal til baka.l Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu — Reykjavík Box 454 - Sími 28511 ,,Með DTS 100 styður þú á réttu hnappana VANTAR ÞIG VINNU (n) VANTAR ÞIG FÓLK % ty Þl AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR Þl ALG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.